Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 17
 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 17 Skoðun Urslit þingkosninganna „Eðlilegasta niðurstaðan úr þessum kosningum hlýtur að vera áframhaldandi samstarf flokkanna tveggja. Megin- verkefnin fram undan eru að lækka myndarlega skatta á almenning, varðveita stöðugleikann og fjölga tœkifœrum fólks til að komast í álnir og vinna sér og sínum. “ Dr. Hannes f Hólmsteinn L ‘ Gissurarson prófessor í ■ - - J stjórnmálafræöi Kjallari Allir urðu fyrir vonbrigðum í þingkosningunum laugardag- inn 10. maí 2003. Sjálfstæð- isflokkurinn tapaði 7% og fór niður í tæp 34% atkvæða. Framsóknarflokkurinn tapaði lítillega og fékk tæp 18% at- kvæða, sem er að vísu svip- að fylgi og síðast, en tais- vert minna en á árum áður. Samfylkingin vann um 4% en henni mistókst að fella ríkisstjórn- ina, og svonefnt forsætisráðherraefni hennar náði ekki kjöri á þing. Frjáls- lyndi flokkurinn bætti við sig 3%, en það var miklu minna en skoðana- kannanir höfðu gefið vísbendingu um. Vinstri grænir töpuðu lítillega og misstu eitt þingsæti. Ósigur skiljanlegur Ósigur Sjálfstæðisflokksins verður skfljanlegur í ljósi fjögurra stað- reynda. í fyrsta lagi hefur flokkurinn verið í stjórnarforystu þrjú kjörtíma- bfl samfleytt. Hann var að biðja um brautargengi tfl að vera í stjórn íjög- ur ár í viðbót. Það var tfl mikils mælst, hvað sem öllum árangri líður. Síðast þegar Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram eftir að hafa verið í stjórn- arforystu þrjú kjörtímabíl, 1971, fékk hann um 36% atkvæða. Meðalfylgi hans síðasta aldarfjórðung hefur líka ekki veriö nema um 37%. Fylgistap hans þarf því ekki að koma á óvart. í öðru lagi er aðstaða flokksins að því leyti erfiðari en 1971, að harka- lega var að honum sótt úr mörgum áttum. Fjórir menn, sem setið hafa á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn lengri eða skemmri tíma, voru ofarlega á framboðslistum annarra flokka: Guð- jón Arnar Kristjánsson fyrir Frjáls- lynda flokkinn, Ellert Schram fyrir Samfylkinguna, Kristján Pálsson fyr- ir Traustsframboöið á Suðurlandi og Jón Magnússon fyrir Nýtt afl. Sjávarútvegsmál og árásir í þriðja lagi hlaut það að verða Sjálfstæðisflokknum erfitt, að stjórn- arandstöðuflokkarnir rufu sáttina, sem myndast hafði í auðlindanefnd, og settu skyndflega fram hugmyndir um svokallaða fyrningarleið. Þessir flokkar höfðu fyrir sér skoðanakann- anir, sem sýndu, að margir ólu í brjósti efasemdir um kvótakerfið. Ef- laust hefur stuðningur Sjáifstæðis- flokksins við kvótakerfið kostað hann talsvert fylgi, eins og sést raun- ar á góðu gengi Frjálslynda flokks- ins. En á síöustu dögum kosninga- baráttunnar varð mörgum ljóst, hvað fólst í fyrningarleiðinni. Hún var að taka kvótana af útgerðarfyrirtækjun- um bótalaust á tíu árum, 10% á ári, og leigja þeim þá síðan aftur. Auðvit- að hefði þá flöldi fyrirtækja orðið gjaldþrota, stoðum verið kippt undan flölda sjávarbyggöa, lífeyrissjóðir, sem flárfest höfðu í útgerðarfyrir- tækjum, tapað stórfé og orðið að skerða greiðslur og bankar riðað til falls vegna verðfalls á veðum. í flórða lagi gerði Samfylkingin,'undir for- ystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur, harða hríð að Davíð Oddssyni. Hann stóð sig að vísu afburðavel í kosningabaráttunni en hinar per- sónulegu og rætnu árásir og dylgjur Ingibjargar Sólrúnar um hann kunna að hafa haft einhver áhrif á suma. Bakkabræður reyndu forðum að bera birtuna inn í hús