Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Side 62
ee
Helgarblað H>V FIMMTUDACUR 17. APRÍL 2003
Stabat mater í Hallgrímskirkju
á föstudaginn langa
Á föstudaginn langa, 18. apríl, kl. 21 mun Schola
cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, undir stjórn
Harðar Áskelssonar flytja kórverk eftir ítölsku tón-
skáldin Domenico Scarlatti og Antonio Lotti ásamt
mótettum eftir Brahms og Bruckner. Aðaltónverk
tónleikanna er Stabat mater, kórverk í tíu þáttum fyr-
ir tíu radda kór og fylgirödd eftir Domenico Scarlatti.
Tónleikarnir, sem eru á dagskrá Listvinafélags Hall-
grímskirkju, eru einn af hápunktunum í fjölbreyttum
tónlistarflutningi í dymbilviku og á páskum í Hall-
grímskirkju á þessu ári.
Efnisskrá tónleika Schola cantorum á fóstudaginn
langa er tvíþætt. Annars vegar fjölrödduð föstutónlist
ítölsku barokkmeistaranna, hins vegar átakamikil og
persónuleg kórverk eftir tvö af fremstu tónskáldum
rómantiska tímans. Fyrsti flutningur á Stabat mater
eftir Domenico Scarlatti á íslandi ætti að vekja áhuga
allra sem unna kórtónlist. Texti þessarar fornu
sekvensiu lýsir veru Maríu Guðsmóður við krossinn
á Hausaskeljastað, sorg hennar og sársauka og bæn-
arákalli hennar, sem kristnar sálir enduróma á föstu-
daginn langa. Verkið er skrifað fyrir tíu sjálfstæðar
raddir, sem fléttast saman á meistaralegan hátt. Til
að undirstrika áhrifamikla fjölröddunina í hljómrými
Hallgrímskirkju er félögum kórsins dreift í hálfhring
í kringum selló, orgel og bassa, sem leika fylgirödd.
Þrjár tónsmíðar við textann Cruciflxus úr trúarjátn-
ingunni eftir Antonio Lotti, sex, átta og tíu radda,
mynda eins konar leiðarþema efniskrárinnar. Þær
bjóða líka upp á dreifða uppstillingu kórsins, tvær
þeirra verða sungnar innan úr hákór kirkjunnar við
upphaf og enda tónleikanna. Hinar rómantísku
mótettur Warum ist das Licht gegeben eftir Johannes
Brahms og Christus factus est eftir Anton Bruckner
mynda mótvægi við fleygrödduð barokkverkin.
Schola cantorum hlaut verðlaun fyrir flutning sinn
m.a. á mótettu Brahms í virtri kórakeppni í Gorizia á
Ítalíu sl. sumar.
Kammerkórinn Schola cantorum var stofnaður
árið 1996 af Herði Áskelssyni og samanstendur af 19
söngvurum með mikla söngreynslu og tónlistarnám
að baki. Kórinn komst fljótt í hóp virtustu kóra lands-
ins og hefur notið einróma lofs jafnt áheyrenda sem
gagnrýnenda. Kórinn heldur reglulega tónleika í Hall-
grímskirkju, með nýrri og gamalli tónlist, og hefur
auk þess komið fram á fleiri stöðum á íslandi og á er-
lendri grund. Árið 1998 var kórinn sigurvegari í al-
þjóðlegri kórakeppni í Frakklandi og sumarið 2002
hlaut haxui silfurverðlaun í áðumefndri keppni á ítal-
íu. Scola cantorum hefur gefið út geisladiskana
Principium, með tónlist frá endurreisnartímanum og
Audi creator coeli, með samtímatónlist eftir íslensk
tónskáld. Auk þess hefur kórinn tekið þátt í umfangs-
miklum upptökum á tónverkum Jóns Leifs fyrir kór
og hljómsveit ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands fyrir
sænska útgáfufyrirtækið BIS.
Hörður Áskelsson hefur verið organisti og kantor
Hailgrímskirkju í Reykjavík frá 1982 og gegnt lykil-
hlutverki í uppbyggingu listalífs þar. Hann stofnaði
Listvinafélag Hallgrímskirkju, Mótettukór Hallgríms-
kirkju og Schola cantorum, setti á laggimar Kirkju-
listahátíð, sem haldin er annaö hvert ár, og einnig
hina árlegu tónleikaröð Sumarkvöld við orgelið.
Hann hefur stjórnað flutningi margra óratóría, m.a.
með Sinfóníuhljómsveit íslands, og frumflutt fjölda ís-
lenskra tónverka. Hörður hefur hlotið margs konar
viöurkenningu fyrir starf sitt og árið 2002 fékk hann
t.d. bæði íslensku tónlistarverðlaunin og Menningar-
verðlaun DV fyrir túlkun sína á Passiu eftir Hafliða
Hallgrímsson, Jósúa eftir Handel og fleiri verkum.
Viðskiptaþátturinn
Alla virka daga kl. 17-18 eru sérfræðingarViðskiptablaðsins,
Sigurður Már Jónsson og Hörður Vilberg viö hljóðnemann
og taka púlsinn á viðskiptalífi þjóðarinnar.
Þú þarft að hlusta!
Útvarp
w94.3
FRFTTIR • SPJAIL • SPORTj
W 7 ' ii
immW \ \ ; // / ;a m ] \ ji ijm T 1 1