Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 DV Tom Ridge Hann dvelur í Hvíta húsinu þessa viku og stýrir umfangsmikilli æfmgu. ViðbrögO við meirihátt- ar hryðjuverkum æfð Fimm daga æfmg á viöbrögð- um gegn meiriháttar hryöjuverk- um hófst í Seattle og Chicago í morgun. Alls taka 8500 manns beinan þátt í æfmgunni. Annars vegar verður líkt eftir áhrifum geislavirkrar sprengju á Seattle og síöan efnaárásar á Chicago. Tom Ridge, yfirmaður öryggis- mála innanlands, stýrir æílng- unni og mun hafa aðsetur í Hvíta húsinu allan tímann - þar sem hann gefur Georgo Bush nauð- synlegar upplýsingar eftir því sem líður á. Æfingin er sú umfangsmesta sem efnt hefur verið til í Banda- ríkjunum og áætlaður kostnaður er um 16 mdljónir dala. Tugir létust í sprengju- árás í Tsjetsjeníu Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið þegar vörubíll, hlaðinn sprengiefnum, keyrði inn í stjórnarbyggingu í borginni Znamenskoye í Tsjetsjeníu í morgun. Byggingin, sem hýsir m.a. öryggisráð borgarinnar, skemmdist töluvert í sprenging- unni auk átta nærliggjandi húsa. Talið er að allt að eitt hundrað manns hafi slasast í árásinni. Staðfest er að tsjetsjenskir upp- reisnarmenn hafi staðið aö árásinni. Árásin nú er sú mann- skæðasta síðan sjálfsmorðsárás var gerð í höfuðborg landsins, Grozny, í desember síöastliðnum. Þá týndu áttatíu manns lífi. Telja heiminn hættu- legri eltir iraksstríð Aðeins íbúar í Bandaríkjunum, Albaníu og Kosovo telja að ver- öldin sé öruggari staöur eftir stríðsátökin í írak. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallups sem gerð var í 41 landi. Aðrar þjóðir telja veröldina hættulegri að loknu Íraksstríði. Um 32 þúsund manns tóku þátt í könnuninni. Meirihluti svarenda telur að ógn hermdarverka hafi ekki minnkað vegna stríðsins. Meirihluti þjóða heimsins telur að Bandaríkin og bandamenn þeirra eigi að taka þátt í upp- byggingu íraks og að Sameinuðu þjóðirnar taki þar einnig þátt. Þá telja svarendur að Sameinuðu þjóðirnar hafi beðið hnekki af ný- liðnum atburðum. Colin Powell varð lítið ágengt í viðræðum við ísraela: Sharon spornar enn gegn Iriöartillögunum Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, hélt áfram að sporna gegn friðartillögum Vesturveldanna í Mið-Austurlöndum, svokölluðum vegvísi, þegar hann ræddi við Col- in Powell, utanríkisráðherra Bandarikjanna, í Jerúsalem í gær. Powell tókst þó að fá ísraelska ráðamenn til að fallast á að sleppa um 180 palestínskum fóngum og leyfa um tuttugu og fimm þúsund Palestínumönnum frá Vestur- bakkanum að nýta sér aftur at- vinnuleyfi sín og koma til vinnu í ísrael frá og með deginum í dag. Með þessu komu ísraelar að ein- hverju leyti til móts viö þær kröf- ur Powells að deilendur fyrir botni Miðjarðarhafs sýni í verki að þeir vilji sættir, áður en ísrael- ar fallast á vegvísinn. Þar er með- al annars gert ráð fyrir sjálfstæðu ríki Palestínumanna fyrir 2005. REUTERSMYND Powell og Sharon Bandaríski utanríkisrádherrann ræddi viö ísraelska forsætisráöherr- ann í Jerúsalem í gær. Powell ræddi einnig við Ma- hmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna, sem einnig geng- ur undir nafninu Abu Mazen, um nauðsyn þess að gengið yrði milli bols og höfuðst á hópum palest- ínskra harðlínumanna sem hafa staðið fyrir sjálfsmorðssprengju- tilræðum í ísrael. Þrátt fyrir loforð sín til Poweils um að koma til móts við Palest- ínumenn gripu ísraelar til þess ráðs í morgun að banna ferðalög Palestínumanna til og frá Gaza- svæðinu. ísraelsk yfirvöld báru fyrir sig að ferðabannið heföi ver- ið sett af öryggisástæðum. Ekki lá ljóst fyrir í morgun hversu lengi bannið yrði í gildi. ísraelar drápu tvo Palestínu- menn á Gaza í morgun þegar þeir reyndu að leggja jarðsprengjur á leið ísraelskra skriðdreka. REUTER&MYND