Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Síða 65
FIMN/1TUDA.GUR 17. APRÍL 2003
// <3 fc) ct rí? / cj c) DV
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri Útfararstofu Kirkjugarða Reykjavíkur, verður 60 ára annan í páskum
Amór L. Pálsson, framkvæmdastjóri
Útfararstofu Kirkjugarða Reykjavíkur,
Kórsölum 1, Kópavogi, verður sextugur
annan í páskum.
Starfsferill
Arnór fæddist á Skinnastað í Öxarfirði
og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða-
prófi frá Laugum í Reykjadal 1959 og
nam tungumál og verslunarfræði i Dan-
mörku og Englandi 1962-64.
Arnór var gjaldkeri hjá Útvegsbanka
íslands 1964-66, deildarstjóri hjá Al-
mennum tryggingum 1966-82, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Byggingarþjónust-
unnar 1982-84, var forstjóri og eigandi
ALP-bílaleigunnar 1984-2000 en hefur
síðan verið framkvæmdastjóri Útfararstofu Kirkju-
garða Reykjavíkur.
Arnór var forseti Kiwanisklúbbsins Eldeyjar í
Kópavogi 1976-77, formaður Sjálfstæðisfélags Kópa-
vogs 1980-84, í bæjarstjórn Kópavogs 1982-98 og var
umdæmisstjóri íslenska Kiwanisumdæmisins
1986-87.
Arnór sat í áfengisvarnanefnd 1982-86, í framtals-
nefnd Kópavogs 1980-90, í félagsmálaráði Kópavogs
1990-2002, er formaður vinabæjanefndar Kópavogs frá
1990 og var forseti bæjarstjórnar Kópavogs 1992-93 og
1996-97.
Arnór sat í stjórn Almennra líftrygginga hf.
1984-88, í stjórn Verslunarmannafélags Reykjavikur
1978-82, í stjórn Þingeyingafélagsins 1976-82, var
varaformaður Hjallasóknarnefndar 1987-2002, er for-
maður Lindasóknar frá stofnun 2002 og sat í stjórn
Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma 1987-2000.
Fjölskylda
Arnór kvæntist 6.6. 1964 Betsý ívarsdóttur, f. 22.12.
1944. Hún er dóttir ívars Ágústssonar bifreiðarstjóra
sem nú er látinn og Regínu Rósmundsdóttur, f. 29.10.
1923, fyrrum símavarðar.
Börn Arnórs og Betsýjar eru:
Páll, f. 2.6. 1965, fiskútflytjandi í
Reykjavík, kvæntur Sigríði Rut
Hallgrimsdóttur og eru börn
þeirra Andri Már og Andrea; ívar,
f. 2.6. 1965, d. 30.4. 1994, bifreiða-
smiður í Kópavogi, kvæntur Jó-
hönnu Steinsdóttur hárgreiðslu-
meistara og eiga þau Silju,
Katrínu og Evu Karen; Ágúst, f.
17.11. 1971, nemi á Akureyri, en
kona hans er María Veigsdóttir
verslunarmaður og eru börn
þeirra Viktor og Baldvin; og Elísa-
bet, f. 11.6. 1981, nemi.
Systkini Arnórs eru: Jóhanna, f.
10.2. 1933, fyrrv. yfirféhirðir i Bún-
aðarbanka íslands, gift séra Jóni Bjarman sjúkrahús-
presti, búsett í Kópavogi og eiga þau tvö börn; Stefán,
f. 7.12. 1934, fyrrv. bankastjóri Búnaðarbanka íslands
í Reykjavík, kvæntur Arnþrúði Arnórsdóttur kenn-
ara og eiga þau íjögur börn; Þorleifur, f. 17.6. 1938,
sýslumaður í Kópavogi, kvæntur Guðbjörgu Kristins-
dóttur lyfjafræðingi og eiga þau eitt barn; og Sigurð-
ur, f. 30.7. 1948, rithöfundur í Reykjavík, kvæntur
Kristínu Jóhannesdóttur kvikmyndagerðarmanni og
eiga þau eitt bam.
Foreldrar Arnórs voru séra Páll Þorleifsson, f. 23.8.
1898, d. 19.8. 1974, prófastur á Skinnastað í Öxarfirði,
og Guörún Elísabet Arnórsdóttir, f. 22.12. 1905, d.
18.11. 1983, húsmóðir. Þau bjuggu að Skinnastað í 40
ár.
