Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 IFRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 55 55 SIMIIUIXI SEM ALDREI n kominn á öldurhúsum borqarinnar í gærkvöld Talsverður fjöl i var sam í meistaradeildinni í 21XI JJ J Real Madrid á Spáni tók á móti Manchester United frá Englandi og hofðu heimamenn á endanum sigur, 3-1. Þjónusta'n er góð á veitingahúsunum. Á Players í Kópavoqi er rft.a. hæqt. ið fvlajas með leiknum meðan menn-- létta a ser. ! ÚTTEKT BLS. 12-13 OG DV-SPORT BLS. 37 - rædd á fundi embættismannanefndar Norðurskautsráösins Fyrsti fundur embættismanna- nefndar Norðurskautsráðsins í for- mennsku íslands hófst í morgun á Grand Hotel og stendur í tvo daga. Þar verður rædd umfangsmikil at- hugun á áhrifum loftslagsbreyt- inga á norðurslóðum sem nú stend- ur yfir. Utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, er formaður Norður- skautsráðsins en fundinn sækja háttsettir embættismenn frá aðild- arríkjum ráðsins. Einnig fulltrúar frumbyggja, alþjóöasamtaka, frjálsra félagasamtaka og vísinda- manna, m.a. á sviði umhverfis- rannsókna, eða alls á annað hund- rað þátttakendur. Norðurskautsráðið er vettvang- ur átta aðildarríkja, Bandaríkj- anna, Danmerkur, Finnlands, Kanada, Noregs, Rússlands, Sví- þjóðar og íslands, um samvinnu á sviði umhverfis- mála og sjálfbærr- ar þróunar. Sam- starfið innan ráðsins felur m.a. í sér mengunar- vöktun, mat á ástandi lífríkis norðurslóða og aðgerðir til að spoma gegn mengun. Að auki sinnir ráðiö mál- efnum sem lúta að lífsskilyrðum og lífskjörum fólks á norðurslóö- um. Rannsókna- og vísindastarf ráðsins fer fram á vettvangi sjö starfshópa og hafa tveir þeirra skrifstofur sínar á Akureyri. Meðal helstu verkefna sem unn- ið er að á vettvangi Norðurskautsráðs- ins, og rædd verða á fundinum, er umfangsmikil at- hugun á áhrifum loftslagsbreytinga á norðurslóðum sem nú stendur yfir. Niðurstöður athugunarinnar munu varpa ljósi á margvísleg áhrif hlýnandi veðurfars á vistkerfi lands og sjávar. Verkefninu er ætl- að að skapa grundvöll fyrir stjóm- völd til að bregðast við breytingum Halldór Ásgrímsson. af völdum loftslagsbreytinga og verður sérstak skjal með stefnu- markandi tillögum unnuö með hliðsjón af vísindalegum niðurstöðum. Af- rakstur þessa starf verður kynntur í skýrslu sem kemur út á næsta ári. í henni verður m.a. sérstakur kafli um fiskveiðar sem ísland hef- ur tekið að sér að skrifa. Sem formennskuríki Norður- skautsráðsins 2002-2004 leggur ís- land sérstaka áherslu á að efla samstarf aðildarrikjanna á sviðum sem geta með beinum hætti gagn- ast íbúunum til bættra lífsskilyrða. í þeim tilgangi leiðir ísland gerð skýrslu um mannlíf á norðurslóð- um (Arctic Human Development Report). -HKr. Sjálfvirk slökkvítækí fyrir sjónvörp Símt 517-2121 H. Blöndal ehf. Audbrekku 2 • Kópavogi Innflutnlngur og sala * www.hblondal.com I Eru rimlagardínurnar óhreinar? Fyrirtæki - stofnanir - heimili Hreinsum rimla,-, viðar-, strimla- og plíseruð gluggatjöld. HSÉLj^ja Einnig sólarfilmur. ftJt [&$m6hreinsunm Sólheimar 35 • Sími: 533 3634 • OSM: 897 3634 Sími 897-3634 dgunnarsson@simnet.is dagar í jackass® Sameining Kaupþings og Búnaöarbanka: Samkomulag í augsýn Samkvæmt öruggum heimildum DV liggur fyrir í meginatriðum samkomulag um sameiningu Kaup- þings og Búnaðarbanka íslands. Gengið veröur frá samkomulaginu á næstu dögum og mun stjórn Kaupþings þegar hafa verið boðuð til fundar vegna samningsins um komandi helgi. Eftir þvi sem DV kemst næst verða skiptihlutfóll í sameining- unni svipuð og markaðsverðmæti fyrirtækjanna segja til um. Við samruna yrði til langstærsta fyrirtæki á íslandi á flesta ef ekki áQa mælikvarða. Með því að leggja fyrirtækin saman - sem gefur góða nálgun um stærð sameinaðs fyrir- tækis - fæst út að efnahagsreikn- ingurinn yrði upp á um 430 millj- arða króna, eigið fé upp á 33 millj- arða og samanlagt markaðsverð- mæti um 60 milljarðar. Samanlagð- ur hagnaður fyrirtækjanna í fyrra var 5,4 milljarðar. -ÓTG EINN EINNTVEIR NEYÐARLÍNAN ^ LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ j 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.