Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 12. MAl 2003 11 DV Fréttir Margrét Frímannsdóttir um Framsókn: Gangi til Bðs viO aðra en sjálfstæðismenn „Þetta er bflin aö vera ótrúleg upplifun," sagöi Margrét Frímanns- dóttir eftir að fyrir lá aö Samfylk- ingin fékk fjóra þingmenn í Suður- kjördæmi. Á Selfossi var kátt á hjalla hjá Samfylkingarfólki á kosn- inganóttina enda ástæta til að fagna. „Nú er ég búin að vera í stjómmálum frá 25 ára aldri, bráð- um 24 ár. Aldrei hef ég áður fundiö eins mikla hreyfingu á fylgi, bæði á vinnustöðum og annars staðar. Fólk er miklu opnara gagnvart frambjóðendum á vinnustöðum, við erum krafin svara, og það líkar mér vel,“ sagði Margrét, sem segir þetta skemmtilegustu og mest lifandi kosningabaráttu sem hún hafi tekið þátt í. DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Glæsilegt Margrét Frímannsdóttir, leiðtogi Samfylkingar í suörinu, fagnar inni- lega á Selfossi, enda ástæða til, ár- angur flokksins vargóöur. Að baki Margréti er Bjarni Harðarson ritstjórí á Selfossi. “Við fundum í Suðurkjördæminu að Samfylkingin átti mikið fylgi, fyrst og fremst vegna þess aö við boðum mannúð í stjómmálum. Þess vegna finnst mér að Framsóknar- flokkurinn sem breytti um kúrs og tók upp meiri hlýju þannig að jafn- vel Halldór var farinn að brosa, skuldi kjósendum að gefa þessari nýju stefhu sinni tækifæri. Það gera þeir ekki með Sjálfstæðisflokknum. Nú reynir á að þeir myndi annars konar stjóm, þeir eiga kost á forsæt- isráðherra, með okkur eða öðrum,“ Margrét segir aö Samfylkingin hafi orðið 3 ára þann 5. maí. Hún segist stolt af Samfylkingunni sem byggi á mikilli þekkingu og þroska en Margrét var á sínum tíma einn helsti framkvöðull flokksins. Hún sagðist varla eiga orð yfir þann fjölda fólks sem leggur fram vinnu sína í þágu hreyfmgarinnar. „Næstu fjögur ár eigum við eftir að verða ennþá sterkari, því get ég lofað," sagði Margrét Frímannsdótt- ir. -JBP AS * A,« a t NýfJR rh fú ^ ÞINCMENN L Guðlaugur Þór Þórðarson 6. þingmaður Reykjavíkur- kjördæmis-norður Guðlaugur Þór er 35 ára, fæddur í Reykjavík. Hann varð stúdent frá MA 1987 og lauk rBA-prófi í stjómmála- fræði frá Há- skóla íslands 1996. Hann hefur m.a. starfað sem forstöðumaður lífeyris- og tryggingardeildar Búnaðarbankans, forstöðumað- ur Lífeyrssjóðssviðs Frjálsa Fjárfestingabankans, kynning- arstjóri Fjárvangs og Frjálsa líf- eyrissjóðsins og framkvæmda- stjóri Fíns miðils. Hann var formaður SUS 1993-1997 og hef- ur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá 1998. Eiginkona Guðlaugs Þórs er Ágústa Þ. Johnson. Börn þeirra eru Þórð- ur Ársæll og Sonja Dís, fædd 2002, og börn Ágústu Anna Ýr, fædd 1991, og Rafn Franklín, fæddur 1994. Steingrímur J. Sigfússon, formaöur VG: flroöun Samfylkingar skaöaöi fylgiö Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs, virtist þreyttur þegar hann steig út úr flugvél á Reykjavíkurflugvelli að kvöldi kosningadags. Steingrímur var að koma frá Akureyri, stærsta sveitarfélagi í hans kjördæmi, Norðausturkjördæminu. Hann sagði við komuna að þessa út- komu mætti að einhverju leyti rekja til málflutnings Samfylk- ingarinnar, þ.e. hún hefði haldið því fram að eina leiðin til að fella ríkisstjórnina væri að kjósa Samfylkinguna. Vinstri grænir hefðu stillt málinu þannig upp að þeir væru með Samfylkingu og Frjálslyndum í því að fella ríkisstjórnina. Árangurinn hefði orðið meiri ef þessir flokkar hefðu stillt saman sína strengi. Blaðamaður DV var samferða Steingrími frá flugvellinum á vit annarra íjölmiðla og stuðnings- manna VG. „Það að fá ekki meira fylgi eru auðvitað vonbrigði. Tvennt stendur upp úr sem líklegar Björgvin G. Sigurðsson 7. þingmaður Suðurkjör- dæmis Björgvin er 32 ára, fæddur 10. október 1970. Hann ólst upp í Búrfells- virkjun og á Skarði í Gnúp- verjahreppi. fHann varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands 1993, tók BA-próf í sagnfræði og heimspeki frá HÍ 1997 og stund- aði MA-nám í stjórnmálaheim- speki við Cork-háskóla á ír- landi 1998-99. Hann hefur unn- ið við forfallakennslu í grunn- skólum, var framkvæmdastjóri Reykvískrar útgáfu og rak Þjóð- veldisbæinn í Þjórsárdal nokk- ur sumur. Björgvin var kosn- ingastjóri Samfylkingarinar á Suðurlandi fyrir síðustu