Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003
11
r
DV
Ferðir
skrúðugt. Einn frægasti skemmti-
staður borgarinnar heitir
Golodnaja útka. Andrúmsloftið á
staðnum þykir „heitt“ og oft dansa
gestir fáklæddir uppi á borðum
langt fram á morgun. Þeir sem
kjósa aftur á móti fágaðri menn-
ingu geta heimsótt Bolshoi-leik-
húsið sem býður upp á besta ball-
ett sem völ er á í heiminum.
íbúar Moskvu rekja upphaf
borgarinnar til ársins 1147 þegar
Júri Vladimirovitsj Dolgorukíj,
prins í Suzdal, hélt bandamanni
sínum og vini, prinsinum af
NovgoroSeverskí veglega veislu
eða öllu heldur hátíð sem stóð í
nokkra daga. í borginni fmnast þó
mun eldri minjar um búsetu eða
allt frá nýsteinöld. Árið 1156 lét
Dolgorukíj prins víggirða þann
hluta borgarinnar sem nú gengur
undir nafninu Kreml.
Á fimmtándu öld var Moskva
orðin höfuðborg hins sameinaða
rússneska ríkis og á átjándu öld
var hún óumdeilanleg menningar-
höfúðborg landsins. Arið 1756 var
fyrsti ríkisháskólinn í Rússlandi
stofnaður í Moskvu. Þrisvar sinn-
um á átjándu öld geisuðu miklir
eldsvoðar í borginni en í kjölfar
þeirra voru reistar margar falleg-
ar byggingar sem standa enn.
íbúafjöldinn í Moskvu árið 1811
var um það bil 275 þúsund manns,
svipað og allir íslendingar í dag.
Pétursborg þrjú hundruð ára
Næststærsta borgin í Rússlandi
heitir Pétursborg og stendur við
mynni árinnar Neva í austurenda
Finnska flóans og er mikilvæg
hafnarborg. Á árunum 1924 til
1991 gekk borgin undir nafninu
Leningrad.
Pétursborg var á sínum tíma
höfuðborg rússneska keisararíkis-
ins og þykir mjög ólík Moskvu.
Pétur mikli lét byggja borgina frá
grunni 1703 og verður hún því
þrjú hundruð ára í ár. Hátíðahöld-
in heíjast 26. maí næstkomandi.
Borgin stendur á mýri sem var
ræst fram og mörg húsin standa á
stöplum. Pétur flutti hirð sína til
borgarinnar árið 1712. Hann hafði
mikið dálæti á evrópskri menn-
ingu og kallaði borgin glugga sinn
til vesturs.
Pétursborg þykkir ein af falleg-
ustu borgum í heimi og þar er
meðal annars að finna listasafn
Katrínar miklu, Hermitage, sem
hefur að geyma ótrúlegt safn list-
muna og er oft kallað mesta lista-
safn allra tíma.
Sumarhöll keisaranna er
skammt fyrir utan borgina og í
henni nýtur stórkostlegur íburð-
urinn sín vel. Þjóðverjar lögðu
hallirnar í rúst í síðari heims-
styrjöldinni en Rússar endur-
byggðu þær í sinni upprunalegu
mynd. í Pétursborg er líka hið
fræga Kunstkammer eða náttúru-
gripa- og þjóðfræðisafn Péturs
mikla sem enginn áhugamaður
um menningu og sögu ætti að láta
fram hjá sér fara. í ferðabækling-
um segir að í borginni séu rúm-
lega sautján hundruð almennings-
bókasöfn og að í því stærsta séu
tæplega þrjátíu milljónir bóka.
Lífstíll aðalsins í borginni á
keisaratímanum og fátækt verka-
mann ollu miklum óeirðum og
árin 1825 og 1905 voru gerðar upp-
reisnartilraunir við Vetrarhöll-
ina. Rússneska byltingin 1917
hófst í Krohshtadt-virkinu og bol-
sévíkar hófu uppreisn sína í borg-
inni í október sama ár.
Ferðast úr sófanum:
Áferða-
lagium
Jemen
Árið 1978 lenti Eric Han-
sen, höfundur bókarinnar
Motoring with Mohammed,
í sjávarháska á Rauða haf-
inu. Að eigin sögn náðu
hann og fjórir skipsfélagar
hans á land á lítilli eyju
sem heitir Uqban og tilheyr-
ir Jemen. Eftir vikudvöl á
eyjunni var skipbrotsmönn-
unum bjargað af eritrískum
geitahiröum og smyglurum.
