Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 DV Fréttir Hreiður í þvottahúsglugga Hann hefur sennilega veriö að flýja óblíða veðráttu, skógarþröst- urinn sem gerði þetta hreiður í þvottahúsglugganum hjá Marín Jónsdóttur og Friðriki Friðriks- syni á Dalvík. Hreiðrinu er kom- ið haganlega fyrir og urðu hús- ráðendur ekki varir við fram- kvæmdimar fyrr en fjögur egg voru komin í það. -hiá Classic-vöðlur Mesf keyptu vöðlurnar. Verð aðeins 9.995. Outback vöðlujakki Vatnsheldur með öndun. . Verð aðeins 9.995. Vöðlur og jakki saman. Aðeins kr. 17.995. Onauðsynleg hækkun og kolvitlaus tímasetning - segir varaforseti ASÍ - siölaust, segir Ögmundur Jónasson, alþingismaöur Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, segir að útspil kjaradóms - sem ákveð- in var á kjördag og kynnt í gær með hátt í 20% hækkun á launum æðstu embættismanna ríkisins - hafi vakið mikla reiði meðal félagsmanna ASÍ. Þetta gerist með sama hætti nú og við þingkosningamar 1999, en þá voru launin hækkuð um nær 30% og varð þingfararkaupið þá 295.000 krónur. Samkvæmt kjaradómnum hækkar þingfararkaup nú um 93.000 krónur og verður því 437.777 krónur á mánuöi. Auk þess fá þingmenn mánaðarlega greiðslu vegna útlagðs kostnaöar og einnig vegna ferðakostnaöar, auk þess sem landsbyggðaþingmenn fá sérstak- ar greiðslur vegna húsnæðis- og dval- arkostnaðar. Haft var eftir Garðari Garðarssyni, formanni kjaradóms, í DV á fóstudag að það væri ekkert nátt- úrulögmál að kjaradómur kvæði upp úrskurði sína á kjördegi og vildi hann ekkert segja til um hvort úrskurðar væri að vænta á laugardag. Svo reynd- ist þó vera eins og á kjördaginn 1999. Kolvitlaus tímasetning „Hvemig sem htið er á þetta, þá er tímasetningin kolvitlaus og það var engin nauðsyn að breyta launum þess- ara manna núna. Þeir em búnir að fá helmingi meiri launahækkun á þessu ári heldur en allir aðrir. Um síöustu áramót fengu þessir menn 7% hækk- un á meðan allir aörir fengu 3%. Þeir fengu þá 3% vegna almennra breyt- inga og restina vegna álags eða til- færslna í launum. Það er í raun alltaf verið að bæta þeim sama hlutinn. Þeir hafa fengið 41,9% hækkun frá fyrsta ársfjórðungi 1999. Almenna launavísitalan hefur á sama tíma hækkað um 31,31%, vísitala Alþýðu- sambandsfélaganna um 27,16% og vísitala opinbem félaganna um tæp 38%. Þessu til viðbótar fá þeir 20% núna. Þetta þýðir að þeir hafa fengið 60% á meðan hin almenni launamað- ur hefur fengið rúm 27%. Halldor Bjornsson Þetta útspil muni án efa hafa áhrif á alla umræöuna sem fram undan er. Ég vil taka það skýrt fram að ég tel ekki að þeir séu ofhaldnir af sínum launum. Þetta hefur hins vegar keðju- verkandi áhrif á hugsunarhátt fólks. Fólk spyr hvort við ætlum ekki að geraeitthvað. Það hringja í okkur fokreiðir menn sem kannski lögðu þessum mönnum lið í kosningunum. Ég hefði gjaman viljaö að þetta hefði komið fram á laugardaginn, kannski hefði Ingibjörg Sólrún þá komist inn. Það hlýtur þá að vera mjög einfalt að fá fram verulegar breytingar á launa- kjörum. Halldór segir aö samningar séu flestri lausir í kringum næstu áramót. Á fimmtudag er m.a. vinnufundur framkvæmdasfjómar ASÍ þar sem þetta mál verður á dagskrá. Halldór segir að þetta útspil muni án efa hafa áhrif á alla umraeðuna sem fram und- an er.