Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR IV. APRfL 2003 HelQarhlað 33V i9 18 Helgarblað 33‘V’ FIMMTUDAGUR IV. APRÍL 2003 + Laupur Hrafns Islond íöðru Ijósi er yfirskrift myndar Hrofns Gunnlougssonar sem sijnd i/erður íSjónuarp- inu íki/öld. Þar i/arpar Hrafn tjmsum mjjum hugmyndum fram, rétt eins og hans er háttur. Hann fer hvergi troðnar slóðir. Helgarblaðið fór og heimsótti Hrafninn t Laugarnesið þar sem menn ræddu um stagbættar þjóðarflík- urnar, ofsóknir skattsins, bótagreiðslur borg- arinnar og mgndina sem við sjáum íkvöld. Engu er líkara en krumminn í klettunum hafi búið sér hreiöur á Laugarnestanga í Reykjavík. Hrafninum er tamt að draga í laup sinn hvers kon- ar skran og skraut þar sem hann á bústað á hæstu syllum. Sama hefur nafni hans Gunnlaugsson gert við hús sitt í Laugarnesinu, svo jafnvel góðborgur- um er ekki skemmt. Sjaldan ríkir friður um þenn- an sérstæða listamann sem raskar ró svo margra. En þannig á listin víst að vera; hvetja alþýöuna til endurmats og umhugsunar um að ríkjandi gildi séu ekki heilög heldur aðeins fyrirbrigði líðandi stundar. List sem er ekki lifandi er dauð. Erró og hengirólan Bæði garðurinn og húsið í Laugarnesinu eru listaverki líkust og öllu ægir saman. En útkoman verður skemmtileg heild. Er maðurinn ekki heima? hugsa ég með mér þeg- ar ég drep á dyr. Ég er búinn að berja víða og lengi þegar Hrafninn birtist loks. „Komdu inn,“ segir hann með sinni háu og hvellu röddu. „Það eru þrettán dyr á húsinu og það villast margir. Komast ekki inn í fyrstu lotu,“ segir Hrafn og býður mér að ganga til stofu. Hann sest sjálfur í hægindastól og þar yfir er ljómandi fallegt mál- verk eftir Erró. Viö dáumst að þessu verki meistarans af Mið- dalsætt. Hrafn vísar mér til sætis í myndarlegri hengirólu sem er fyrir miðri stofu. Ég sveifla mér til og frá Salsataktur og Hemmingway „Þessi bók er ansi fróðleg en nú er ég að spá í að fara að læra kínversku," segir Hrafn. Hann sýnir mér hnausþykkan doðrant á kínversku sem liggur á skammelinu í stofunni. Hann ætlar þannig að bæta við tungumálakunnáttu sína en síðustu ár hefur hann tíöum dvalist á Kúbu og numiö spænsku. Fjarlægar tungur og þjóöir heilla Hrafn- inn. „Hemmingway sagði að töluð væri fallegasta spænskan á Kúbu, það væri í henni salsataktur af- frótrommanna. Ég er búinn að vera í tvígang á námskeiðum við háskólann í Hawana og er orðinn vel fær í spænskunni, get haldið uppi samræðum og lesið blöðin. En þegar textinn verður flóknari þarf ég að hafa orðabók við höndina," segir Hrafn. Á Heimsendaeyju Næst er kínverskan á dagskrá. Hrafn segir að áhugi sinn á því að læra að lesa táknmál Asíu- manna hafa kviknað þegar hann sá þá merku japönsku kvikmynd Sjö Samuraiar eftir Kurosawa. Þá hafi hann fari að hugleiða að fyrir sig sem kvik- myndagerðarmann væri fróðlegt að kunna skil á merkjamáli ekki síður en bókstöfum. Hann hefur á síðustu árum farið nokkur skipti austur til Kina og kynnt sér þetta stórbrotna land og menningu þess. Best hefur hann kunnað við sig á Hainan - Heimsendaeyju - sem er í hafinu suður af Kína. „Haina heitir eyjan þessi á máli þarlendra og ég hef komið þangað þrisvar sinnum. Strax í fyrsta skipti greip mig þessi undarlega tilfinning að þarna hefði ég verið áður, sem þó er ekki raunin. Kannski af því ég er eyjarskeggi sjálfur. Mér i oöru fannst eins og ég hefði