Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 Fréttir DV Niðurstaða fengin í helstu mál EFTA-ESB samninganna: Framlög íslands fimm- földuð og síldarflök tollfrjáls Niöurstaða fékkst í gær í helstu málum í samningum EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins um aðlögun EES-samnmgsins að stækkun ESB. Framlög íslands til þróunarsjóða ESB verða fimmfölduð og tollfrelsi fékkst á síldarsamflök, svokölluð „fiðrildi"; þau hafa íslendingar selt tollfrjálst til ríkja í Austur-Evrópu en þau heföu að óbreyttu borið 15% toll við inngöngu þeirra í ESB. „Ég tel að niðurstaðan liggi í meg- inatriðum fyrir,“ sagði Halldór Ás- grímsson í samtali við DV í morgun. „Það liggur fyrir að greiðslur okkar inn í þróunarsjóðina verða um 500 milljónir á ári og það liggur jafii- framt fyrir að hlutverk þeirra hefur verið skilgreint með þeim hætti að þar koma bæði til álita verkefni í sjávarútvegi og jarðhitaverkefni. Við höfum verið í samvinnu við mörg umsóknarríkjanna á sviði nýtingar jaröhita og við töldum mikilvægt að þau viðfangsefni gætu fengið stuðn- ing þaðan. Ég tel þá niðurstöðu mik- ilvæga,“ segir HaBdór. Hann segir að varðandi sjávarút- veg hafi viðræðumar gengið út á að fá ekki verri viðskiptakjör í umsókn- arríkjunum en við höföum. „Þaö hef- ur tekist að því er varðar mikilvæg- ustu afurðina, síldina. í samningun- um lagði ESB upp með að þeir væru eingöngu tilbúnir að ræða um toll- kvóta byggða á reynslu undangeng- inna ára. Það var okkur mjög óhag- stætt og við höfum fengið endur- flokkun á svokölluöum síldarfiðrild- um. Við teljum þess vegna samning- inn viðunandi miðaö við þá aðstöðu sem við vorum í. Ef við heföum dregið málið fram á sumar eða haust hefðum við tekið áhættu með EES-samninginn i heild sinni og við vildum ekki gera það,“ segir Halldór. Hann segir að bæði íslendingar og Norðmenn hafi neitað að ræða kröf- Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, hefur farið fram á stuðning norrænna starfsbræðra sinna í samningaviðræðum við Evrópusambandið um nýjan EES- samning. Göran Persson forsætis- ráðherra hafnaði þessari beiðni í ur ESB um að opna fyrir erlenda íjárfestingu í sjávarútvegi. Samningum er ekki endanlega lok- ið en Halldór segist telja að miðað við stöðu málsins í dag geti ekkert komið í veg fyrir að þeir verði undir- ritaðir og að þannig ætti að vera tryggt að EES-svæðið stækki um leið og ESB. -ÓTG viðtali við norska útvarpið og sagði að Norðmenn, sem ein auðugasta þjóð Evrópu, yrðu að sætta sig við að greiða jafn mikið fyrir markaðs- aðgang að innri markaði Evrópu- sambandsins og önnur aðildarríki. -GG Norðmenn blðja um stuðning Bóksali á Engjateigi: Páskaegg með bókunum „Ég kappkosta að bjóða besta mögulegt verð á bókum og rit- föngum og því ætti fólk ekki að eiga þess kost að kaupa hjá mér páskaegg á góðu verði? Ég býð 30-50 prósent lægra verð á páska- eggjunum en Hagkaup og er enn sem komið er ódýrari en Bónus,“ sagði Guðjón Smári Agnarsson í Bókabúð Lárusar Blöndal við DV. Guðjón Smári telur sjálfsagt að færa sig yfir í annan geira mark- aðarins þegar við á og hefur því tekið upp á því að bjóða páskaegg í versluninni. Eggin eru fá Nóa Síríusi og Góu. - Hvernig hafa viðbrögðin við þessari þjónustu verið? „Mjög góð. Fólk er hriflð af að geta fengið páskaegg í bókabúð á sama hátt og fá má bækur í kjör- búð eða stórmarkaði." -hlh Bók og páskaegg Guöjón Smári Agnarsson í Bókabúö Lárusar Blöndal býöur páskaegg frá Nóa og Góu á hagstæðu veröi. Hann segir til- valiö aö fá sér bók og páskaegg, setjast í gðöan stól og njóta hvors tveggja. Penninn: Vill kaupa allar búfiir Máls og menningar Penninn hf. og Edda útgáfa hf. hafa staðfest að félögin muni ganga til formlegra samninga um kaup Pennans hf. á verslana- rekstri Máls og menningar að Laugavegi 18, Bankastræti 2, Síðumúla 7 og Álfabakka 10 nl2 í Reykjavík, sem eru í eigu Eddu útgáfu hf. Væntanlegan kaup- samning þarf að bera undir sam- keppnisyfirvöld. -aþ Varðskip til bjargar norsku selveiðiskipi - 15 norskir sjómenn fastir í ísnum á löskuðu og leku skipi Varðskip Landhelgisgæslunnar var í morgun á leiö til bjargar norska selveiðiskipinu Polarsyssel en það festist í þykkum ís 160 sjó- mfiur vestnorðvestur af Ísaíjarðar- djúpi. Stýri skipsins er fast í bak- borða og leki jókst mjög þegar aðal- skrúfan var notuð. Aftanverður skrokkur skipsins var sagður tals- vert skemmdur. Dælur ráða þó við lekann á meðan skrúfa snýst ekki. Ekki er mikill sjór í aðalvélarrúmi og því virka dælur og rafalar. Um borð í selveiðiskipinu er 15 manna Stuttar fréttir Hert eftirlit með arnarvarpi Siv Friðleifs- dóttir umhverf- isráðherra boð- ar hert eftirlit með arnarvarpi strax í vor til að taka af allan vafa um friðun stofnsins. