Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 17
17 MIÐVTKUDAGUR 9. APRÍL 2003______________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Harðir götubardagar blossuðu upp í Bagdad í nótt Spenna í Bagdad Hersveitir Bandaríkjamanna vinna nú aö því aö tryggja stööuna í Bagdad. Til harðra götubardaga kom i Bagdad í nótt þegar hersveitir Banda- ríkjamanna gerðu tilraun til þess að tengja saman og tryggja yfirráðasvæði sín í borginni eftir harða bardaga í miðborginni í gærmorgun og heyrð- ust skothvellir og sprengingar víða við sólarupprás í morgun. Eftir að hafa náð góðum tökum í miðborginni eru herir Bandaríkja- manna farnir að sækja fram úr norðri og suðri auk þess sem áhersla hefur verið lögð á að styrkja enn stöðuna í miðborginni og hefur aðalbækistöð verið sett upp í forsetahöllinni. Harðastir voru bardagarnir í nótt í suðurhluta borgarinnar og beittu írakar þar stórskotaliði á meðan bandarískar orrustuþotur vörpuðu sprengjum á helstu vígi þeirra í borg- inni. í gær var loftárásum haldið áfram á miðborgina eftir að til bardága kom við Lýðveldishöllina í gærmorgun og Jacques Chirac Frakkiandsforseti ítrekar aö SÞ eigi aö ráöa mestu um endurreisnina í írak aö stríöinu loknu. Þrýst á um lykilhlut- verk fyrir SÞ í Irak Leiðtogar helstu landanna sem lögðust gegn hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna og Breta í írak ætla að koma saman um helgina og þrýsta á um að Sameinuðu þjóðunum verði falið lykilhlut- verk við endurreisn íraks. Jacques Chirac Frakklandsfor- seti, Vladimír Pútín Rússlands- forseti og Gerhard Schröder Þýskalandskanslari hittast í Pét- ursborg á föstudag og laugardag. Chirac sagði i gær að SÞ ættu einar að stjórna pólitískri og efnahagslegri endurreisn íraks. George W. Bush Bandaríkjafor- seti og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, sögðu eftir fund sinn í Belfast að SÞ ættu að gegna „mikilvægu" hlutverki við endurreisnina. Þar áttu þeir eink- um við mannúðaraðstoðina við írösku þjóðina. Arabaríki fara fram á fund Allsherjarþingsins Arabaríkin fóru formlega fram á það í gær að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna yrði kallað saman tO að ræða Íraksstríðið. Jafnframt lýstu menn áhyggjum sínum af því að skrifræðið innan SÞ yrði til þess að fúndurinn yrði ekki haldinn fyrr en að stríðinu loknu. Á Ailsherjarþinginu sitja full- trúar frá 191 þjóð. Samþykkt þess þar sem stríðsreksturinn væri gagnrýndur myndi koma illa við Bandaríkjamenn og Breta. Banda- rískir embættismenn hafa lagst gegn tillögum arabaþjóðanna. var sprengjum meðal annars varpað á byggingu innanrikisráðuneytisins og höfuðstöðvar Baath-flokksins á vest- urbakka árinnar Tígris. Einnig var gerð árás á hótelbygg- Fjölmiðlar kröfðust svara frá bandarískum yfirvöldum í gær eftir að þrír fréttamenn féllu í árásum Bandaríkjamanna á Bagdad, höfuðborg íraks, í gær. Fréttamenn frá Reuters-frétta- stofunni og spænsku sjónvarps- stöðinni Telecinco létu lífið þegar bandarískur skriðdreki skaut á hótel í Bagdad þar sem fjölmiðla- menn hafa haft aðsetur. Banda- ríkjamenn segja að skriðdreka- menn hafi verið að svara skothríð á þá frá hótelinu. Þá lést starfs- maður arabísku sjónvarpsstöðvar- innar al-Jazeera þegar sprengja úr bandarískri flugvél féll á skrifstof- ur stöðvarinnar. „Það er erfitt að trúa því aö þetta hafi bara verið mistök. Við viljum sannanir fyrir því að þetta hafi ekki verið vísvitandi árás á fréttamenn," sagði Séverine Cazes frá Fréttamönnum án landamæra, ingu í miðborginni í nágrenni Lýð- veldishallarmnar með þeim afleiðing- um að þrír erlendir fréttamenn, sem þar dvöldu, létu lífið auk þess sem þrír aðrir slösuöust. Taras Protsyuk Úkraínskur myndatökumaöur Reuters var einn þeirra fréttamanna sem týndu lífi í skotárásum banda- rískra hermanna í Bagdad í gær. Þá var sprengjum varpað á bygg- ingu skipulagsráðuneytisins á sama tíma og hersveitir Bandaríkjamanna reyndu að hertaka mikilvæga brú yflr Tigrisána