Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Side 41
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 Helqarblað DV ^5 V „Ég á mér margar uppáhalds- jurtir því ég veit hversu góöar þær eru. Ég er eins og sauðkind- in. Tíni það sem mér finnst best og líklegast til að skila góðum ár- angri,“ segir Ásta Erlingsdóttir glaðlega þegar hún er spurð hvort henni þyki vænna um eina jurt en aðra. Ásta er landsþekkt fyrir grasalækningar sínar og á dögunum veitti stjórn Náttúru- lækningafélagsins henni viður- kenningu fyrir áratuga starf við meðhöndlun íslenskra jurta til heilsubótar. Ásta gerir meira en nota ís- lensku jurtirnar í seyði og áburð. Á heimili hennar við Skúlagöt- una hanga fallegar vatnslita- myndir sem hún hefur málað með eigin jurtalitum. „Það er dýrðlegt að sjá litabreiddina í jurtunum og krafturinn er líka svo mikill sem fylgir þeim,“ seg- ir hún brosandi. Þótti lyktin alltaf góð Saga Ástu hófst fyrir rúmum áttatíu árum, í litlum bæ norð- vestan undir Öskjuhlíðinni sem hét Haukaland. Foreldrarnir Er- lingur Filippusson og Kristín Jónsdóttir bjuggu þar með barna- hópinn sinn sem var stór, 12 börn fædd en eitt dó ungt. Það var ekki bara móðirin sem ríkti í eld- húsinu á því heimili, eins og títt var á þeim árum, því Erlingur sauð þar sín grasameðul. „Hann haföi einn þriðja af eldhúsinu sem þó var ekki stórt. Lyktin var sterk af grösunum en mér fannst hún alltaf góð og aldrei heyrði ég mömmu segja eitt neikvætt orð um þessa iðju pabba.“ segir Ásta. Það var heyjað handa kúnum tveimur í Vatnsmýrinni og þar var líka mótekja sem heimilið hafði smátekjur af. Öskjuhlíðin var leikvangur barnanna en áhyggjuleysi æskunnar vék fljótt Bíófrumsýningar: Brúðkaupsferð, og óþekkt ógn í Það er löngu liðin tíð að kvik- myndahúsin flaggi sínu allra fín- asta og besta á páskunum. Mark- aðurinn hverju sinni er allsráð- andi hvað varðar frumsýningar. Um síðustu helgi hófst kvik- myndahátíð í Regnboganum þar sem margar úrvalsmyndir eru sýndar og verða sýndar fram yfir páskana. Meira verður þó í boði á páskum og eru fyrirhugaðar þrjár frumsýningar í dag - allt nýjar kvikmyndir sem voru frumsýndar fyrir stuttu í Bandaríkjunum. Dreamcatcher Fjórmenningarnir sem fara í ör- lagaríka veiðiferð. • V • nj osnir skógi The Recruit Colin Farrell er nýliði í leyiiiþjónustuiiiii. Dreamcatcher er gerð eftir skáldsögu Stephens Kings og leik- stýrt af Lawrence Kasdan. Eins og viö má búast þegar King á í hlut þá er ekki allt sem sýnist. í mynd- inni segir frá fjórum ungum vin- um sem framkvæma hetjulegan verknað og eru breyttir að eilífu vegna þeirra dularfullu krafta sem þeir fá í staðinn. Mörgum árum síðar eru þeir í veiðiferð í Maine- skóginum og lenda þar í miklu óveðri. Ekki eru þeir þó einir í skóginum og þeir komast fljótt að því að einhver ókunn öfl hafa komið sér þar fyrir og að banda- ríski herinn hafi annaðhvort mik- inn áhuga á því sem þar gerist eða viti eitthvað sem vinirnir fjórir vita ekki. í aðalhlutverkum eru Morgan Freeman, Tom Sizemore, Thomas Jane og Jason Lee. The Recruit státar af A1 Pacino og Colin Farrell í aðalhlutverkum. Myndin hefst í þjálfunarstöð CIA í Virginíu. Þangað eru eingöngu Just Married Hjónakomin Tom og Sarali lenda í ýmsum liremmingum í brúðkaUpsferðinni. sendir efnOegustu nýliðarnir og er stöðin bakgrunnur myndarinnar. James Clayton (Farrell) er í úrval- inu og settur í þjálfun hjá Walter Burke (Pacino), einum virtasta og reyndasta njósnara stofnunarinn- ar. Ekki liður á löngu uns Clayton fær það vandasama hlutverk að hjálpa Burke við að hafa uppi á gagnnjósnara Kínverja sem talinn er leynast í innsta hring starfs- mannanna. Clayton uppgötvar sér til skelfingar að böndin berast hægt og hægt að engum öðrum