Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Side 6
G
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003
Fréttir
DV-MYND GVA
Persónuafslætti og skattleysismörkum ruglaö saman:
Fnjálslyndip vanmátu
skattatillögup sínar
um 10 milljapða
Ný heilsu- og
sundmiðstöð í
Laugardal
Samið hefur verið við Lands-
banka íslands, Sparisjóðabanka
íslands og Sparisjóð vélstjóra um
fjármögnun á 928 milljónum
króna vegna byggingar „Laugar“,
nýrrar heilsu- og sundmiðstöðvar
í Laugardal. Það er fyrirtækið
Laugarhús sem stendur fyrir
framkvæmdinni og mun eiga hús-
næði heilsumiðstöðvarinnar, en
fyrirtækið er í eigu Nýsis og
Björns Leifssonar sem rekur
World Class. Sundmiðstöðin er
aftur á móti eign Reykjavíkur-
borgar. Hér takast þeir í hendur
vegna samninganna Páll Sigur-
jónsson, forstjóri ístaks, sem er
verktaki framkvæmdanna, og
Þórólfur Árnason, borgarstjóri í
Reykjavík. Heildarkostnaður alls
verkefnisins verður um 2,5 milij-
arðar króna.
Guðjón Amar Kristjáns-
son, formaður Frjálslynda
flokksins, hélt því fram í
Kastljósinu í fyrrakvöld að
hækkun persónuafsláttar
um 1.000 krónur á mánuöi
kostaði ríkið um einn millj-
arð króna á ári. í svari fjár-
málaráðuneytisins við fyr-
irspurn á Álþingi í vetur
kom hins vegar fram að
slík hækkun kostar um það
bil 2,2 milljarða á ári.
í stefnuskrá Frjálslynda
flokksins segir að flokkur-
inn vilji hækka persónuaf-
slátt um 10.000 krónur á
mánuði. Miðað við forsend-
ur Guðjóns Arnars myndi
slík hækkun kosta 12 millj-
arða en 22 milljarða miðað
við forsendur fjármálaráðu-
neytisins.
Ekki náðist í Guðjón
Arnar í gær. Af orðaskipt-
um þeirra Halldórs As-
grímssonar í Kastljósinu
mátti ráða að Guðjón hefði
ruglað saman persónuaf-
Guðjón Arnar Kristjánsson.
slætti og skattleysismörkum.
Samkvæmt útreikningum
fjármálaráðuneytisins kostar
það um það bil einn milljarð
króna á ári að hækka skatt-
leysismörk um 1.000 krónur
á mánuði.
Á forsíðu Frjálslynda
flokksins í gær sagði að
flokkurinn væri að vinna að
því að fá það staðfest sem
Halldór Ásgrímsson hefði
haidið fram, að það kostaði
um 2,2 milljarða að hækka
persónuafslátt um 1.000
krónur á mánuði. „Reynist
þetta rétt, sem verður stað-
fest í dag [í gær], þá hefur
verið upplýst af utanríkis-
ráðherra að ríkið hefur verið
að ofskatta almenning sem
nemur 30,8 milljörðum á ári
vegna þess hvað persónuaf-
slátturinn hefur fengið að
dragast aftur úr launaþró-
un,“ segir í grein sem Sig-
urður Ingi Jónsson skrifar á
vef Frjálslynda flokksins.
-ÓTG
Fiskaflinn í mars:
Aðeins 43%
þess sem hann
vap í fyppa
Heildarafli íslenskra skipa
var 183.824 tonn í marsmánuði
sL og dróst saman um 242 þús-
und tonn frá marsmánuði 2002,
en þá veiddust 426.023 tonn. Afl-
inn nú er því aðeins 43% þess
sem hann var í fyrra en verð-
mæti aflans um 15%. Botnfisk-
afli var 53.954 tonn en var 54.893
tonn í marsmánuði 2002 sem er
939 tonna munur á milli ára.
Þorskafli var 31.256 tonn sem er
aukning um 675 tonn frá fyrra
ári. Einnig varð aukning i ufsa-
afla. 4.138 tonn bárust á land
sem er 658 tonnum meira en í
marsmánuði 2002. -GG
Tvíburasystur dæmdar:
Fangeisi fyrir
innflutning og
sölu fíkniefna
Lífeyrissjóöur Austurlands:
Mikill rekstrarkostnaOur og
lánveitingar á skjön við heimildir
Stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands
hefur lengst af í skýrslum sínum tal-
að um mjög gott gengi sjóðsins sem
nú virðist hafa komið á daginn að
hafi verið afar slakt. Þar hefur m.a.
verið um lánveitingar að ræða sem
ekki virðast samrýmast lögum um
starfsemi lífeyrissjóða.