sitt. Ingi- björg Sólrún reyndi að bera myrkrið inn í hús landsmanna. Einhverjir hafa boðið hana velkomna. Ósmekkleg ummæli Sú auglýsing kosningabaráttunn- ar, sem vakti mesta athygli, var af Ingibjörgu Sólrúnu í lit með mörgum körlum í svarthvítu, fyrrverandi for- sætisráðherrum. Skilaboðin voru einfóld: Kjósið mig, af því að ég er kona, en ekki af verðleikum mínum. Ég bjó í Bretlandi, þegar Margrét Thatcher var þar forsætisráðherra. Hún notaði sér það aldrei, að hún var kona. Hún sagði aðspurð, að hún vfldi ekki gera svo lítið úr sér að biðja um stuðning fyrir það eitt að vera kona. Hún vildi vera metin af verkum sínum og störfum. En líklega átti Mörður Árnason ósmekklegustu ummælin í kosningabaráttunni, þeg- ar hann sagði glottandi fimmtudags- morguninn 8. maí, í sjónvarpsþættin- um ísland í bítið, að Árni Johnsen væri eini þingmaðurinn, sem væri öruggur inni. Árni er að taka út sina refsingu, og ég er ekki einn um að furða mig á því, að ofbeldismenn, sem berja fólk, skuli fá miklu vægari dóma en Árni, sem hefur verið sjálf- um sér verstur. Öllu kostað til Sannleikurinn er sá, að hin fá- menna klíka í kringum Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, sem þráir ekkert heitar en hrinda Davíð Oddssyni frá völdum, kostaði öllu til í þessum kosn- ingum. Borgarstjórinn fyrrverandi rauf það loforð, sem hún haföi gefiö Framsóknarflokknum um að sinna borgarmálum allt kjörtímabflið, og hún brá í hinni illræmdu Borgar- nesræðu sinni skildi fyrir Baugsfeðga og Jón Ólafsson í Skífunni. Þessir auðjarlar endurguldu henni með því að beita flölmiðlum sínum kappsam- lega fyrir hana í kosningabaráttunni, sérstaklega framan af. Fjölmiðiar þeirra eru ólíkir öðrum íslenskum flölmiðlum í því, að þeir veita áróðri sínum endurgjaldslaust tfl fólks. Menn geta ekki sagt þeim upp. Baugsfeðgar dreifa Fréttablaðinu ókeypis inn á nánast hvert einasta heimfli á suðvest- urhorni landsins, og Jón Ólafsson í Skífunni sendir fréttir á Stöð tvö út í opinni dagskrá. Það er stjórnmála- manni ekki ónýtt að eiga slíka vini. Samfylkingin fékk líka stuðning úr annarri átt. Fólkið, sem skipulagði kosningabaráttu hennar og mælti fyr- ir stefnu hennar i flölmiðlum, er margt á launum í Háskóla íslands. Má þar nefna Margréti Bjömsdóttur, Ei- rík Bergmann Einarsson, Stefán Ólafs- son (og aðra starfsmenn svokallaðs Borgarfræðaseturs) og Þorvald Gylfa- son. En klíkan í kringum Ingibjörgu Sólrún varð samt fyrir vonbrigðum. Henni mistókst að fella ríkisstjórn- ina og koma leiðtoganum á þing. Frá sögulegu sjónarmiði séð er fylgis- aukning Samfylkingarinnar ekki heldur mjög merkfleg: Árið 1978 fengu þeir flokkar, sem standa nú að Sam- fylkingunni, 44% atkvæða. Nú fær Samfylkingin 31% atkvæða. Klíkan hlýtur að spyrja sjálfa sig: Ef atlagan mistókst nú, hvenær tekst hún þá? Sá Frjálslyndi og kvótakerfið Vissulega vann Frjálslyndi flokk- urinn talsvert á í þessum kosning- um, þótt gengi hans yrði minna en forystumenn hans vonuðu. Sennilega hefur mörgum kjósendum orðið ljóst á lokasprettinum, að hvort tveggja væri, að ýmsir frambjóðendur flokksins væru alls ekki frambæri- legir og að stefnumörkunin væri óljós. Frjálslyndi flokkurinn vissi, hverju hann væri á móti, en hann vissi ekki, hverju hann væri með. En fylgi flokksins, sem er að miklu leyti sótt til Sjálfstæðisflokksins, hlýtur að vera sjálfstæðismönnum umhugsun- ar- og áhyggjuefni. Það er minni skilningur á og víðtækari óánægja með kvótakerfið en menn höfðu gert sér grein fyrir. Hugmyndir