Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Síða 32
32 Helgarblctð JOV FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 Grimm lokabarátta Nú þegar fimm umferðir eru eftir af ensku úrvals- deildinni er spennan á toppi og botni meiri en oft áður. Það bendir allt til þess að tvö lið berjist um enska meist- aratitilinn, Arsenal og Manchester United, og að tvö önnur öðrum fremur berjist um að forðast fall í 1. deild- ina, en það eru West Ham og Bolton. Englendingar eiga fjögur sæti í Meistaradeild Evrópu. Þrjú þeirra tryggja sæti í aðalkeppninni en það fjórða gefur sæti í und- ankeppni meistaradeildar. Það virðist sem fjögur efstu liðin séu svo gott sem búin að tryggja sér sætin fjögur en fyrir utan tvö efstu liðin eru Newcastle og Chelsea í þriðja og fjórða sætinu. Auðvitað geta Everton og Liver- pool blandað sér í baráttuna en við gerum ráð fyrir að baráttan um þriðja sætið og sæti í aðalkeppni meistara- deildarinnar standi á milli Newcastle og Chelsea. Þess skal getið að þegar þetta er ritað áttu Manchest- er og Arsenal eftir að leika í gærkvöld. Úrslit þess leiks skipta eðlilega miklu máli upp á framhaldið. Botnbaráttan Eins og áður sagði berjast West Ham og Bolton um að halda sæti sínu í deildinni þó að Aston Villa, Fulham og Birmingham geti með góðu gengi sínu í síðustu leikjum blandast í þá baráttu. Stórleikur helgarinnar er einmitt leikur þessara tveggja liða en þau mætast á Reebok-vell- inum, heimavelli Bolton, en leikurinn fer fram á laug- ardag. Það eru margir á þeirri skoðun að bæði þessi lið séu of sterk til aö falla en þau hafa bæði verið að rétta úr kútnum undanfarið. Bolton hefur unnið fjóra leiki af síöustu átta, gert tvö jafntefli og tapað tveimur. Liðið hefur skorað 11 mörk og fengið á sig 7 og fengið samtals 14 stig. West Ham gefur Bolton lítið eftir í sama fjölda leikja þvi að Glenn Roeder og lærisveinar hans hafa fengið 12 stig, unnið þrjá leiki, gert þrjú jafntefli og tapað tveim- ur leikjum, eins og Bolton. West Ham hefur hins vegar skorað 9 mörk en fengið á sig 8. Dagskrá liðanna, sem eftir er, þykir nokkuð jöfn en líklega á West Ham ívið léttari leiki eftir þar sem Bolton á eftir að mæta Arsenal á heimavelli sínum. Það er þó líklegt að þegar upp er staðið geti leikurinn á laugardag skorið úr um það hvort liðið fer niður ásamt WBA og Sunderland. Jussi Jaaskelainen, markvörður Bolton, er klár á því að heimavöllurinn á laugardag geri gæfumuninn fyrir Bolton. Hann segir að þrátt fyrir tapið gegn Chelsea á laugardag sé sjálfstraustið enn nógu mikið til að klára dæmið. Hann segir að það sé mun meiri pressa á West Ham á laugardag, þótt ekki væri nema fyrir heimavöll- inn, og að gott gengi Bolton þar að undanfórnu gæti strekkt á taugum leikmanna West Ham. Stórliðin bítast urn titilinn Eftir að Man. Utd kjöldró Newcastle síðastliðinn laug- ardag ligggur það fyrir að það verða aðeins Man. Utd og Arsenal sem bítast um Englandsmeistaratitilinn. Arsenal á leik til góða í þessari baráttu og það verður aö telja að Lundúnaliðið eigi talsvert auðveldari leiki eftir á keppnistímabilinu. Að vísu er Bolton inni í því þar sem það hefur verið að stríða sterkari liðunum í vetur, auk þess sem liðið á í