Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 16
16
Útlönd
MIÐVTKUDAGUR 9. APRÍL 2003
DV
SARS-faraldurinn
SARS-vírusinn hefur þegar valdiö
dauöa aö minnsta kosti 103 manna
í heiminum og þar af er um
helmingurinn frá Kína.
WHO rukkar Kínverja
um frekari upplýsingar
Alþjóða heilbrigðisstoíhunin,
WHO, hvatti í gær kínversk stjórn-
völd til þess að upplýsa um allt það
sem þau vita um upptök og út-
breiðslu SARS-vírusins dularfulla,
sem síðustu vikumar hefur breiðst
út víða um heim frá suðurhluta
Kína.
Þessi beiðni WHO barst i gær eftir
að hópur faraldsfræðmga á vegum
stofnunarinnar lauk sex daga rann-
sóknarleiðangri til Guangdong-héraðs
í suðurhluta Kína þar sem grunur
leikur á að SARS-flensan, sem þessi
óþekkti vírus veldur, hafi fyrst kom-
ið upp.
WHO hefur áður sakað kínversk
stjórnvöld um seinagang vegna máls-
ins og sagði talsmaður stofnunarinn-
ar í gær að hann vænti skjótra við-
bragða kínverskra stjórnvalda.
Útlægir frakar með í
bráðabirgðastjórn
Condoleezza Rice, þjóðarörygg-
isráðgjafi Bandaríkjaforseta,
sagði í gær að íraskir útlagar
myndu gegna „mikilvægu hlut-
verki“ í bráðabirgðastjórn íraks
að stríðinu loknu.
„Maður skyldi ekki vanmeta
mikilvægi fólks sem hefur verið
utan landsins en hefur haldið
kyndli frelsis í írak logandi í
meira en áratug," sagði Rice við
fréttamenn í forsetaflugvélinni á
heimleið til Bandaríkjanna.
Bandaríska leyniþjónustan tel-
ur að margir írakar séu andvígir
því að leiðtogar útlægra stjórnar-
andstöðuhópa komist til valda í
nýrri ríkisstjórn.
REUTERSMYND
Leiötogar heilsast
Bush og Blair heilsast í kastala
skammt frá Belfast á N-írlandi.
Bush hvetup N-íra tU
ai sýna gott (ordæmi
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti hvatti deilendur á Norður-ír-
landi í gær til að grípa nú sögu-
legt tækifæri til að semja um frið
sín í milli og vera þannig öðrum
góð fyrirmynd.
Bush hafði, opinberlega að
minnsta kosti, ekkert fram að
færa sem gæti orðið til að norð-
urírska heimastjórnin yrði end-
urlífguð og að sögn Reuters-
fréttastofunnar virtist þetta hon-
um ekki jafnmikið hjartans mál
og Bill Clinton.
Bush ræddi meðal annars
Norður-írland á fundi með Tony
Blair í Belfast í vikubyrjun.
Hmm Palestínumenn féllu í
loftárás á Gaza-borg í gær
líka bifreið hans.
Að sögn talsmanns palest-
insku öryggissveitanna í Gaza
var fimmta fórnarlambið
óbreyttur borgari en auk þess
mun fjöldi óbreyttra borgara
hafa slasast og þar á meðal nokk-
ur böm sem urðu fyrir sprengju-
brotum og braki en eitt
flugskeytanna sprakk ekki fyrr
en eftir að fólk hafði fjölmennt út
á götur til að fylgjast með
atburðum.
Að sögn sjónarvotta flugu
tvær F-16 orrastuþotur yfir
borgina rétt fyrir árásina en í
kjölfarið lét árásarþyrla tO
skarar skríða.
Zeitoun-hverfið í Gaza, þar
sem árásin var gerð, er eitt
helsta vígi vopnaðs arms Hamas-
samtakanna í borginni en síðan
yfirstandandi ófriður blossaði
upp fyrir um það bil þrjátíu
mánuðum hafa liðsmenn þeirra
orðið uppvísir að tugum árása á
ísraelska borgara.
- fyrsta loftárás ísraela síöan stríðiö hófst í írak
Að minnsta kosti fimm Palest-
ínumenn létu lífið í loftárás ísra-
elsmanna í Gaza-borg í gær,
þeirri fyrstu sem gerð er á
heimastjórnarsvæði Palestínu-
manna síðan stríðið i Irak hófst
fyrir tæpum þremur vikum.
Að sögn talsmanns Hamas-
samtakanna í Gaza lést Saed
Arabeed, einn helsti foringi
vopnaðs arms Hamas, í árásinni
og einnig einn aðstoðarmanna
hans.
Tveir aðrir liðsmenn Hamas
fórust einnig í árásinni en mikil
ringulreið ríkti í borginni eftir
sprengingarnar og tafði það mjög
fyrir björgunarliðum.
TEdsmaður ísraelsku leyni-
þjónustunnar sagði í morgun að
tilgangurinn með árásinni hefði
verið að drepa Arabeed en hann
væri ábyrgur fyrir fjölda árása á
ísraelska borgara á síðasta
áratug.
