Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Síða 34
3 4- / / IC) a rb /ct c) 1Z>'V' FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 Hvaða leiðindi eru þetta? Þótt páskarnir séu oft nefndir ísömu andrá og kökuát í ferminqarveislum, skíðabrun og fjallaferðir þá eru þeir fyrst og fremst trúarhátíð. Þess i/egna ættu páskarnir að vera dagar kgrrðar, íhugunar og bænahalds en það qenqur illa að koma Islendingum upp á það. Páskamir eru óumdeilt ein merkasta trúarhátíð krist- inna manna. Þetta eru dagarnir sem Kristur lét líf sitt á krossinum fyrir syndir mannanna og þess minnumst við á hverju ári þótt það sé reyndar aldrei á sama tíma á hveiju ári. Það gengur hins vegar illa að fá íslendinga til þess að setjast niður við bænahald, messusöng og kyrrð í þessu lengsta fríi ársins. Það má segja að það hafi eiginlega verið hálfgert stríð milli hins veraldlega og kirkjulega valds á íslandi und- anfarin ár út af páskunum. Kirkjan vill eðlilega að þegn- ar landsins umgangist páskana eins og þá trúarhátíð sem þeir vissulega eru og vilja þess vegna að pöpullinn hafi hægt um sig og mæti í kirkju og þess háttar. Þetta gengur ekki vel. Ámm saman var íslenskt sam- félag svo fylgispakt því sem kirkjan vildi að frá skírdegi til annars dags páska var nánast allt í Reykjavík lokað nema kirkjurnar. Það var ekki hægt að fara á skemmti- staði eða veitingastaði, það voru allar verslanir lokaðar og kvikmyndasýningar hefðu þótt algert guðlast. Á þess- um árum var aðeins ein sjónvarpsrás sem líklega sýndi nokkrar norrænar myndir um líf og ævi Jesú Krists í bland við æsispennandi þætti um íslenskar fornminjar. í útvarpinu ómuðu þunglyndislegar fúgur og sálmasöng- ur alla páskana og það þýddi ekkert að stiUa á aðra rás því það var engin önnur rás. Leiðindapáskar Sá sem þetta ritar minnist mikiUa góðviðrispáska í Reykjavík skömmu fyrir 1980. Það var ekki hægt að kaupa sér ís og ekkert hægt að gera sér tU skemmtunar nema kannski helst að fara í bíltúr en því voru samt tak- mörk sett því bensínstöðvar voru lokaðar eins og aUt annað. Fyrir vikiö var mikið af bUum á götum Reykja- vikur sem voru fuUir af alvörugefnu fólki með inngróinn leiðindasvip sem ók stefnulaust hingað og þangað um bæinn og reyndi án árangurs að finna einhverja afþrey- ingu aðra en kirkjuna. Af þessu leiðir að margir sem komnir eru um miðjan aldur eiga þær bemskuminning- ar helstar um páskana að þeir voru svo óbærilega leið- inlegir að þeim var kviðið á mörgum hehnilum. Sérstak- lega taldi barnssálin að fóstudagurinn langi væri leiðin- Það var Iengi þannig að kirkjur voru einu samkomu- húsin á fslandi sem dirfðust að hafa dyr sínar opnar uni páskaliátíðina. Nokkuð hefur verið slakað á kröf- um í þessu efni en það er að margra mati afturför. Svo er að sjá sem íslendingar taki fagnandi hverju tækifæri til þess að lyfta glasi og eru afköst okkar á þessu sviði rómuð um víðan heim. Ekki finnst öllum við hæfi að bergja bikarinn í botn um páska. Það var vissulega á páskuuum sem Kristur dó á krossinum fyrir syndir okkar. Sumum finnst samt engin ástæða til þess að allt samfélagið hangi á krossi dögum saman um hverja páska. legur og eflaust minnast þeir margir að hafa trúað því að hann væri í raun og veru lengri en venjulegir dagar. Frelsið ræðst á páskana Fyrir fáum árum varð sú breyting á að verslanir fóru að hafa opið næstum alla páskana, þar með taldar mynd- bandaleigur. Kvikmyndasýningar ganga ótruflað fyrir sig og allmörg veitingahús liggja á því lúalagi að opna jafnvel eftir klukkan tólf á fóstudaginn langa og einnig á páskadag svo íbúar hafa næg tækifæri til þess að skála fyrir páskunum og fá sér jafnvel snúning í tilefni dags- ins. Þetta vill kirkjan helst ekki leyfa og finnst auðsjáan- lega heldur mikil lausung yfir þessu framferði. Það ligg- ur í loftinu að yfirvöld vilji kreppa aftur að þeim sem taka ekki mark á alvöru páskanna. Kannanir sýna að þegar flestir íslendingar mæta í kirkju þá eru jól og það mætir 21% íbúanna. Það er lík- lega ekki eins mikil kirkjusókn um páskana svo það er líklega óhætt að gera ráð fyrir að rúmlega 80% þjóðar- innar hafi ekki hug á að ganga til kirkju um páska. Pásk- amir eru vandlega auglýstir sem ein helsta skíðahátíð ársins og ungir og aldnir flykkjast í brekkumar þegar veður eru góð. Þessu hefur kirkjan bmgðist við með því að elta kirkjugesti í skíðabrekkurnar og fleiri en einn prestur á landinu hefur tekið upp þann sið að messa í sól og snjó