en hinum snjalla og traustvekjandi lærimeistara hans. Leikstjóri er Roger Donaldson sem síðast gerði hina ágætu Thirteen Days. Just Married er rómantísk gamanmynd um ungt par sem ákveður að giftast gegn vilja fjöl- skyldunnar og halda í brúðkaups- ferð til Evrópu. Allt fer á hinn versta veg í brúðkaupsferðinni og óheppnin eltir þau á röndum. í aðahlutverkum eru Ashton Kutcher og Brittany Murphy, ung- ir leikarar sem eru að koma sér fyrir í Hollywood. Kutcher hefur verið að gera það gott í sjónvarps- seríunni That 70s Show og margir kannast við Murphy úr kvik- myndunum Don’t Say a Word og 8 Mile. -HK 101 Kvikmyndahátið/Regnboginn - 28 Days Later ★★★ Lifandi dauðir Hilntar Karlsson skrifar gagnrýni urn kvikmyndir. Danny Boyle, sem sló svo eftir- minnilega í gegn með Trainspotting og brotlenti jafn eftirminnilega með The Beach, er aftur kominn í form með kröftugri hryllingsmynd þar sem hann leikur sér með uppvakn- ingaformúluna. Munurinn á mynd Boyles og sams konar myndum er að uppvakningar (zombies) eru yfirleitt dauðir áður en þeir lifna við en upp- vakningar Boyles smitast af vírus sem veður yfir heiminn og á innan við mínútu breytast þeir í ófreskjur sem ’eru kunnuglegar öllum þeim sem þekkja til uppvakninga Boyle er samt ekki á þeim buxun- um að endurtaka það sem áður hefur verið gert heldur býr meira í mynd- inni. Það kemur nefhilega í ljós að þeir sem eftir lifa og verjast hinum smituðu eru ekki samstíga í hug- myndum um að viðhalda mannkyn- inu. Þegar rétta eðli nokkurra her- manna kemur í ljós er spuming hvort gæfuríkara sé að beijast við þá eða hina smituðu. Smitberamir í upphafi eru apar sem verið er að gera tilraunir með. Þeim er sleppt og smitunin fer í gang með ógnarhraða. Þessi atburðarás fer alveg fram hjá Jim (Cillian Murphy) sem hefur verið í dái eftir slys. Hann vaknar 28 dögum eftir að apamir sleppa og kemst að því að London er eins og grafreitur og enga lifandi sálu að sjá. Það verður þó fljótlega breyting á þegar hann rekst á hóp smitaðra sem þola illa birtu. Honum er bjargað og slæst í fór með þremur ólíkum einstaklingum sem lifa í voninni að einhvers staðar sé bjartari framtíð. Það er ljóst að það hentar Danny Boyle betur að vera í því kvikmynda- Myrkraverur Það er ekki gæfulegt að niæta þcssuin verum í myrkri. umhverfi sem hann starfaði í. Segja má að hann sé nú aftur kominn í sama kraftgírinn og hann var í þeg- ar hann gerði Shallow Grave og Tra- inspotting. Boyle er með í höndunum rétt meðalgott handrit sem auðveld- lega hefði verið fyrir minni spámann að klúðra. Þar sem hann gerir mynd- ina með stafrænni tækni er honum þröngur kostur búinn og hann nýtir vel þá fáu möguleika sem hann hef- ur, málar allt umhverfið gráum og dökkum litum. Þá gerir hann sér grein fyrir að aðalpersónur hans eru ekki ýkja djúpar eða flóknar svo hann færir flókinn persónuleika yfir á herforingjann og eykur um leið dýptina á mannlega hegðun. i mynd- inni. 28 Days Later er gott og ferskt inn- legg í hryllingsmyndaflóruna og von- andi er Danny Boyle kominn aftur á rétta braut. Leikstjóri: Danny Boyle. Handrit: Alex Garland. Kvikmyndataka: Anthony Dod Mantle. Tónlist: John Murphy. Aóalleikarar: Cillian Murphy, Nomie Harris, Brendan Gleeson og Christoph- er Eccleston. Vinnuvélancimskeið verður haldið að Þarabakka 3, 109 Reykjavík (Mjódd). Námskeiðið byrjar 22. apríl 2003, kl. 18.00. Kynningarverð 39.900 Uppiýsingar og innritun í síma 894-2737 Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður. Allir íþráttaviðhurðir í beinni á risaskjám. Pool. Góður matseðill. Tökum að okkur húpa, starfsmannafélög. Stórt og gott dansgnlf. Bæjarlind 4 201 Kópavogur • Sími 544 5514

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.