Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Side 11
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 11 Skoðun mmrn Hótelið mitt selt Það kemur fyrir að það hleypur á snærið hjá manni eða gæti að minnsta kosti gert það. Slíkt henti mig á dögunum. Ekki það að ég hafi unnið í happdrætti, fjarri því. Ég er slappur i þeirri iðju þótt það komi fyrir að ég kaupi lottómiða þegar vinningurinn er orðinn sexfaldur. Nei, happ mitt var af öðrum toga en þó fjárhagslegum. Það er að vísu ekki í hendi en gæti þýtt umtals- verða kjarabót í framtíðinni. Ég dottaði yfir útvarpsfréttunum, hafði heyrt tiðindi af Saddam og Sýr- landi, vísitölum og veðri þegar kom að því sem mig varðaði. Ég hrökk upp þegar fréttaþulurinn vék að að- alfimdi Landssambands kúabænda. Nú er það ekki svo að ég sé sérstak- lega áhugasamur um kúabúskap þótt ég geri mér grein fyrir mikilvægi greinarinnar, hvorki holdanauta- sæði, sem nefnt var, né gjaldskrá vegna fjósaskoöunar. Það var ekki fyrr en fréttalesturinn barst að líf- eyrissjóði bænda að ég sperrti eyr- un. Þar kom fram að skerða verði réttindi sjóðfélaga þar sem mikið vantar upp á að sjóðurinn eigi fyrir heildarskuldbindingum. Það er auð- vitað vont mál þótt það snerti mig ekki beint, enda er ég ekki bóndi. Það var hins vegar framhaldið sem vakti mig til umhugsunar. Sérstök skattlagning Fram kom í útvarpsfréttunum að aðalfundur Landssambands kúa- bænda legði áherslu á að reynt yrði að ná samningum við ríkisvaldið um að arður af hugsanlegri sölu hótela, sem nú eru í eigu Bænda- samtaka íslands, geti runnið til bænda sem lífeyrisgreiðslur, án þess að skerða annan lífeyrisrétt. í fréttinni sagði að bændur hefðu ver- ið skattlagðir sérstaklega þegai- Hót- el Saga, eða Bændahöllin öllu held- ur, var byggð á sínum tíma. Nú þeg- ar sverfur að hjá bændum vilja þeir fá þennan sérstaka skatt til baka. Þeir eiga jú Bændahöllina, stórhýsi Hótel Sögu sem heitir víst útlensku nafni núna eins og hæfir tíðarand- anum. Krafa bænda um arðinn er ekki aðeins eðlileg, hún er sjáifsögð. Til þess að hægt væri að byggja glæsi- hýsið á Melunum, sem hýst hefur flesta helstu þjóðhöfðingja heims undanfama áratugi, var innheimt gjald fyrir hvem dilk sem slátrað var. Gott ef þetta var ekki á við- reisnarárunum sælu, þegar höftum var að öðra leyti aflétt af lýðnum og frelsi aukið. Það er þetta viðreisnar- gjald sem mér kemur við, þótt ótrú- legt sé. Þar fara hagsmunir mínir og bændastéttarinnar saman. Ég var nefnilega smali í sveit á fyrrgreindum viðreisnarárum, þeg- ar Ingólfur á Hellu var landbúnað- arráðherra og Bændahöllin var byggð fyrir gjald sem lagt var á hvert lamb sem leitt var til slátrun- ar. Smalastörfum gegndi ég frá því að ég var á áttunda ári og fram yfir fermingu, störfum á hefðbundnu fjárbúi hjá góðu fólki í því fagra héraði, austurhluta Barðastrandar- sýslu. Það játast að ekki var mikið gagn að mér fyrsta sumarið, tæpast annað og þriðja en eftir það nýttist smalinn betur, hvort heldur var í sauöburði, kúarekstri, smala- mennsku eða heyskap. Fjárbóndi Nú þarf að greiða stórfé með börnum í sveit. í mínu ungdæmi var ekki svo. Kaupamaðurinn var matvinnungur en ekki nóg með það. Strax á fyrsta sumri fékk ég lamb fyrir hina meintu þjónustu, óverð- skulduð laun að vísu en þau glöddu mig mikið. Ekki endilega verðmæti lambsins heldur það að ég var orð- inn fjárbóndi, maður meö mönnum. Lambið mitt var tekið á hús, óx og dafnaði, varð gemlingur og síðan fyrirtaks ær, frjósöm og fógur í mín- um augum. Hún fékk nafnið Gletta og bar það með rentu. Hvað