Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR IV. APRfL 2003
He Iqci rhlaö H>'V
31
Sigurður A, Magnússon hefur nú gefið
út þriðja og síðasta bindi ævisögu
sinnar þar sein hann fjallar ura
einkaniál sín injög opinskátt en
hann giftist í fjórða sinn á dögunum.
ranghugmynd að hann væri sjálfs sín ráðandi en
vaknaði síðan upp við að því var einmitt þveröf-
ugt fariö. Hann var undir hæl kvenkynsins og
því ofurseldur. Síðan segir Sigurður:
„Vísast er ég að eðlisfari félagslyndur einfari
sem er ekki eins þverstæðukennt og virðast má
við fyrstu sýn. Ég hef ánægju af mannfundum og
samneyti við annað fólk en er þessímillum ófor-
betranlegur vinnufíkill. Einstaka samferðamað-
ur hefur vænt mig um sýndarmennsku og at-
hyglissýki og skal hreint ekki þvertekið fyrir aö
slíkar beyglur séu innanum og samanvið það
margvíslega sálræna hafurtask sem ég hef
dragnast með á lífsleiðinni.“
Sigurður A. Magnússon með Kagnhildi Bragadóttur, fjórðu
eiginkonu sinni, og dóttur þeirra, Þeódóru Aþanasíu árið
2002.
Með Manúelu Wiesler flautuleikara í Berlín
1983.
Sigurður og Svanhildur
í bókinni fjallar Sigurður einkum um líf sitt
eftir fimmtugt og má segja að hjónabandssaga
hans á því æviskeiði hefjist þar sem hjónaband
hans og Svanhildar Bjarnadóttur er að flosna
upp. Svanhildur var í fréttum í ársbyrjun 2002
þegar hún hrapaði fram af svölum á Kanaríeyj-
um og lést. Sambýlismaður hennar Bæring G’uö-
varðsson var fyrst í haldi og síðan í farbanni
spænskra yfirvalda mánuðum saman. Sigurður
var giftur Svanhildi í 20 ár og skrifaði um hana
minningargrein þar sem hann segir meðal ann-
ars:
„Við hjónin áttum ótaldar samverustundir
með góðum vinum jafnt heima sem heiman. Við
þau tækifæri var Svanhildur jafnan hrókur alls
fagnaðar, þrungin gáska og lífsorku, pjattlaus,
frískleg, orðheppin, fasmikil og framtakssöm."
Með þrjár í taldiiu?
Sigurður lýsir því af miskunnarlausri hrein-
skilni hvernig ástarævintýri hans með Manuelu
Wiesler flautuleikara átti sinn þátt í því að
binda enda á hjónaband hans. Skilin á því hvar
eitt ástarsamband endaði og annað tók við sýn-
ast ekki hafa verið mjög skýr því ekki verður
bókin skilin öðruvísi en svo að á fáum árum hafi
Sigurður átt vingott við Manuelu, átt á sama
tíma í ástarsambandi og sambúð með Kristjönu
Gunnars, þýðanda og skáldkonu, og jafnframt
átt vingott við Svanhildi, fyrrum eiginkonu sína.
Um tíma virðist Sigurður hafa haldið við þessar
þrjár konur og virðast þær allar hafa vitað hver
af annarri.
„Ég yrði víst ævinlega sjálfum mér óskiljanleg
benda blindra hvata, sjálfsblekkinga og þver-
sagna,“ segir Sigurður um þennan tíma í bók-
inni. í sendibréfi sem hann birtir og skrifar
Manuelu segir:
„Ég skrifa þér einungis til að tjá þér enn
einusinni (og kannski hinsta sinni) hve innilega
ég elska þig og hve dýrmæt þessi ást hefur verið
mér þrátt fyrir afdrif hennar. Hún var mér og er
mér enn lampi fóta minna og ljós augna minna
og ég mun geyma minninguna um samvistir
okkar í þeim hólfum sálarinnar þar sem dýr-
mætustu fjársjóðir mínir eru varðveittir."
í kjölfar sambandsslita Sigurðar viö Manuelu
tók við samband Sigurðar við Björgu Þorsteins-
dóttur listmálara sem hann fer fögrum orðum
um í bókinni. Sigurði láðist að segja henni frá
sambandi sínu við Kristjönu og þegar það varð
ljóst sleit Björg sambandinu á staðnum og heils-
aði Sigurði ekki eftir það og hann segist hafa átt
Með Kristjönu Gunnars í Kanada árið 1990.
það skilið enda hafi breytni sín verið lúaleg og baugþaki einhver mesti besserwisser sem ég
ófyrirgefanleg. hafði fyrirhitt, en það mátti hún ekki heyra
nefnt."
Sigurður og Ragnhildur
Sigurður lýsir fyrstu kynnum sínum af núver-
andi eiginkonu sinni Ragnhildi árið 1984 og seg-
ir þar hafa byrjað samband sem átti eftir að vara
árum saman með mörgum hléum og umtalsverð-
um sviptingum.
„Ragnhildur var 24 árum yngri en ég og taldi
sig vafalaust vera að taka niður fyrir sig með
útlifuðum karlfauski, enda átti hún þrásinnis
eftir að hafa uppi tilburði til að auðmýkja mig
innanum annað fólk sem kom bæði mér og þeim
sem áheyrsla urðu kynlega fyrir. Hinsvegar
voru samskiptin að jafnaði slétt og felld þegar
við vorum útaf fyrir okkur. Mér var talsverð
ráðgáta hversvegna hún lagði lag sitt við mig, en
skrifaði það á reikning óvenjulegs sérlyndis og
torræðrar þráhyggju sem kann að hafa verið ein-
hver tegund öfgafulls trygglyndis."
