Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Side 64
68 / /<? / cj a rl> ! a ö H>"Vr FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 Islendingaþættir Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson Indriði Indriðason rithöfundur og ættfræðingur á Húsavík, er 95 ára í dag Indriði Indriðason, rithöfundur og ætt- fræðingur, til heimilis í Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, er níutíu og fimm ára í dag. StarfsferiU Indriði fæddist á Ytra-Fjalli í Aðaldal og ólst þar upp. Hann var við nám í unglinga- skólanum á Breiðumýri 1923-24, stundaði nám I ensku og enskum bókmenntum í San Francisco 1927-28, nam þar múrsmíði og vann þar við tré- og múrsmíði 1926-30. Indriði var bóndi á Grenjaðarstöðum í Aðaldal 1930-32, á hálfu Aðalbóli í Aðaldal 1932-35, var starfsmaður ÁTVR 1935-42, bókhaldari og smiður við Trésmiðjuna Fjölni 1942-44, stundaði nætursímavörslu við Landssimann 1943-44, vann á Skatt- stofu Reykjavikur 1944-72 og var fulltrúi þar 1955-72. Indriði var einn af stofnendum Lands- sambands ungra framsóknarmanna 1939, sat í stjórn Félags Vestur-íslendinga, í stjórn Félags Þingeyinga í Reykjavík 1943-61, sat í stjórn Félags ísl. rithöfunda 1952-54 og 1976-93 og í stjórn Rithöfunda- sambands íslands 1957-66. Hann sat í fram- kvæmdanefnd Stórstúku íslands 1949-52, 1964-74 og 1976-80, var stórtemplar 1976-78, sat í stjórn Reglu musterisriddara frá stofn- un 1949-72 og 1974-85 og i stjórn Þjóðrækn- isfélags íslendinga 1960-74, var formaður Ættfræðifélagsins 1972-75 og formaður Myntsafnarafélags íslands 1976-77. Hann var fulltrúi á heimsþingi góðtemplara í New York, Chicago og Minn- eapolis 1951, í Istanbul 1970 og í Amsterdam 1978 og fulltúi á þingi Musterisriddara í Stokkhólmi 1961. Indriði er heiðursfélagi Stórstúku íslands, Ættfræði- félagsins, Myntsafnarafélagsins, Félags íslenskra rit- höfunda, íslenska mannfræðifélagsins og Reglu muster- isriddara og riddari fálkaorðunnar frá 1978. Eftir Indriða hafa komið út bækurnar Örlög, smásög- ur, 1930; Dagur er liðinn, ævisaga Guðlaugs Kristjáns- sonar frá Rauðbarðaholti, 1946; Afmælisrit Jaðars, 1948; Einstaklingurinn og áfengismálin, 1952; Góð- templarareglan á íslandi 75 ára, 1959; Ættir Þingeyinga I-IV, 1969-83; Indriðabók, 1988, með völdu efni eftir hann, útgefin af vinum hans, og Ættir Þingeyinga, ásamt öðrum, V. og VI. bindi. Þá hefur hann þýtt og séð um útgáfu nokkurra rita. Fjölskylda Indriði kvæntist 17.7. 1931 Sólveigu Jónsdóttur, f. 4.2. 1909, d. 6.2. 1991, húsfreyju. Foreldrar hennar voru Jón Jónatansson, búnaðarráðunautur, ritstjóri og alþm. á Ásgautsstöðum í Flóa, og k.h., Kristjana Benediktsdótt- ir húsfreyja. Börn Indriða og Sólveigar: Indriði, f. 16.4.1932, fyrrv. verkstjóri og skógarvörðu á Tumastöðum í Fljótshlíð, búsettur í Reykjavík, var kvæntur Valgerði Sæmunds- dóttur, f. 6.4. 