Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Qupperneq 40
44 HelQarblacf H>’V FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 Sýningar Sjö sýningar og söfn Menningar- miðstöö Horna- fjarðar stendur fyrir sjö sýning- um um páskana og söfn eru opin. Meðal annars er sýn- ing á verkum Höskuldar Björnssonar listmál- ara á neðri hæð Vöruhúss. Þögnuð þvottavél „Að eigin vali“ nefnist vorsýn- ing Byggðasafns Árnesinga sem er í borðstofu Hússins á Eyrar- bakka. Þar segir m.a. frá falleg- um bróderingum, þagnaðri þvottavél úr tré, útvarpi fyrir tíma RÚV og teiknimyndum úr haframjölspökkum. Erlingur Brynjólfsson sagnfræðingur valdi verkin. Vorsýning í Sináralind Garðar Jökulsson listmálari fagnar vori með málverkasýn- ingu í göngugötu Smáralindar og er þar með trúr þeirri skoðun sinni að færa beri listina til al- mennings. Páskahátíð Ingibjörg Böðvarsdóttir sýnir í gluggum Heima er best, menn- ingarstarfsemi Margrétar, á Vatnsstíg 9, þessa dagana. Sýn- ingin nefnist Páskahátíðin í Málaga 2002. Myndirnar sýna hluta af þeim fjölmörgu skrúð- göngum sem farnar eru í Andalúsíu í nafni trúarinnar. Textíl, tré og leir Á Akureyri er Kristján Pétur Sigurðsson með myndlistarsýn- ingu á Café Karólínu sem ber yf- irskriftina Tónfræði fyrir byrj- endur og samanstendur af lág- myndum unnum í tré og á striga. Félagar í Samlaginu listhúsi eru með sýningu á Bláu könnunni. og Anna Gunnarsdóttir er með sýningu á verkum sínum úr þæfðri ull í Samlaginu listhúsi. Málverk í Duushúsum Sýning á nýjum olíuverkum Sigurbjöms Jónssonar er opnuð í sýningarsal Listasafns Reykja- nesbæjar, Duushúsum, Reykja- nesbæ, í dag, skírdag. Sigurbjörn hefur búið og starfað í New York í mörg ár og sýndi síðast á ís- landi í Hafnarborg 2001. Máttur jurtanna er mikill - segir Ásta Erlingsdóttir grasalæknir Grasakonan „Þetta hefur verið eins og hver annar heimilisiðnaður hjá mínu fólki,“ segir Ásta um lyfjagerðina og grasalækningarnar. En heimilisiðnaðurinn er fólginn í fleiru. Hér er hún við myndir sem hún hefur málað með eigin jurtalitum. DV-mynd E.Ól. 101 Kvikmyndahátíð/Regnbogínn - El Crimen dei Amaro án refsingar Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. „Ég á mér margar uppáhalds- jurtir því ég veit hversu góðar þær eru. Ég er eins og sauðkind- in. Tíni það sem mér finnst best og líklegast til að skila góðum ár- angri,“ segir Ásta Erlingsdóttir glaðlega þegar hún er spurð hvort henni þyki vænna um eina jurt en aðra. Ásta er landsþekkt fyrir grasalækningar sínar og á dögunum veitti stjórn Náttúru- lækningafélagsins henni viður- kenningu fyrir áratuga starf við meðhöndlun íslenskra jurta til heilsubótar. Ásta gerir meira en nota ís- lensku jurtirnar í seyði og áburð. Á heimili hennar við Skúlagöt- una hanga fallegar vatnslita- myndir sem hún hefur málað með eigin jurtalitum. „Það er dýrðlegt að sjá litabreiddina í jurtunum og krafturinn er líka svo mikill sem fylgir þeim,“ seg- ir hún brosandi. Þótti lyktin alltaf góð Saga Ástu hófst fyrir rúmum áttatíu árum, í litlum bæ norð- vestan undir Öskjuhlíðinni sem hét Haukaland. Foreldrarnir Er- lingur Filippusson og Kristín Jónsdóttir bjuggu þar