Blessun páfa Lítill drengur hlýtur blessun Jóhannesar Páls II páfa. Páfi var viö messu í Péturskirkjunni í Róm í gær og skipaöi þrjátíu djákna í embætti í messunni. Hann er oröinn 82 ára og á viö heilsubrest aö stríöa. Fyrsta tilfelli bráðahmgna- bólgunnar komið upp í Himlandi Fyrsta tilfelli bráðalungnabólg- unnar er komið upp í Finnlandi. Heilbrigðisyfirvöld greindu frá því um helgina að 28 ára maður hefði greinst meö veikina og að hann hefði smitast í Toronto í Kanada. Maðurinn kom heim til Finn- lands í lok apríl og var lagður inn á sjúkrahús tveimur dögum síðar vegna einkenna sem þóttu benda til bráðalungnabólgu. Talið er að sjúkdómsins hafi fyrst orðið vart í Kína og þar hafa flestir látist af hans völdum. Kanada er það land utan Asíu þar sem flest tiífelli hafa komið upp og þar sem flestir hafa látist. Forsætisráðherra Kína hét því í REUTERSMYND Hltastigið kannað Kínverskur heilbrigöisstarfsmaöur kannar hitastig feröaianga á leiö inn til borgarinnar Wuhan í leit aö grun- uöum smitberum bráöalungnabólgu. morgun að gripið yrði til allra ráða til að hefta útbreiðslu sjúk- dómsins. Embættismenn í borginni Gu- angzhou í sunnanverðu landinu ætla ekki að láta sitt eftir liggja og hafa þegar sent eitt þúsund heil- brigðisstarfsmenn út á götur til að koma í veg fyrir að fólk hræki. Þeir sem staðnir verða að því að hrækja á almannafæri verða sektaðir um sem svarar tæpum fimm hundruð krónum, auk þess sem þeir verða að hreinsa eftir sig sóöaskapinn, að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua. Að sögn fréttaritara BBC eru þetta umtalsverðir fjármunir nema fyrir auðmenn. Stuttar fréttir Tommy flytur boðskap Tommy Franks, yfirmaður banda- ríska heraflans í írak, skýrði írösku þjóðinni frá því í gær að Baath-flokkur Saddams Huss- eins, fyrrum for- seta, hefði verið leystur upp og baö hana að afhenda allar eigur samtakanna. Olíu leitað á ný við Færeyjar ítalska olíufélagið Agip ætlar að hefja tilraunaboranir eftir olíu á landgrunni Færeyja í næsta mánuði, skammt frá miðlínunni við Hjaltlandseyjar. Aurskriður í Kína Björgunarsveitamenn hafa fundið að minnsta kosti 33 lík eft- ir að aurskriður fóru yfir vega- vinnuflokk í gærmorgun. Vujanovic kjörinn forseti Sjálfstæðissinninn Filip Vuja- novic vann sannfærandi sigur í forstakosningunum í Svartfjalla- landi í gær, í þriðju tilrauninni til að halda þær. Mafíu kennt um sorpvandann ítalskir embættismenn kenndu í gær maflunni um að hafa lamað alla sorphirðu í Napólí þar sem íbúar hafa kveikt í sorpi sem hef- ur hrannast upp á götunum. Stig Meller til Færeyja Per Stig Moller, utanríkisráðherra Danmerkur, kom í morgun í opinbera heimsókn til Fær- eyja. Danski ráð- herrann mun ræða við Anfinn Kallsberg lögmann á stjórnarskrifstofunum í Tinga- nesi og síðan við landstjórnina og utanríkismálanefnd lögþingsins í þinghúsinu sjálfu. íranar íhuga samband írönsk stjórnvöld íhuga nú hvort þau eigi að taka aftur upp eðlilegt stjórnmálasamband við Bandaríkin, 23 árum eftir að þeim var slitið, að sögn banda- ríska dagblaðsins USA Today. Eichel ekkert á útleið Gerhard Schröder Þýska- landskanslari sagði í morgun að Hans Eichel fjár- málaráðherra væri ekkert á för- um. Þýskt tímarit sagði um helgina að Eichel hefði hótað að segja af sér ef þýska ríkið tæki meiri lán 2004 en ESB hefur heimilað. Verðmætri styttu stolið Bíræfnir þjófar stálu verðmætri smástyttu úr listasafni í Vínar- borg í fyrrinótt. Styttan er sögð vera „Mona Lisa höggmyndalist- arinnar". Prófsteinn á Raffarin Helstu verkalýðsfélög Frakk- lands hafa boðað til verkfalls í dag til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á eftirlaunakerfmu. Aðgerðirnar þykja prófsteinn á styrk Raffarins forsætisráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.