Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Síða 47
FIMMTUDAGUR 17. APRfL 2003 Helcjarblctcf 30 "V 5 I Dont þeirra ríku og heimsku Stei/e Kaplan var kjörinn einn aftíu fremstu frumkvöðlum íviðskiptum í Bandaríkjunum 1997. Tveim árum síðar var hann handtekinn oq ákærður fqrir fjársvik, peninqaþvætti, mútur oq vændisstarfsemi. Hann rak einn ffnasta kqnlífsklúbb ílandinu þarsem við- skiptavinirnir voru dáðar íþróttastjörn- ur oq aðrar forríkar fqrirmqndir þeirra sem dá hina ríku oq fallequ, popparar oq svo þessi venjuleqi stabbi auðmanna sem víðast hvar kemur við söqu ívið- skiptum oq hinu Ijúfa lífi. í borginni Atlanta í Georgíu-ríki var rekinn flottasti og arðbærasti strippklúbbur í gjörvöllum Bandaríkjun- um og er þá langt til jafnað. Þar eyddu menn glaðir allt að 30 þúsund dollurum á kvöldi. Þarna voru fimm barir á velgengnisárunum, glæsilegur veitingastaður, nokkur danssvið, rekkar af dýrum leðurfótum og nærskjólum úr híalíni og kampavínsflöskur á 500 dollara stykkið. Atlanta er mikil ráðstefnu- og iþróttaborg og gestirnir, sem sóttu Gold Globe, voru mestan part íþróttakappar á háum launum, þekktar stjörnur úr skemmtanalífmu og ýmsir ráðstefnugestir með platínukrítarkort. Rúmlega 60 af hundraði eyðsluseggjanna sem nutu dásemda klúbbs- ins voru utanbæjarmenn en álitið er að kynlífsmarkað- urinn í Atlanta velti meiru en samanlögð íþróttakeppni hafnaboltavallanna, ruðningsliðanna og körfuboltaleikj- anna og er þá mikið sagt. Því hefur reynst erfitt að stemma stigu við klúbbum af þessu tagi þótt strangtrúarsöfnuðir og alls kyns samtök siðavandra borgara hafi reynt að fá stjórnmálamennina til að víkja ósómanum á brott. Til að mynda er engin leið til að fá borgarstjórnina til að banna listrænan stripp- dans án klofbótar. En sú flik er mikið áhugamál þeirra sem berjast gegn dónaskapnum. Kynlífsmarkaðurinn er of mikilvægur fyrir fjárhag borgarinnar til að hægt verði að bannfæra atvinnuveginn án þess að það komi við pyngju margra, svo sem sjóðanna sem taka við skattfénu. Athafnasami frumkvöðullinn Steve Kaplan byggði Gold Club upp á níunda áratugnum sem síðar færði hon- um eftirsótt tignarheiti í viðskiptaheimi BNA. Veldi hans var flott kokkteilblanda af gleðikonum, hvítflibba- glæponum, rjómanum af þekktum íþrótta- og poppgoðum og fjallháum peningabunkum. Kaplan ólst upp í New York þar sem faðir hans stund- aði viðskipti og var grunaður um samstarf við mafíuna. Sonurinn átti góöa kunningja meðal upprennandi leið- toga fjölskyldnanna. Hann byrjaði smátt í heimaborg sinni en flutti til Atlanta og keypti strippbúllu sem hann gerði að stórveldi í ljúfu viðskiptalífi. Gold Club var einkaeign hans en alríkislögreglan fór að hnýsast í rekst- urinn þegar verið var að hanka nokkra stórlaxa mafí- unnar í New York. Þá urðu ljós tengsl sem einkum voru þaú að kynlífsmarkaöurinn i Georgiu var notaður til að hvítþvo illa fengna peninga mafíunnar en Gold Club naut sérstakrar verndar að launum og góð viðskipti. Eigandi Gold Club þóttist ekkert vera fyrir kynlífs- Þrjár dansmeyjanna í Gold Club. í miðið er Jaclyn Busli sem var einkar eftirsótt af hálaunuðum íþrótta- mönnum. svallið sjálfur. Hann bjó eiginkonunni og börnum þeirra glæsilegt heimili í úthverfi