með barna- hópinn sinn sem var stór, 12 börn fædd en eitt dó ungt. Það var ekki bara móðirin sem ríkti í eld- húsinu á því heimili, eins og títt var á þeim árum, því Erlingur sauð þar sín grasameðul. „Hann hafði einn þriðja af eldhúsinu sem þó var ekki stórt. Lyktin var sterk af grösunum en mér fannst hún alltaf góð og aldrei heyrði ég mömmu segja eitt neikvætt orð Bíógagnrýni Glæpur Gael Garcia Bernal (sá sæti sem lék bæði í Amores Perros og Y Tu Mama Tambien) leikur kaþ- ólska prestinn Amaro í kvik- myndinni Glæpur séra Amaro. Það er nýbúið að vígja Amaro til prests og hann er sendur til smá- bæjar í Mexíkó til að vinna með og læra af sr. Benito (Sancho Gracia). Sá fer býsna frjálslega með heit sín, bæði stundar hann peningaþvott fyrir eiturlyfjabar- ón svæöisins og sefur reglulega hjá ráðskonu sinni. í fyrstu virð- ist Amaro vera fyrirmyndar prestur, trúaður, skynsamur og vænn við menn og málleysingja. um þessa iöju pabba.“ segir Ásta. Það var heyjað handa kúnum tveimur í Vatnsmýrinni og þar var líka mótekja sem heimilið hafði smátekjur af. Öskjuhlíðin var leikvangur barnanna en áhyggjuleysi æskunnar vék fljótt fyrir vaxandi ábyrgð því móðirin dó frá barnahópnum þegar Ásta var um fermingu og þá var hún elst systranna sem heima voru en þrjú börn voru yngri. Læknaði allt mögulegt Grasalækningalistin hefur erfst í ætt Ástu. Hún nam hana af föður sínum sem var sonur „Grasa“ Þórunnar er bjó í Kálfa- fellskoti í Fljótshverfi og víðar og sú lærði af móður sinni sem líka hét Þórunn. „Þetta hefur verið eins og hver annar heimilisiðn- aður hjá mínu fólki. Það var ver- ið að lækna fólk af öllu mögu- legu,“ segir Ásta og kveðst hafa verið lánssöm að kynnast Þór- unni ömmu sinni. Hún hafi verið hafsjór af fróðleik. „Amma var ákveðin og skýr kona og áreiðan- lega bjargvættur margra, enda kom það í hennar hlut að vera inni á heimilum í alls konar kringumstæðum því hún var ljós- móðir," segir hún og minnist þess líka að gestkvæmt hafi verið hjá föður hennar og hann hafi tekið sjúklinga heim til að annast þá. Aðspurð segir hún lyng og ýmsar blaðjurtir ákjósanlegar til lækninga. Nefnir maríustakk, rjúpnalauf, blágresi, vallhumal og eini, líka njólarætur, hvanna- fræ og geitlu. „En geitluna þarf En smám saman kemur í ljós að hann er blindaður af sjálfselsku og tekur engum afleiðingum gjörða sinna, heldur ekki þegar leynilegt ástarsamband hans við unga mjög trúaða stúlku í söfn- uðinum, Ameliu (Ana Claudia Talacnon), fer illa. Framagirni Amaro er svo sterk og svo ógeð- felld að áhorfandanum bregður í brún. Eini presturinn sem stend- ur sig í hlutverki sínu sem þjónn Guðs neitar að lúta eiturlyfjabar- ónum er sr. Natalio, og því er biskupnum mikið í mun að koma honum úr starfi. Þótt Glæpur sr. Amaro sé bæði einlæg og vel leikin er hún stund- um ansi sápuóperuleg. Söguþráð- urinn kemur sjaldan á óvart, nema í mannlegri hnignun aðal- persónunnar, og samband hans við Ameliu minnti mig helst á sjónvarpslangloku hér forðum sem heitir Þyrnifuglarnir. Hugs- anlega fara áhrif myndarinnar að einhverju leiti eftir áhrifum kirkjunnar á þeim stöðum þar sem hún er sýnd. Leikstjóranum Carlos