Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2003, Side 16
16 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 F5X frjAlst. óhAð dagblað Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Bjðrn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíó 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Rltstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrl: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Sigrar og vonbrigði Markmið stjórnarandstöðu- flokkanna í kosningunum síð- astliðinn laugardag var að fella ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Markmiðið náðist ekki. Þrátt fyrir töluvert fylgistap Sjálfstæðisflokksins hélt ríkis- stjórnin velli með fimm þingsæta meirihluta. Þegar þetta er ritað bendir allt til þess að sjálfstæðismenn og fram- sóknarmenn endurnýi ríkisstjórnarsamstarfið til næstu fjögurra ára. En jafnvel þótt ríkisstjórnin hafi staðið af sér harða at- lögu og þrátt fyrir góðan varnarsigur Framsóknarflokks- ins eru úrslit kosninganna ósigur fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. í sögulegu samhengi er niðurstaða kosninganna ekki viðunandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ekki einu sinni þegar haft er í huga að flokkurinn er búinn að vera í rikisstjóm í 12 ár og sækist eftir umboði til næstu fjögurra ára. Gamall félagi sjálfstæðismanna, Guðjón Arnar Krist- jánsson, og Frjálslyndi flokkurinn geta unað vel við sitt þrátt fyrir að ná ekki þeim árangri sem skoðanakannanir bentu til. Vandi Frjálslyndra er hins vegar sá að það verð- ur erfitt að fylgja árangrinum eftir í stjórnarandstöðu. Flokkar sem gera út á eitt málefni og byggja fylgi sitt ekki sist á óánægju eiga oft erfitt uppdráttar þegar fram líða stundir - líftimi þeirra er yfirleitt skammur. Samfylkingin er ótvíræður sigurvegari kosninganna ásamt Frjálslyndum. Árangurinn varð hins vegar ekki eins mikill og stefnt var að. í fyrsta lagi tókst Samfylking- unni ekki að fella ríkisstjórnina. í öðru lagi náðist ekki að tryggja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þingsæti - það mistókst að þessu sinni að leiða hana til öndvegis í ís- lenskum stjórnmálum. Liðlega 4% fylgisaukning Samfylkingarinnar getur ekki talist sérstakur árangur þegar haft er í huga að úrslit kosninganna fyrir fjórum árum, þegar flokkurinn fékk að- eins 26,8% atkvæða, voru langt undir væntingum. Og þeg- ar horft er til þess hve mikið var lagt undir að þessu sinni hljóta úrslitin á laugardag að vera nokkur vonbrigði. Augljóst er að kosningabaráttan skilur eftir sig nokkur sár meðal stjórnarandstöðuflokkanna. Þannig er Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, mjög ósátt- ur við málflutning forystumanna Samfylkingarinnar. Hann segir í viðtali við DV að sá áróður Samfylkingarinn- ar að til þess að fella ríkisstjómina væri nauðsynlegt að kjósa Samfylkinguna hafi komið niður á hinum stjórnar- andstöðuflokkunum. Árangur Vinstri grænna hlýtur að vera flokksmönnum umhugsunar- og áhyggjuefni. Gengi flokksins var gott á fyrrihluta kjörtimabilsins og fór fylgið fast undir 30% i skoðanakönnunum. En niðurstaðan eftir fjögurra ára stjómarandstöðu er fámennari þingflokkur og minna fylgi en í kosningunum 1999. Fylgistapið verður vart skýrt út með því að Samfylkingin hafi náð með áróðri að laða til sín kjósendur sem ella hefðu veitt Vinstri grænum braut- argengi. Og fyrir vinstri menn i heild vekja úrslitin vart gleði þegar litið er til sögunnar. Ríkisstjórnarflokkarnir gáfu fyrir kosningar afdráttar- laus loforð og þá ekki síst um umfangsmiklar skattalækk- anir. Davið