komið þarna áður - kannski var það í draumi eða á hugarflugi - en ég þekkti lyktina strax á flugvellinum eins og úr húsi sem ég dvaldi í sem krakki á Breiðafjarðareyjum - undar- leg þessi eyjalykt. Þarna ætla ég að læra kínversk- una. Fer út væntanlega nú í haust. Ég vil eiga sumrin á íslandi," segir Hrafn. „Þetta er eini staðurinn í Kína þar sem maður þarf ekki kínverskt ökuleyfi til að geta tekið bíla- leigubíl á leigu og því sæki ég þangað," segir Hrafn. „Annar staðar í Kina var útilokað að fá bílaleigubíl af því maður hafði ekki kínverskt öku- skírteini- og það er ekki einfalt mál að fá kínverskt ökuskírteini. En á Hainan gilda sérstök lög, kannski af því að þetta er eyja og þar er ekki hægt að gera annað en keyra hringinn í kring um eyj- una.“ Mannvirki eru náttúruperlur í kvöld, skírdagskvöld, mun Sjónvarpið strax að loknum fréttum sýna nýja mynd Hrafns, ísland í öðru ljósi. Þar mun Hrafn velta upp ýmsum hug- myndum og spurningum um sambúð lands og þjóð- ar og nýtingu þeirra auðæfa sem landið býr yfir. Meðal annars út frá skipulags- og náttúrusjónar- miðum. Hrafn segir grunnhugmyndina að þessari mynd hafa orðið til á feröum sínum um landið á síöustu áratugum. Oft hafi leitað á hug sinn hvernig land- ið hafi verið þegar fyrstu landnámsmennirnir komu hingað fyrir rúmum ellefu hundruð árum. „Mannvirki geta verið náttúruperlur," segir Hrafn. Hann hallar sér aftur í hægindastólnum góða. Talar af innlifun, bæði mikið, hratt og í sam- fellu. Spurningar blaðamanns eru mikið til óþarfar. Enda alltaf best að viömælandinn fái að njóta sín. „Einar Benediktsson skáld hafði stórbrotnar hugmyndir um nýtingu náttúruauðlinda landsins og að baki þeim bjó skáldleg sýn. Á fyrstu árum aldarinnar, þegar aldamótamennirnir reistu virkj- ljósi anir við Elliðaár og Sog, voru þær byggðar eins og stórbýli í sveit, hvítar með rauðu þaki. Áberandi í umhverfinu og eitt það besta í sögu íslenskrar byggingalistar. Fallegur arkitektúr, listaverk á sinn hátt. í dag eru byggingar virkjananna gráar og guggnar, hús sem eru eins og reynt sé að fela í umhverfinu. En ef byggja á á annað borð, hvers vegna ekki að gera þessi hús um leið að góðum arkitektúr, hér ættu að vera tækifæri fyrir inn- blásna arkitekta að sýna hvað sköpunargáfan getur leyst úr læðingi. Við dáumst að því sem dýrin byggja, fuglshreiðrum. Menn gleyma því að falleg hús geta líka veriö perlur í náttúrunni." Heyskapur og Hrafna-Flóki Fornar bækur segja frá því að þegar Hrafna- Flóki kom hingað til lands og settist að fyrstur manna hafi hann heillast af sumarfegurðinni í Vatnsfirði og látið undir höfuð leggjast að heyja fyrir búpening sinn. En dvöl hans lauk með hrein- um ósköpum því um veturinn féll allur búpening- urinn úr hor enda ekkert hey til að fóðra skepnurn- ar með. Harðbýlt landið hrakti Flóka á braut. „Það er dýrt að vera íslendingur og þaö þarf að heyja. Nútímamaðurinn getur líka gleymt sér eins og Flóki og sleppt heyskap nútímans. Ef við ætlum að búa komandi kynslóðum land sem þær vilja búa í og er samkeppnishæft við önnur lönd hvað lífs- gæði snertir verðum við að nýta náttúruauðlindir landsins. Víða í Evrópu hafa menn neyðst til að nota kjarnorku, olíu og kolabrennslu til að fram- leiða raforku og fengið yfir sig súrt regn og eitruð affallsefni. Það væri fróðlegt að vita hvað orka ís- lensku vatnsorkuveranna, sem ekkert menga, er ígildi margra tonna af geislavirkum úrgangi. Við erum ekki ein í heiminum. Þó nú sé verið að byggja orkuver við Kárahnjúka er álverið vonandi aðeins millileikur. Það afskrifast innan fárra ára- tuga, verksmiðjur koma og fara, en virkjunin mun standa áfram og þá nýtist orkuverið t.d. við vetnis- framleiðslu. Virkjunin mun áfram standa og fram- f- leiða rafmagn án þess að menga vatn eða loft og ganga eins og hljóðlát klukka.