Sigurður lýsir opnu sambandi sínu við Ragn-
hildi þannig að honum hafí fundist hann á köfl-
um fórnarlamb leikaraskapar sem hefði það að
markmiði að hneppa hann í þrældóm.
Sigurður og Sigríður
Samband Sigurðar og Ragnhildar stóð með
hléum fram til hausts 1993 þegar Sigurður tók
upp samband við Sigríði Friðjónsdóttur sem átti
eftir að verða þriðja eiginkona hans. Varð full-
komið hatur milli Ragnhildar og Sigríðar og
ákvað Sigurður að hætta allri umgengni við
dóttur sína, sem var í umsjá Ragnhildar, til að
firra barnið þeim átökum en kveðst hafa grátið
sig í svefn nótt eftir nótt vegna þeirrar ákvörð-
unar við ódulda fyrirlitningu Sigríðar eiginkonu
sinnar.
Það er óhætt að segja að viðtal sem Ragnhild-
ur Bragadóttir lét taka við sig í Mannlífi um
samskipti sín við Sigurð árið 1997 hafi vakið
þjóðarathygli ekki síður en langar greinargerðir
um einkalíf þeirra sem hún sendi ýmsum fjöl-
miðlum. Það gerðist í kjölfar þess að Sigurður og
Sigríður gengu í hjónaband með viðhöfn í Ár-
bæjarkirkju 1996 eftir þrábeiðni Sigríðar í þá
veru, samkvæmt frásögn Sigurðar, en þau hjúin
voru mjög áberandi í fjölmiðlum og viðræðuþátt-
um, ekki síst fyrir þá sök að þrátt fyrir brúð-
kaup og ástarjátningar bjuggu þau aldrei saman
og sömuleiðis vakti 34 ára aldursmunur þeirra
nokkra athygli.
Sigurður og Sigríður luku þeirri fjarbúð með
skilnaði árið 2000 og upp úr því greri um heilt
milli hans og Ragnhildar sem nú er orðin fjórða
eiginkona hans. Sigurður segir í bókinni að ein
höfuðástæðan hafi verið ofsafengin afbrýði Sig-
ríðar í garð barna hans. Hann lætur í það skína
að það sem hann skrifaði um hjónaband sitt og
Sigríðar í formála annars bindi ævisögu sinnar
sé gott vitni um vafasaman trúverðugleika
æviminninga, hvernig sem ber aö skilja það.
Sigurður segist fyrst hafa reynt að slíta sam-
bandi sínu við Sigríði 1994 en hún hafi þá talið
aö það myndi valda henni óbætanlegum heilsu-
bresti. Hann líkir sambandi þeirra við samruna
olíu og vatns og koma peningar þar talsvert við
sögu en hann segir að bankastjóradóttir eins og
Sigríður hafi umgengist peninga eins og þeir
yxu á trjánum og hafi látið hann borga langt um-
fram það sem sanngjarnt mætti telja. Hann lýsir
Sigríði svo:
„í matseld var Sigríöur snilldargóð og hafði
nautn af gestaboðum. Á mannfundum var hún
að jafnaði hrókur alls fagnaðar, hafði yndi af að
dansa og varð ekki orðs vant í samræðum. En
það var eins og málrófið væri á einhvern undar-
legan hátt ójarðbundið og veruleikafirrt. Iðulega
talaði hún eins og völva og álfkona og var að
Hvar er myndin af mér?
í lok þess kafla sem fjallar um samband Sig-
urðar og Sigríðar kemur við sögu málverk nokk-
urt sem Louisa Matthíasdóttir málaði af Sigurði.
Þessa mynd gaf Sigurður eiginkonu sinni eitt
sinn „og mun á þeirri ögurstund hafa trúað á
varanleik hjónabandsins."
Þessa mynd seldi Sigríður síðan í kringum
skilnað þeirra en Sigurður virðist hafa staðið í
þeirri trú að hann fengi myndina aftur við bú-
skiptin. Þessi mynd hefur komist í fréttir að
undanförnu vegna þess að í tilefni 75 ára afmæl-
is síns afþakkaði Sigurður allar gjafir en bað
þess í stað um fjárframlög svo hann mætti end-
urheimta myndina.
í þessari bók er því að finna óvenjulega sjálfs-
mynd kvennamanns og tilraunir hans til þess að
greina sjálfan sig og þá krafta sem hafa rekið
hann áfram. -PÁÁ
Fyrst og fremst
4.900
Martha Ernstsdóttir
Margfaldur methafl í langhlaupum
Ég vel Sekonda af
því að þau eru hand-
hœg, meðfœrileg
og á fínu verði.
Varlst dýrarl eftlrlíkingar
Útsölustaölr:
Helgl Slgurðsson, Skólavörðustíg 3.
Gullsmlöja Óla, Smárallnd.
Jens, Kringlunnl.
Georg Hannah, úrsmlöur, Keflavík.
Guðmundur Hannah, úrsmiður, Akranesi.
Skagflrðingabúð, Sauöárkrókl.