Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 Fréttir X>V Fylgi jafnaöar- og vinstriflokka: Talsvert yfir 40 ára meOalfylgi Fylgi Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í nýafstöðnum kosning- um er 5 prósentustigum yfir 40 ára meðaifylgi forvera þessara flokka. Það er nú samanlagt 39,8% en að meðaltali fengu þessir flokk- ar og forverar þeirra - Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti - samanlagt 34,8% í kosningum síðustu 40 ára. Einu sinni á þessum 40 árum hafa Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag fengið meira fylgi sam- tals en arftakar þeirra nú. Það var í kosningunum 1978 þegar þeir fengu samtals 39,8%. í kosningun- um 1987 og 1991 fengu þeir ásamt Kvennalista svipað fylgi og Sam- fylkingin og Vinstri grænir nú; 1987 var fylgi þeirra samtals 38,6% og í kosningunum 1991 samtals 38,2%. -ÓTG Banaslys á Hellissandi: Rúmlega tvítugur piltup lést er hann féll fram af klettum Rúmlega tvítugur piltur lést þegar hann féll fram af klettum við veitingastaðinn Svörtuloft á Hellissandi aðfaranótt laugar- dags. Skemmtun stóð yfir á veit- ingastaðnum en að sögn lögregl- unnar í Stykkishólmi er ekki vit- að hvernig slysið bar að og er verið að vinna að rannsókn máls- ins. Talið er að pilturinn hafi hrapað um 11 metra og látist samstundis. -EKÁ Vagnstjérinn í pásu Fylgi Framsóknarflokks og Sjálfstæöisflokks í 40 ár Fylgi stjórnarflokkanna í sögulegu samhengi: 45 40 35 30 25 20 15 10 5 1963 1967 1971 1974 1978 1979 1983 1987 1991 1995 1999 2003 Talsvert undir 40 ára meðalfylgi Fylgi stjómarflokkanna í nýaf- stöönum kosningum er talsvert undir meðalfylgi þeirra undanfar- in 40 ár. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er sem kunnugt er 33,7% eða 3,1 prósentustigi undir meðalfylginu, sem er 36,8%. Fylgi Framsóknar- flokksins er 17,7% eða 4,3 pró- sentustigum undir meðalfylginu, sem er 22,0%. Undanfarin 40 ár hefur Sjálf- stæðisflokkurinn aðeins tvisvar sinnum áður fariö niður fyrir 35%; það var í kosningunum 1978 þegar flokkurinn fékk 32,7% og í kosningunum 1987 þegar hann fékk aðeins 27,2%. Segja má að úrslitin séu enn sögulegri fyrir Framsóknarflokk- inn því að hann hefur aðeins einu sinni áður á undanförnum 40 árum farið niður fyrir 18%; það var í kosningunum 1978 þegar flokkurinn fékk 16,9%. -ÓTG Strætisvagni var stolið upp úr miðnætti í nótt. Vagnstjórinn sem ekur leið sex hafði tekið sér kaffipásu í Arnarbakka en þegar hann kom út aftur var vagninn horfinn. Einhver óprúttinn mað- ur hafði tekið vagninn og ekið honum að Dvergabakka þar sem lögreglan fann hann skömmu síð- ar. Vagninn var óskemmdur en þjófurinn á bak og burt. -EKÁ Ölvaður ók á staur Ungur maður ók á ljósastaur í miðbæ Akureyrar á laugardags- kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er hann grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfeng- is. Hann kvartaði undan eymsl- um í hálsi og var sendur á slysa- deild til athugunar. Meiðslin reyndust vera minniháttar og hann fékk að fara heim að skoð- un lokinni. -EKÁ Magnús Þór Hafsteinsson, nýr þingmaöur Frjálslyndra: Bíður enn eftir barninu Þú ert öruggur Innl! Þaö var margt hvíslaö á kosninganótt. Magnús Þór Hafsteinsson varýmist úti eöa inni sem þingmaöur alla nóttina. Hann beiö líka síns fjóröa barns en kona hans Ragnheiöur Runólfsdóttir á enn vonásér. Magnús Þór Hafsteinsson náði kjöri sem nýr þingmaður Frjáls- lynda flokksins í Suðurkjördæmi í kosningunum á laugardaginn. Það var þó ekki eingöngu útkoman í kosningunum sem átti hug hans þegar talið var aðfaranótt sunnu- dags, því þá beið hann einnig frétta af konu sinni á Akranesi, Ragnheiði Runólfsdóttur, sem bíð- ur þess að fæða barn. „Það er enn ekkert að frétta enn sem komið er,“ sagði Magnús Þór í samtali við DV í morgun um fréttir af bamsfæðingu. „Maður bíður bara rólegur, en það getur orðið hvenær sem er.