Oddsson forsætisráðherra benti á það i kosn- ingabaráttunni að það skipti ekki öllu hverju sé lofað heldur hverjir gæfu loforðin. Stjómarflokkarnir hafa ákveðið að taka upp viðræður um áframhaldandi sam- starf. Kjósendur munu fylgjast grannt með því hvemig nýr stjómarsáttmáli hljóðar. Óli Björn Kárason Sögulegup sigun J Ágúst Ólafur Ágústsson formaöur Ungra ' jafnaöarmanna Samfylkingin vann sögulegan stórsigur í alþíngiskosning- unum. í fyrsta skipti í 70 ár nær annar flokkur en Sjálf- stæðisflokkurinn að fara upp fyrir 30%. Samfylkingin hefur breytt hinu pólitíska lands- lagi. Samfylkingin er því orð- in sú kjölfesta og forystuafl í íslenskum stjórnmálum sem að var stefnt. Til að undirstrika góðan árangur Samfylkingarinnar er Samfylking- in orðin stærsti jafnaðarmanna- flokkur á Norðurlöndum að sænska jafnaðarmannaflokkunum undan- skildum. Það eru ekki minni tíðindi að einungis munar 2,7% stigum á Samfylkingunni og Sjálfstæðis- flokknum á landsvísu. í Reykjavík norður, kjördæmi Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra, er Samfylking- in meira að segja stærri en Sjálf- stæðisflokkurinn. í kosningunum árið 1999 var Sjáifstæðisflokkurinn um 17% stigum stærri en Samfylk- ingin í Reykjavik. Össur Skarphéð- insson er því fyrsti þingmaður kjör- dæmisins og hefur það ekki gerst í háa herrans tíð að sá aðili komi ekki frá Sjálfstæðisflokknum. Annars staðar á landinu er Sjálf- stæðisflokkurinn einnig að tapa miklu en Samfylkingin að bæta við sig. Sjálfstæðisflokkurinn geldur því afhroö hvernig sem á það er litið. Gula spjaldiö á ríkisstjórnina Framsóknarflokkurinn er einnig í sögulegu lágmarki og er tómt mál að tala um samanburð við skoðana- kannanir sem hafa verið mjög sveiflukenndar fyrir alla flokka. Fylgi Framsóknarflokksins hefur ekki verið lægra í hartnær aldar- fjórðung. í fyrsta skipti síðan frá lýðveldis- stofnun er hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn án Sjálfstæðis- flokksins. Ríkisstjómin er því að fá gula spjaldið frá kjósendum. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur aldrei verið jafnlítill og nú. Það er ekki síst framsóknarmanna að meta þessi skilaboð kjósenda og bregðast við þeim. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á afar stóran þátt í sigri Samfylkingarinnar og þótt það hafi verið á brattann að sækja fyrir hana i 5. sæti munaði ein- ungis um 150 atkvæðum að hún kæmist inn sem þingmaöur. Af þessu má draga þann lærdóm að hvert at- kvæði skiptir máli þótt um sé að ræða fjölmennar alþingiskosningar. Ný kynslóð á Alþingi Fyrir utan óumdeildan sigur Samfylkingarinnar í kosningunum er einnig afar ánægjulegt sjá hversu mikið af ungu fólki kemst á þing. Þetta unga fólk kemur úr öll- um flokkum og er ljóst að ný kyn- slóð mun láta að sér kveða á Al- þingi íslendinga. Alþingi hefur lengi verið eftirbátur þjóðþinga hinna þjóðanna á Norðurlöndum hvað varðar aldursskiptingu en fyr- ir þessar kosningar var enginn þingmaður undir 37 ára aldri. Þótt aldur skiptir ekki öllu máli er ljóst að vegna hinnar óæskilegu aldursskiptingar Alþingis hafa mál- efni ungs fólks, s.s. í mennta-, skatta- og húsnæðismálum, setið á hakanum. Nú verður breyting á. Flestar hjá Samfylkingunni Endumýjun þingmanna er lang- mest hjá Samfylkingunni og verður þriðjungur þingflokks Samfylking- ar nýr á þingi. Hinn nýi þingflokk- ur Samfylkingarinnar hefur einna lægstan meðalaldur þingmanna. Samfylkingin hefur hæsta hlutfall kvenna í þingflokknum og nánast önnur hver þingkona á Alþingi á næsta kjörtímabili kemm- úr Sam- fylkingunni. Vegna uppstillinga