og var þar í hlutverki hins góða heimilisfóður. Vinum sínum sagði hann að hann gæfi skít í stúlkurnar sem hann réði til starfa og hefði skömm á þeim lifnaði sem hann seldi og græddi vel á. En fyrirtækið var arðbært og það var allt sem skipti máli, eins og sannaðist þegar hann var kjörinn einn af tiu bestu viðskiptajöfrum BNA. Kaplan og starfslið hans veit vel að þeirra bestu við- skiptavinir voru náungar með takmarkaða heilastarf- semi en gnægð fjár. Það auðveldaði mjög reksturinn að átta sig á svo einfóldum staðreyndum. Einn af yfir- mönnum fyrirtækisins sagði að það væri algengt að fífl- in spanderuðu 30 þúsund dollurum á einu kvöldi og væru ánægðir meö vel heppnað skemmtikvöld. Engu var líkara en sumir þessara karla vildu fremur eyða meiru en minnu í stúlkurnar og önnur gæði sem falboðin voru. Stúlkurnar fengu sinn skerf og voru hvattar tB að sýna körlunum áhuga og fá þá tB að koma aftur og eyða enn meiru. Fyrir það fengu þær góða bónusa. Drukknir viðskiptavinir voru oft Bla leiknir. Þeim var hjálpað tB að skrifa nöfnin undir kreditkortakvittanir og borga kampavín og aðrar lystisemdir margfóldu verði. Einn framkvæmdastjóranna sagði tB að mynda frá ná- unga sem eytt hafði 5.500 doRurum á tveim tímum í klúbbnum. Þá pantaði hann leigubíl og á leiðinni út í hann kræktu tvær dansmeyjar í hann og töldu hann á að koma inn aftur og skemmta sér nú reglulega vel. Það þótti manninum þjóðráð og drógu stelpurnar hann inn í einkaherbergi og létu þar reglulega vel að honum. Fjór- um tímum síðar yfirgaf hann Gold Clup og var búinn að eyða þar 23 þúsund doBurum tR viðbótar. Starfsmenn Gold Club höfðu margar sögur að segja af heimsku viðskiptavinanna. Það var tR dæmis langt á miBi heRa og veskis mannsins sem í miðjum kjöltudansi hringdi í bankann sinn og bað um aukna úttektarheim- Bd á kreditkortinu sínu. Annar skrifaði upp á hvern úttektarmiðann af öðrum í þeirri trú að hann væri aðeins að leiörétta síðustu út- tekt. Hans skemmtun kostaði hann 28 þúsund doUara en það virðist hafa verið sú upphæð sem var látin nægja þegar verið var að svindla á viðskiptavinum, þótt marg- ir eyddu mun meiru í einni heimsókn á góðum degi. Starfsliðið vann eftir settum reglum. Dömurnar voru kurteisar og elskulegar og voru lagnar að heUa kampa- víninu niður og fá fíflin tU að kaupa meira. Margs kon- ar varningur eða minjagripir voru tU sölu og verðið ekki skorið við nögl. Svo voru dansmeyjarnar svangar og þá var sjálfsagt að bjóða þeim í veitingasalinn þar sem mál- tíöin með fínum vínum var á verði sem hæfði girnileg- um konum og körlum með takmarkaðan heilaþroska. Steve Kaplan er mikiU áhugamaður um íþróttir og fylgdist vel með þegar keppnislið komu tB Atlanta. Körfuboltakappar voru tíðir gestir og fengu sérstaka meðhöndlun og sá eigandinn sjálfúr um að öUum girnd- um þeirra væri svalað á fuUnægjandi hátt. Þeir sem voru tíðir gestir stúlknanna fengu sérstök „listamannanöfn“ tB að ekki kæmist í hámæli að landsþekktar fyrirmynd- ir íþróttaæskunnar þægju aUs kyns afbrigðBega kynlífs- þjónustu í einu af hóruhúsum hinna ríku og faUegu, eins og peningaaðaU nútímans er kaUaður í markaðssetningu hégómleikans. íþróttahetjurnar þurftu ekki endUega að mæta í klúbb- inn tR að fá notið