Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 31
31 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003________________ X>"V" Tilvera lífiö Fyrirlestur um sovésk veggspjöld Kl. 20 í Listasafni Reykjavíkur halda sýningarstjórarnir fyrirlestra í tengslum við sýningu á sovéskum auglýsingaspjöldum. Fyrirlestur Guðmundar Odds Magnússonar nefnist Sovésk áróðursveggspjöld frá upphafi byltingar og til enda- loka Sovétríkjanna og fyrirlestur Jóns Ólafssonar Háð og hamingja. Snúður og Snælda Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir Forsetinn kemur í heimsókn, gamanleik með söngvum, í Ásgarði í Glæsibæ í dag kl. 14. Kvöldganga Útivist býður upp á göngu frá Kollafirði í Álfsnes. Lagt verður af stað frá Sprengisandi (Pizza Hut) kl. 18.30 og fer fólk á eigin bílum. Með í för verður myndatökumaður frá þættinum Fólk á Skjá einum. Stjórnmálamenn í Breiðholtinu Aðalfundur Foreldra- og kennarafélags Breiðholtsskóla verður haldinn kl. 19.30 í kvöld. Að loknum venjulegum aðalfundar- störfum verður framboðsfundur og þá geta allir íbúar mætt og komið með spumingar fyrir gesti sem eru: Ingvi Hrafn Óskarsson - Sjálf- stæðisflokki, Jónína Bjartmarz, Framsóknarflokki, Jóhanna Sig- urðardóttir, Samfylkingunni, Mar- grét Sverrisdóttir, Frjálslynda flokknum, og Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum. Gestirnir verða með stutta framsögu og eftir það verða leyfðar spumingar úr sal og almennar umræður. Grænmetis- og ávaxtadagur i Gullsmára í félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, Kópavogi, verður grænmetis- og ávaxtadagur í dag. Auk þess að grænmeti og ávextir verða uppistaða veisluhlaðborðs verða flutt fræðslu- og menningaratriði. Dagskráin hefst kl. 14 með því að nemendur i Suzukiskólanum leika nokkur lög. Að því loknu ætlar Halldóra Bjömsdóttir, íþróttafræðingur og starfsmaður Beinvemdar, að fræða gesti um mikilvægi fæðuvals til að tryggja sem frekast andlegt og líkamlegt heilbrigði. Frítt inn. 7. U í Laugalækjarskóla í heimsókn á DV Andri Fannar Gíslason, Andri Örn Hjartarson, Auöur Birna Snorradóttir, Árni Bergur Zoéga, Ástrós Linda Ásmundsdótt- ir, Baröi Freyr Þorsteinsson, Bjarni Kristján Stefánsson, Daníel Björn Sigurbjörnsson, Freyja Barkardóttir, Hööur Sigur- dór Heiöarsson, Höröur Gunnarsson, ívar Dat Trong Ingvarsson, Jörgen Már Ágústsson, Linda Phang Thi Tuy Anh, Rúnar Guöbjartsson, Rúnar Örn Birgisson, Sindri Már Hjartarson, Sólveig Ásta Friöriksdóttir, Sveinn Smári Leifsson, Særós Sigþórsdóttir, Viktoría Halldórsdóttir, Þorsteinn Ólafsson. Kennarinn heitir Rósa Bjarnadóttir. Síldarminjasafnið á Sigluflrði hefur verið tilnefnt sem fulltrúi ís- lands í keppni um evrópsku safna- verðlaunin. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn í safn- inu í gær, að viðstöddum nokkrum gestum. Forsvarsmenn Siglufjarðarbæjar fögnuðu þessari tilnefningu sem tvímælalaust er mikill heiður fyrir bæjarfélagið, safnið og þá sem hafa staðið að uppbyggingu þess á liðnum ámm. Við þetta tækifæri var undirrit- aður samningur um stuðning rík- issjóðs við safnið, að upphæð 35 milljónir króna, vegna byggingar svokallaðs Bátahúss á næstu árum. „Safninu hefur nú bæst enn ein viðurkenningin af hálfu ís- lenskra safnamanna því safnaráð, sem skipað er af menntamálaráð- herra samkvæmt lögum frá 2001, ákvað á fundi sínum fyrir skömmu að tilnefna Síldarminja- safnið á Sigluflrði í Europian Museum on the World 2004 fyrir íslands hönd. Þama er um að ræða samkeppni um evrópsku safnaverðlaunin árið 2004 sem veitt eru á samstarfsvettvangi evr- ópskra safna. Það er því Síld- arminjasafnið sem ber merki ís- lands inn á þennan vettvang. Það merki er vel borið því við erum DVWYND ÖRN ÞÓRARINSSON Keppir fyrir íslands hönd Tómas Ingi Olrich og Örlygur Kristfinnsson viö undirritun samningsins í Síld- arminjasafninu í Siglufiröi. stoltir af þessu safni og afskaplega þakklátir fyrir þann mikla bar- áttuhug sem hér hefur verið sýnd- ur,“ sagði Tómas Ingi þegar hann tilkynnti þessi tíðindi í gær. „Þessi tilnefning er mikill heið- ur og okkur sem vinnum að þessu mikil hvatning. Eðlileg spurning er hvað þessi tilnefning merkir. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi fyrir okkur Siglfirðinga og kannski marga íbúa þessa lands sem standa í því sem stundum virðist eilíf og vonlítil varnarbar- átta fyrir tilveru byggðarlaganna. Stórborgin fyrir sunnan þarf ekki alltaf að vera upphaf og endir alls,“ sagði Örlygur Kristfinnsson safnstjóri í ávarpi við þetta tæki- færi. -ÖÞ Enn ein viðurkenning til Síldarminjasafnsins: Keppir um evrópsku safnaverðlaunin DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON Fínt handbragö Pjötlurnar aö störfum á Suöureyri. Á myndinni eru, taliö frá vinstri: Ingi- leif Guömundsdóttir, Lisbet Guömundsdóttir, Sveinbjörg Högnadóttir, Ágústa Gísladóttir' og Erla Eövarösdóttir. Pjötlurnar önnum kafnar Pjötlurnar munu vera í hópi blómlegastu bútasaumsfélaga hér á landi. Félagiö hefur starfað síðan 1997 og eru félagar 70 tals- ins. Starfssvæði Pjatlanna er á norðanverðum Vestfjörðum. Skiptast þær á um að funda einu sinni í mánuði á þéttbýlisstöð- unura vestra yfir vetrarmánuð- ina. Á vorin er haldin mikil upp- skeruhátíð að Núpi I Dýrafirði. Þá er gist eina nótt og mikið unnið. Pjötlumar komu saman á Suðureyri fyrir skömmu og var þessi mynd þá tekin af þeim við iðju sína. Augljóst var að þær hafa ómælt gaman af iðju sinni og samfélaginu hver við aðra. Óhætt er að segja að saumaskap- ur þeirra beri handbragði vest- firskra kvenna fagurt vitni. -VH Sviðsljós Craz í mál við ástralskt tímarit Spænska leikkonan Penelope Cruz hefur höfðað meiðyrðamál gegn áströlska tímaritinu New Idea, vegna greinar sem það birti um samband hennar við Hollywood-sjarmann Tom Cruise. Að sögn lögfræðinga Cruz er kæran byggð á því að greinin hafi verið uppfull af rangfærslum og ærumeiðandi ummælum um Cruz og fer hún fram á verulegar miskabætur og að fá mannorð sitt hreinsað fyrir dómstólum. Talsmenn New Idea vildu ekkert segja um málið að svo stöddu en Cruz hefur verið eitt helsta viðfangsefni áströlsku slúðurblaðanna síðan Cruise fór að stíga i vænginn við hana eftir að hann sagði skilið við Nicole Kidman eftir tíu ára hjónaband. Ms Dynamite á Pepsi-dósip Rappstjaman Ms Dynamite hefur gert milljón punda samning við gosdrykkjarisann Pepsi um að taka þátt I átaki, sem miðar að því að beina bömum sem búa við erfíð skilyrði, inn á tónlistarbrautina með það að markmiði að búa til stjömur framtíðarinnar. Til að vekja athygli á átakinu verða myndir af rappdrottn- ingunni prentaðar á milljónir gosdrykkjadósa sem ætlað er að kveikja áhuga bamanna fyrir tónlist og byggja upp jákvæða ímynd. Talsmaður Pepsi sagðist hafa mikla trú á Ms Dynamite og með útgeislun sinni ætti hún örugglega eftir að hvetja bömin til dáða. „Hún þurfti sjálf að hafa fyrir hlutunum og eftir að hafa byrjað á botninum er hún nú orðin ein vinsælasta tónlistar- kona Bretlands," sagði tals- maðurinn. VEGA fartölvur: mikil verðlækkun! VEGA+C506 www.ormsson.is 15" XGA TFT - Intel Celeron 2,1 Ghz - 256Mb DDR Ram - HDD 30 Gb - Skjáminni 4-64 Mb shared - CD-Rom 8xDVD/8x8x24x CD-RW Combo - Modem 56KbpsA/.90 - Netkort: 10/100Mbps - 2 x USB 2.0, 1 x IRport, 1 xTVút, 1x IEEE1394 (firewire), IxPCMCIAType ll-Lion ralhlaOa - Windows XP home Verð: kr.149.900.- VEGA+506 15" XGA TFT - Intel P IV 2,5 Ghz - 512Mb DDR Ram - HDD 40 Gb - Skjáminni 4-64 Mb shared - CD- Rom 8xDVD/8x8x24x CD-RW Combo - Modem 56KbpsA/,90 - Netkort: 10/1 OOMbps - 2 x USB 2.0, 1 xlRporl, 1 xTVút, 1x IEEE1394 (firewire), IxPCMCIATypell-Lionrafhlaða-WindowsXPhome Verð: kr. 179.900.- ©ORMSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.