Áður en höfundur fór í land
gróf hann persónulega muni
sína djúpt í sand á eyjunni,
þar á meðal dagbók sem
hann hafði haldið á ferða-
lögum sínum síðustu sjö
árin fyrir skipbrotið. Ætlun-
in var að sækja munina
fljótlega aftur. En tíminn
leið og það var ekki fyrr en
tæpum tíu árum seinna sem
hann sneri aftur til að
reyna að finna dagbókina. í
bókinni Motoring with Mo-
hammed lýsir Eric Hansen
menningu, sögu og lífinu í
Jemen og baráttu sinni við
kerfi til að fá leyfi frá hem-
um til að fara til Uqban-eyj-
ar aftur.
Það gerist í
raun ekki
margt spenn-
andi í bók-
inni fyrir
utan sjávar-
háskann en
höfundur seg-
ir frá Jemen
á skemmtileg-
an hátt og
þannig að lesandann iangar
til að vita meira um þetta
dularfulla land. í grófum
dráttum skiptist bókin í
þrjá hluta. í þeim fyrsta er
sagt frá sjávarháskanum og
björguninni og hann hefur
yfir sér spennandi og ævin-
týralegan blæ. Annar hlut-
inn, sem nær yfir stærsta
hluta bókarinnar, segir frá
því þegar Hansen snýr aftur
til Jemen og kynnist Mo-
hammed sem á eftir að
verða leiðsögumaður hans í
ferðinni. Hansen segir
einnig frá ferðalagi sem
hann fór til að skoða eyði-
mörkina og þegar hann er
kynntur fyrir „qat“, sem er
nautnalyf sem innfæddir
tyggja til að gera lífið nota-
legra. Höfundi tekst að gera
hversdagslega hluti áhuga-
verða þannig að bókin verð-
ur aldrei langdregin eða
leiðinleg aflestrar. í þriðja
og stysta hluta taka málin
nokkuð óvænta stefnu sem
ekki verður sagt frá hér.
Motoring With Mo-
hammed fæst í bókabúð
Máls og menningar og kost-
ar 1.525 krónur.
ÞARFASH
ÞJÓNNINN!
BÓNUSVÍDEÓ
Leigan i pmu ftverfi
Húsbréf
Innlausn
húsbréfa
Frá og með 15. maí 2003 hefst innlausn
á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1989 - 50. útdráttur
1. flokki 1990 - 47. útdráttur
2. flokki 1990 - 46. útdráttur
2. flokki 1991 - 44. útdráttur
3. flokki 1992 - 39. útdráttur
2. flokki 1993 - 35. útdráttur
2. flokki 1994 - 32. útdráttur
3. flokki 1994 - 31. útdráttur
Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu
þriðjudaginn 13. maí.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf.
íbúðalánasjóður
| Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800
VEGA fartölvur: mikil verðlækkun!
VEGA+C506
1 x IR port, 1 x TV ut, 1x IEEE1394 (firewire), 1x PCMCIA Type II - Lion rafhlaða
Vero: kr.149.900.-
www.ormsson.is
15” XGA TfT - Intel Celeron 2,1 Ghz - 256Mb DDR Ram - HDD 30 Gb - Skjámlnni 4-64 Mb shared -
CD-Rom 8xDVD/8x8x24x CD-RW Combo - Modem 56Kbps/V.90 - Netkort: 10/1 OOMbps - 2 x USB 2.0,
a - Windows XP home
VEGA+506
15" XGA TFT - Intel P IV 2,5 Ghz - 512Mb DDR Ram - HDD 40 Gb - Skjáminni 4-64 Mb shared - CD-
Rom 8xDVD/8x8x24x CD-RW Combo - Modem 56Kbps/V.90 - Netkort: 10/1 OOMbps - 2 x USB 2.0,
1 xlR port, 1 xTVút, 1x IEEE1394 (firewire), 1x PCMCIAType ll-Lion rafhlaða-WindowsXP home
Verð: kr. 179.900.-
OKMSSON