innan um fjölda skíðagesta í fullum búnaði. Réttu mér löppina í bókinni um Sögu daganna rifjar Ámi Bjömsson upp þann foma sið að viðhafa sérstakan fótaþvott á skírdag og minnast þannig þess þegar Jesús þvoði fætur læri- sveina sinna. Á miðöldum var þessi fótþvottur að sér- stakri kirkjuathöfn sem nú er horfin. Vegna þessa varð skírdagur einnig sérstakur aflátsdagur iðrandi syndara og bendir íslenska heitið til þess þar sem sögnin að skíra merkir einnig að hreinsa og þvo. Nútímamenn gætu haldið þessum sið í heiðri með því að fara saman í heita pottinn og nudda fætur hver annars. íslendingar virðast og hafa tíðkað að borða sérstakan skírdagsgraut til að fagna endalokumfóstunnar. Skugga- hlið þess er sögð hafa verið sérlega vond lykt í kirkjunni á skírdag því grauturinn góði þótti auka vindgang. Krassandi skírdagspartí En það voru fleiri siðir sem fylgdu skírdegi í íslenskri menningu sem virðast nú alveg horfnir. Meðal sjómanna tíðkuðust sérstakar skirdagsveislur og þá var ekki alltaf dregið af sér við drykkjuna. í frásögn Ólafs Ketilssonar af sjómannalífi í Höfnum 1870-1880 er slíkum samkom- um lýst svo: „Man ég að aldrei var svo seint komið af sjó á mið- vikudaginn fyrir skírdag að ekki færu fleiri eða færri af hverju skipi að sækja á páskapelann til Keflavíkur. Var mörgum ekki svefnsamt á skírdagsnótt en þó var þaö sjálfur skírdagur sem setti met annarra hátíðisdaga í Hafnahreppi í þá daga í algleymisfyllieríi, áflogum, kjaftshöggum og kinnhestum, glóðaraugum og gaulrifn- um flíkum. Er mér ennþá minnisstæður skírdagsmorg- un 1874, er ég ásamt fleiri strákum komum að einni sjó- búðinni sem var einstætt hús úr timbri og nefnt Guðna- hús, bjuggu í þeirri sjóbúð hásetar Gunnars Halldórsson- ar. Löngu áður en við vorum komnir að húsinu heyrð- um við hávaðann, brakið og brestina, svo þilin, veggim- ir og gaflar gengu í bylgjum út og inn. Var nú meiri en minni hugur í okkur strákum að komast sem næst kösinni en ægilegt var að heyra og sjá allt sem þar fór fram innan veggja, því þama höfðu safnast saman á milli 30 og 40 risar sitt frá hverju heimili, allir blindfull- ir og allir í einni áflogabendu. Kvað við í húsinu er kjaftshöggin dundu en orðbragð- inu, öskrinu og óhljóðunum ætla ég ekki að lýsa hér. Loks barst svo leikurinn út fyrir sjóbúðardymar og var þá áhrifamikil sjón að sjá þessa blindfullu jötna, suma með lafandi svarta eða rauða lokkana á löðrandi enninu, lekandi í blóði og sumir kannski með annað augað ein- hversstaðar inni í höfðinu en hitt út úr því! - eða að minnsta kosti sýndist okkur strákunum svo um leið og við lögðum á flótta með hjartað í hælbeini um leið og risamir réðust til útgöngu og ennú meiri áfloga." Það sér hver maður að þetta hefur verið almennilegt partí og hreinlega synd að þessi siður skuli hafa lagst af. Ég hýði þig Það er eitt áhugavert við foma siði sem tengjast fostu- deginum langa sem var strangur sorgardagur í kaþólsk- um sið. Þennan dag tíðkaðist að hýða böm og vinnuhjú til þess að bæta upp fyrir drýgðar syndir. Slíkar yfirbót- arhýðingar eða uppsafnaðar hýðingar hljóta að hafa ver- ið býsna öflugar og krassandi. í ljósi þess hve hýðingar njóta vaxandi vinsælda í einkalífi fólks væri hér ef til vill færi á að slá tvær flugur í einu höggi ef svo má segja og endurvekja fornan sið og krydda einkalífið í leiðinni til að stytta sér stundir á löngum degi. Hvar er eggið mitt? Eini siðurinn tengdur páskum sem enn nýtur alþýðu- hylli og það reyndar svo að mörgum þykir nóg um er át páskaeggja. Sá siður rekur uppruna sinn aftur til mið- alda og þróast upp úr skattheimtu þegar ríkisbubbar tóku að gefa þurfamönnum fimmtung páskaskattsins sem oft var í eggjaformi. í Sögu daganna kemur fram að fyrst verður vart við páskaegg á íslandi í kringum 1920 og líklega hafa íslend- ingar kynnst þessum sið í Danmörku og um það leyti eru súkkulaðiegg farin að leysa venjulega hænuegg af hólmi en þau höfðu aldrei náð neinni fótfestu á íslandi enda oftast af skomum skammti en um 1919 voru aðeins 12 þúsund hænur á íslandi. Þaö er sjálfsagt að hvetja til páskaeggjaáts þótt flestir séu hættir að tengja eggið sem slíkt við foma frjósemis- dýrkun sem aftur á rætur sínar í páskahátíðinni sem vorblóti. Hvort rétt sé að borða eins mikið af þeim og kaupmenn virðast vilja er kannski ekki mjög hollt en páskar eru ekkert án eggjanna. -PÁÁ (Heimildir: Saga daganna eftir Áma Björnsson)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.