Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003
DV
Fréttir
Alþjóöleg ráöstefna:
Fróðleiksveisla um
samkeppni svæða
og fyrirtækja
Samkeppnishæfni svæða og
fyritækja verður brotin til
mergjar á alþjóðlegri ráðstefnu á
Akureyri á föstudag sem iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytið, Verkefn-
isstjórn um byggðaáætlun Eyja-
fjarðar og Iðntæknistofnun ís-
lands standa fyrir.
Baldur Pétursson, deildarstjóri
í iðnaðarráðuneytinu segir að
grunnurinn að ráðstefnunni sé
stefnumörkun iðnaðarráðherra í
málum er varða byggðamál og
samkeppnishæfhi, og einnig í
byggðaáætlun sem samþykkt var
á Alþingi síðastliðið vor.
Viðamikil ráöstefna
Ráðstefnan er ein sú viöamesta
á sínu sviði sem haldin hefur
verið hér á landi. „Meginatriöið
er að draga til landsins erlenda
þekkingu í byggðamálum og sam-
keppnishæfni sem vel hafa tekist
erlendis og líkur eru á að megi
hagnýta hér með góðum árangri.
Þarna verða mjög athyglisverðir
fyrirlesarar, frá OECD og frá
World Economic Forum en á
þeirra vegum er gerð einhver
viðamesta úttekt á samkeppnis-
hæfhi landa sem þekkist í heim-
inum. Fulltrúi þaðan mun fjalla
um stöðu íslands,“ segir Baldur.
Fróðleiksveisla
Baldur segir að einnig komi
hingað fulltrúi frá EIM í
Hollandi sem hefur rannsakað
byggðakjarna og klasa í Evrópu
og loks frá Nordregio sem er nor-
ræn byggðastofnun og fjallar um
byggðaþróunina í Finnlandi.
„Þetta er því fróðleiksveisla,"
segir Baldur Pétursson. Innlendir
fyrirlesarar verða Kristján Þ.
Júlíusson, bæjarstjóri á Akur-
eyri, Karl Friðriksson frá Iðn-
tæknistofnun, Guðbrandur Sig-
urðsson, forstjóri ÚA, og Sig-
mundur Ernir Rúnarsson rit-
stjóri og formaður
Verkefnisstjórnar um byggða-
áætlun Eyjaijarðar. -GG
Enskir hrappar:
Stöð 2 sýnip
umtalaðan
svikaþátt
Nýja Norræna
Góður farkostur sem stóreykur flutn-
inga ferðafólks til íslands.
Ný Norræna á
leið til Færeyja
Ný Norræna var afhent Smyril
Line í Þýskalandi í gær og lagði hún
úr höfn frá Lúbeck fyrir hádegi í gær
og tók kúrsinn á Þórshöfh í Færeyj-
um. Ferjan var smíðuð í skipasmíða-
stöðinni Flender Werft í Lúbeck.
Ferjan er þrefalt stærri en gamla
Norræna sem þjónaði vel um árabil.
í nýju feijunni verður rúm fyrir 1.482
farþega og allt að 800 fólksbíla. Ef allt
fer sem horfir mun Norræna fjölga
ferðamönnum sem hingað leggja leið
sína svo um munar. Feijan hefúr
reynst vel í þeim reynslusiglingum
sem hún hefur farið og er ganghrað-
inn allt að 22 sjómílur. Jónas Hall-
grímsson, framkvæmdastjóri Ausfars
hf. á Seyðisfirði, var um borö í gær
og var ánægður með nýja farkostinn
að sögn, en ekki náðist i farsíma
hans eftir að skipiö var komið i
Noröursjóinn í gær.
-HEB/JBP
Austfirðingar ræða
breytta framtíð
Austfiröingar huga að því í
hvemig samfélagi þeir vilji búa þeg-
ar stórframkvæmdir setja mark sitt
á líf manna. Á Austur-Héraði held-
ur atvinnumálanefndin fundi undir
nafhinu Heiti potturinn og var
fyrsti hádegisverðarfundurinn hald-
inn í gærdag á Hótel Héraði. Mein-
ingin er að auka upplýsingaflæðið
milli sveitarfélagsins, atvinnulifsins
og íbúanna og skapa umræður um
helstu málefni.
