Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Qupperneq 30
30 Helcjarblctð 33V FIMMTUDAGUR IV. APRfL 2003 "SáHw: ^ WF 'v Ferill kvennamanns Siqurður A. Magnússon rithöfundur varð 75 ára á dögunum. Hann kvæntist nglega einni af fgrrverandi ástkonum sínum og gaf um líkt legti út síðasta bindi ævisögu sinnar þarsem ítarleqa erfjallað um kvennamál skáldsins af meiri bersögli en almennt tíðkast íævisögum. Sigurður A. Magnússon, rithöfundur og þýð- andi, varð nýlega 75 ára. Um líkt leyti gerðust tveir merkisatburðir í lífi hans. Annars vegar giftist hann Ragnhildi Bragadóttur, barnsmóður sinni, og fyrrum sambýliskonu, en samskipti þeirra höfðu verið nokkurt umfjöllunarefni fjöl- miðla á árum áður. í annan stað gaf Sigurður út síðasta bindi ævi- sögu sinnar sem hann kallar Ljósatíma. Þetta er þriðja bindi þess sem kalla mætti eiginlega ævi- sögu Sigurðar en áður hafði hann gefið út nokk- urs konar skáldævisögu í sex bindum sem hann kallaöi uppvaxtarsögu og þótt persónur þar gengju ekki undir réttum nöfnum duldist engum að Sigurður var að mestu leyti að skrifa um eig- in ævi. Þannig hefur Sigurður, einn fárra íslend- inga núlifandi, sagt okkur ævisögu sína tvisvar sinnum. í bókinni Ljósatími fer Sigurður afar hrein- skilnislegum orðum um samskipti sín við konur og dregur fátt undan. Núverandi hjónaband Sig- urðar er það fjórða og hann á börn með þremur eiginkvenna sinna en auk þess eignaðist hann eitt barn utan hjónabands og hefur komið að uppeldi nokkurra stjúpbarna. Ekki verður sagt að Sigurður eigi langt að sækja ijöllyndi og frjó- semi því faðir hans eignaðist 23 börn með 7 kon- um og átti 158 afkomendur á aldarafmæli sínu. Óttaðist hnapphelduna Það hefur löngum verið talinn hluti karlmann- legra mannlýsinga á íslandi þegar sagt er um einhvern að hann sé djarftækur til kvenna. Sig- urður gerir í bók sinni tilraun til að skilgreina viðhorf sín til hjónabanda og veikara kynsins og segir þar meðal annars: „Um hjónaböndin get ég verið fáorður. Senni- lega var það fyrir bein og óbein áhrif úr upp- vextinum að ég haföi alla tíð illan bifur á hnapp- heldunni, enda átti ég ekki frumkvæðið að neinu hjónabandanna, heldur lét vegna aðskilj- anlegra atvika þrýsta mér til að stíga hin örlaga- riku skref og átti það vafalaust sinn þátt í því hvernig fór. Tvö þau fyrstu voru hvort með sín- um hætti gjöful, en misjafnlega torveld. Það þriðja var í flestu tilliti misráðið og skildi ekki annað eftir sig en tómleika og blöskrun yfir háskalegum eftirköstum flasræðis. Ekki hvarfl- ar að mér að firrast ábyrgð á því sem gerðist. Ég hafði að sögn frjálsan vilja og hefði átt að læra af dýrkeyptri reynslu, en einhver linka í skap- höfninni varð þess valdandi aö ég lét hugfallast þegar til kastanna kom. Meðal annars af þeim sökum var ég áreiðanlega erfiður i sambúð en líka vegna hins að ég var stöðugt að leita ein- hvers, sem ekki reyndist vera fyrir hendi, og átti tíðum erfitt með að endurgjalda tilfinningar sem hinn aðilinn taldi sig bera til min... Afglöp geta búið yfir vissum þokka, að minnsta kosti þegar við þau er kannast. Hitt veldur ónotum þegar horft er um öxl að sam- skiptin við hitt kynið stjórnuðust meira en góðu hófi gegndi af látlausum bruna í líkamanum sem einatt skyggði á aðrar og heilnæmari kenndir." Maður þverstæðna Sigurður fer síðan allmörgum orðum um það hvernig hrifnæmi hans og stjórnleysi í tilfinn- ingamálum urðu til þess að ástarraunir hafa leikið hann verst á lífsleiöinni. Sjálfsblekking telur hann að hafi villt honum sýn, einkum sú
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.