Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Síða 26
26
Helcjarblad> X>"V
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003
Systurnar Ingibjörg,
Þórunn og Hjördís
Elín Lárusdætur ætla
að bjóða upp á
óvenjulega sýningu á
Nasa um páskana
þar sem þær blása
saman í trompeta og
syngja. Þær ræddu
i/ið DV um minningu
föðursíns, viðhorf
til fegurðar og fleira.
Þrj á r systur
þenja trompetana
Systurnar þrjár þenja trompetana. Lárus heitinn
Sveinsson, faðir þeirra, kenndi þeim að spila á
trompet og saman spiluðu feðginin fjögur oft við
brúðkaup, jarðarfarir og messur og livað eina. Nú
halda þær þrjár áfram.
DV-mynd Hari
Þegar maður hittir þrjár systur sem eru tengdar
leikhúsinu er mjög freistandi að slá um sig með
einhverjum Tjekov-bröndurum en þá skilja fáir.
Þessar þrjár systur eru ekki heimsfrægar enn þá en
landsfrægar. Þær eru Ingibjörg, Þórunn og Hjördís
Elín Lárusdætur og ætla að frumsýna á laugardag-
inn á Nasa við Austurvöll sýningu sem þær kalla
Bland í poka.
Þegar þær hitta blaðamann DV á Kaffi París
minna þær ekkert á bland í poka heldur þrjá mola
af sömu tegund, svo nauðalíkar eru þær bæði í fasi
og útliti. Sýning þeirra á Nasa samanstendur af því
að ætla með aðstoð hljómsveitar að leika á
trompeta og syngja. Hljómsveitina skipa þeir Jón
Ólafsson, Jóhann Hjörleifsson og Friðrik Sturluson.
- En hvernig dagskrá er þetta sem verður boðið
upp á?
„Þetta er úr öllum áttum, þetta er aðgengileg og
yfirleitt þekkt tónlist. Við munum kynna lögin og
tala við fólkið og þótt það sé vond íslenska þá má
segja að við ætlum að „chilla“ með áheyrendum,"
segja systumar þrjár en í þessu viðtali verður eng-
in sérstök grein gerð fyrir því hver þeirra segir
hvað.
„Þetta eru samt ekki bara uppáhaldslögin okkar
heldur sniðið að því að vera skemmtilegt en það má
kannski segja að við séum að bjóða fólki inn í and-
dyrið hjá okkur með því að setja saman dálítið per-
sónulega dagskrá.“
Vona að þetta hafi verið grín
- Hér væri freistandi að setja langan kafla um
fegurð og persónutöfra þeirra systra en þegar þær
komu fram í þættinum Laugardagskvöld með Gísla
Marteini í Ríkissjónvarpinu s.l. laugardag vöktu at-
hugasemdir hans um fríðleik og klæðaburð Þór-
unnar mikla athygli. Gísli saup hveljur yfir því
hvað hún væri í flegnum bol og þegar hann var að
tala um tónlistarflutning þeirra systra lét hann þau
orð falla að ef þær gætu ekkert spilað þá væru þær
að minnsta kosti sætar. Þetta fannst mörgum und-
arlegt orðaval og allt að því móðgandi. Hvað finnst
ykkur?
„Þetta var auðvitað einkennilegt orðaval en ég
treysti því að hann hafi sagt þetta í gríni. Við syst-
ur spiluðum og sungum í þessum þætti og fólk get-
ur bara dæmt okkar frammistöðu eftir því. Ég er
nú bara þannig gerð að mér finnst gaman að punta
mig, eins og flestar konur, og ég hef litla trú á því
að fólk virði mig síður sem listamann þótt þessi orð
hafi fallið!“ segir Þórunn sem er ófáanleg til þess að
ræða þetta frekar.
Kvartettinn LSD
Það eru sjö ár milli elstu og yngstu systur og Ingi-
björg er elst, þá Þórunn og Hjördís Elín eða Dísella er
yngst. Þær viðurkenna að í samstarfi systranna sé
Dísella ennþá átta ára og Ingibjörg sé rödd skynsem-
innar. Þetta er rætt fram og aftur við kaffiborðið og
þeim virðist tamt að skopast að hlutunum og hlæja
mikið saman.
Ingibjörg er flugfreyja, Þórunn er leikkona og
Dísella hefur lokið söngnámi og ætlar í framhalds-
nám til Ameríku í haust. Þær lærðu allar að leika á
trompet hjá fóður sínum, Lárusi Sveinssyni, spiluðu
undir stjórn hans og bróður hans, Birgis D. Sveins-
sonar í lúðrasveit Mosfellsbæjar og fóru snemma að
taka þátt í ýmsum tónlistarviðburðum með pabba og
þannig varð til kvartettinn LSD sem þýðir Lárus
Sveinsson og dætur. Þau feðginin léku við brúðkaup,
jarðarfarir og ýmis önnur tækifæri.