Að sögn sjónarvotta var
sprengjuflaugum ekki aðeins
beint að húsi Arabeeds heldur
Slasaðlr fluttir á brott
Auk hinna látnu slasaöist fjöidi óbreyttra
borgara í árásinni.
REUTERS-MYND
Klippt í skjóli Saddams
Bandarískir hermenn í írak þurfa aö láta klippa sig eins og aörir menn. Þessi mynd var tekin í írösku höfuöborginni
Bagdad í morgun þegar liöþjálfinn Mewhinney lét Hamilton major klippa sig. Yfir þeim vakir risamynd af Saddam.
Á meöan umheimurinn einblínir á írak:
Hungurvofan ógnar í Afríku
Hungursneyð blasir við fjörutíu
milljónum Afríkubúa en þeir fá
ekki nægilega aðstoð vegna þess
að augu allra beinast þessa stund-
ina að ástandinu í írak.
James Morris, yfirmaður mat-
vælaaðstoðar Sameinuðu þjóð-
anna (WFP), hefur sent Öryggis-
ráðinu bréf þar sem hann sakar
meðal annars Vesturlönd um tvö-
feldni.
„Hvernig má það vera að við
sættum okkur alla jafna við meiri
þjáningar og vonleysi í Afríku en
við myndum líða annars staðar í
heiminum? Við getum einfaldlega
ekki liðið þetta,“ segir Morris í
bréfi sínu til Öryggisráðsins.
Hann segir að matvælaaðstoð-
ina vanti einn milljarð dollara af
REUTERSMYND
Neyðin er stór
Þótt neyö íraka sé mikil um þessar
mundir telja ýmsir aö ástandiö í Afr-
íku sé enn verra og aö tugir milljóna
manna eigi á hættu aö svelta.
þeim 1,8 milljörðum sem hún þarf
til að kaupa matvæli og dreifa.
„Við þurfum bráðnauðsynlega
meira fé á næstu mánuðum til að
komast hjá alvarlegri hung-
ursneyð meðal flóttamanna," segir
Morris.
Breska blaðið Guardian sagði
að Afríkuríki þyrftu á meiri að-
stoð að halda en írak en samt
fengju þau bæði minni athygli og
fé.
Morris ber loforð Bandaríkja-
manna og Breta um aðstoð við
íraka saman við þverrandi áhuga
á Afríku.
„Þótt mér sé það óljúft kemst ég
ekki hjá því að halda að við búum
við tvöfalt siðgæði," segir yfir-
maður matvælaaðstoðar SÞ.
Blaip hræddur við 50 árin
Tony Blair, for-
sætisráðherra
Bretlands, horfir
með nokkrum
kvíða til þess dags
þegar hann verð-
ur fimmtugur en
segir að börnin
hans muni þó að
minnsta kosti halda honum ung-
um. Blair verður fimmtugur
þann 6. maí næstkomandi.
Kanar og Kúrdar taka fjall
Hersveitir Bandaríkjamanna og
Kúrda hafa lagt undir sig mikil-
vægt fjall þar sem írakar héldu
uppi vörnum fyrir borgina Mosul
í norðanverðu írak.
Unnið að frelsi stríðsfanga
Bush Bandaríkjaforseti hét því
í gær að vinna að frelsi banda-
rískra stríðsfanga í írak.
Friðarboðskapur í vanda
Hópar í Bandaríkjunum, sem
hafa lýst andstöðu sinni við stríð-
ið í írak, kvarta undan því að
þeir eigi í vandræðum með að fá
auglýsingar birtar í ljósvakamiðl-
unum.
Óhress með kynfræðsluna
Færeyski þingmaðurinn Jenis
av Rana hefur lýst vanþóknun
sinni á ýmsu efni sem notað er
tO kynfræðslu í skólum landsins
og kallar það klám.
Enn frekari handtökur
Serbneska lög-
reglan tilkynnti í
gærkvöld að hún
hefði handtekið
tvo embættismenn
sem tengjast Kost-
unica, fyrrum for-
seta Júgóslavíu, í
rannsókn sinni á
morðinu á Zoran Djindjic, forsæt-
isráðherra Serbíu.
Óbreyttir drepnir í Afganistan
Ellefu óbreyttir borgarar, þar
af sjö konur, létu lífið þegar
sprengja úr bandarískri flugvél
missti marks í austanverðu
Afganistan í morgun og lenti á
íbúðarhúsi.
Neitar að hringja í Bush
Anders Fogh
Rasmussen, for-
sætisráðherra
Danmerkur, neit-
ar að hringja í
bandaríska ráða-
menn til að kanna
hvað hæft sé í
fregnum um að
bandaríska leyniþjónustan CIA
hafi staðið á bak við hvarf írasks
herforingja sem var í stofufang-
elsi í Danmörku.
Frakkar á móti
Yfirgnæfandi meirihluti
Frakka er andvígur stríðinu í
írak en meira en helmingur
þeirra vill þó að Bandaríkjamenn
og Bretar fari með sigur af hólmi.
Annan frestar Evrópuför
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
SÞ, hefur ákveðið að fresta
Evrópufór sinni í þessari viku og
fara þess í stað á fund ESB í
Aþenu í næstu viku að ræða írak.