Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Qupperneq 43
FIMMTUDAOUR.lv. APRÍL 2003 Helqarblað E>V 47 V Fisichella fær uppreisn æru Síðastliðinn föstudag var Jordan-ökumann- inum Giancarlo Fisichella dæmdur sigurinn sem hann var svo viss um að hafa unnið fyr- ir tæplega hálfum mánuði í Brasilíu. Kimi Ráikkonen var sá sem steig á efsta þrep verö- launapallsins í kjölfar sögulegrar keppni sem lengi verður í minnum höfð. Það voru hins vegar mistök því í kjölfar nýrra upplýsinga frá tímavörðum kallaði Alþjóða aksturs- íþróttasambandið, FIA, til fundar alla þá sem hlut áttu að máli og tilkynnti niðurstöðu sína. Giancarlo Fisichella var réttur sigurvegari brasilíska kappakstursins sem var stöðvaður á 56, hring eftir alvarleg óhöpp Marks Webber og Fernandos Alonso. Fisichella er því loks- ins kominn á spjöld Formúlu 1-sögunnar og má þakka það hetjulegum akstri við stór- hættulegar og erfiðar aðstæður. Tveir hringir fyrir rautt flagg Þetta hófst allt er Fisichella hóf keppnina af áttunda rásstað, en aðstæður í Brasilíu voru vægast sagt erfiðar og var keppnin ræst með öryggisbílinn í forystu. Fisichella fór strax á þjónustusvæði til að bæta meira eldsneyti á bílinn og breytti þar með keppnisáætlun sinni. Bridgestone-hjólbarðarnir virkuðu mjög vel og þegar innan við tíu ökumenn voru eftir í keppninni á 54. hring, var Kimi Raikkonen kominn í forystu en var í basli með Michelin-hjólbarða sína og hægði veru- lega ferðina. Fisichella nýtti tækifærið og tók forystuna eftir stuttan slag við Finnann. Örfá- um augnablikum síðar missti Mark Webber vald á bíl sínum í síðustu beygju brautarinn- ar og ók með feiknaafli utan í vegrið. Örygg- isbíllinn fór af stað, en of seint fyrir Fern- ando Alonso sem gat ekkert gert þegar hann sá að brautin var full af drasli og ók á hjól- barða af bíl Webbers. Keppnin var stöðvuð og Fisichella var í forystu. í reglum segir að sé keppni stöðvuð skuli úrslitin tveim hringjum áður en rauða flaggið var sett upp standa sem úrslit keppninnar. Fyrst var haldið að ein- ungis hefðu verið eknir 55 hringir, og sam- kvæmt því var Kimi Raikkonen réttur sigur- vegari keppninnar. Seinna kom í ljós að Gi- ancarlo Fisichella hafði farið farið yfir enda- línuna og hafið 56. hringinn áður en keppnin var stöövuð. Sem þýddi að hann var sigurveg- ari. Vildi fagna á verðlaunapallinum „Ruglingurinn eftir keppnina í Brasilíu var mér mjög erfiður,“ sagði Fisichella sl. föstu- dag. „Ég er enn mjög vonsvikinn yfir því að hafa ekki getað fagnaö á verðlaunapallinum en ég er mjög ánægður að það sé komið á hreint að ég hafi unnið mína fyrstu Formúlu l-keppni,“ segir ítalinn sem vonast til að geta endurtekið leikinn mjög fljótlega. Næsta keppni verður háð á Ítalíu og er heimakeppni Fisichella sem hefur jafnt og þétt eignast stór- an aðdáendahóp. „Ég get ekki beðið eftir næstu keppni um helgina því það verður frá- bært að keppa á Ítalíu frammi fyrir aðdáend- um heima fyrir. Stemningin á Imola er alltaf sérstök og það eru mörg ár síðan ítalskur ökumaður hefur unnið Formúlu-keppni, svo - ÖKUMENN Sæti: ökumaður: Stig: 1. Ráikkonen 24 2. Coulthard 15 3. Alonso 14 4. Fisichella 10 5. Trulli 9 6. Montova 8 7. Barrichello 8 8. M. Schumacher 8 9. R. Schumacher 8 10. Frentzen 7 11. Villeneuve 3 12. Button 2 13. Heidfeld 1 það verður jafnvel enn betra núna. Ég er stoltur af því að hefja heimakeppni mína með sigur í farteskinu.“ Gjöf á tímamótum Keppnin í Brasilíu var 200. keppni Jordan- liðsins í Formúlu 1 og var sigurinn því kær- komin gjöf á stórum tímamótum. Þetta var fjórði sigur liðsins, en Damon Hill og Heinz H. Frentzen færðu liðinu þá fyrri á árunum 1998 og 1999. Eddie Jordan, eigandi liðsins, var að vonum ánægður því gengi þess hefur ekki verið gott undanfarin ár: „Ég er mjög ánægður fyrir hönd Giancarlos, liðsins og Ford. Keppnin í Brasiliu var gjörsamlega spennuþrungin og ég er FIA mjög þakklátur fyrir að hafa rannsakað úrslitin svona vel.“ Þegar einhver sigrar tapar annar, og það urðu liðsmenn McLaren að þola í þetta skipt- ið. Þeir taka ósigrinum þó með jafnaðargeði og samgleðjast keppinautum sínum. „Þau gögn sem okkur hafa verið sýnd sanna að Gi- ancarlo og Jordan eru sigurvegarar brasil- íska kappakstursins og ég er ánægður með að allur ruglingur hefur verið lagfærður," sagði Ron Dennis, keppnisstjóri McLaren. „Það er auðvitað mjög slæmt að hvorki ökumaður né liðsmenn gátu fagnað í Brasilíu en ef ég þekki Eddie rétt get ég ímyndað mér að hann bjóði upp á nokkrar kollur af írskum bjór,“ bætti hann við og kann greinilega að taka ósigri með sæmd. -ÓSG FRAMLEIÐENDUR Sæti: Lið: Stig: 1. McLaren-Mercedes 39 2. Renault 23 3. Ferrari 16 4. Williams-BMW 16 5. Jordan-Ford 10 6. Sauber 8 7. BAR-Honda 5 Vissir þú... ... að hámarkshraði Formúlu 1 kappakstursbíls getur orðið allt að 360 km á klukkustund? Á þeim hraða snýst vélin allt að 19.000 snúninga á mínútu. Þetta er mikil þolraun á bíl og vél og mikiö atriði að búnaður þoli þetta mikla álag. Á einni sekúndu snýst vélin um 315 sinnum og yfir fimmtán hundr- uð sinnum neistar logi á kert- unum. Hver stimpill ferðast yfir 25 metra í vélarblokkinni og bíllinn sjálfur fer 100 metra. Hvert hjól snýst 50 sinnum á sekúndu og sjónsvið ökumanns minnkar í örlítinn punkt. Ekkert hflablað um helgina Ekkert bílablað kemur út fyr- ir páskahelgina og kemur þvi næsta blað út laugardaginn 26. apríl. í því blaði verður birt tafla sem inniheldur upplýsing- ar um verð og fleira á öllum nýjum fólksbílum á markaði í dag. Þessi tafla hefur hingað til komið út í stóru aukablaði á þessum tíma en kemur nú út í þessu blaði. Einnig byrjar for- valið fyrir bíl ársins í næsta blaði þannig að það er um að gera að fylgjast vel með.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.