Ætt
Faðir Arnórs, Páll, var sonur Þorleifs, b. og alþingis-
manns á Hólum í Nesjum, Jónssonar, b. og hreppstjóra
á Hólum, Jónssonar, prests á Hofi í Álftafirði, Bergsson-
ar. Meðal systkina Jóns á Hólum voru Bergur, prófastur
í Bjarnarnesi, en i fjórða lið frá honum eru þau Ólína
Þorvarðardóttir borgarfulltrúi, Herdís Þorgeirsdóttir rit-
stjóri og Eiríkur Jónsson sjónvarpsmaður.
Móðir Arnórs, Guðrún Elísabet, var dóttir Arnórs,
prests á Hesti í Borgarfirði, bróður Þorláks, afa Jóns
forsætisráðherra. Arnór var sonur Þorláks, prests á
Undirfelli í Vatnsdal, Stefánssonar. Móðir Arnórs var
Sigurbjörg Jónsdóttir, prófasts í Steinnesi, Pétursson-
ar. Meðal systkina Sigurbjargar voru Guðrún, amma
Sveins Björnssonar forseta, og Þórunn, langamma Jó-
hanns Hafstein forsætisráðherra, föður Péturs Haf-
stein sýslumanns.
Amma Arnórs, Guðrún Elísabet, var dóttir Jóns, b.
í Neðra-Nesi í Stafholtstungum, Stefánssonar, pró-
fasts í Stafholti, Þorvaldssonar, prófasts og skálds í
Holti undir Eyjafjöllum, Böðvarssonar, sonarsonar
Presta-Högna, en meðal afkomenda Þorvaldar Böðv-
arssonar í fimmta lið er Vigdís Finnbogadóttir for-
seti. Langamma Sigurðar, móðir Guðrúnar Jónsdótt-
ur, var Marta Stephensen, systir Hans Stephensen,
afa Þorsteins Ö. Stephensen leikara, og Sigríðar
Stephensen, ömmu Helga Hálfdanarsonar leikritaþýö-
anda.
Arnór og Betsý dvelja á Kanarieyjum á afmælisdag-
inn.
Höfuðstafir nr. 75
í dag er við hæfi að byrja á tveimur vorvísum eft-
ir Kristján Stefánsson í Gilhaga:
Þrastahópur hljómi nær
hlaóinn nýju þori,
jöröin þánar, jöröin grœr.
Jafndœgur á vori.
Flytur gleöi framtíöar
flokkur söngvaspörva,
og þaö sem enginn vetur var
viröist samt aö hörfa.
Sú aðgerð bandarískra og breskra stríðsáhuga-
manna að frelsa írösku þjóðina frá leiðtoga sínum
hefur mælst misjafnlega fyrir. Jón Ingvar Jónsson
orti um stríðið í írak:
Jón Hilberg Sigurðsson
verkamaður í Kópavogi
Jón Hilberg Sigurðsson verkamaður, Borgarholts-
braut 27, Kópavogi, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Jón fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp. Hann
var í Barnaskóla Stykkishólms og Unglingaskóla
Stykkishólms.
Jón var bóndi á Dröngum á Skógarströnd, Snæfells-
nesi, 1957-68, flutti þá í Kópavoginn og hefur búið þar
síðan.
Jón var verkamaður hjá Byggingarsamvinnufélagi
Kópavogs og í Vélsmiðju Heiðars í Kópavogi. Hann
hefur verið verkamaður hjá ÍSAL síðastliðin tuttugu
og fjögur ár.
Fjölskylda
Jón kvæntist 10.6. 1957 Kristjönu Emilíu Guð-
mundsdóttur, f. 23.4. 1939, ljóðskáldi, bókbindara og
bókaverði i Bókasafni Kópavogs. Foreldrar hennar:
Guðmundur Ólafsson, f. 15.12. 1907, d. 24.7. 1999, bóndi
og landpóstur, og k.h., Valborg Vestfjörð Emilsdóttir,
f. 22.1. 1916, ljósmóðir. Þau bjuggu á Dröngum á Skóg-
arströnd 1934-68 en fluttu þá í Kópavoginn.
Böm Jóns Hilbergs og Kristjönu Emilíu eru Stein-
ar, f. 13.4. 1958, en börn hans og fyrri konu hans, Sig-
ríðar Jónsdóttur, f. 10.1. 1958, eru Steinunn Ósk, f.
15.4. 1980, og Sigurður Atli, f. 16.12. 1985, en dóttir
Steinunnar Óskar og sambýlismanns hennar, Bjöms
Róbertssonar, f. 4.4. 1973, er Emilía Ósk, f. 8.10. 2002,
núverandi sambýliskona Steinars er Ragnheiður
Hilmarsdóttir, f. 17.10. 1962; Elín Jónsdóttir f. 15.8.