Fréttir bárust af því 27. mars að
stjóm sjóðsins þætti nauðsynlegt að
skerða lífeyrisréttindi sjóðfélaga um
5,4% vegna slæmrar afkomu. Hrein
raunávöxtim sjóðsins var neikvæð
um 4,3% árið 2000 og -9,7% árið 2001.
Virðist sem talan fyrir 2002 verði enn
verri, eða -11,2%.
Stjóm sjóðsins hefúr siglt í skjóli
HÉaafe fcl——F—
m
WSMi Fyrir
Æ ferðalagið
Æty mL Gilofa
Jz* 2000
Upplagðir fyrir flugið
fást í flestum apótekum
t.d. í Lyfju, Lyf og heilsu,
- og í lljaskinn Háaleitis-
i braut.
fyrrverandi framkvæmdastjóra,
Gísla Marteinssonar, sem leystur var
út með starfslokasamningi árið 1999
upp á 29 milljónir króna. Gísli starf-
aði eigi að síður í ábyrgð stjómar
sjóösins. Að vísu hefur stjómarfor-
maðurinn, Hrafnkell A. Jónsson, nú
tilkynnt um afsögn sína.
Þrátt fyrir að í skýrslu stjómar
áriö 1998 segi aö sjóðurinn hafi 18,9-
faldast á 12 ára starfstíma fram-
kvæmdastjórans, eða úr 598 milljón-
um í 11.328 milljónir króna, þá þótti
samt ástæða til að afhenda þennan
„góða rekstur" sjóösins til Kaupþings
árið 2000. Ekkert var á þeim tíma-
punkti minnst á milljarðatap sjóðsins
eða aðrar ástæður fýrir því að Gísli
var leystur út með veglegum hætti.
Rétt er taka fram og ítreka að ekkert
hefur komið fram sem bendlar Kaup-
þing við þá erfiðu stöðu sem uppi er.
Eftiriit í molum
Eftirlit með fjárreiðum sjóðsins
hefur verið í molum ef marka má
kæru sem send var ríkissaksóknara í
apríl. Átta ára eða jafnvel átta og
hálfs árs iðgjöld sjóðfélaga og hlut-
deild atvinnurekenda í þeim virðast
hafa fokið út um gluggann vegna
rangra ákvarðana varðandi ávöxtun
á fjármunum sjóðsins. Samkvæmt
bókhaldstölum um lækkun fjárfest-
ingatekna sem greint var frá í DV í
gær hafa fjárfestingatekjur sjóðsins
frá árinu 1997 lækkað hressilega og
er það talið samsvara tapi upp á um
5,9 mUljarða króna. Þar kemur fram
að hrein eign sjóðsins til greiðslu líf-
eyris hefúr ekki vaxið í neinu sam-
ræmi við aukningu iðgjalda og því
sem telja mætti eðlilegan afrakstur af
gríðarlegum fjármunum sjóðsins
Óheyrilegur rekstrarkostnaður
Rekstrarkostnaður sjóðsins hef-
ur einnig verið með eindæmum og
flest árin mun hærri en annarra
sambærilegra sjóða, þ.e. Lífeyris-
sjóðs Norðurlands, Lífeyrissjóðs
Framsýnar og Lífeyrissjóðs Vestur-
lands.
Vekur þar athygli að rekstrar-
kostnaður snarlækkaði eftir að
Kaupþing tók að sér rekstur sjóðs-
ins á árinu 2000. Féll rekstrarkostn-
aðurinn úr 41.365.704 krónum árið
2000 í 8.336.341 krónu árið 2001.
Kaupþing er hins vegar þekkt fyrir
að gera mjög strangar arðsemis-
kröfur til þeirra verkefna sem það
tekur að sér.
Þá nam eign Lífeyrissjóðs Aust-
urlands í óskráðum bréfúm í fyrra
um 30% eigna sjóðsins og var um
tíma enn meira, eða 34% um mitt
ár 2000. Samkvæmt lögum nr.
129/1997, sem gengu í gildi 1. ágúst
1998, er eign lífeyrissjóða í óskráö-
um bréfum takmörkuð viö 10% af
eignum sjóðanna. Var þetta ákvæði
væntanlega sett í Ijósi áhættu af
slíkum viðskiptum, en eign LA var
í fyrra þreföld það sem leyfilegt er.
Eigi að síður var haldið áfram á
þessari braut með kaupum á verð-
bréfum í eignarhaldsfélagi breska
knattspymufélagsins Stoke City
árið 2000 fyrir 56 milljónir króna.
Auk þess sem þak hafi verið sett á
slík viðskipti með lögum 1998 þá
munu slík verðbréfakaup einnig
vera óheimil samkvæmt 26. grein
samþykkta LA. Rétt er þó að taka
ffam að lífeyrissjóðum var ekki
gert skylt að selja þau óskráðu
verðbréf sem þeh' höfðu keypt fyrir
gildistöku laganna.
