Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 33
33
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003
DV Tilvera
Viltu fá Rolling Stones í afmælisveisluna?
- ef þú ert aflögufær um 600 milljónir króna þá er ekkert til fyrirstöðu
The Eagles
Eru næstir á eftir The Rolling Stones í verðskalanum.
skiptum og eru eigur hans taldar
um 10 milljarðar í dollurum. Þeg-
ar hann varð sextugur seint á síð-
asta ári hélt hann upp á afmælið í
Las Vegas og var ekkert til sparað.
400 gestum var boðið í veislu þar
sem hápunkturinn var 40 mínútna
dagskrá með The Rolling Stones.
Hann borgaði þeim 6 milljón doll-
arar (480 milljónir króna) fyrir að
koma fram.
Þar sem þetta spurðist út voru
það fleiri milljarðamæringar sem
vildu ekki vera minni en Bond-
erman og nú er svo komið að stór-
stjömurnar eru búnar að gefa upp
verðlista fyrir að koma fram í
einkapartíum. Og þar er ekkert
verið að tala um neinar smáupp-
hæðir. Ekki er vitað til þess að
Rolling Stones hafi komið fram
eftir veisluna í Las Vegas en að
sögn þeirra sem standa þeim nær
eru þeir búnir að hækka prísinn í
8 milljón dollara (600 milljónir
króna).
Fleiri fylgja í kjölfarið
Það er ljóst að flestar stórstjörn-
umar í poppheiminum þurfa ekki
á þessum miklu peningum að
halda. Þetta eru samt mjög auð-
teknir peningar. Þeim fylgir lítill
kostnaður þegar miðað er við dýr-
ar tónleikaferðir og því ekki að
koma fram fyrir stjamfræðilega
hátt tímakaup og hafa jafnvel gam-
an af í leiðinni.
Celine Dion er sögð mjög heit í
þessum bransa, sérstaklega vestan-
hafs og það eru einnig The Eagles
sem koma næstir Stones í verð-
skalanum. Þeir setja á sig verð-
miða upp á 400 milljónir króna fyr-
ir klukkutíma prógramm. Celine
Dion er aðeins laégri, enda ein um
hituna, fær hún rúmar 300 milljón-
ir fyrir að koma fram. Fleetwood
Mac em aðeins neðar á listanum
með rúmar 300 milljónir króna fyr-
ir klukktímann og Elton John er
aðeins fyrir neðan þá.
Það vekur athygli að eftirspurn-
in er minni eftir því sem goðin eru
yngri. Þarna er það reynslan og
Það eru til einstaklingar sem
ekki vita aura sinna tal. Þetta eru
milljarðamæringar sem græða
það mikið að ekki er mögulegt fyr-
ir þá að eyða öllum þeim pening-
um sem streyma til þeirra. Þessir
menn geta veitt sér allt og þeir
vita að allt er til sölu ef rétt verð
er í boði. Þegar þessir menn eiga
afmæli eða halda upp á afmæli
fyrir einhvern í fjölskyldunni þá
er bara að nefna hlutinn þá kem-
ur hann. Kostnaður skiptir ekki
máli.
Gömlu mennirnir sem skipa
The Rolling Stones eru búnir að
lifa tímana tvenna. Á löngum ferli
hafa þeir aldrei sagt nei við góðu
djammi og má segja að útlit þeirra
beri vott um lifnaðinn. Enn þann
dag í dag tróna þeir í efstu sætum
yfir þær hljómsveitir sem draga
að mestan áhorfendafjöldann. Þeir
koma ekki oft saman til að fara í
tónleikaferðir en koma samt oftar
saman en margir ætla. Ástæðan er
að þeir eins og aðrar stórstjörnur
eru ofarlega á lista milljarðamær-
inga þegar á að halda góða veislu.
Stones í Vegas
David Bonderman er milljarða-
mæringur. Hann er fyrrverandi
háskólaprófessor sem fór út í við-
skipti. Hann gerði það sama og
Michael Douglas gerir í Wall
Street, að kaupa fyrirtæki sem eru
að fara á hausinn og selur þau síð-
an þegar hann hefur gert þau arð-
bær. Auk þess er hann stjórnar-
formaður Ryan Air. Hefur Bond-
erman grætt mikið á þessum við-
Celine Dion
Tekur að sér mun færri einkaverkefni heldur en í boði eru.
Mick Jagger
Er ðsamt fé-
lögum sínum í
The Rolling
Stones dýr-
asta partí-
hijómsveit
heimsins.
mn
milljónir króna fyrir. Gaf hann alla
upphæðina til góðgerðarmála. Og
þó að taxti Eltons Johns sé upp á
150 milljónir fer það eftir því hver
það er sem heldur veisluna hvað
hann rukkar um.
Þá er vitað að James Taylor og
Paul Simon eru eftirsóttir í veislur,
en þeir hafa alfarið neitað að gefa
upplýsingar um hvað þeir taka fyr-
ir og bannað umboðsmönnum sín-
um að tjá sig um málið. Segjast
þeir gera þetta til að vernda hags-
muni þeirra sem ráða þá.
sagði: „Sum okkar fengu meiri
laun fyrir þessa sex daga heldur en
á öllu vetrartímabili hljómsveitar-
innar. Ég skil nú vel hvers vegna
ríkir vilja skemmta ríkum.“
Þess má svo að lokum geta að
David Bonderman, sem
fékk Stones til að
spila í afmælinu
sínu, fékk leikar-
ann Robin Willi-
ams til að hita
upp fyrir hljóm-
sveitina. Hann
fékk 75 millj-
ónir króna
fyrir að segja
nokkra J
brandara.
-HK M
Klassikin er einnig vinsæl
Klassískir tónlistarmenn eru
einnig eftirsóttir, þá sérstaklega
óperusöngvarar. Ekki er vitað
hvað þeir taka fyrir en eru þó ekki
nándar nærri eins dýrir og popp-
stjörnur. Þegar soldáninn í Oman
hélt veislu nýlega fékk hann BBC
filharmóníusveitina til að koma og
leika fyrir gestina. Einn hljóm-
sveitarmeðlimur-
nostalgían sem ræð-
ur ferðinni. Þeir
ríkustu eru engin
unglömb lengur og
vilja fá skemmtun
í afmælið sem er að þeirra mati eft-
irsóknarverðast.
Oftast ekki uppgefið
Það má til sanns vegar færa að
tíu ára hefð er fyrir að fá frægar
poppstjörnur í afmælisveislur og
borga þeim vel fyrir. Þá hélt sold-
áninn í olíuríkinu Brunei mikla
veislu og voru Michael Jackson,
Diana Ross og Whitney Huston
fengin til að skemmta gestum
arabahöfðingjans.
Engar af þeim tölum sem hér
hafa verið lagðar fram eru staðfest-
ar af listamönnunum sjálfum held-
ur eru upplýsingarnar frá þeim
sem skipulegga tónleika og úr tón-
listartímaritum. Ekki eru þó allir á
eftir peningum. Ríkasti poppari
heimsins, Sir Paul McCartney
fékkst til að syngja nítján lög í
fimmtugsafmæli og tók aðeins 80
Solon Ritz Salon Ritz Salon Ritz Salon Ritz Salon Ritz Salon Ritz
En til þess að allt sé í lagi
þá er það í okkar fagi
að gera þíg sæta
og næstum alæta
þá landast þessi gæi
Framhald
Salon Ritz Salon Ritz Salon Ritz Salon Ritz Salon Ritz Salon Ritz