“ Magnús sagðist vart vera farinn að átta sig á nýrri stöðu sinni á pólitískum vettvangi og gjör- breyttum persónulegum högum. - Þaö hefur ekkert komið þér á óvart hversu mikið sjávarútvegs- málin voru í umræðunni fyrir þessar kosningar? „Nei, ég hafði alltaf grim um að þetta kæmi upp. Maður er búinn að finna það á feröalögum um landið frá áramótum hvað óánægj- an er mikil. Sérstaklega hvað Stuttar fréttir Staða til síldveiða sterk Kristján Ragn- arsson, formaður LÍÚ, segir stöðu ís- lendinga til síld- veiða við Sval- barða mjög sterka. Kristján sagði í samtali við RÚV að Norömenn geti ekki tekið sér rétt til að stjórna veiðum þar og hindra þar með ís- lendinga til að stunda þar síld- veiðar - sem byggist á óumdeilan- legum strandveiðirétti. Fjórir með allar réttar Fjórir voru með allar tölur rétt- ar í Lottóinu um helgina og fær hver um sig rúmar 12,3 milljónir mjög mörgum stöðum hefur hnignað. Jafnvel stöðum eins og Vestmannaeyjum. Þar er mjög króna. Þá hlutu fjórir bónusvinn- ing að upphæð 134 þúsund krónur. Heildarfjöldi vinningshafa var 23.894 og vinningsupphæð helgar- innarnam um 69 milljónum króna. Helmingur í öll próf Helmingur nemenda í 10. bekk er skráður í öll samræmdu prófin. Um 92% nemenda eru skráðir í fjögur próf eða fleiri. Nemendur þreyta próf í stærðfræði í dag og með því lýkur samræmdum próf- um. mbl sagði frá. Ræða um HABL Hjúkrunarfræðingar efna til op- ins fundar í kvöld um bráðalungnabólguna sem nú geis- ar í heiminum. Fundurinn hefst mikil óánægja og þeim stað hefur hrakað á ekki mjög mörgum árum. Þar hefur orðið mikil fólks- fækkun, aukið atvinnuleysi, mikil svartsýni og allt atvinnulífið er á hálfum dampi. Það er því langt í frá að þar sé sami kraftur og var hér áöur fyrr. Þannig er þetta með marga af þessum stööum." - Munið þið berjast áfram af hörku á sömu braut í stjórnarand- stöðu? „Við munum berjast eins og ljón og Guð hjálpi þeim. Það má vel vera að Guðjón Arnar hafi gert þeim lífiö leitt með því að vera sí- fellt að tuða um þessi sjávarút- vegsmál síðustu fjögur árin. Nú erum við orðnir þrír sérfræðingar í sjávarútvegsmálum, ég, Guðjón og Gunnar Örlygsson." Magnús segir að innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks séu sterk öfl sem vilji breytingar í sjávarút- vegsmálum og menn haldi í von- ina um að hægt sé að hafa áhrif þar á. -HKr. klukkan 20 Og fer frma á Grand hóteli. Talsvert um útstrikanir Talsvert var um útstrikanir í kosningunum í báðum Reykjavík- urkjördæmum. Hátt í 1.000 at- kvæðaseðlum var breytt í hvoru kjördæmi. Útstrikanir voru áber- andi flestar á lista Samfylkingar- innar segir Þórunn Guðmunds- dóttir, formaður yfirkjörstjómar í norðurkjördæminu. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjör- stjórnar í suðurkjördæminu, seg- ist ekki hafa yfirlit yfir hvernig útstrikanir skipust á flokkana. Ógilt frá Tékklandi Umslag með atkvæðaseðli frá Maður stakk fimm manns með Imífi Maður gekk berserksgang í sam- kvæmi í Mosfellsbæ á laugardags- morgun og stakk fimm manns með hnífi. Mennimir fimm voru allir fluttir á sjúkrahús en enginn þeirra var lífshættulega slasaður. Einn var lagður inn en fékk að fara heim í gær. Árásarmaðurinn, sem grunaður er um að hafa verið und- ir áhrifum fikniefna, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. maí. -EKÁ Fánaþjófar á ferð ísfirðingar ráku upp stór augu í gærmorgun þegar þeir fóru til vinnu því búið var stela öllum fán- um í bænum. Að sögn lögreglunnar á ísafiröi var öllum fánum stjórn- málaflokkanna og fyrirtækja í bæn- um stolið um nóttina. Samkvæmt upplýsingum DV var á ferð hópur manna frá Vegagerð- inni sem var að skemmta sér fram eftir morgni. Lögreglan segir aö „vesalings mennirnir" hafi skamm- ast sín svo mikið daginn eftir að þeir hafi skilað flestum fánunum til eigenda sinn þegar rann af þeim. „Það er mikið búið að hlæja að þessu í bænum og það verða engin eftirmál vegna uppátækisins." -JBP Tékklandi, sem barst yfirkjör- stjóm í Reykjavíkurkjördæmi suður, hafði verið opnað og límt aftur með límbandi auðkenndu DHL hraðflutningafyrirtækinu. Endanleg úrslit í vikunni Gísli Baldur Garðarsson, vara- formaður landskjörstjórnar, segist búast við að endanleg úrslit kosn- inganna liggi fyrir í vikunni. Landskjörstjórn mun í dag og næstu daga fara yfir úrslit frá yf- irkjörstjórnum í hverju kjördæmi. Tímafrekast verður hins vegar að telja útstrikanir og reikna út - samkvæmt flóknum reglum - hvort þær hafi áhrif á röð fram- bjóöenda. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.