Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 13
Vöðlur og jakki saman. Aðeins kr. 17.995. Gerðu góð kaup! Sama verð og í fyrra! Verndaðu mestu verðmætin Hjálmar Opiö laugard. 10-16 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 DV_____________________________________________________ Útlönd Rolandas Paksas Forseti Litháens skilar atkvæöi sínu í þjóöaratkvæöagreiöslunni. Litháar vilja í ESB Níu af hverjum tlu Litháum vilja að þjóðin gangi í Evrópu- sambandiö. Þetta eru niðurstöður þjóðaratkvæðagreiöslu sem fram fór um helgina. Þetta eru í það minnsta niðurstöðumar þegar rúmur helmingur atkvæða hefur verið talinn. Fyrir fram höfðu skoðanakannanir bent til að 75% þjóðarinnar myndu styðja aðild. Þátttaka í atkvæðagreiöslunni var um 64%. Stjómmálaskýrend- ur segja að andstæðingar ESB-að- ildar hafi margir kosið að sitja heima í þeirri von aö þátttaka færi ekki yfir 50% en þar með væri atkvæðagreiðslan ógild. Svo fór ekki og bendir allt til að Lit- háen gangi formlega í Evrópu- sambandið í maí á næsta ári. Prinsinn varð næstum fyrir skoti lífvarðar Hertoginn af Jórvík, Andrés prins, varð næstum fyrir voðaskoti lífvarðar. Atburðurinn átti sér stað 25. apríl síðastliðinn en frá honum var fyrst greint á laugardag en þá héldu talsmenn Scotland Yard blaðamannafund vegna málsins. Lífvörður prinsins mun hafa verið að tæma byssu sína þegar skot hljóp úr byssunni og hafnaði í vegg, skammt frá þar sem prinsinn stóð. Þá hafði kúlan farið í gegnum skrifborð. Enginn slasaðist við skotið og vissi prinsinn ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Lífvörðurinn hefur ekki verið leystur frá störfum en hann mun ekki bera byssu fyrr en rannsókn málsins er að fullu lokið. Ron Thompson Clnssk-vöðlur Níest keyptu vöðlurnar. < Verð aðeins 9.995. Ron Thompson Outbock vððlujokki Vatnsheldur með öndun. ^ Verð aðeins 9.995. VEIÐIHORNID Hafnarstrætl 5 - 551 6760 l Síðumúla 8 - 568 8410 Nanoq Kringlunni - 575 5122\ Smáauglýsingar 550 5000 Hágæða hjálmarfrá :USA með viðurkenndum öryggistöðlum Trek hjálmar fyrir litlu börnin 1-3 ára Verð kr. 3.974.- Trek Scout f.börn og unglinga Stærðir: Small/medium, medium/large Verð kr. 3.963.- Ungur nemur, gamall temur Skólakrakkar fylgjast meö af athygli þegar Junichiro Koizumi, forsætisráöherra Japans, sýnir hvernig best er aö keyra rafknúinn hjótastói. Forsætisráöherrann vildi meö þessu brýna umferöaröryggi fyrir ungviöinu en árleg umferöarvika stendur nú yfir í Tokyo í Japan. Trek Vapor f.börn og fullorðna Stærðir: Small-medium-large Verð kr. 3.963.- STOFNAÐ 1925 Skeifunni 11, Sími 588 9890 Bsett og betrí verslun á sama stað! |Visa- og Euroraðgr. Réttarhöld vegna hryðjuverkasprengingarinnar á Balí hófust í morgun: Sppengguvarginum hlæjandi stökk ekki bros í dómsalnum Gífurlegar öryggisráðstafanir voru gerðar á BaJí í Indónesíu í morgun, við upphaf fyrstu réttar- haldanna í tengslum við sprengju- tilræðið á eyjunni í fyrra þegar rúmlega tvö hundruö manns, margir þeirra ungir erlendir ferðamenn, týndu lifi. Fertugur íslamskur harðlínu- maður, sem gengur undir nafninu Amrozi en sem fjölmiðlar hafa uppnefnt sprengjuvarginn hlæj- andi, sat svipbrigðalaus á saka- mannabekknum þegar saksóknari las upp ákæruna sem er í 33 lið- um. Þar kom fram að tilræðis- mennirnir hefðu viijaö ná fram hefndum gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Yfirvöld í Indónesíu hafa til þessa handtekið 29 manns vegna sprengjutilræðisins. Amrozi, sem er vélvirki að at- REUTERSMYND Sprengjuvargurinn hlæjandl alvarlegur í bragði Réttarhöld hófust í morgun yfir íslömskum harölínumanni, Amrozi, vegna sprengjutiiræöanna á Balí í fyrra. Amrozi, sem fjölmiölar uppnefndu sprengju- varginn hlæjandi, brosti ekki aö þessu sinni, enda höfuö hans aö veöi. vinnu, er ákærður fyrir að hafa aðstoðað við skipulagningu hryðjuverkanna og fyrir að kaupa bæði sprengiefni og sendibíl sem síðar var breytt í risastóra sprengju. Hann á yfir höföi sér dauðarefsingu. Saksóknarar sögðu að Amrozi hefði setið sex fundi þar sem árás- imar vom skipulagðar. „Þeir ræddu um skyldur múslíma gagnvart öðrum múslímum sem hefur verið slátr- að eða hafa sætt ofsóknum af háifu Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra i Afganistan, Palest- ínu, Ksmír og írak,“ sagði einn saksóknaranna þegar hann las upp úr ákæruskjalinu. Réttarhöldunum var síðan frestað um eina viku til að gefa saksóknurum tíma til að svara at- hugasemdum verjenda Amrozis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.