alþing- iskosningar. Hann var fram- kvæmdastjóri Samfylkingarinn- ar og þingflokksins 1999-2002. Björgvin er ókvæntur og barn- laus. skýringar. Annars vegar gríðar- legt auglýsingaflóð flokkanna þriggja, Framsóknar, Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks, sem settu tugi milljóna í auglýsingar og mokuðu þeim út á síðustu vikunum. Hins vegar var það sá áróður Samfylkingarinnar að til þess að fella ríkisstjórnina yrði að kjósa Samfylkinguna. En við höfum sterka stöðu áfram og erum með mikið af nýju fólki sem gekk til liðs við okkur í bar- áttunni. Stjórnarflokkarnir eru að tapa fylgi og með því er þjóðin að senda þau skilaboð að sérstak- lega Sjálfstæðisflokkurinn ætti aö hugsa sinn gang. Auðvitað vildi ég að þeir segðu af sér og ég er tilbúinn að taka þátt í mynd- um velferðarstjórnar, félags- hyggjustjórnar. Það kemur mér mest á óvart að tap stjórnarflokkanna varð ekki meira framsóknarmegin en minna sjálfstæðismegin. Fram- sóknarmenn eru að tapa í annað skiptið í röð en þeir bera sig vel því þeim hafði verið spáð mikl- um hörmungum. ,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon. -GG DV-MYND TEITUR Vonsvlkinn Steingrímur J. Sigfússon sagöi að útkomu Vinstrí grænna mætti að einhverju leyti rekja til málflutnings Samfyikingarinnar Bjarni Benediktsson 11. þingmaður Suövestur- kjördæmis. Bjarni varð 33 ára 26. janú- ar síðastliðinn. Hann er fædd- ur í Reykjavík en alinn upp í Garðabæ. [ann gekk í Flataskóla og Garðaskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1989 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1995. Bjarni stundaði nám í þýsku við Goethe Institut og framhaldsnám í kröfurétti og stjórnskipunarrétti við Albert Ludwig Universitát í Freiburg í Þýskalandi og framhaldsnám í verslunar- og viðskiptarétti við Miami School of Law og lauk þaðan LLM-gráðu 1997. Hann á sæti í skipulagsnefnd Garða- bæjar, er stjórnarformaður Bílanausts og auglýsingastof- unnar Fítón og formaður knatt- spyrnudeildar Stjörnunnar. Bjarni starfar sem lögmaður á lögmannsstofunni Lex. Hann er kvæntur Þóru Margréti Bald- vinsdóttur og eiga þau börnin Margréti, 11 ára, og Benedikt, 5 ára. Jónína Bjartmarz: Miöjustjorn undir forsæti Halldors Það kom Jónínu Bjartmarz, þingmanns Framsóknarflokksins í Reykjavík suöur, ekki á óvart að Framsóknarflokkurinn næði lið- lega 17% fylgi, taldi að það yrði jafnvel meira í Reykjavíkurkjör- dæmunum. Á kosninganótt sagði Jónína að þaö kæmi henni á óvart ef Sjálfstæðisflokkur sliti stjórnar- samstarfinu en meirihlutinn væri tæpur. Það væri Sjálfstæðisflokk- urinn sem væri að tapa fremur en Framsóknarflokkurinn. „Ég vil sjá ríkisstjóm sem er miðjustjórn með Halldór Ásgríms- son sem forsætisráðherra, en með hverjum, það er allt opið með hvaða flokki eða flokkum. Ef horft er á stefnuskrár flokkanna má glöggt sjá hvar ber minnst á milli. En þaö hefur verið ágætt samstarf milli ríkisstjórnarflokkanna síð- ustu tvö kjörtímabil og það vegur þungt. En það eru ákveðin skila- ■ MBí i % wyPT**' VL ■ ^,4 i m DV-MYND SIGURÐUR JÖKULL Spjallað vi& ísólf Gylfa Jónína Bjartmarz gaf sér tíma til að spjalla við ísólf Gylfa Pálmason á kosninganótt en hann féll af þingi. boð frá kjósendum að við fáum ekki meira fylgi nú. Davíð Odds- son hefur ekki verið hress í nótt og ég lái honum það ekki,“ sagði Jónína Bartmarz. -GG Bílasturtan Bílaþvottastöðin með bílinn á þakinu Bfldshöfða 8 - sími 5871944 Vetrarþvottur Vetrarþvottur 10 tíma kort 10 tíma kort Áfylling á rúðupiss Verðskrá fólksbíll jeppi og stærri bílar fólksbílar jeppar og stærri bílar (fer ekki eftir magni) Prógrömm 1.290 kr. 1.590 kr. 9.900 kr. 12.700 kr. 500 kr. 1. sápuþvottur, burstaþvottur, hjólaburstaþvottur, skolun, bón og blástur. 2. sápuþvottur, burstaþvottur, hjólaburstaþvottur, undirvagnsþvottur, skolun, bón og blástur. 3. tjöruleysis- og háþrýstiþvottur, sápuþvottur, burstaþvottur, hjólaburstaþvottur, skolun, bón og blástur. 4. tjöruleysis- og háþrýstiþvottur, sápuþvottur, burstaþvottur, hjólaburstaþvottur, skolun, bón, blástur og undirvagnsþvottur. ATH.!! TÓKUM EKKI ÁBYRGÐ Á LOFTNETUM, VINDSKEIÐUM, SPEGLUM EÐA ÖÐRUM LAUSUM HLUTUM. Frúin hlær í hreinni bíl frá Bílasturtu Guðfinns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.