1961, en böm Elínar og eiginmanns hennar, Harðar
Hjartarsonar, eru Andrea Hlín, f. 27.10. 1993, og Björg-
vin, f. 29.12. 1996; Valborg, f. 15.8. 1961, en börn Val-
borgar og eiginmanns hennar, Magna Rúnars Þor-
valdssonar, f. 28.1. 1959, eru Elínborg, f. 18.4. 1979,
Erna Rún, f. 29.6. 1983, og Guðjón, f. 21.10.1991; Sævar,
f. 3.11. 1967, en synir Sævars og konu hans, Gerðar
Helgu Helgadóttur, f. 8.2. 1964, eru Emil Kristmann, f.
26.7. 1990, og Jón Helgi, f. 10.11. 1998; Sjöfn Jónsdóttir,
f. 3.11.1957, börn Sjafnar og eiginmanns hennar, Krist-
jáns Eysteins Harðarsonar, f. 24.2. 1967, eru Linda
Dögg, f. 15.7. 1988, Eysteinn Már, f. 18.12. 1993, og
Magnús Þór, f. 22.4. 2001; Guömundur Hilberg f. 6. 10.
1968, en sonur Guðmundar og sambýliskonu hans, Sig-
ríðar Jónsdóttur, f. 25.1. 1975, er Friðgeir Nökkvi, f.
13.12. 2001, en sonur Sigríðar er Sindri Már Baldurs-
son, f. 13.4. 1997.
Alsystkini Jóns: Friðrik Óskar, f. 20.6. 1920, d. 5.4.
1981; Sigríður Breiðfjörð f. 11.9. 1922, d. 23.5. 1992.
Hálfsystir: Laufey Samsonardóttir f. 15.4. 1917, d.
17.11. 1992.
Foreldrar Jóns: Sigurður Ólafur Lárusson, f. 1.11.
1895, d. 1.3. 1976, verslunarmaður, og k.h., Elín Kjerni-
steð Helgadóttir, f. 18.4. 1898, d. 25.9. 1960. Þau bjuggu
í Stykkishólmi. Jón verður að heiman á afmælisdag-
inn.
Þú nærö alltaf
550 5000
mánudaga tll flmmtudaga kl. 9 — 20
föstudaga kl. 9 — 18
sunnudaga kl. 16 — 20
sambandi
viö okkur!
smaauglysingar@dv.is
hvenær sólarhringsins sem er
550 5000
Sagt er aö viö Sundin blá
sumir væti brœkur,
varpi bombum Bagdad á
Bush og Ketill skrækur.
Nú nálgast kosningar og daglega glymja í eyrum
misjafnlega skemmtilegar fréttir af niðurstöðum
skoðanakannana um fylgi flokkanna. En hvað ætl-
um við svo að kjósa? Einar Kolbeinsson setti fram á
óvenjulegan hátt afstöðu sína til Framsóknarflokks-
ins:
Framsókn aö ég fœrist nœr,
fjarlœg er sú veiki.
En þegar ég verö elliœr
er það möguleiki
Það skal tekið fram að þessi þáttur er algjörlega
ópólitískur og ef framsóknarmönnum finnst að sér
vegið með þessari vísu er þeim frjálst að svara. Þátt-
urinn er opinn öllum sem yrkja rétt.
Hagyrðingar eiga það flestir sameiginlegt aö hafa
gaman af alls kyns rímþrautum. Inni á leirvefnum
rakst ég á tvær skemmtilegar vísur á dögunum.
Gísli Helgason spurði Magnús Steinarsson hvað
rímaði á móti „ærlær“. Magnús svaraði á eftirfar-
andi hátt:
Kjötiönaöi kœr hlœr
kappinn og á lœr slœr,
ruggar sér og rœr nœr
ríma kunni ærlær.
Tindra af gleöi tær skœr
tinnuaugun nœrfœr
flínk aö taka fœr mœr
feitt í sundur œrlœr.
Kristján Eiríksson var að velta fyrir sér
hvernig stjórn yrði mynduð eftir kosningarnar.
Lesendur geta reynt að finna út hvers konar sam-
starf hann er aö yrkja um hér. Bragarhátturinn
heitir skáhenda (sumir vilja reyndar kalla þetta
bláhendu!!):
Hitti hann knáa hringaná
hefji spaug meö ástarglingur;
bygg ég þá aö höndin blá
hljóti Baug á sérhvern fingur.
Umsjón
J* %