Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 Fréttir dv „Ég held að þetta sé örvænting- aróp úr Samfylkingunni og menn hljóta að spyrja um trúverðug- leika þess að daginn eftir kosning- ar er verið að bjóða mönnum for- sætisráðherrastólinn. Menn virð- ast vera búnir að gleyma því að það átti að gera tiltekinn vara- þingmann Samfylkingarinnar að forsætisráðherra, en það er eins og annað í þessum flokki; fyrir- heit og loforð gleymast fljótt,“ seg- ir Einar K. Guðfmnsson, varafor- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, um fréttir þess efnis að Samfylkingin hafl boðið Fram- sóknarflokknum forsætisráð- herrastólinn. Halldór Ásgrímsson hefur upp- lýst að Össur Skarphéðinsson hafi hringt i sig í gær og Össur segir í viðtali við DV í dag að forsætis- ráðherrakortið sé ekki í spilum Samfylkingarinnar. Þá hafa ónafngreindir þingmenn Fram- sóknarflokksins tjáð DV að mjög sé biðlað til þeirra úr röðum Sam- fylkingarinnar um að ganga til stj órnarmyndunar. Sama stjórn líkleg Halldór og Davíð Oddsson ræddu stuttlega saman í gærmorg- un og ákváðu að falast síðdegis í dag eftir umboði þingflokka sinna til að hefja formlegar viðræður um stjómarmyndun. Einar K. seg- ir þettta eðlilegt og rökrétt. „Stjórnin hélt velli og hefur ræki- legan meirihluta; annað hefði ver- ið órökrétt." Hann segist telja lík- legra en hitt að viðræðurnar Sjaumst! Þaö fór vel á meö stjórnarherrunum í gærkvöld og mestar líkur á aö þeir endurnýi samstarfiö. Samfylkingin biðlar til Framsóknar en samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæöisflokks er heldur ekki útilokuð. gangi upp. „Mér flnnst það lík- legra, en auðvitað á það eftir að koma í ljós,“ segir Einar. Hann segist heldur vilja að Davíð Odds- son verði áfram forsætisráðherra en allir viti þó að Halldór sé hæf- ur til að gegna starfinu. Þá útilokar Einar K. ekki stjórn- arsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Athygli vakti að Davíð Oddsson sagði í for- mannaumræðum í Sjónvarpinu í gær að staða sín væri sterkari en staða Halldórs Ásgrímssonar að því leyti að hann gæti myndað tvenns konar starfhæfar tveggja flokka stjórnir, þ.e. annaðhvort með Framsóknarflokki eða Sam- fylkingu; það væri „ekkert vanda- mál“ milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. -ÓTG Varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins: Þetta er örvæntingaróp úr Samfylkingunni Ung stúlka lést í bílslysi í Eyjum - tvær stúlkur á gjörgæsiu, önnur mikið slösuð Sautján ára stúlka lést í Vest- mannaeyjum aðfaramótt sunnu- dags þegar bifreið, sem hún var farþegi í, ók út af og lenti á stein- vegg við Steypustöð Vestmanna- eyja við Strandveg. Þurfti að kalla til tækjabíl Slökkviliðs Vest- mannaeyja til að losa ökumann- inn sem var fastur í bifreiðinni. Tvær stúlkur, ökumaður og far- þegi, slösuðust alvarlega og voru fluttar frá sjúkrahúsi Vestmanna- eyja með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar á Landspítalann í Reykja- vík. Önnur stúlkan gekkst undir skurðaðgerð á handlegg í gær og að sögn vakthafandi læknis á gjör- gæslu var hún vakandi í morgun og leið betur. Hin stúlkan er mik- ið slösuð og er haldið sofandi í öndunarvél. Þriðja stúlkan var úr- skurðuð látin nokkru eftir að komið var með hana á sjúkrahús- ið í Vestmannaeyjum. Allar stúlk- urnar voru um tvítugt. Bænastund var í Landakirkju á sunnudagskvöld vegna slyssins. Mikill fjöldi fólks mætti í bæna- stundina og var fullt út úr dyrum. Að sögn lögreglu er fólk mjög sleg- ið yfir þessu slysi, enda þekkja all- ir í svo litlu bæjarfélagi þá sem hlut áttu að máli. -HKr. DV-MYND ÓG Bænastund var í Landakirkju á sunnudagskvöld Mikill fjöidi fólks mætti 1 bænastundina og var fullt út úr dyrum vegna hins hörmulega bílsfyss aðfaranótt sunnudagsins. Góöar barnabækur byggja brýr Kristín Steinsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Sigrún Sigvaldadóttir, Bryn- hildur