1931, d. 4.12. 2000, frá Fagrabæ í Laufás- sókn og eru dætur þeirra Guðrún og Sólveig; Ljótunn, f. 20.7. 1938, fulltrúi VÍS á Húsavík og eru börn hennar Sigriður, Fríða Sólrún, Sólveig og Kristinn; Sólveig, f. 2.5. 1946, starfsmaður í mötuneyti, gift Birni Sverris- syni, stöðarstjóri Tungnaársvæðis, og eru börn þeirra Indriði, Erla Soffla og Kolbrún. Systkini Indriða: Ketill, f. 12.2. 1896, d. 22.9. 1971, bóndi og skáld á Ytrafjalli; Þrándur, f. 4.7. 1897, d. 27.5. 1978, bóndi og sparisjóðsstjóri á Aðalbóli; Ólöf, f. 6.5. 1900, nú látin, húsfreyja á Brúum í Aðaldal, síðar á Ak- ureyri; Högni, f. 17.4. 1903, d. 17.9. 1989, bóndi og org- anisti á Syðrafjalli; Úlfur, f. 27.11.1904, nú látinn, bóndi og oddviti á Héðinshöfða á Tjörnesi; Hólmfríður, f. 3.7. 1906, húsfreyja á Skjaldfönn við Djúp, nú i Reykjavík; Sólveig, f. 13.5. 1910, nú látin, húsfreyja á Syðri-Brekk- um á Langanesi; Óttar, f. 21.4. 1920, d. 25.6. 1994, ljós- myndari og fiskiræktarmaður í Burlington í Vermont en siðar á Héðinshöfða. Foreldrar Indriða voru Indriði Þórkelsson, f. 20.10. 1869, d. 7.1. 1943, b., skáld, ættfræðingur, hreppstjóri og oddviti á Ytra-Fjalli í Aðaldal, og kona hans, Kristín Sigurlaug Friðlaugsdóttir, f. 16.7.1875, d. 28.3. 1955, hús- freyja. Ætt Föðurbróðir Indriða var Jóhannes, faðir Þorkels há- skólarektors. Indriði var sonur Þorkels, b. á Syðrafjalli, Guömundssonar, b. á Sílalæk, Stefánssonar, b. á Síla- læk, Indriöasonar, b. á Sílalæk, Ámasonar, ættfööur Silalækjarættarinnar. Kristín var dóttir Friðlaugs, b. á Hafralæk, Jónssonar, af Hólmavaðsættinni, bróður Friðjóns, fóður skáldanna Guðmundar á Sandi og Sig- urjóns á Litlulaugum. Berglind Sveinsdóttir húsmóðir og nemi á ísafirði Berglind Sveinsdóttir, nemi og húsmóðir, Aðal- stræti 26a, ísafirði, verður fertug á páskadag. Starfsferill Berglind fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hún var í Barnaskóla Akraness og Gagnfræðaskóla Akraness. Á unglingsárunum vann Berglind m.a. í fiski hjá Þórði Óskarssyni á Akranesi. Berglind flutti til ísafjaröar 1979, var síðan búsett í Reykjavík um skeið en hefur verið búsett á ísafirði frá 1988. Hún vann í Norðurtanganum á ísafirði í nokkur ár og þar til fyrirtækið hætti störfum, vann við skóverslunina á fsafirði um skeið en hefur lengst af síðustu árin helgað sig uppeldis- og heimilisstörfum. Þá stundar hún nú nám við MÍ og starfar þar á bókasafni í hlutastarfi. Fjölskylda Eiginmaður hennar er Pálmi Ólafur Ámason, f. 2.7. 1968, verkstjóri Símans á ísafirði. Hann er sonur Árna Sædal Geirssonar og Jónu Sigurlínu Pálmadóttur. Böm Berglindar og Pálma Ólafs eru Jóna Sigurlína Pálmadóttir, f. 26.5. 