hatrammri fallbaráttu. Manchester United á hins vegar eftir að mæta liðum eins og Everton, sem munu leggja allt undir til að reyna aö krækja í fjórða sæti deildarinnar, og Blackburn sem að margra mati hefur leikið ágætlega. Það verður þó að setja stórt spumingarmerki við Manchester United því að liðið á einnig eftir að leika seinni leikinn gegn Real Madrid en hann fer fram í næstu viku. Liðið á þar við ramman reip að draga þar sem Man. Utd þarf að vinna BS m J h im Guðni Bergsson verður í eldfínunni á næstu vikum til að hjálpa liði sínu að forðast fall. Hér á hann í höggi við Kieron Dyer. Hann og félagar lians í Newcastle eiga í allt annarri baráttu á liinum enda deildarinnar en þeir berjast til að tryggja sér öruggt sæti í meistaradeildinni. upp 1-3 frá þvi í fyrri leiknum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn liðsins bregðast við ef þeir faha út úr meistaradeildinni. Miðað við hvernig þeir bmgðust við tapinu í síðustu viku og tóku Newcastle í kennslustund er líklegt að stuðningsmenn Man. Utd þurfi ekki að hafa áhyggjur af eftirköstunum. Arsenal að missa taktinn? Eftir frábært gengi Arsenal í úrvalsdeildinni í vetur virðist liðið aöeins hafa misst taktinn. Ísíðustu átta leikjum hefur Arsenal tapað einum leik og gert þrjú jafn- tefli. Þetta þýðir að af 24 stigum mögulegum í síðustu átta leikjum hefur liöið tapað níu stigum en það hefur gert það að verkum að Man. Utd hefur náð liðinu að stig- um og komst í fyrsta sinn í fleiri stig um síðustu helgi. Manchester United hefur hins vegar unnið fimm leiki í röð eftir að hafa tapað tveimur leikjum þar á undan. Liðið viröist vaxandi um þessar mundir en margir aödá- endur Man. Utd hafa spurt sig þeirrar spurningar hvort þeir David Beckham og Roy Keane séu réttu mennirnir í liðið um þessar mundir. Þeir Phil Neville og Ole Gunnar Solskjær hafa skilað þeim stöðum að margra mati mun betur og er skemmst að minnast frammistöðu Solskjærs gegn Newcastle um síðustu helgi. Framkvæmdastjórar liðanna hafa verið að munn- höggvast í fjölmiðlum í Englandi að undanfornu og hef- ur Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man. Utd, gagnrýnt Arsene Wenger fyrir yfirlýsingar um að hann telji að Arsenal muni hampa bikarnum að tímabilinu loknu og segir þær heimskulegar. Wenger segir hins vegar að hann telji þetta sjálfsagðan hlut, annað væri óeðlilegt. Hann segir þetta skoðun sína þar sem hann sé hann með gott lið sem eigi það skilið að verða Englandsmeist- ari. Þá bendir hann á að það sé óeðlilegt ef hann segði við fjölmiðla að hann teldi að Arsenal ynni ekki titilinn. -PS Baráttan um Fallbaráttan meistaratitilinn Baráttan um meistaradeildarsætið Manchester Utd Blacburn (h) Tottenham (ú) Charlton (h) Everton (h) MeistaradeUd 23/4 Real Madrid (h) Arsenal Middlesboro (ú) Bolton (ú) Leeds (h) Southampton (h) Sunderland (ú) Bolton West Ham (h) Blackburn (ú) Arsenal (h) Southampton (ú) Middlesboro (ú) West Ham Bolton (ú) Middlesboro (h) Man. City (ú) Chelsea (h) Birmingham (ú) Newcastle Fulham (ú) Aston Villa (h) Sunderland (ú) Birmingham (ú) WBA (ú) Chelsea Aston Villa (ú) Everton (h) Fulham (h) West Ham (ú) Liverpool (h)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.