Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 DV Fréttir 15 Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Franski friðarsinninn Gerard Starck er staddur hér á iandi: Manntólkið er nott í eöli sínu Gerard Starck Hefur feröast um heiminn á mótorhjóli sínu síöustu 5 árin til þess aö breiða út boöskap Rauöa krossins. Hann er einnig bróöir hins heimsfræga hönnuöar Philippe Starck sem margir fagurkerar þekkja vel til. „ísland er 134. landið af alls 160 löndum sem ég heimsæki á þess- ari ferð minni um heiminn. Til- gangurinn er að vekja athygli á starfi Rauða krossins um allan heim auk þess sem ég er að reyna að styrkja tengslin á milli land- anna og boða frið,“ segir heims- homaflakkarinn og friðarsinninn Gerard Starck sem er nú staddur hér á landi. Þessi 57 ára Frakki hefur nú verið á ferð um heiminn í u.þ.b. 5 ár en hann vonast til þess að geta lokið heimsreisu sinni í lok þessa árs. Stefnan sett á írak „Héðan fer ég beint til Frakk- lands og þaðan til írlands, Eng- lands og svo loks Póllands en það- an held ég til Austur-Evrópu. Að því loknu ek ég svo til Asíu þar sem ferðin endar í Mið-Austur- löndum einhvern tíma í septem- ber. Vonandi verður ástandið í írak orðið nægilega gott til þess að ég geti farið þangað en ætlunin er að enda þetta þar,“ segir Starck sem ferðast alltaf um á mótorhjóli nema þegar landfræðilegar ástæð- ur koma í veg fyrir það. „Það var reyndar of dýrt að flytja mótorhjólið hingað til þess eins að vera á því í nokkra daga en það hefði engu að síður verið mjög gaman. Ég verð bara stund- um að reyna að spara því ég greiði allan ferðakostnað sjálfur. En þeg- ar ég er á meginlandinu ferðast ég allt á hjólinu. Eins og staðan er í dag hef ég lagt að baki 235 þúsund kílómetra á þessu blessuðu hjóli og ég á enn langa ferð fyrir hönd- um,“ segir hann og bætir við að hvert sem hann fari heimsæki hann höfuðstöðvar Rauða kross- ins í viðkomandi landi. „Þessi ferö er náttúrlega farin í þeim tilgangi að vekja athygli á starfi okkar og Rauða hálfmánans og hvert sem ég fer fæ ég gjafir frá starfsmönnum Rauða krossins. Þessar gjafir færi ég svo starfs- mönnum Rauða krossins í næsta landi sem ég heimsæki. Þannig að írar eiga von á því að fá íslenskt hraun að gjöf fljótlega,“ segir hann hlæjandi og bætir svo við: „Með þessu uppátæki reyni ég að styrkja tengslin á milli Rauða krossins í ólíkum löndum." Bróðir frægasta hönnuðar heims Á ferðalögum sínum undanfar- in ár hefur Gerard lent í ýmsum uppákomum og hyggst hann skrifa bók um ferðalagið að því loknu. Meðal annars kynntist hann franskri konu í Chile fyrir um þremur árum en þau hittust síðan aftur ,í Bangkok þar sem þau giftu sig. „Þetta var mjög fyndið því við hittumst fyrst í Chile þar sem kom í ljós að við vorum frá sama smábænum í Frakklandi. Við ferðuðumst stuttlega saman um Suður-Ameríku og enduðum svo á því að hittast aftur í Bangkok þar sem við giftum okkur. Ég hlakka mikið til að hitta hana og fjöl- skyldu mína aftur þegar þessu ferðalagi er lokið,“ segir Gerard en bróðir hans er enginn annar en hinn heimsfrægi hönnuður Philippe Starck. „Það skiptir nánast engu máli hvar ég er staddur í heiminum, alls staðar kannast fólk við verk bróður míns. Ég var einmitt á bókasafni hérna í gær og þar fann ég heilmikið af bókum um hann og mér voru líka sýndar greinar um hann sem birst hafa í íslensk- um blöðum. Þetta kemur mér alltaf jafn mikið á óvart en hann er víst einhver frægasti hönnuður samtímans þó svo að ég líti bara alltaf á hann sem bróður minn,“ segir Gerard sem hlakkar mikið til að komast heim til Frakklands og hitta bróð- ur sinn eftir langt ferðalag. „Það verður mjög gott að kom- ast aftur til Frakklands til þess að slappa aðeins af eftir öll þessi ferðalög. Þá ætla ég líka að skrifa bók um allt sem ég hef upplifað en vonandi getur hún komið út á næsta ári. í bókinni verður stutt umfjöllun um öll löndin sem ég hef heimsótt og það sem á daga mína hefur drifið þar. Með þessu vonast ég til þess að geta opnað augu almennings og stjórnvalda en mér finnast ferðalög vera eitt- hvað það mikilvægasta í líflnu þar sem þau opna manni algerlega nýjar víddir. Víða er fólk uppfullt af fordómum í garð annarra heimshluta en það útskýrist aðal- lega af fáfræði. Hvert sem ég hef komið hefur mér t.d. verið tekið opnum örmum sem sýnir svart á hvítu að mannfólkið er gott í eðli sínu,“ segir Starck og kennir fjöl- miðlum að nokkru leyti um. „Þegar maður fylgist með fjöl- miðlum sér maður ekkert nema það slæma í mannfólkinu. Stríð hér og hryðjuverk þar en almennt er fólk góðhjartað og vill ekki standa í stríðsrekstri. Ef fólk ætti þess kost að ferðast meira og kynnast ólíkum menn- ingarheimum þá væri jörðin að mínu mati mun betri staður en hún er í dag,“ segir Gerard Starck að lokum. -áb Suzuki Baleno GLX, 4d., bsk. Skr. 8/99, ek. 39 þús. þús. Suzuki Swift GLX, 5d., bsk. Skr. 11/96, ek. 67 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 6/02, ek. 15 þús. Verð kr. 1480 þús. Hyundai Accent 1,5, bsk. i Baleno Wagon 4x4 Skr. 1/99, ek. 79 þús. Verð kr. 1170 þús. Suzuki Sidekick JX, 5d., bsk. Skr. 9/96, ek. 88 þús. Verð kr. 780 þús. Subaru Forester 2,0, ssk. Skr. 3/98, ek. 89 þús. Verð kr. 1250 Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk. Skr. 11/98, ek. 88 þús. Verð kr. 1450 þús. Land Rover Freelander, bsk. Skr. 6/99, ek 58 þús. Verð kr. 1490 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ----////.............— SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.