Davíðs Oddssonar um að auka veiðiskyld- una og auðvelda sjávarbyggðum að nýta sér forkaupsrétt á kvótum ættu að geta stuðlað að meiri sátt, án þess að hagkvæmni kerfisins yrði stefnt í voða. En bersýnilega er ærið verk- efni fram undan við að auka skilning almennings á kvótakerfinu. VG komnir til að vera Vinstri-grænir guldu þess, að margir vinstri menn kusu Sam- fylkinguna í von um að hrinda Davíð Oddssyni frá völdum. Sam- fylkingin talar niður til Vinstri- grænna og vill sem minnst af þeim vita. Þótt Steingrímur J. Sig- fússon, leiðtogi Vinstri-grænna, sé þrautþjálfaður og frambærilegur stjórnmálamaður, naut hann sín ekki vel í kosningabaráttunni. Ef- laust hefur það líka torveldað kynningarstarf Vinstri-grænna, að þeir höfðu ekki sama greiða að- ganginn og Samfylkingin að auð- jörlum þeim, sem vilja hefna sín á Davíð Oddssyni fyrir ímyndaðar misgerðir. Ólíkt Frjálslynda flokknum eru Vinstri-grænir hins vegar komnir til að vera. Sann- leikurinn er sá, að nokkur hluti þjóðarinnar deilir með þeim skoð- unum, þótt flestum þyki þeir aft- urúrsiglarar. Varnarsigur hjá Framsókn Þótt Framsóknarflokkurinn hafi tapað lítillega fylgi, má hann vel við una. Hann hélt þingmannatölu sinni. Jafnframt hefur sú kenning sumra samkennara minna í stjórnmálafræði verið hrakin eft- irminnilega, að Framsóknarflokk- urinn stórtapi alltaf á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Fram- sóknarflokkurinn stendur öflugur eftir þessar kosningar. Hann háði harða og snjalla kosningabaráttu, Halldór Ásgrímsson þótti traustur og glöggur, og margt ungt og efni- legt fólk hefur fylkt sér undir merki flokksins. Samstarf stjórn- arflokkanna tveggja hefur verið gott. Þeir hafa ekki reynt að setja hvor öðrum afarkosti. í kosning- unum 1999 vann Sjálfstæðisflokk- urinn nokkurt fylgi, en Framsókn- arflokkurinn tapaði. Þá gerði hvorugur flokkurinn kröfu um neinar sérstakar breytingar á samstarfinu. Nú snerist þetta við. Nú tapaði Sjálfstæðisflokkurinn verulegu fylgi, en Framsóknar- flokkurinn hélt sínu. Eðlilegasta niðurstaðan úr þess- um kosningum hlýtur að vera áframhaldandi samstarf flokk- anna tveggja. Meginverkefnin fram imdan eru að lækka myndar- lega skatta á almenning, varðveita stöðugleikann og fjölga tækifær- um fólks til að komast í álnir og vinna sér og sínum. : Stjornmal, ekkí slagsmál Björn Ingi Hrafnsson skrifstofustjóri þingflokks Fram- sðknarflokksins Kosningar til Alþingis eru aö baki. Eftir langa og að mörgu leyti sögulega kosn- ingabaráttu liggja úrslit nú ffyrir og ekki annað í stöð- unni en sætta sig við orð- inn hlut. Við framsóknar- menn fögnum mikilvægum varnarsigri, þar sem við héldum því sem næst kjör- fylgi og höfum sem fyrr tólf þingmenn. Að auki er mikil- vægt að ríkisstjórnin heldur meirihiuta sínum á þingi ör- ugglega, þrátt fyrir harða atlögu að henni á síðustu mánuðum og vikum. Fyrir fáeinum vikum sýndi hver skoðanakönnunin á fætur annarri að fylgi Framsóknarflokksins væri aðeins um 8%. í kosningabarátt- unni tókst að tvöfalda þetta fylgi og gott betur. Þetta er einstæður árangur i íslenskri stjómmálasögu eða treystir einhver sér til þess að nefna dæmi um sambærilegan ár- angur? Persónulegur sigur Halldórs Þegar leitað er skýringa á þess- ari niðurstöðu er augljóst að fyrst og fremst er þetta persónulegur sig- ur Halldórs Ásgrímssonar, for- manns Framsóknarflokksins. Hall- dór lagði sinn pólitíska feril að veði og tók djarfa áhættu með því að flytjast úr Austurlandskjördæmi, þar