Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Page 6
6
MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003
DV
Fréttir
Síðustu landgönguliðarnir í Bandaríkjaher á Keflavíkurfligvelli kveðja:
Ríflega 50 manna deild á förum
Á heimleiö
Þaö var svo komiö aö ekki reyndist þörf fyrir landgönguliöana, enda haföi þeim
smátt og smátt veriö fækkaö niöur í þessa fimmtíu á undanförnum árum.
Ríflega flmm-
tíu manna deild
landgönguliða í
Bandaríkjaher á
Keflavíkurflug-
velli er nú á leið
af landi brott.
Deildin hefur
kvatt formlega
og fer héðan á
næstu vikum.
Landgöngulið-
arnir voru hér til öryggisgæslu en
þau störf hafa nú færst yfír til
annarra deilda, að sögn Friðþórs
Eydals, upplýsingafulltrúa Banda-
ríkjahers. Smátt og smátt hefur
verið fækkað í deildinni sem taldi
100 manns í upphafi og eru síð-
ustu landgönguliðarnir nú á för-
um.
Friðþór sagði, að landgöngulið-
ar hefðu verið fyrsta liðssveit
Bandaríkjahers sem komið hefði
til landsins 7. júlí 1941. Mjög fljót-
lega bættust við flugher, landher
og floti sem reyndar komu með
landgönguliðana.
Síöar þegar reksturinn á varn-
arliðinu og vamastöðinni á Kefla-
víkurflugvelli breyttist frá því að
vera á hendi flughersins til þess
að vera á hendi flotans 1961 komu
hingað rúmlega 100 landgöngulið-
ar sem hafa fylgt flotanum þar
sem hann fer og sinnt ýmiss kon-
ar varðgæslu og öryggisþáttum.
Þeir önnuðust t.d. eftirlit með ol-
íubirgðastöðinni í Hvalfirði fram
til 1967 og til að mynda eftirlit
með stjórnstöðvum og fjarskipta-
stöðvum á Keflavíkurvelli.
„Sá þáttur hefur smátt og smátt
verið að færast yfir til öryggislög-
reglu flotans sem annast almenna
löggæslu jafnframt öryggisgæsl-
unni, ásamt íslensku lögreglunni
á Keflavíkurflugvelli,“ sagði Frið-
þór. „Það var svo komið að ekki
reyndist þörf fyrir landgöngulið-
ana, enda hafði þeim smátt og
smátt verið fækkað niður í þessa
fimmtíu á undanförnum árum.“
Friðþór kvaðst ekki vita til þess
að fleiri varnarliðsmenn væru á
leið af landi brott.
Áhyggjur
„Að sjálfsögðu
höfum við
áhyggjur af at-
vinnusvæði sem
skapar um 1700
íslendingum
störf, ýmist
beint í vinnu
fyrir Vamarlið-
ið eða fyrirtækj-
um sem tengjast
starfsemi Varnarliðsins,“ sagöi
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ, um fækkun í Vam-
arliðinu.
Hann sagði að framhaldið færi
mikið eftir því hvernig íslensk
stjórnvöld taka á endurskoðun
þeirrar bókunar sem er framund-
an um það hvers konar starfsemi
eigi að fara hér fram.
„Við treystum á að íslensk
stjórnvöld standi föst fyrir. Marg-
ir starfsmenn í bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu telja ekki þörf
fyrir flugvarnir hér heldur mæla
með sjóvörnum. Ef það sjónar-
mið yrði ofan á væri nánast ver-
ið að leggja af þá starfsemi sem
hér er. Ég hef áhyggjur af þeim
orðum sem frá stjórnmálamönn-
um fara þar sem þeir era að gefa
sér að þetta fari fljótlega úr hönd-
um Bandaríkjamanna. Slík sjón-
varmið era ekki til að hjálpa okk-
ur.“
Endurskipulagning
„Þarna er um aö ræða endur-
skipulagningu," segir Gunnar
Snorri Gunnarsson, ráðuneytis-
stjóri í Utanríkisráðuneytinu.
„Það er verið er að stokka upp
starfsemina á Vellinum, þessu
hlutverki sem herdeildin hafði
með höndum verður sinnt af ör-
yggisdeild sjóhersins annars veg-
ar og hins vegar af MP, Military
Police, herlögreglunni."