Carrera er mikið í mun að sýna okkur stofnun sem er gegn- sýrð af spillingu og tvískinnungi og hvernig hún hamlar framför- um á öllum sviðum hjá þjóð sem hlýðir henni í blindni eins og sú Mexíkóska. Jafnvel eiturlyfjabar- ónarnir eru skárri en kirkjunnar menn, þeir þykjast a.m.k. ekki vera annað en þeir eru. Myndin er byggð á 19. aldar skáldsögu og skelfilegt til þess að hugsa að vandamálin sem þar er lýst séu raunveruleg enn þann dag í dag. Leikstjóri: Carlos Carrera. Handrit: Vincente Lenero, eftir skáldsögu Jose Maria Eca de Queriroz. Kvikmyndataka: Guillermo Granillo. Tónlist: Rosino Serra- no. Aöalleikarar: Gael Garca Bernal, Ana Claudia Talacnon, Sancho Gracia og Damian Alcazar Sambíóin - Chariotte Gray Áferðarfalleg en lítt áhugaverð Charlotte Gray (Blanchett) er feimin skosk kona sem fer að vinna fyrir föðurlandið í seinni heimsstyrjöldinni og er send til Frakklands, vegna yfirburða frönskukunnáttu, til að vinna sem sendill fyrir þarlenda and- spyrnuhreyfingu. Charlotte fer því hún heldur að kærastinn hennar hafi verið skotinn niður yfir Frakklandi og sé þar í felum (hvað hún ætlar að gera ef hún finnur hann er verulega óljóst). En þegar komið er á franska grund kynnist hún myndarlega andspyrnuforingjanum Julien (Crudup) og fóður hans (Gambon) og hefur lítinn tíma til að leita að týndum kærasta því hún er að bjarga gyðingabörnum, sprengja lestir og bæta samband þeirra feðga. Það merkilegasta við Charlotte Gray er að þrátt fyrir það að hún sé byggð á metsölubók Sebasti- ans Faulk, leikstýrt af konu sem hefur gert fínar myndir á borð við My Brilliant Career og Oscar and Lucinda og skarti leikurum eins og Blanchett, Gambon og Crudup er hún afskaplega lítið áhugaverð. Handritið, sem ætti að vera bæði spennandi og dramatískt, er litlaust og segir okkur sögu sem hefur verið sögð svo oft áður, en hefði snert okkur væru persónurnar dýpri og gerö- ir þeirra og tilfinningar skiljan- legri. Kannski er þetta prýðileg skáldsaga (þó ekki á mínum óskalista eftir að hafa séð mynd- ina) sem hugsanlega hefði getað orðið ágæt 8 þátta sjónvarpsser- ía, en sem tveggja tíma kvik- mynd gerir hún efninu ekki góð skil. Miðað við viðfangsefnið, njósnir á válegum tímum þar sem lífið er lagt að veði, vantar allt myrkur og spennu. Armstrong nær aðeins aö gera örfá atriði þar sem maður eygir ófriðinn, hættuna og hatrið en oftast eru tvísýnar aðstæður sem aðalpersónan lendir í dauflegar og hættulausar. Og ástir Charlotte á enskum og frönskum mönnum eru lausar við ástríður. Blanchett, Gambon og Crudup gera sitt besta til að gæða ein- hliða persónurnar lífi en verður lítið ágengt, og afdrif þeirra koma manni lítið við. Charlotte Gray er áferðarfalleg mynd, myndatakan er glæsileg í fögru landslagi og tónlistin leikur ljúf- lega í eyrum. Verst að innihaldið skuli ekki vera í neinu samræmi við útlitið. Leikstjóri: Gillian Armstrong. Handrit: Jeremy Brock, byggt á skáldsögu eftir Sebastian Faulks Kvikmyndataka: Dion Beebe. Tónlist: Stephen Warbeck. Aöal- leikarar: Cate Blanchett, Billy Crudup, Michael Gambon, Rupert Penry-Jones og Lewis Crutch.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.