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að hæstiréttur sýknaði æðarbónda af ákærum um brot á lögum vernd og veiðar villtra fugla. Flugvöllur í Þorlákshöfn Aðalskipulag Ölfuss, sem kynnt var gær, gerir ráð fyrir að reistur verði flugvöllur á Hafnarsandi fyr- áhöfn og telur hún sig ekki í hættu stadda og vill vera áfram um borð. Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson var á svipuðum slóðum og Polarsyssel, en var kominn nokkuð frá skipinu í morgun þegar rætt var við Landhelgisgæsluna. Um hálfátta átti varðskipið eftir um 80 sjómílur að Polarsyssel og gæti komið á stað- inn um tvö í dag. Veður á staðnum var skaplegt í gærkvöld, vind að lægja og var orð- inn 15 hnútar. Skipstjórinn sagði að norðaustanáttin væri kærkomin, þá ir ofan byggð í Þorlákshöfn. Völl- urinn er hugsaður sem æfmga- og kennsluflugvöllur. Lánshæfi hækkar Lánshæfismat íslandsbanka er nú hærra en annarra banka hér- lendis að mati alþjóðlega fyrirtæk- isins Moody’s. mundi ísinn hugsanlega reka frá skipinu og yrði þess þá freistað að nota hliðarskrúfu skipsins til að reyna að ná því út en um 500 metr- ar munu vera í auðan sjó. Tilkynning um vandræði Polar- syssel barst frá Loftskeytastöðinni í Reykjavík kl. 14.26 í gær. Annað norskt selveiðiskip, Polarfangst, var þá statt skammt undan og var ætlunin að Polarfangst reyndi að draga Polarsyssel út úr ísnum en að- alvél fyrmefnda skipsins bilaði og ekki gat orðið af því. -JBP Mola leitað ákaft Kattarins Mola, sem hvarf á Holtavörðuheiði um helgina, er sárt saknað. Kötturinn er fatlaður og hafði búið um hríð í Kattholti. Hann eignaðist nýja eigendur fyr- ir síðustu helgi en þeir lentu í um- ferðaróhappi á heiðinni og hefur kötturinn ekki sést síðan. Reynir við hæðarmet Anna Svavarsdóttir hyggst ganga á fjallið Cho Oyo í Tíbet. Fjallið er 8201 metri á hæð og tak- ist Önnu ætlunarverk sitt setur hún glæsilegt hæðarmet íslenskra kvenna. Anna Lára Friðriksdóttir á núgildandi met en hún kleif fjall- ið Huscaran í Perú, sem er 6.768 metrar, árið 1987. ■■ Olvunar- akstur minnk- ar um 36% Ölvunarakstur í umdæmi lög- reglunnar í Reykjavík hefur minnkað um 36% frá fyrra ári, en tilvikin í fyrra voru 181. Hlutfalls- lega hefur brotunum fækkað mest í marsmánuði en minnst í janúar en þó má greina fækkun í öflum mán- iðunum. Sé fjöldi brota skoðaður með tilliti til meðalfjölda öku- manna sem stöðvaðir voru á dag í mánuðnum má sjá talsverða fækk- un frá fyrri árum. Lögreglan bendir hins vegar í þessu sambandi á að frá lokum síð- asta árs hefur sérstakt átak verið gert tfl að koma í veg fyrir ölvun- arakstur. Þessar aðgerðir lögregl- unnar eru enn í fuflum gangi en þær felast í þvi að hafa uppi sér- staka eftirlit þegar mest er um ölv- aða ökumenn. Fram kemur að lög- reglan bindur miklar vonir við þessar hertu aðgerðir og mun hún koma til með að halda þeim áfram enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa. -áb Rannsókn á ílugslysi TF- FTR miðar vel Frumrannsókn Rannsóknarnefnd- ar flugslysa (RNF) á flugslysi TF- FTR við Miðfellsmúla á Hvalfjarðar- strönd þann 28. mars síðastliðinn miðar vel. Rannsókn RNF beinist meðal annars að veðurfarslegum þáttum og áætlar nefndin að gefa út bráðabirgðaskýrslu um slysið fyrir miðjan maímánuð. Flak flugvélarinnar var flutt í skýli til frekari rannsóknar skömmu eftir slysið. Gerir RNF ráð fyrir að upplýsingaöflun, þar á með- al viðtölum við málsaðfla og vitni, muni ljúka á næstu dögum. TF-FTR, sem var eins hreyfils tveggja sæta kennsluflugvél af gerð- inni Cessna 152, smíðuð árið 1978, var í sjónflugi á leið frá flugvellin- um á Stóra-Kroppi í Borgarfirði til Reykjavíkur að kvöldi 28. mars síð- astliðins. í flugvélinni voru flug- kennari og nemandi og voru þeir í hringflugi að bíða af sér veður skammt norðan Grundartanga þegar slysið varð kl. 21.35. Við slysið kom upp eldur í flug- vélinni og brann hún að miklu leyti. í námunda við flakið fannst hins vegar óskemmt GPS-tæki úr flugvél- inni sem hefur geflð RNF dýrmætar upplýsingar um flug vélarinnar fram að slysinu. -HKr. Fimm hundruð hvalir Fimm hundruð hvalir verða veiddir hér við land á tveimur árum ef marka má áætlun Haf- rannsóknarstofnunar um vísinda- veiðar. Áætlunin hefur verið lögð fyrir vísindanefnd Alþjóða hval- veiðiráðsins og er fundur ráðgerð- ur í júní nk. .aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.