Gunnar Snorri taldi það af og
frá að þarna væri um aö ræða
fyrsta áfanga í að Varnarliðið
með hátt í 3 þúsund menn hyrfi
frá íslandi. -JSS/hlh/JBP
Á Ráðhústorgi Ástu
Fyrir íslendinga á ferð í Kaup-
mannahöfn er sjálfsagður siður að
fá sér pylsu á Ráðhústorginu. Fyrir
fólk sem var á ferð í Reykjavík á
laugardag var sömuleiðis sjálfsagt
að næla sér í eina með öllu sem
frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins
buðu á kosningaskemmtunum vítt
og breitt um borgina. „Margir not-
uðu einnig tækifærið til þess að
ræða við okkur frambjóðendur.
Bæði um stefnumálin og einnig bera
upp við okkur ákveðin mál,“ sagði
Ásta Möller sem skipar 5. sætið á
lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík
norður. DV fylgdi henni eftir stund-
arkom á laugardag.
Loforð og leiðir
Ásta Möller var komin upp í
Breiðholt um klukkan tíu á laug-
ardagsmorgun. Þangað voru
einnig mættir til að grilla pylsur
Guðmundur Hallvarðarsson þing-
maöur og borgarfulltrúinn Vil-
hjálmur H. Vilhjálmsson. Öll
sýndu þau góða takta við grillið.
Nokkuð sem þau sýna yfirleitt
ekki öðrum en sinni fjölskyldu.
Og svo vel tókst þeim til að á
þremur klukkustundum ruku út
1.300 pylsur sem jafnt háir sem
lágir gerðu góð skil.
DV MYNDIR -SBS
Kunnugleg andlit
Björn, Sölveig og Ásta. Góöa veöriö í Reykjavík um helgina haföi bætandi
áhrif á mannlífiö svo allir fóru aö brosa. Frambjóöendur voru þar engin und-
antekning.
Pylsur, bíó og kampavín
Áfram hélt Ásta í pylsunum.
Fjölskylduhátíð sjálfstæðismanna
Um eitt leytið var Ásta komin upp
í Grafarvog og leit þá inn í verslunar-
miðstöðina í Spöng. Hafði þar tal af
fólki sem var aö gera helgarinnkaup-
in - og fékk í kaupbæti leiðsögn um
pólítíkina. Hvemig þær leiðir og lof-
orð sem Sjálfstæöisflokkurinn býður
geta drýgt mánaðarlaunin svo fá
megi meira fyrir hveija krónu. Út á
það gengur pólíktikin í ríkum mæli;
en þó umfram allt annað að skapa
—gott samfélag.
Ein með
Pylsan er góö - og var hádegismatur
vegamóös þingmanns.
skessuleik
Þingmenn þur fa aö bregða sér í
ýmis hlutverk. Rétt eins og aö fara
meö krökkunum í skessuleik - eöa
hvaö sem leikir nútímans heita.
ALÞINGISKOSNINGAR
2 0 0 3
Á FERÐ IWEÐ FRAMBJÓÐENDUM
í Grafarvogi var haldin við Gufu-
nesbæinn um kl. 13 þar sem
krakkar fóru í leiki, fullorðnir
skröfuðu saman og frambjóðendur
grilluðu. Þetta var í líkum dúr og
í Breiðholti um morguninn.
Það sem svo síðar var í boði á
þessum bjarta vordegi var bíó síð-
degis, þar sem Sjálfstæðisflokkur-
inn bauð gestum og gangandi að
sjá nokkrar af vinsælustu ís-
lensku myndum seinni ára. Áður
en sýning hófst var Ásta þar og
heilsaði upp á bíógesti. Einnig var
hún á konu- og kampavínskemmt-
un á Metz í Austurstræti.
Góöir taktar viö grilliö
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ásta
sýndu kjósendum góöa takta viö
grilliö - og þaö aö þeim er fleira til
lista lagt en standa í bardaga á hin-
um þólítíska vettvangi.