1993; Sveinn Jóhann Pálmason, f. 10.10. 1997. Börn Berglindar frá því áður eru Kristrún Sif Gunn- arsdóttir, f. 2.2. 1983. snyrtifræðingur á ísafirði; Arent Pjetur Eggertsson, f. 28.2. 1987, búsettur á ísa- firði. Systkini Berglind- ar eru Helgi Kristján Sveinsson, f. 26.10. 1953, verkamaður á ísafirði; Guðmundur Sigurður Sveinsson, f. 31.5. 1954, netagerðamaður í Reykjavík; Sigríður Kristín Sveinsdóttir, f. 15.5.1957, verkakona á ísafirði; Margrét Sveinsdóttir, f. 23.8. 1958, verkakona á ísa- firði; Bjarni Jón Sveinsson, f. 19.6. 1960, stöðvarstjóri fiskmarkaðar Suöurnesja á ísafirði; Sveinbjörg Sveinsdóttir, f. 14.7. 1964, húsmóðir á ísafirði; Jóhann Kiesel, f. 27.5. 1951, verkamaður á Hofnafirði. Foreldrar Berglindar eru Sveinn Jóhannsson, f. 13.2. 1929, múrari í Reykjavík, og Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 9.11. 1932, húsmóðir á ísafirði. Afmæli Skirdagur 90 ÁRA Valgerður Jónsdóttir, Lindargötu 61, Reykjavík. 80 ÁRA Ragnar Hansen, Háaleitisbraut 57, Reykjavík. 75 ÁRA Elín Ingólfsdóttir, Melabraut 4, Seltjarnarnesi. Helgi K. Halldórsson, Sævarlandi 14, Reykjavík. 7QÁRA Jóhann I. Hannesson, Hofgeröi 6, Vogum. Þórður Magnússon, Stapavegi 10, Vestm.eyjum. Þórir Hafnfjórð Óskarsson, Merkurgötu 12, Hafnarfirði. 00 ÁRA Stefán Karlsson, Grundargerði 6d, Akureyri. Vigdís Þórðardóttir, Skólastíg 26, Stykkishólmi. Þórarinn Helgason, Æsufelli 2, Reykjavík. Þórey Guðný Eiríksdóttir, Smárahv. lb, Egilsstööum. 50 ÁRA Arnór Sigurjónsson, Hléskógum 15, Reykjavík. Erlendur Friðriksson, Stórholti 47, Reykjavík. Halldóra G. Sævarsdóttir, Snægili 7, Akureyri. Haukur Kristjánsson, Bergþórugötu 17, Reykjavík. Hulda Tryggvadóttir, Lönguhlíð 15, Reykjavík. Merylene Cabilao Espiritu, Gyðufelli 2, Reykjavík. Ólafur Þór Gunnarsson, Skipholti 50a, Reykjavík. Stefán Snædal Bragason, Mánatröð 6, Egilsstööum. 40 ÁRA Björk Harðardóttir, Hraunbæ 166, Reykjavík. Bæring Freyr Gunnarsson, Vitastíg 17, Bolungarvík. Guðrún María Gísladóttir, Eyrarholti 4, Hafnarfirði. Hafiiði Bárður Harðarson, Sjafnargötu 5, Reykjavík. Heiðar Víkingur Sölvason, Dalskógum 9, Egilsstöðum. Lára Þorbjörg Vilbergsdóttir, Tjarnarbraut 5, Egilsstöðum. Páll Gunnarsson, Aðalgötu 6, Keflavík. Föstudagurinn langi 80 ÁRA Hávaröur Hálfdánarson, Jökulgrunni 4, Reykjavlk. Jóhanna Veturliðadóttir, Ægisvöllum 3, Keflavík. 75 ÁRA____________________ Saibjörg H.G. Norödahl, Suðurlandsbr., Hólmi, Reykjavík. 70 ÁBA____________________ Guðrún Ólafsdóttir, Asparfelli 12, Reykjavik. 60 ÁRA Anna Margrét Pétursdóttir, Seljabraut 78, Reykjavík. Guömundur E. Jóhannsson, Kleppsvegi 90, Reykjavik. Hildur T. Halldórsson, Gilhaga 2, Kópaskeri. Ólafur Kristófersson, Áshamri 59, Selfossi. 