„Viö byrjuðum allar að læra á trompet um leið og
fullorðinsframtennumar vom komnar og héldum
áfram til 15 ára aldurs.“
Þær systur ólust upp með trompethljóminn í eyrun-
um en faðir þeirra var ástríðufullur og mikilvirkur
tónlistarmaður með Sinfóníuhljómsveit íslands,
kenndi skólahljómsveit Mosfellssveitar, sem Birgir
bróðir hans veitti forstöðu, og stjórnaði lúðrasveit-
inni í bænum og Karlakómum Stefni í Mosfellsveit
árum saman, auk þess að leika á trompetinn við
margvísleg tækifæri. Hann lék á mörg hljóðfæri, söng
bassarödd í kórveislum og var hafsjór af skemmtileg-
um sögum og mikill húmoristi og hestamaður. Móðir
systranna þriggja, Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona,
er einnig fjölhæfur tónlistarmaður og þær systur við-
urkenna að margt í fari fjölskyldunnar hafi minnt á
von Trapp-ijölskylduna í Sound of Music þar sem all-
ir spiluðu og sungu í mörgum röddum.
Besti pabbi í heimi
Var það mjög „cool“ að vera að læra að spila á
trompet á þessum árum?
„Við litum svo upp til pabba að allt sem hann gerði
var „cool“ og þar með talinn trompetinn. Sumum
finnst kannski hallærislegt að vera í lúðrasveit en
þegar við vorum að alast upp var lúðrasveitin aðal-
málið í bænum. Þeir sem voru að spila þar fengu t.d.
að fara til útlanda og það var ofboðslega gaman.“
- En var meistari Lárus strangur faðir?
„Hann skammaði okkur stundum fyrir æfingaleysi
eins og aðra nemendur en hann hafði svo gott lag á
því að hvetja okkur áfram með góðu að í endurminn-
ingu okkar er hann strangur á jákvæðan hátt en
sanngjam og við vildum endilega standa okkur vel
fyrir hann. Hann var okkur mikill félagi alveg frá
blautu bamsbeini, t.d. þegar við skottuðumst með
honum niður í hesthús. Hann var góður og traustur
vinur sem alltaf var til staðar fyrir mann. Hann var
bara besti pabbi í heimi.“
- Það kemur í ljós að Ingibjörg er sú eina systranna
sem á böm, hvorki fleiri né færri en fjögur, og þau
hafa eðlilega mikinn tónlistaráhuga. Sú elsta hefur
verið í píanónámi undanfarin ár. í hópnum er Lárus
yngri sem þegar er farinn að blása í trompetinn og
vakti athygli fyrir að ná voldugum hljómi úr honum
í frumbernsku.
Algert reiðarslag
Lárus varð bráðkvaddur á leið heim úr vinnu sinni
þegar hann fékk fyrir hjartað 58 ára gamall. Hann
hafði fram að því verið fílhraustur og ekki kennt sér
neins meins utan hvað hann hafði haft orð á því í
nokkra daga að hann væri kannski með flensu. Hann
var í góðu formi, borðaði hollan mat og reykti ekki.
Þetta hlýtur því að hafa verið gríðarlegt áfall.
„Hann var svo mikill töffari að hann kvartaði
aldrei. Hann barði samt í brjóstið á sér skömmu áður
eftir erfiðan konsert sem hann stjórnaði og sagði: Ég
hélt að pumpan ætlaði bara ekki að hafa það.
Svo átti hann bókaðan tíma hjá lækni daginn eftir
að hann lést.
Þetta var gríðarlegt áfall, algert reiðarslag, og ekki
hægt að trúa því að pabbi væri farinn.“
Dísefla segir að árið sem þetta gerðist sé hálfgert í
móðu og þær systur tala allar um þaö að þegar þeim
bárust fréttimar þá trúðu þær ekki sínum eigin eyr-
um.
„Við náðum aldrei að kveðja hann því hann komst
aldrei til meðvitundar. Við eriun enn að vinna úr
þessu áfalli og það að koma fram með tónlistina sem
við vorum vanar að spila með pabba er ákveðið upp-
gjör. Okkur finnst stundum eins og pabbi sé að fylgj-
ast með okkur og kæmi ekkert á óvart þótt stundum
læddist fjórði tónninn inn í samspil trompetanna."
PÁÁ