nokkurra þeirra dásemda sem þar var boðið upp á. Kaplan og stjómendur Gold Club vissu vel hvar boltakarlarnir gistu og þangað var farið með valinn hóp dansmeyja sem tóku létt spor í hótelsvítum keppn- isliðanna. í herferð FBI gegn Gambino-fjölskyldunni og í kjölfar þess að höfuð hennar, Gotti, var handsamaður var fylgst náið með starfsemi Gold Club í Atlanta. í árslok 1999 var Kaplan handtekinn og ákærður fyrir margs konar sakir sem dugðu samanlagt tB að loka hann inni í 195 ár. Erfitt reyndist að manna kviðdóminn þegar réttar- höldin hófust. Verjandi ruddi öUum ofstækistrúarmönn- um úr dómi og sömuleiðs þeim sem voru í samtökum sem berjast ötuUega fyrir hreinlífi karlpeningsins og verja konur ásókn óæskRegra girnda hins kynsins. Sak- sóknari ruddi út þeim sem lögleiða vBdu vændislifnaö og þeim sem grunaðir voru um að hafa heimsótt Gullklúbb- inn eða aðra slíka staði. Réttarhöldin stóðu lengi yfir og kenndi margra grasa, sumra æriö skrautlegra, í vitnaleiðslum. En aðalmáliö var að tengja Kaplan skipulagðri glæpastarfsemi. Þegar hann var spurður hvort hann væri meðlimur í mafíunni spurði hann á móti hvort það gerði hann trúverðugan mafíufélaga að hafa einu sinni sneytt eyraö af manni sem hann var að pynta tR sagna. Einn af fyrrverandi framkvæmdastjórum klúbbsins og nokkrar dansmeyjanna vitnuðu gegn fyrrum atvinnu- veitanda sínum og um eigið líferni gegn því að fá vægari dóma eða uppgjöf saka. Þá játuðu þær á sig skækjulifn- Frumkvöðullinn Steve Kaplan gerði strippklúbb sinn að peningamvllu þar sem hinir ríku og heimsku voru fláðir og létu sér vel lynda og fengu enda nokkuð fyrir útlát sín. að og að hafa fengið greitt fyrir en neituðu allri sök þeg- ar að því kom að rannsaka fjársvik og þjófnað af við- skiptavinunum. Sjálfur fékk Kaplan vægari dóma fyrir að gera réttvís- inni þann greiða að kjafta frá viðskiptum mafíufjöl- skyldnanna í New York og víðar. Hann var að lokum dæmdur í þriggja ára fangelsi og tB að greiða 5 mRljón- ir doBara í sekt. Klúbbinn mátti hann ekki selja og tók stjórnin hann eignarnámi. Þá er honum bannað að eign- ast eða stofna klúbb næstu sjö árin. En íþróttahetjur, ráðstefnugestir og aðrir þurfandi hafa engu aö kvíða, að sögn Kaplans, viðskiptajöfurs og verðlaunahafa. Hann segist hafa verið dæmdur fyrir sið- leysi en ekki lagabrot. Þvi er rekin blómleg starfsemi þar sem aUt er falt fyrir þá sem eiga nóga peninga og bera vitið ekki í þverpokum. NAM I DANMORKU Fulltrúi skólans Guðmundur Þór Sigurðsson Verður í Reykjavík á bilinu 25.apríl - 2.maí og með kynningu um skólann og þá möguleika sem í boði er Sunnudaginn 27.apríl 03 kl. 15.00 - 18.00. í húsi Verkfræðingafélag ísland, Engjateig 9 105 Reykjavík. Hægt er að leggja inn skilaboð á Hótel ísland og mun Guðmundur Þór vitus Berin9 Hafa samband. Centre for Hi9her Education Havnen 1 8700 Horsens Tel: +45 7525 SOOO Fax: +45 7625 5100 email: cvu@vitusbering.dk www.vitusbering.dk / boði er meðal annars: Á ensku og dönsku •Byggingafræði • Byggingaiðnfræði • Markaðshagfræði Á dönsku • Útflutningstæknifræði • Byggingatæknifræði •Tölvutæknifræði •Véltæknifræði • Framleiðslutæknifræði •Véltækni •Landmælingar •Aðgangsnámskeið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.