og prófkjara Sjálfstæðisflokksins biðu konur í Sjálfstæðisflokknum mik- inn ósigur í þessum kosningum. Við sem tókum þátt í kosninga- baráttu Samfylkingarinnar erum afskaplega þakklát þeim sem studdu okkur í kosningunum. Kosningabaráttan hefur verið afar spennandi. Allir jafnaðarmenn geta verið mjög ánægðir með úrslitin og þá staðreynd að Samfylkingin er orðin að raunverulegu mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem kjölfesta nýrra tíma og nýrrar hugsunar. Ummæli helgarinnar Hugsaö með hjartanu „Ég hef alltaf haft þann galla að hugsa dálítið með hjartanu." Ellert B. Schram talar frá Ægissíöu í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Léttur „Ég var nú að segja við Kol- brúnu [Bergþórsdótturj að hún gæti ekki látið það spyrjast út um sig að hún kysi Samfylkinguna ódrukkin!" Hannes Hólmsteinn Gissurarson í kosningasjónvarpi Sjónvarpsins. Vonandi „Þetta er ekkert sérstaklega ein- falt, en þetta skýrist væntanlega dálítið þegar fólk sér þetta oftar.“ Bogi Ágústsson skýrir út myndræna framsetningu Sjónvarpsins í upphafi kosningavöku. Spádómsgáfan „Ég held að hann hafi ekki góða spádómsgáfu. Ég held að hann hefði ekki farið í þetta framboð sitt ef hann hefði haft hana.“ Halldór Ásgrímsson um Guömund G. Þórarinsson, formann Nýs afls, f for- mannaumræöum á Stöö 2. Þrátt fyrir allt „Ja, hvemig hefðuð þið fagnað hefði maður komið með aukið fylgi." Davíö Oddsson ávarpar kosninga- vöku sjálfstæöismanna í Reykjavík eftir aö fyrstu tölur lágu fýrir. Prósentur og kíló „Það litur út fyrir að við höfum tapað um 5%. Ég hef tapað 10 kfló- um. Ég heiti þvi að við verðum fljótari að safna prósentum en ég kUóum.“ Davlð Oddsson í sama ávarpi. flfdráttarlaus „Ég sé nú ekki Ingibjörgu sem forsætisráðherra.“ Guöni Ágústsson á Stöö 2 klukkan 23.25. Stórir skór „Þú gætir sett Davíð skóna fyrir dyrnar." Páll Benediktsson I formannaumræð- um í Sjónvarpinu. í h'ita leiksins „Það hefur verið mikið um út- strikingar." Eva Bergþóra talar frá talningarstaö í Reykjavík á Stöö 2. „Það eru hverfandi líkur á að Nýtt afl komi að ríkisstjórnar- myndun." Guömundur G. Þórarinsson í formannaumræöum f Sjónvarpinu um miönætti. Sterk staða - skýr skHaboð „Þáö verður ekki gengið fram hjá Framsóknarflokknum í þessari stöðu!“ Halldór Ásgrímsson ávarpar kosn- ingavöku framsóknarmanna í Reykja- vík laust fyrir klukkan hálfeitt á kosninganótt. Bjartsýim „Heldur velli og heldur velli.... Siðferðilega er hún náttúrlega gjaldþrota.... Nú hefst það verk að mynda nýja og starfhæfa stjóm. ... Ég held að þessi ríkisstjórn haldi ekki áfram.“ Guömundur Árni Stefánsson f viötali í Sjónvarpinu laust fyrir klukkan eitt á kosninganótt. Ekki etats bjartsýnn „Það eru sameiginleg vonbrigði okkar í stjómarandstöðunni að ekki skyldi hafa tekist að fella rík- isstjórnina." Steingrimur J. Sigfússon I viötali á Stöð 2 kiukkan eitt á kosninganótt. Á boxmáli „Þetta er - ef ég má sletta úr boxmáli - þá er þetta split- decision. Það þýðir að þótt heims- meistarinn hafl unnið þá hefur hann ekki staðið sig nógu vel.“ Bubbi Morthens túlkar niðurstööu kosninganna f Sjónvarpinu um klukk- an hálftvö á kosninganótt. Enginn ævintýramaður „Halldór Ásgrímsson er enginn ævintýramaður í pólitík.... Þannig að ég á ekki von á öðru en að stjómarsamstarflð haldi áfram.“ Alfreö Þorsteinsson í viötali á Stöö 2 laust fyrir klukkan tvö á kosninganótt. Kommn tíl með að vera hvað? „Þetta er flokkur sem er kominn til með að vera.“ „Gunnar Örlygsson f viötali á Stöö 2 um klukkan hálffimm á kosninganótt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.