sem tengir saman vestur- og austurbakkann í miðborginni. Svo virðist sem skipulögð mót- spyrna íraka sé ekki lengur fyrir hendi en að sögn sjónarvotta í mið- borginni hafa fámennar sveitir Lýð- veldisvarðar Saddams Husseins gert fjölda skyndiárása á innrásarliðið á pallbílum. Talið er að allt að 100 liðsmenn Lýðveldisvarðarins hafi faliið í átökunum í nótt og morgun. Að sögn talsmanna Bandaríkjahers var mikilvægur herflugvöllur her- tekinn í suðausturhluta Bagdad í nótt en auk þess voru gerðar harðar loftárásir á bækistöðvar Lýðveldis- varðarins í austurhluta Bagdad. Bandaríkjamenn misstu eina flugvél i átökunum i nótt en talið er að hún hafi orðið fyrir varnarflaug íraka. samtökum sem fylgjast með starfs- skilyrðum fjölmiðla. Tíu fréttamenn hafa fallið það sem af er stríðinu í írak, fleiri en í Persaflóastríðinu 1991 og fleiri en í átökunum í Afganistan. Victoria Clarke, helsta talskona bandaríska landvarnaráðuneytis- ins, sagðist í gær harma hvernig farið hefði. Hún hefði hins vegar ítrekað varað fjölmiðla við því að stríð væri stórhættulegt. „Við eigum í stríði. Það er barist í Bagdad og skotið var á menn okkar. Þeir gripu til þess réttar síns að verja hendur sínar,“ sagði Clarke á fundi með frétta- mönnum í Pentagon. Samstök sem standa vörð um tjáningarfrelsi hafa skrifað Don- ald Rumsfeld landvarnaráðherra bréf þar sem farið er fram á rann- sókn á árásinni á hótelið í Bagdad og skrifstofur al-Jazeera. REUTERSMYND Fjölskyldan úti að ganga Ljósmyndari Reuters rakst á heimilisfööur og fjórar dætur hans úti aö ganga í úthverfi borgarinnar al-Hiilah suöur af Bagdad í morgun. Vinur fjölskyldunnar var einnig meö í för. Fjölmiðlar krefjast svara eftir mannfall í röðum fréttamanna Saddam Hussein. Talið að Saddam hafi sloppiö Ifandi Ónafngreindur foringi í leyniþjón- ustu breska hersins sagðist í gær telja að Saddam Hussein hefði slopp- ið lifandi úr kröftugri loftárás Banda- ríkajamanna á veitingastað í einu íbúðahverfa Bagdad í fyrradag en árás var gerð á húsið eftir að njósnir bárust af ferðum Saddams og sona hans, Qusay og Uday, á staðnum. „Við teljum að hann hafi sloppið annað hvort í bíl eða í gegnum göng sem sagt er að hafi verið undir bygg- ingunni," sagði leyniþjónustuforing- inn. Vísbendingar munu hafa borist frá þremur aðilum um að Saddam og synir hans væru i byggingunni og var sprengjuflugvél, sem þegar var komin í loftið, send á staðinn þar sem hún varpaði niður fjórum öfl- ugum stýriflaugum, sem allar hittu í mark. Ekki eru allir á sama máli og leyniþjónustuforinginn og sagði einn talsmanna bandaríska hersins að ekkert væri hægt að staðhæfa. Sadd- am hefði sést fara inn í húsið en aldrei út úr því aftur sömu leið. Ekki um bönnuð eiturefni að ræða Vonir bandamanna um að gjör- eyðingarvopn væru fundin í fórum íraka dvínuðu heldur betur í gær þegar tilkynnt var að efnið sem hermenn þeirra fundu í tunnum í íraskri herstöð í nágrenni Hindi- yah í miðhluta íraks um síðustu helgi og talið var bannað eiturefni, hafði aðeins reynst skordýraeitur. Sýnishom hafa þegar verið rann- sökuð af bandarískum sérfræðing- um og sagði talsmaður þeirra ljóst að fundurinn myndi ekki skilja eftir sig neinn byssureyk. REUTERSMYND Gripdeildir í Basra Mikiö er um rán og gripdeildir í Basra og hér má sjá mann flytja húsgögn sem hann hefur nælt sér í. Vopnaðir þjófar láta greipar sópa í Basra Eftir rúmlega tveggja vikna bardaga og loftárásir steðjar nú ný ógn að íbúum Basra, næst- stærstu borgar íraks, þ.e. rán og gripdeildir. Þjófar vopnaðir AK-47 hríð- skotarifflum fara ruplandi og rænandi um borgina, brjótast inn á heimili, verslanir og stjórnar- byggingar og stela þar öllu steini léttara. „Þeir halda hverfum okkar í heljargreipum. Hvort sem er á nóttu eða degi stela þeir öllu,“ sagði Hussein Akil þar sem hann stóð í hópi reiðs fólks á einni að- algötunni í Basra. Svipaða sögu er að segja frá öðrum borgum í landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.