Veittu einnig víkjandi lán
Einnig vekur þaö athygh að Lífeyr-
issjóður Austurlands hefur eining
lánað háar upphæöir sem víkjandi
lán (lán sem í raun þarf ekki að
borga til baka nema aðstæður lántak-
anda séu hagstæðar), sem er með öllu
óheimilt samkvæmt lögum nr.
129/1997 og einnig samkvæmt reglum
sjóösins þar sem krafist er fúllnægj-
andi trygginga (venjulega í fasteign-
um) fyrir lánum sjóðsins. Þar hefur
verið bent á dóm Hæstaréttar nr.
245/2001, þar sem fram kemur að LA
hafi lánað Handsali hf. 38.017.398
krónur, auk viðskiptaskuldar Hand-
sals við sjóðinn, sem var 42.071.576
krónur, eða samtals 80.088.947 krón-
ur. í þessu fyrirtæki, Handsali hf„
var fyrrverandi framkvæmdastjóri
Lífeyrissjóðs Austurlands, Gísli
Marteinsson, um tíma hluthafi og
stjómarmaður. Þá gegndi fyrrver-
andi stjómarformaður LA, Jón Guð-
mundsson, einnig stjómarfor-
mennsku í Handsali samtímis stjóm-
arsetu sinni í LA. Til að kóróna dæm-
ið var svo gerður samningur milli
Guömundar Franklíns Jónssonar,
verðbréfasala í New York, um að
kröfum sjóðsins í Handsali yrði
breytt í hlútafé í tengslum við kaúp
Guðmundar Franklins á félaginu.
Allt þetta kemur m.a. fram í ítarlegu
erindi til Fjármálaeftirlitsins í mars
á síðasta ári.
Dvergarnir 7
í öðm erindi til Fjármálaeftirlits-
ins 30. október 2002 er bent á að fram-
kvæmdastjóri LA, Gísli Marteinsson,
og endurskoðandinn, Sigurður
Tryggvi Sigurðsson, hafi á árinu 1999
ásamt fimm öðrum stofnaö hlutafé-
lagið Dvergamir 7 ehf. Var félagið
stofnað í þeim tilgangi m.a. að stunda
kaup og sölu hlutabréfa. Bent er á að
slík samvinna tveggja manna í við-
skiptum, vegna starfa .þeirra fyrir líf-
eyrissjóðinn, sé óheimil. Fóra þeir fé-
lagar jafnframt með prókúraumboð
Dverganna 7 ehf. ásamt Bergþóri
Jónssyni sem jafnframt var fram-
kvæmdastjóri. -HKr.
Héraðsdómur Reykjavíkm'
hefur dæmt tvíburasystur á þrí-
tugsaldri í 9 og 16 mánaða fang-
elsi, meðal annars fyrir inn-
flutning og sölu á hassi og am-
fetamíni.
Málsatvik voru þau að þann
2. desember 2002 fundu tollverð-
ir á Keflavíkurflugvelli umbúðir
á báðum lærum annarrar syst-
urinnar en auk þess hafði hún
sett böggla undir streng sokka-
buxna sinna og í brjóstahaldara
sem hún kvað vera um 1 kíló af
hassi. Hún var handtekin og
færð á lögreglustöðina þar sem
frekari rannsókn fór fram og
var hún í kjölfarið úrskurðuð í
gæsluvarðhald. Við leit á heim-
ili hennar fannst nokkuð af
fikniefnum en þar var stödd tví-
burasystir hennar sem var í
annarlegu ástandi. Hún var
handtekin og úrskurðuð í
gæsluvarðhald. Þær sættu báðar
gæsluvarðhaldi frá 3. til 19. des-
ember sl. en voru að því loknu
úrskurðaðar í farbann.
Systurnar játuðu sök hjá lög-
reglu og fyrir dómi. Sögðu þær
að ákveðin verkaskipting hefði
verið á milli þeirra og sá önnur
þeirra alfarið um sölu á efninu.
Við mat á refsingu leit dómar-
inn til þess að þær játuðu brot
sín greiðlega og voru samvinnu-
þýðar. Tók hann fram að önnur
systirin hefði átt við fíkniefna-
vandamál að stríða auk þess sem
hún hefði gengið til læknis vegna
geðrænna vandamála og væri
fjárhagsstaða þeirra beggja bág.
Miðað við umfang málsins þótti
skilorðsbinding hins vegar ekki
koma til greina. -EKÁ
Mikið um umferðaróhöpp:
Vopu að flýta
sép í páskafpí
Mikið var um umferðaróhöpp
í höfuðborginni í gær og átti
lögreglan fullt í fangi við að
stöðva ökumenn sem voru að
flýta sér aðeins of mikið í
páskafrí. Engin slys urðu á fólki
en töluvert var um eignatjón.
-EKÁ