Frummælandi í gær var Eiríkur
Bjöm Björgvinsson, bæjarstjóri Aust-
ur-Héraðs. Eiríkur ræddi meðal ann-
ars mikilvægi þess að sveitafélagið
og atvinnulífið þekktu skoðanir og
væntingar hvort annars og nauðsyn
þess að snúa bökum saman. Um 30
manns mættu á fundinn og sköpuð-
ust líflegar umræður um hin ýmsu
mál sem brunnu á fundargestum.
Næsti fundur í þessari fundaröð
verður næstkomandi þriðjudag og
fiallar um áhrif stórframkvæmda í
sveitarfélaginu og verður framsögu-
maður fulltrúi frá bæjarráði Austur-
Héraðs. -HEB
Vinstri grænir vilja innkalla kvótann á 20 árum:
Þriðjungur á markaö
og útgerðin fái aðlögun
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
vill vinda ofan af kerfi varanlegra
aflakvóta í sjávarútvegi með þvi að
fyma kvótann um 5% á ári. Til þess
að auövelda útgerðinni aðlögun að
breyttum aðstæðum verði henni þó
fyrstu sex árin gert kleift að halda eft-
ir meirihluta þess kvóta sem árlega
er fymdur og nýta hann sem eins
konar „biökvóta" samkvæmt sérstök-
um afnotasamningi í sex ár. Þannig
myndu fyrstu sex árin aðeins 2%
kvótans verða innkölluð. Biðkvótinn
kæmi til innköllunar á sjöunda til
tólfta ári og þannig yrði eftir tólf ár
búið að innkalla alls 60% kvótans.
Þriðjungur á markað
Vinstri grænir vilja að kvótanum
sem ríkið innkallar verði ráðstafaö
með þrennum hætti. Þriðjungur
verði boðinn upp á landsmarkaði og
útgerðum og fiskvinnslum sem
stunda frumvinnslu gert kleift að
leigja hann til sex ára í senn. Annar
þriðjungur verði byggðatengdur og
úthlutað til sveitarfélaga sem ráð-
stafi honum síðan á grundvelli jafn-
ræöis, annaðhvort með útleigu eða
öðmm hætti. Loks verði síðasti
þriðjungur kvótans boðinn þeim
handhöfum kvótans, sem fymt er
DV-MYND HAFDÍS ERLA BOGADÓTTIR
Ný framtíöarsýn
Hilmar Gunnlaugsson atvinnurekandi hvatti menn til þess aö missa ekki sjónar á því markmiði að þæta lífsgæöi og
þjónustu í kapphlaupinu um fólksfjölgun.
A Kænunni
Forystumenn Vinstri grænna völdu veitingastaöinn Kænuna við Hafnarfjaröar-
höfn til þess að kynna stefnu sína í sjávarútvegsmálum.
frá, til endurleigu gegn „hóflegu
kostnaðargjaldi“ til sex ára í senn.
Ámi Steinar Jóhannsson, þing-
maður Vinstri grænna, sagði á kynn-
ingarfundi í gær að sjávarútvegur-
inn væri viðkvæmur fyrir miklum
breytingum, róttækar breytingar frá
degi til dags gætu sett samfélagið í
uppnám og því væri ljóst að gefa
þyrfti greininni rúman aðlögunar-
tíma. Steingrímur J. Sigfússon lagði
áherslu á að ekki væri hægt að tala
um breytingar á fiskveiðistjómunar-
kerfinu án þess að gera jafhframt ná-
kvæma grein fýrir því hvemig kvót-
anum yrði endurúthlutað. Það hefði
Vinstrihreyfmgin - grænt framboð
gert. -ÓTG
Mosfellsbær dæmdur til aö greiöa manni skaðabætur:
Kom í veg fyrir að maðurinn
yrði ráðinn skólastjóri
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi í gær Mosfellsbæ til aö
greiða manni 1.3 milljónir króna í
bætur fyrir að hafa komið í veg
fyrir með ólögmætum hætti að
hann hlyti stöðu skólastjóra
grannskóla Mosfellsbæjar og skert
starfsheiður hans sem skólastjóra
og kennara.
Málavextir voru þeir aö í byrj-
un ársins 2001 var auglýst laus
staða skólastjóra grunnskóla Mos-
fellsbæjar og var stefnandi einn
sex umsækjenda. Formaður bæj-
arráðs og fræðslunefndar Mos-
fellsbæjar hringdi síðar í hann og
greindi honum frá því að gerð
yrði tillaga um ráðningu hans.