sem hann hafði tvennar kosn- ingar í röð leitt flokkinn til meira en 40% fylgis í kosningum, og í Reykjavíkurkjördæmi norður. Eins og Halldórs var von og vísa tók hann slaginn þar sem eldurinn brann heitast og hafði að andstæð- ingum í kjördæminu Davíð Odds- son forsætisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, forsætisráð- herraefni Samfylkingarinnar, og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar. Með þessa andstæðinga vann Halldór góðan sigur í Reykjavíkur- kjördæmi norður og jók fylgi Fram- sóknarflokksins í Reykjavík um tiu af hundraði eða úr 10,3% í kosning- unum 1999 í 11,6% nú. Hvergi jók flokkurinn hlutfallslega jafnmiklu viö fylgi sitt og í Reykjavík norður, þrátt fyrir góða niðurstöðu í Reykjavík suður og Norðaustur- kjördæmi og viðunandi niðurstöðu í Norðvestur- og Suðurkjördæmum eftir átta ára aðild að ríkisstjórn. Öflug kosningabarátta Það er einnig hafið yfir vafa að kosningabarátta Framsóknarflokks- ins var öflug og náði vel eyrum al- mennings. Okkur framsóknar- mönnum tókst að koma á framfæri við almenning upplýsingum um raunverulegan árangur starfa okk- ar í ríkisstjórn undanfarin átta ár og draga þannig upp raunsanna mynd af því framfaraskeiði sem einkennt hefur íslenskt samfélag á þessu tímabili. Framsóknarflokkur- inn tefldi fram málefnum sem varða hagsmuni heimilanna í land- inu miklu andspænis hnútukasti foringja annarra stjórnmálaflokka. Með því tók flokkurinn málefnalegt frumkvæði í baráttunni. Málflutn- ingur Halldórs Ásgrímssonar og annarra leiðtoga Framsóknar- flokksins varð þess valdandi að fjöl- margir sáu í flokknum raunhæfan valkost við það skitkast sem farið var að einkenna pólitíska umræðu í „Málflutningur Halldórs Ásgrímssonar og annarra leiðtoga Framsóknarflokksins varð þess valdandi að fjölmargir sáu í flokknum raunhæfan valkost við það skítkast sem farið var að einkenna pólitíska umrœðu í landinu og gengið hafði svo langt að fjölmargir höfðu megnustu andúð á. “ landinu og gengið hafði svo langt að fjölmargir höfðu megnustu andúð á. Pólitískt slysavarnafélag Það er ekki tilviljun aö Fram- sóknarflokkurinn treysti stöðu sína í íslenskum stjórnmálum í kosning- unum á laugardag. Kjósendur sáu í Halldóri Ásgrímssyni stjórnmála- mann sem ber hag almennings fyr- ir brjósti, hefur kjark til að taka umdeildar og erfiðar ákvarðanir, tekur langtímahagsmuni þjóðarinn- ar fram yfir pólitíska skammtíma- hagsmuni sjálfs sín og eigin flokks og tekur ekki þátt í ómerkilegu per- sónulegu skítkasti við andstæðinga sína. Niðurstaða kjósenda varö ein- faldlega sú að Framsóknarflokkur- inn með Halldór Ásgrímsson í broddi fylkingar er pólitískt slysa- varnafélag, sem íslensk stjórnmál geta ekki verið án. Aðild flokksins að ríkisstjórn veitir tryggingu fyrir varðstöðu um velferðarkerfið og hagsmuni heimilanna í landinu og ábyrga stjórn ríkisfjármála. Það er einnig gleðilegt fyrir okk- ur framsóknarmenn að málflutn- ingurinn náði eyrum yngra fólks, fólksins sem er að koma undir sig fótum í lífinu og ber nú og mun á næstu árum bera þyngstu fram- færslubyrðina vegna afborgana af húsnæðislánum, námslánum og greiðslu leikskólagjalda enda er það kjarninn í stefnumálum flokksins að auðvelda þeim lífsbaráttuna sem hafa þyngsta framfærslubyrði og eru að koma börnum á legg. Með því hefur staða flokksins verið treyst til framtíðar og grunnur lagð- ur að enn frekari framsókn eina ís- lenska miðjuflokksins á nýrri öld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.