Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 X>V Fréttir ísfugl í Mosfellsbæ hefur um árabil verið rekið með gróða: Fvrirtæki himar hamvnu húsmóöur ika iarið aö tana Kjúklingaframleiðandinn ísfugl ehf. í Mosfellsbæ þykir um margt sérstakt fyrirtæki og ekki síst fyr- ir þaö að hafa verði rekið með hagnaði á síðustu árum meðan aðrir framleiðendur hafa barist í bökkum. En jafnvel þetta fyrir- tæki er nú byrjað að éta upp sitt eigið fé vegna lágs verðs á kjúklingum og offramleiðslu. Það þykir líka nokkuð sérstakt að hjá Isfugli eru flestir helstu stjórnend- ur konur og talað er um í gríni og alvöru að þar gildi rekstrarhag- fræði hinnar hagsýnu húsmóður. ísfugl ehf. rekur slátiu-hús, kjöt- vinnslu og dreifingarstöð fyrir af- urðir alifugla. í sláturhúsinu er slátrað kjúklingum, kalkúnum og unghænum allan ársins hring. ís- fugl var um árabil með um 20% markaðshlutdeild. Hún hafði í fyrra fallið í 16,7% þrátt fyrir mikla framleiðsluaukningu fyrir- tækisins. Starfsmenn eru 28, fram- kvæmdastjórinn er kona, sölu- stjórinn er kona og verk- og gæða- stjóri í slátursal er líka kona. Þar er enginn á ofurlaunum og fram- kvæmdastjórinn ekur um á Golf á meðan stóru strákarnir í öðrum fyrirtækjum aka um á stórum jeppum. Mikið aðhald Helga Lára Hólm hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins sl. 3 ár, en eiginmaðurinn Logi Jónsson í 10 ár, frá 1987. Hann er nú tæknimaður hjá fyrirtækinu. Helga segir að nefna megi nokkr- ar ástæður fyrir því hversu vel hefur gengið. Hún segist t.d. helst vilja sjá fyrir endann á því hvem- ig hún fari að því að borga hlutina áður en hún tekur fyrir þeim lán. Einnig megi þakka góðu starfsfólki gott gengi. „Við vorum t.d. ekki að gera neitt í stækkunum eða útþenslu á fyrirtækinu í nokkuð mörg ár. Við fórum mjög varlega í allt sem við vorum að gera. Það er ekki fyrr en 2001 sem við fómm að byggja hér við kjötvinnslu og á árinu 2002 sem við fórum að stækka fugla- móttökuna hjá okkur. Þetta er í raun helmingsstækkun. Húsið er núna um 1.250 fermetrar en var um 600 fermetrar áður. Við hjónin erum búin að vera við þetta í 14 ár og erum jafnframt eigendur að fyrirtækinu. Við höfum alltaf ver- ið í stöðugu aðhaldi og þetta er ekki stærri eining en það að mjög auðvelt er að ná utan um hana. Allir þræðir liggja hér inn á borð- ið hjá mér. Við höfum töluvert verið ásök- uð fyrir þetta á liðnum árum af þessum ungu bjartsýnu mönnum sem hafa verið að framkvæma. Við höfum ekki þótt vera í takt við tímann. Alltaf heyrir maður talað um hagkvæmni stærðarinn- ar. Ég get ekki séð að það hafi ver- ið raunin í þessari grein, þvert á móti. Endalausir peningar í taprekstur Við erum ekki hress með það hvernig bankar og sjóöir hafa komið að þessum fyrirtækjum og lagt í þau peninga aftur og aftur til að reka þau með tapi. Það geng- ur ekki að reka fyrirtækin svona. Úr sláturhúsi ísfugls Framleiðslulínan getur afkastaö allt aö 2.500 kjúklinum á klukkustund en er aöeins nýtt aö litlum hluta. DV-MYNDIR GVA Helga Lára Hólm framkvæmdastjóri Isfugls ehf. í Mosfellsbæ Eins og staðan er í dag þá tapa all- ir. Við verðum skilyrðislaust að ná böndum á þessari framleiðslu á allra næstu mánuðum. Ef ekki þá blasa íjöldagjaldþrot við. Ég held t.d. að Búnaöarbankinn sé búinn að hleypa sér í dæmi sem ég er ekki viss um að nein auðveld leið sé út úr.“ Helga segir ljóst að fyrir neyt- endur virðist vera gósentíð með lágu verði á kjúklingum. Hins veg- ar geti það einmitt verið neytend- ur sjálfir sem þurfi að borga brús- ann á endanum í formi hárra vaxta í bankakerfinu vegna tap- rekstrar og gjaldþrota. í fyrravor óttuðust menn að of lítið framboð yrði af kjúklingum þegar liði á sumarið. í ljósi þessa hóf Hagkaup m.a. að flytja inn frosna kjúklinga frá Danmörku. Þá voru kjúklingaframleiðendur hérlendis þegar búnir að gera ráð- stafanir til að auka sína fram- leiðslu. Skemmst er frá því að segja að á haustdögum snarjókst framleiðslan svo að birgðir fóru að hlaðast upp. Verð á kjúklingum hrundi og hver útsalan hefur rek- ið aðra í vetur. Ljóst er að margir framleiðendur hafa ekki verið að fá verð sem getur staðið undir milljarða króna fjárfestingum í greininni. Því er svo komið að jafnvel ísfugl er byrjaður að tapa og éta upp eigið fé sitt og hefúr orðið að lækka skilaverð til bænda. „Árið 2001 vorum við með 14 milljóna króna hagnað eftir fjár- magnsliði og skatta. Á síðasta ári var þessi hagnaður 10 milljónir króna. Á þeim tíma vorum við að framkvæma fyrir um 100 milljónir króna og áttum talsvert eigið fé til þess. Greinin þolir hins vegar ekki það ofurlága verð sem verið hefur á markaðnum undanfarna mánuði. Frá áramótum hefur ís- fugl því verið að tapa. Við höfum orðið að taka þátt í þessum slag, annars hefðum við misst við- skiptavinina." 1500 tonn umfram neyslu Árið 2002 framleiddi ísfugl 720 tonn af kjúklingakjöti. Auk þess var slátrað um 200 tonnum af kalkúnum og hænum en kalkún- amir eru aldir upp á Reykjabú- inu. Reykjagarður, sem hefur ver- ið stærsti framleiðandinn, er með um eða yfir 1.600 tonna fram- leiðslu af kjúklingum á ári. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var kjúklingaframleiðslan um 1.500 tonn sem þýðir 6.000 tonna framleiðsla á ári. Helga telur lík- legt að það sé um 1.500 tonn um- fram neysluna í landinu í ár en í fyrra var salan um 4.300 tonn. í endaðan mars voru birgðir af kjúklingakjöti í landinu taldar um 500 tonn, bæði heill og skorinn kjúklingur. Segir Helga að nú sé salan líka farin að dragast saman enda flestir komnir með fullar frystikistur af kjúklingum. Æfð og snör handtök Kjúklingavinnslan í landinu er oröin tækjavædd í meira lagi og hefur þaö aukiö framleiöslugetu til muna. Sláturhúsin geta annaö mun stærri markaöi en ísland er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.