Þórarinsdóttir, Guöiaugur Björgvinsson og Anna Heiöa Pálsdóttir, for- maöur Barna og bóka. Yngstu höfundarnir víOlesnastir Vorvindar, viðurkenningar Bama og bóka, íslandsdeildar IBBY, voru veittir í gær í Norræna húsinu. Enn var verðlaunuð bókin Engill í Vestur- bænum eftir Kristínu Steinsdóttur sem Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndlýsti, Sigrún Sigvaldadóttir hannaði og Vaka-Helgafell gaf út. Þá fékk Brynhildur Þórarinsdóttir við- urkenningu fyrir endursögn sína á Njálu sem Mál og menning gaf út. Og loks fékk Mjólkursamsalan viður- kenningu fyrir Fernuflug, keppni meðal 13-15 ára unglinga um örsögur og ljóð sem um þessar mundir birtast á mjólkurumbúðum landsmanna. Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sagði að upp- skeran úr samkeppninni hefði verið afar góð og vandi hefði verið fyrir dómnefndina, undir stjóm Vigdísar Finnbogadóttur, að velja 64 texta úr þeim 1200 sem bárust. Hver texti er prentaður á 600.000 femur svo að alls eru birtingar um 40 milljónir. Sagði Guðlaugur að gaman væri til þess að hugsa að yngstu höfundar landsins væru nú þeir víðlesnustu! -SA Guðbrandur Sigurðsson: Kvótakerfið til umræðu á nýjuþingi Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa og Brims, varaði fyrir kosningarnar við málflutningi stjómarandstöðu- flokkanna um breytingar á kvóta- kerfinu og viðraði sínar skoðanir við starfsmenn. Það olli óánægju hjá Alþýðusambandinu sem taldi Guðbrand hafa brotið lög um stétt- arfélög og vinnudeilur. „Það kom á óvart í þessum kosn- ingum hvað kvótamálið var mikið til umræðu. Það verður vonandi til þess að menn fara yflr þessi mál og gera breytingar til batnaðar. Ég er sannfærður um að kvótakerfið verður til umræðu þegar nýtt þing kemur saman í haust. Það að ekki eru líkur á breytingum í bili í anda stjómarandstöðunnar er ekki bara hagstætt fyrir útgerðina heldur fyr- ir alla íslendinga. Kerfið hefur ver- ið að skila ágætum árangri og ég held að í þessum málum sé mikil- vægt að viö gerum engin mistök og skoðum endann áður en við gerum einhverjar breytingar. Það er fyrst og fremst það sem ég hef verið að benda á. Sumir frambjóðendur voru með tillögur sem voru mjög vanhugsaðar í byrjun. Hvort þessi skrif mín hafi haft einhver áhrif á afstöðu fólks hér í kjörklefanum hef ég ekki hugmynd um,“ segir Guðbrandur Sigurðsson. -GG Nýtt þing og ASÍ; Mikil áhersla á byggða- og atvinnumál Gylfi Ambjörnsson, skrifstofu- stjóri Alþýðusambands íslands, seg- ir það of snemmt að segja til um hvort úrslit þingkosninganna hafi áhrif á framvindu kjaramála og væntanlega kjarasamninga, fyrst verði að sjá hvort núverandi stjórn- arflokkar haldi áfram stjómarsam- starfi. „Þetta hefur engin áhrif á þau áhersluatriði innan verkalýðshreyf- ingarinnar varðandi kjaramál sem verið hafa í gangi síðustu misseri. í okkar röðum hefur verið mikil áhersla á velferðarmálin, á öryggis- net launafólks og það er að verða mikil áhersla á atvinnu- og byggða- mál og þar með sjávarútvegsmál sem er bæði byggða- og atvinnu- mál. Viö hljótum að meta máhð þeg- ar þessi atriði sjá dagsins ljós í nýj- um stjórnarsáttmála. Verkalýðshreyf- ingin vill hafa áhrif á mótun samfé- lagsins en það gerum við m.a. í sam- starfi við stjómvöld hveiju sinni,“ segir Gylfi Arnbjömsson. -GG Rotterdam: Kjörseðlar kláruðust Kjósendur, sem ætluðu að neyta atkvæðisréttar síns í ís- lenska konsúlatinu í Rotterdam í Hollandi, gripu í tómt þegar til átti að taka. Atkvæðaseðlar voru uppurnir og ekki von á því að meira bærist. Hermt er að fólkið hafi bæði verið svekkt og sárt yfir þessu sleifarlagi ræðismanns- skrifstofúnnar. Patreksfjöröur: Ekki barn í kjörklefann Ungri konu á Patreksfirði, sem var með barn á handlegg, var meinað að ganga þannig í kjör- klefa. Hún varö því að koma barninu í öruggar hendur rétt á meðan hún gekk inn fyrir tjaldið og krossaði við á kjörseðlinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.