10ÁR-A Einar Andrésson, Vesturbergi 146, Reykjavik. Elísabet Hannam, Langagerði 120, Reykjavlk. 40 ÁRA Anna Eiríksdóttir, Berjarima 63, Reykjavík. Bjarnveig Guðbjörnsdóttir, Bólstaöarhlíö 42, Reykjavík. Garðar Haukur Gunnarsson, Melbraut 27, Garði. Gísli Helgason, Eyrarvegi 37, Akureyri. Haukur Hauksson, Kirkjuvegi 18, Keflavik. Jónas Þorsteinsson, Hæöargeröi 13, Reyðarfiröi. Ólafur Kristinn Ólafsson, Fannafold 129, Reykjavík. Ragnar Torfason, Bakkastöðum 93, Reykjavik. Sveinbjörg Guöjónsdóttir, Miðstræti 23, Neskaupstað. Þórhildur B. Svavarsdóttir, Skuggagili 2, Akureyri. Þröstur Ingimarsson, Uröarstíg 16, Reykjavík. Laugardagurinn 19. apríl 90 ÁRA Hulda O. Guöjónsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. 80 ÁRA Karólína Kristín Jónsdóttir, Hvassaleiti 24, Reykjavík. 75 ÁRA____________________ Helga Ingólfsdóttir, Stigahlíö 18, Reykjavík. Jóhanna Sigfúsdóttir, Laugarbrekku 18, Húsavík. Jón Rafn Guðmundsson, Vallarbarði 1, Hafnarfirði. 70 ÁRA Jóhanna Þorsteinsdóttir, Þorsteinsgötu 12, Borgarnesi. Svanberg Ingi Ragnarsson, Hafnargötu 78, Keflavík. 60 ÁRA Auöur Siguröardóttir, Vesturgötu 159, Akranesi. Ágúst Hjalti Sigurjónsson, Nökkvavogi 31, Reykjavík. Guðbjörg Kristinsdóttir, Hegranesi 34, Garöabæ. Guðmundur A. Óskarsson, Skriðustekk 13, Reykjavík. Gunnar Sigurösson, Austurbrún 4, Reykjavík. Jón Ingi Ingvarsson, Hæðargeröi 39, Reyðarfirði. Ragnhild Hansen, Engjahlíö 3b, Hafnarfiröi. 50 ÁRA Bjarnveig Bjarnadóttir, Arnartanga 60, Mosfellsbæ. Guðni Bjarnason, Miövangi 81, Hafnarfirði. Kolbrún Sigfúsdóttir, Eyktarsmára 2, Kópavogi. Lilja Guömundsdóttir, Mosarima 9, Reykjavík. Ólafur Örn Valdimarsson, Frostafold 23, Reykjavík. Pálmar H. Guðbrandsson, Unuhóli 1, Hellu. Stígur Steingrímsson, Engihjalla 25, Kópavogi. 40ÁRA_____________________ Ásrún Guðmundsdóttir, Berjarima 8, Reykjavík. Baldur Þór Davíösson, Lyngrima 10, Reykjavík. Berglind Hallmarsdóttir, Breiðuvik 32, Reykjavík. Bjarney S. Snævarsdóttir, Greniteigi 33, Keflavík. Bjami Guðmundsson, Skálpastöðum 1, Borgarnesi. Guðrún Hlín Jónsdóttir, Stigahlíð 34, Reykjavík. Haukur Vllhjálmsson, Hraunbæ 104, Reykjavík. Ingibjörg Hallbjörnsdóttir, Birkimel 8b, Reykjavík. Jenný Sandra Gunnarsdóttir, Goðalandi 3, Reykjavík. Jóhanna G. Benediktsdóttir, Túngötu 4, Reyöarfirði. Jón Kjartan Bjömsson, Bárugötu 10, Reykjavík. Margrét Sigmundsdóttir, Víðigrund 26, Sauöárkróki. Óttar Rafn Ólafsson, Haðarstíg 6, Reykjavík. Sigurður Þorsteinsson, Ásbúð 88, Garðabæ. Stefán Guðmundsson, Hafnarbyggö 15, Vopnafirði. Tryggvi Þórir Egilsson, Huldulandi 7, Reykjavík. Þorbjörg Helgadóttir, Sandbakka 21, Höfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.