“ Eigi skjól gegn ofsólínum Hugmyndir Hrafns um ísland í öðru ljósi felast ekki bara í skipulagsmálum eða kvikmyndinni góðu sem sýnd verður í kvöld. Sem listamaður kveðst Hrafn reyna að tileinka sér þann sjónvinkil sem kalla megi í öðru ljósi. Að sjá hlutina út frá sí- fellt nýjum sjónarhornum. „Það er eins og umræðan núna fyrir kosningarn- ar snúist öll um götin á flíkunum sem þjóðin geng- ur í en ekki um það hvaða flíkur eigi að velja. Hvernig viljum við hafa í framtíðinni bæði þjóð og land. Hvernig þjóðfélagi viljum við lifa í og hvern- ig má tryggja rétt þegnanna. Skattaumræðan núna snýst öll um prósentur. En hver er staða Jóns Jóns- sonar gagnvart skattheimtumönnum. Oft hefur ver- ið talað um að á íslandi vanti umboðsmann skatt- greiðenda þannig að fólk eigi skjól gagnvart geð- þóttaákvörðunum skattayfirvalda. Ég þekki menn sem hafa lent í því að vera handpikkaðir út úr kerf- inu og settir í rannsókn sem kostaði þá ekki bara ofíjár heldur lagði jafnframt einkalíf þeirra nánast í rúst. Viðkomandi hafa enga möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér; gagnvart þessu andlitslausa bákni. Umræðan um skattkerfið hefur hins vegar týnst fyrir uppboðinu á skattaprósentum." Framsólm stendur í stvkkinu í lýðræðisþjóðfélagi eru ákvarðanir stjórnmála- ‘ manna bornar undir kjósendur á fjögurra ára fresti. „Því víðtækari sem pólitísk ákvarðanataka er, því meira lýðræði. í alþingiskosningum eru síðan hinar pólitísku ákvarðanir lagðar í dóm kjósenda. Þannig er málunum stöðugt áfrýjað til brjóstvits Jóns Jónsson- ar. Þróunin virðist hins vegar sú að stjómmálamenn í dag eru hræddir við að taka ákvarðanir og eru einatt að fela þær andlitslausum stofnunum og embættis- mönnum. Við þurfum að losa þjóðfélagið úr valda- hring forsjárhyggju embættismannakerfisins. Það vald er hins vegar alltaf að aukast, sem er öfugþróun og í rauninni í átt til þess sem var mest og verst í austantjaldinu. Bírókratískt eftirlitskerfi sem enginn vissi hvar byrjaði og endaði." Hrafn segir að í þessu sambandi sé athyglisvert að í skoðanakönnunum sé Framsóknarflokkur að koma illa út. Hins vegar hafí ráðherrar þess flokks, Valgerður, Jón og Siv, staðið sig í stykkinu í erfið- um ráðuneytum. Þorað að taka erfiðar og umdeild- ar ákvarðanir og Halldór sýnt staðfestu í íraks-mál- inu. „Mér finnst því undarlegt að þetta skili flokkn- um ekki fylgi í könnunum. Þetta segi ég ekki í flokkspólitísku samhengi heldur öðru og mun víð- ara. Sjálfur var ég víst ekki hátt skrifaður í Fram- sókn eftir að ég gerði Óðal feðranna," segir Hrafn. Guðimir og eiturlyfin Hrafn segir að með myndinni, ísland í öðru ljósi, sé hann ekki að boða neinn nýjan sannleika, enda sé sannleikurinn síbreytilegur. Menn smíði sér sann- leika úr ákveðnu umhverfi...