“ Hefur áhrif á kjaraumræðu Auðvitaö mun þetta hafa áhrif á hugsanagang manna í kringum kjara- samninga sem menn eru byijaðir að höndla við. Hvað myndu menn segja ef menn óskuðu nú eftir fúndi með samtökum atvinnulífsins um nýjan kjarasamning og við myndum segja að við teldum okkur eiga inni sam- bærilegar hækkanir. Þessu til viðbótar lofuðu stjómar- flokkamir allt upp í 30 milljörðum í skattalækkanir sem fer auðvitað til þessara manna eins og annarra. Auk þess segja þeir að fram undan séuein- hver mesta efnahagsuppsveifla sem nokkum tíma hefur orðið á íslandi. Siðlaus vinnubrögð Ögmundur Jónas- son, alþingismaður og formaður BSRB, segir þetta forkastan- leg og siðlaus vinnu- brögð. „Þetta gerist trekk í trekk að laun alþingismanna og stjórnenda hjá rík- inu em hækkuð nán- ast í skjóh nætur. Þetta virðist vera gert af yfiriögðu ráði á þessum tíma til að komast hjá umræðu um málið. Alþingiskosningar em kjöriö tilefni til að ræða kjaraþró- un í landinu og það er nokkuð sem Ogmundur Jónasson. menn vilja greinilega forðast. Varð- andi fyrirkomulagiö um launaákvarð- anir alþingismanna, ráðherra og stjórnenda hjá ríkinu, er það nokkuð sem þarf að endurskoða á Alþingi og ég mun beita mér fyrir að það verði gert.“ Úrskurður kjaradóms Lágmarkstekjur samkvæmt taxta Starfsgreinasambandsins eftir 7 ára starf er nú um 93.000 krónur á mán- uði. Kjaradómur úrskurðaði á laugar- dag, kjördag, um laun þeirra aðila sem undir dóminn falla fýrir utan for- seta íslands. Launabreytingamar mið- ast við 1. maí 2003 hjá öðrum en ráð- herrum og þingmönnum en mánaöar- laun þeirra breytast frá og með 11. maí 2003. Laun forsætisráðherra hækka mest eða um 19,3% og eru mánaðarlaun hans nú 871.085 krónur. Þá eru laun ráðherra 785.669 og hækka um 18,4% og er hvort tveggja að meðtöldu þingfararkaupi sem er 437.777 krónur. Þingfararkaup alþing- ismanna hefur því hækkað um 18.7%, forseti Hæstaréttar fær nú 833.058 krónur í heildarlaun en aðrir hæsta- réttardómarar fá 753.985 krónur. Laun ríkissaksóknara hafa einnig hækkað og eru heildarlaun hans nú 753.986 krónur. Þá fær biskup íslands 704.504 krónur í heildarlaun á mánuði og er það hækkun upp á rúmlega 7%. Úr- skurður kjaradóms á ekki við um laun forseta íslands en tekin var sér- stök ákvörðun um þau í júlí 2000 í kjölfar lagabreytinga. Laun hans hafa fýlgt almennum hækkunum launa frá þeim tíma og eru nú 1.460.156 krónur. I úrskurði kjaradóms segir að hlutur dagvinnulauna í heildarlaunum þeirra embættismanna sem dómurinn ákvarði laun, aukist nú við ákvörðun kjaradóms. Til viðbótar þingfarar- kaupi fá alþingismenn greiddan mán- aðarlega þingfararkostnað og þá nýtur forseti Alþingis sömu launa- og starfs- kjara og ráðherrar. -HKr./EKÁ Opinberir aðllar spenna upp launaþróunina - segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins „Þetta eru hækk- anir upp á 0 til 19% og fyrst og fremst innbyrðis breyting á milli hópa,“ segir Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. „Ég get svo sem al- veg tekið undir það Ari Edwald. að laun kjörinna fulltrúa hjá hinu opinbera hafa ekki verið í eðlilegu samhengi við laun embættis- manna.