Vorið og bjartsýnin
Það var bjart og fallegt í Reykja-
vík á laugardag og vísast hefur
það haft sín áhrif á sálarlíf fólks-
ins. „Það var gaman að fara um og
tala við fólk. Vorið gerir alla bjart-
sýna. Og það er gaman að standa í
kosningabaráttu þegai' svo er,
enda er Sjálfstæðisflokkurinn
bjartsýnn flokkur.“ -sbs
Átök innan ÍSÍ:
„Ófrægingar-
herferð"
„Eftir þvi sem
mér skilst er Júl-
íus Hafstein að
leggja fram kæru
vegna bréfa sem
skrifuð voru fyrir
2 og 3 árum í um-
boði fram-
kvæmdastjómar
ÍSÍ og undirrituð
af mér. Kærandi
segir að þau feli í
sér villandi upp-
lýsingar og hafi
leitt til þess að
hann var ekki
skipaður í til-
tekna nefnd í út-
löndum. Ég man
þó ekki betur en
hann hefði sagt í
blaðaviðtali að
hann hefði sjálfviljugur tekið þá
ákvörðun að hætta í nefndinni.
Annars segi ég bara þetta: Þaö er
engin tilviljun að þessi kæra er lögö
fram viku fyrir kjördag. Þetta er lið-
ur í ófrægingarherferð sem hófst
þegar ég gekk til Uðs við „vitlaus-
an“ flokk. Ætli þetta sé ekki góð
sýnikennsla um vinnubrögð bláu
handarinnar. Ég mun snúa mér að
þessu máli þegar kosningar eru af-
staönar,“sagði Ellert B. Schram við
DV í morgun.
Sviptur rétti eöa ávíttur
Júlíus Hafstein hefur krafist þess
að Ellert B. Schram, forseti íþrótta-
og Ólympíusambands íslands, verði
sviptur rétti til að gegna trúnaðar-
störfum innan sambandsins og lagt
fram kæru þar að lútandi til dóm-
stóls ÍSÍ. Til vara krefst hann þess
að Ellert verði víttur en til þrauta-
vara að hann verði áminntur.
Einnig krefst hann þess að stjóm
ÍSÍ verði gert að afhenda sér afrit af
öllum bréfum sambandsins til
Heimssambands Ólympíunefnda
sem varði hann persónulega.
Tilefnið em bréf sem Ellert skrif-
aði sem forseti ÍSÍ til forseta Heims-
sambands Ólympíuneíhda árið 2000.
Þar hafi Ellert, að sögn Júlíusar,
þrýst á að Júlíus yrði leystur frá
störfum í nefhd innan Alþjóða
Ólympíunefndarinnar og hann sjálf-
ur eða aðrir sem hann tilgreini látn-
ir taka við. Júlíus fékk tvö bréfanna
afhent frá stjóm ÍSÍ en ekki önnur
sem hann segist þó hafa upplýsing-
ar um að Ellert hafi sent. I kærunni
er fullyrt að Ellert beiti sér í bréfun-
um fyrir því með blekkingum og
villandi upplýsingum að Júlíus
verði leystur frá störfum í ofan-
greindri nefnd. Meðal annars gefi
Ellert í skyn í bréfunum að Júlíus
sé ekki starfandi innan íþróttahreyf-
ingarinnar þrátt fyrir að hann hafi
þá verið formaður Blaksambands ís-
lands, fulltrúi í Ólympíunefiid ís-
lands og formaður Evrópusambands
C-þjóða í blaki. Ellert hafi þannig
stundað rógsherferð á hendur Júl-
íusi í þeim tilgangi að koma sjálfum
sér eða öðrum í það trúnaðarstarf
sem Júlíus gegndi. Þessi háttsemi sé
brot á 2. og 4. lið 35. gr. laga ÍSÍ,
Júlíus sagði í samtali við DV að
aðalatriðið væri að þetta kæmi fram
á sjónarsviðið svo koma mætti í veg
fyrir að menn stunduðu slík vinnu-
brögð í framtíðinni.
„Hér er ekki bara um mig að
ræöa. Geti forseti ÍSÍ hagað sér með
þessum hætti getur hann auðvitað
skrifað svona um hvem sem er til
heildarsamtaka íþróttahreyfmgar-
innar án þess að stjómarmenn í ÍSÍ
hafi hugmynd um það. í þessu til-
felli vissu stjómarmenn ekkert um
málið fyrr en ég upplýsti þá um
það, en ég fékk upplýsingar um
vinnubrögð Ellerts erlendis frá,“
segir Júlíus.
Hann þvertekur fyrir að tímasetn-
ing kærunnar hafi nokkuð með
komandi alþingiskosningar að gera.
„Mér er nákvæmlega sama í hvaða
stjómmálaflokki Ellert er. Það hefur
ekkert með þetta mál að gera,“ segir
Júlíus. -hlh/ÓTG
Júlíus Hafstein.