sem þeirri skoðun leið var Ijóst að sauðfjár- eigendur þess tíma byggðu flottasta hótel í Reykjavík, Hótel Sögu, þar á meðal ég. Þótt ég hafi ekki flíkað því öll þessi ár hef ég vitað innra með mér að ég væri hóteleigandi í Reykjavík, að kóngar jafnt sem forsetar gistu mín híbýli. Gletta brást ekki vonum hins unga kaupamanns. Hún var af góðu kyni, grá að lit. Það var kost- ur. Þá var uU eftirsótt, ólíkt því sem nú er, og gráar gærur verð- mætastar allra. Grár litur móður- innar jók líkumar á því að lömbin væru í sama dýra litnum, einkum ef Glettu var valinn hrútur svip- aðrar náttúru og henni samboðinn. Hún var gjaman tvílembd og af- raksturinn lagður inn á mínu nafni, ýmist í kaupfélögunum á Patreksfirði eða Króksfjarðarnesi. Mér safnaðist auður. Þar kom, með hærri aldri og auknum þroska, að framlag mitt til bústarfanna var endurmetið. Víst nægði Gletta mér og lömbin henn- ar en það breytti því þó ekki að ég hafði auga með öðru ungviði sem kom í heiminn. Eitt vorið fæddist óvenju litfagurt lamb, svart með fínlegt, hvítt lauf á höfði. Ég fékk dálæti á þessu yndisfríða sköpun- arverki, orðinn bóndi í mér. Það sá heimafólk og um haustið, þegar fé kom af fjalli, var Laufa sett á og meira en það, hún varö kaupauki minn þannig að bústofninn tvöfald- aðist. Inneignin í sparisjóðsbókunum tveimur, hvort heldur var á Pat- reksfirði eða Króksfjarðarnesi, gildnaði stórum vegna þess að Laufa skilaði hlutverki sínu ekki síður en Gletta. Þetta voru tvílemb- ur. Hagur minn átti enn eftir að batna þegar dóttir Glettu bættist í fjárstofninn þegar nokkuð var liðiö á feril minn sem fjárbóndi. Það að eiga þrjár stólpaær þýddi að á góðu hausti lagðist inn á reikninga mína afrakstur sex gildra dilka. Hóteleigandi Ég viðurkenni það nú, áratugum siðar, að ég gerði fjármálaráð- herrum viðreisnarstjómarinnar, hvorki Gunnari Thoroddsen né Magnúsi frá Mel, grein fyrir fjár- stofni mínum á skattaskýrslum og því síður innlegginu hjá kaupfélög- unum. Ég var ekki vel að mér í skattamálum, enda innan við ferm- ingu. Hins vegar heyrði ég heimil- isfólk á bænum, ekki síst bónda, stundum nefha sérstakan skatt sem lagður var á hvem dilk svo byggja mætti Bændahöllina í Reykjavík. Að sönnu er langt um liðið og ekki víst að barn geri sér grein fyrir hugrenningum fullorðna fólksins en ég hafði það á tilfinningunni að bónda þætti þessi sérstaka skatt- heimta varla verjandi, að minnsta kosti ekki í monthýsi stéttarinnar í Reykjavík. Hvað sem þeirri skoðun leið var ljóst að sauöfjáreigendur þess tíma byggðu flottasta hótel í Reykjavík, Hótel Sögu, þar á meðal ég. Þótt ég hafi ekki flíkað því öll þessi ár hef ég vitað innra með mér að ég væri hóteleigandi í Reykjavík, að kóngar jafnt sem forsetar gistu mín híbýli. Arð hef ég engan fengið, ekki frek- ar en aðrir bændur, og því síður af- slátt þessi tvö skipti sem ég hef leyft mér þann munað að bjóða konunni á Grillið, veitingastaðinn fína á efstu hæðinni í hótelinu mínu. Fróm ósk Þess vegna hrökk ég upp þegar þulur útvarpsins sagði þá frétt að selja ætti þessa eign mína, því Hót- el Saga er mín að sönnu og nokk- urra annarra sem stunduðu sauð- fjárbúskap á sjöunda tug aldarinnar sem leið. Lömbin mín stóðu undir byggingu stórhýsisins. Það kann þó að vera að ég gefi eft- ir minn hlut, renni söluandvirði hótelsins í lífeyrissjóð bænda. Sú góða stétt á það skilið. En fari svo þætti mér ekki fráleitt að lífeyris- stjórnin hengdi á vegg mynd af Glettu minni, tvUembdri. Ég á hana í gömlu albúmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.