Skömmu síðar dró einn umsækj-
enda umsókn sína til baka og sam-
þykkti bæjarráð síðan að stefn-
andi yrði ráðinn skólastjóri. Viku
seinna var málið enn á dagskrá
bæjarráðs og þar var samþykkt sú
tillaga að framlengja áöur auglýst-
an umsóknarfrest og afturkalla og
fella úr gildi fyrri ákvörðun í mál-
inu vegna viðbótarupplýsinga sem
fram höfðu komið eftir að um-
sóknarfrestur rann út. Var síðan
sá sem dregið hafði umsókn sína
til baka ráðinn sem skólastjóri þar
sem hann hafði óskað eftir því að
fá að koma inn í hóp umsækjenda
á ný. Af hálfu stefhanda var þvi
haldið fram að sögusagnir um að
hann heföi verið viðriðinn bama-
vemdarmál er hann starfaði sem
kennari á Vestfiörðum heföu verið
á kreiki og hefði þaö verið ástæða
þess að ákvöröun bæjarráðs var
afturkölluð. Af hálfu Mosfellsbæj-
ar var því mótmælt harðlega og
því haldið fram að hæfasti um-
sækjandinn hefði verið ráðinn.
Hefði sú ráðning byggst á hlutlæg-
um og málefnalegum sjónarmiö-
um þar sem menntun, hæfileikar
og reynsla hans umfram aðra um-
sækjendur hefðu einir legið til
grundvallar niðurstöðunni.
í niðurstöðum héraðsdóms segir
að sýnt þyki að eftir að fræðslu-
nefiid og bæjarráð höfðu ákveöið
að mæla með stefnanda í stöðu
skólastjóra heföu komið til um-
ræðu sögusagnir um hann sem
ekki heföi verið sýnt fram á að
neinn fótur væri fýrir. Lægi fyrir
að eftir að sögusagnimar komust á
kreik heföi bæjarráð afturkallað og
fellt úr gildi fýrri ákvörðun sína
um aö mæla með honun í starf
skólastjóra en hann hafði áður
verði talinn hæfur til starfans.
Taldi dómurinn ljóst af fundar-
gerðum að þeir sem um málið fiöll-
uðu hafi rætt þessi mál sín á milli
og yrði að telja að umræddar sögu-
sagnir heföu verið til þess fallnar
að hafa áhrif á ákvarðanir þeirra.
Ekki hefði verið sýnt fram á að
gerð heföi verið nein könnun af
hálfu bæjaryfirvalda á sannleiks-
gildi þeirra sögusagna sem voru á
kreiki og ekki lá fyrir að stefnanda
heföi verið gefinn kostur á að tala
máli sinu áður en ákvörðunin var
tekin af hálfu bæjarráðsins. Þótti
nægilega sýnt fram á að hann heföi
hlotið stöðuna eftir að fræðslu-
nefnd og bæjarráð höföu mælt með
honum heföu sögusagnirnar ekki
komist á kreik.
Taldi dómurinn að Mosfellsbær
hefði brotið gegn rannsóknarreglu
og andmælarétti stjómsýslulaga
og því komið í veg fyrir með ólög-
mætum hætti að stefnandi hlyti
stöðuna. Var því Mosfellsbær tal-
inn skaðabótaskyldur gagnvart
honum. -EKÁ
Stöð 2 mun í næsta mánuði
sýna umtalaðan þátt, Who Wants
to be að Millionaire? bresku út-
gáfuna af Viltu vinna milljón?
Þessi þáttur var tekinn upp fyrir
hálfu öðru ári en var aldrei sjón-
varpað. Ástæðan var sú að vinn-
ingshafinn, Charles Ingram,
majór í breska hernum, var sak-
aður um að hafa svindlað. Til liðs
við sig hafði hann fengið eigin-
konu sína og félaga þeirra.
Lögreglan var þegar kölluð til
og tók rannsókn málsins marga
mánuði. Á mánudaginn féll dóm-
ur í málinu þáttaframleiðendum í
vil. Þátturinn sem Stöð 2 hefur
keypt greinir ítarlega frá réttar-
höldunum sem vöktu heimsat-
hygli. Ingram hefur haldið fram
sakleysi sínu en sér fram á að
þurfa að greiða háa sekt fyrir
svindliö sem hann hefur nú verið
dæmdur fyrir. -JBP