“ Ari segir að Samtök atvinnulífsins hafi lengi gagnrýnt að launahækkan- ir á opinberum vinnumarkaði hafi verið meiri en á almennum vinnu- markaði. „Opinberir aðilar hafa því verið að spenna upp launaþróunina með þeim hætti sem almennur vinnumarkaður getur ekki fylgt eftir. Hlutfall launa í vergri framleiðslu er í sögulegu hámarki, bæði í sögulegu samhengi og í samanburði við önnur lönd, og engin efni til annars í kjara- samningum en að taka tillit til þess raunveruleika sem við búum viö. Ég tel að opinberir aðilar verði í sínum launabreytingum að taka tillit til þess sama raunveruleika og aörir. Þaö væri mjög ógæfúlegt ef atvinnu- lífið færi að elta einhvem óraunveru- leika hins opinbera í þessum efnum." Ari segist ekki geta svarað því hvort aðrir fari að miða kröfur sínar um hækkanir við forsendur kjara- dóms. „Ég hef ekki kynnt mér dóm- inn nógu vel til að geta svarað því. - Kip Heilbrigðisráöherra samræmir reglur um greiðslur fyrir þjónustu: Þjónusta spítalanna lækkar í verði Gjöld fyrir ýmsa þjónustu heil- brigðisstofnana ríkisins og lækna á samningum við ríkið lækka samkvæmt reglugerð sem Jón Kristjánsson heilbrigðisráöherra hefur geflð út. Sjúklingar sem gangast undir hjartaþræðingu hafa greitt allt að 18 þúsund krón- ur fyrir aðgerðina, en gjaldið lækkar nú í 5.100 krónur. Sama er að segja um fyrstu aðgerð gagn- vart brjóstakrabbameini, sú að- gerð lækkar mikið. „Aðallega er ég að samræma reglur þannig að sama verð sé alls staöar, hvergi sé tek- ið meira fyrir þjónustima en reglugerð segir til um,“ sagði Jón Kristjánsson í morgun. Hann segir að um sé aö ræða smávægilegar lækkanir í mörgum tilvik- um, en mun meiri á öðrum aðgeröum. „Þetta er ekkert verulegt og mun ekki kosta ríkið mikið og ætti ekki að hafa mikil áhrif fyrir Landspítalann," sagði Jón Kristjánsson. Jón sagði að dæmi væru um að menn drægju að fara í hjartaþræðingu sem kost- aöi 18 þúsund krónur, en hún lækkar nú verulega. Ráðherrann benti á að til væri öryggisnet fyrir þá tekjulægstu sem gætu sótt um endurgreiðslu á 90% kostnaöar. Sem dæmi um breytingar á gjaldtöku má nefna að komugjald á slysadeild lækkar úr 3.570 krónum í 3.170 krónur. Fyrir dagvist aldraðra á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hefur verið innheimt 600 króna gjald en það verður nú 500 krónur. Gjald fyrir kransæða- og hjarta- þræðingu verður fast, 5.100 krónur, en var áður 18.000 krónur án afslátt- arkorts en rúmar 10 þúsund fyrir þá sem fengu afsláttinn. Sama er að segja um svokallaðar keiluskurðað- gerðir, verð á slíkri aðgerð lækkar umtalsvert, verður 5.100 krónur en var hæst 18 þúsund krónur. Land- spítalinn innheimti helming þeirrar upphæðar. -JBP Jón Kristjánsson. smaauglysingadeild • 550 5 fíTiTiBTKl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.