á ákveðnum tima og svo breytist umhverfið og þá breytist sannleikurinn," segir hann og bætir við: „Mannskepnan er söm viö sig og því víðar sem þú ferð og meira sem þú sérð þá skynjar þú að mannshjartað slær líkt þótt löndin séu ólík og þótt umbúðirnar séu brúnar, hvítar, rauðar eða svart- ar. En guðirnir eru misjafnir og það stafar hugsan- lega af því að eiturlyfjanotkun þjóða er með ólíkum hætti,“ segir Hrafn. „Austurlensk trúarbrögð lofa alsælu líkt og ó- píumrúsi. Þegar norrænir menn ætluðu að smíða himnaríki höfðu þeir ekkert sterkara en mjöðinn. Hugmyndir indíánanna í Suður-Ameríku um guð- ina eru sóttar í skynhrif svepps sem virkar líkt og LSD; og hugmyndir um Hades eru eins og að svífa um eins og dúnhnoðri í hassvímu. Með öörum orð- um þá er það maðurinn sem smiðar sér ólíka guði eftir loftslagi, mataræði og eiturlyfjum sem eru breytileg frá einum stað og tíma til annars. Ég hef aldrei trúað á einn sannleika frekar en annan. Heimurinn er síbreytilegur og sannleikurinn líka.“ Jafnræðisreglan illa brotin í síðustu viku var frá því greint að borgaryfir- völd hefðu fallist á að greiða Hrafni bætur upp á 10 millj. kr. fyrir að reisa ekki vinnustofu á lóð sinni í Laugarnesi. Mál þetta hefur lengi veriö að velkj- ast í kerfinu. Sagan er í stuttu máli sú að við gerð deiliskipu- lags af þessu hverfi var gert ráð fyrir að íbúar á Laugarnestanga gætu reist vinnustofur við hús sin. Þetta hafa þeir gert, nema Hrafn, en fyrir um tíu árum var rétturinn til byggingar vinnustofu af honum numinn og byggingarhlutfall lóðarinnar fært langt undir eðlileg viðmiðunarmörk. „Faðir minn, lögfræðingurinn, taldi að þarna væri jafnræðisreglan illa á mér brotin, þá voru aðrir tímar og kalt stríð og pólitíkin notuð til að bregða fæti fyr- ir menn,“ segir Hrafn. Hann bætir við að þetta mál hafi í áraraðir velkst í kerfinu. Áfrýjunarnefnd skipulagsmála hafi afdráttar- laust dæmt að á sér hafi verið brotið og sá úrskurður sé dómsígildi. Gef eftir „Síðan ég ætlaði í þessa framkvæmd," segir Hrafn „eru liðin tólf ár og allt aðrar forsendur í dag. Drjúgur hluti af starfsævinni er liðinn. Hins vegar var ekki hjá því komist að krefjast bóta og ég og lögmaður minn, Jón Steinar Gunnlaugsson, sett- um fram kröfu sem var miklu hærri. Nú hef ég hins vegar gefið eftir og borgin leysir í rauninni til sín byggingarréttinn og greiðir mér um leið skaða- bætur, samtals 10 milljónir kr. Ég er sáttur við að þessi niðurstaða er fengin - það er komið annað fólk til forystu í borginni. Kalda stríðinu er lokið.“ Spóinn vellir graut Það heyrist smellur i segulbandstækinu. Spólan er búin. En samt höldum við áfram að tala. Horfum út á sjóinn og fylgjumst með úandi æöarkollunum sem synda fyrir utan húsið. Senn munu þær hefja hreiðurgerð sína við húsvegginn hjá Hrafni en á Laugarnestanganum hefur hann komið upp skemmtilegu fuglalífi. Stundum við litla skemmtun nágranna sinna. Þarna er krökkt af gæsum og þeg- ar lengra verður komið fram á vorið mun Laugar- nesspóinn fara að vella graut. Lóan er farin að sjást og syngja dirrindí. Hér vill Hrafn vera. Unir sér vel í Laugamesinu. Segist þarna á heimavelli...við að segja sögur, hvort heldur þær eru í myndum eða máli,“ eins og hann kemst aö orði að síðustu. -sbs Hrafn Gunnlaugsson mun sýna landsmönnuin nýja hugsmíð sína í Sjónvarpinu í kvöld. Hrafn er enn í fréttum vegna sáttar sinnar við Reykjavíkurborg sem greiðir honuni 10 milljónir fyrir að byggja ckki hús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.