Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Qupperneq 17
16
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003
17
Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiB DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
A&alritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaBaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlió 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 82, sfmi: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: ÚtgáfufélagiB DV ehf.
Plötugeró og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Að loknum kosningum
Úrslit alþingiskosninganna
2003 eru á margan hátt söguleg og
veröa aö líkindum bindandi fyrir
stjórnmálaátök á næstu árum,
jafnvel áratugum. Fimmflokkur-
inn hefur fest sig í sessi, tveir
turnar rísa upp úr, hvor meö
þriðjung þjóðarinnar á bak viö
sig, annar stígur á meöan hinn hnígur og svo gæti farið að
þar væri komiö pólitískt jafnvægi á milli tveggja nokkuð
ólíkra breiöfylkinga, hófsamrar félagshyggju og hófsamrar
frjálshyggju. Að þessu leyti hefur samkeppnisumhverfið
breyst í stjórnmálaumræðu hér á landi.
Miðja íslenskra stjórnmála er söm við sig. Hún má heita
liðamótin í landsmálapólitíkinni. Þvert á margar spár náði
miðflokkur íslenskra stjórnmála vopnum sínum á loka-
sprettinum og tókst að koma sér í þá draumastöðu sem dug-
ar honum best til áhrifa. Alþingiskosningarnar í ár voru
sönnun þess að eftir sem áður er gott rúm á milli stóru
flokkanna. Engu virðist skipta þó flokkarnir beggja vegna
höfði báðir sterkt og æ meira til miðfylgisins: Framsóknar-
flokkurinn er sem fyrr klár kostur í stjórnmálum.
Alþingiskosningamar sýndu að tíu prósenta markið er
erfitt fyrir flokka sem afmarka sig í málefnum og taka lítinn
sem engan þátt í vinsældabrölti á breiðsíðum nútímans.
Vinstri grænir gengu hreinir og klárir til kosninga, óþekkir og
óspjallaðir, en náðu aldrei að vera sá veigamikli valkostur til
vinstri sem þörf er á í lýðræðislegri umræðu. Til þess skyggði
Samfylkingin of mikið á þá. Ef til vill má segja að í ár hafi það
hent að minni flokkurinn í andstöðu hafi goldið stærðar sinn-
ar, rétt eins og gerðist tíðum meðal stjórnarflokka.
Það fór eins og við var að búast með Frjálslynda flokkinn
að eina mál hans dugði honum ekki alla leið á kjörstað. Á
ögurstundu hurfu allmargir úr stuðningsliðinu enda var ein-
hæfnin í málflutningi meira áberandi eftir því sem á leið.
Það reyndist flokknum líka erfitt að tefla fram nýjum og að
einhverju leyti ósannfærandi oddvitum á listum flokksins
sem þurftu að etja kappi við harðsvíraða atvinnumenn í
orðsins skaki. Engu að síður getur flokkurinn vel við unað
enda eini flokkurinn sem tvöfaldaði þingstyrk sinn.
Samfylkingin er sigurvegari kosninganna í ár. Hún er
orðin að breiðfylkingu jafnaðarmanna á evrópska vísu.
Flokknum tókst hins vegar hvorki að fella ríkisstjórnina né
koma talsmanni sínurn að á þingi. Samfylkingarinnar bíður
pólitískt tómarúm sem mikilvægt er að flokkurinn nýti til
að styrkja innviði sína svo hann geti hugsað og hagað sér í
samræmi við stærð sína. Mestur er sigur formanns flokks-
ins, fyrsta þingmanns Reykvíkinga í norðri. Hann smíðaði
þau vopn sem dugðu til að brjótast yfir 30 prósenta múrinn.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði mestu í ár. Hann féll niður
fyrir sársaukamörkin og hefur aðeins tvisvar mælst minni
á síðustu 40 árum, síðast eftir klofninginn 1987. Rétt eins og
þá situr flokkurinn uppi með klofningsframboð á landsvísu
og stöku kjördæmi og virðist að auki hafa goldið fyrir ein-
arða afstöðu í mörgum málaflokkum, svo sem fiskiveiðimál-
um. Vandi flokksins er að annar flokkur er kominn til að
vera hægra megin miðju og annar vandi er að sterkasti leið-
togi flokksins í áratugi er að hverfa úr hásætinu.
í alþingiskosningunum í ár töpuðu öfgarnar í íslenskum
stjórnmálum og miðjan minnti á mátt sinn. Samfylkingin
hefur náð út pólitískum þroska og hefur gert það að verk-
um að sjálfstæðismenn geta ekki lengur horft niður til ann-
arra stjómmálamanna hér á landi. Sjálfstæðismenn glíma
ekki aðeins við flokksbrot á sínum væng stjórnmálanna
heldur ekki síður að sígild stefna þeirra um framtak ein-
staklingsins hefur fengið ríkan hljómgrunn meðal annarra
flokka. Eftir standa auðkenni sem eru fyrir þrengri hóp.
Sigmundur Ernir
Skoðun
Kosningaúrslit vekja blendnar dlíinningar
Eiríkur Bergmann
Einarsson
stjórnmálafræðingur
Kjallari
Einum tvísýnustu kosning-
um íslandssögunnar er nú
lokiö. Eins og jafnan túlka
flokkarnir niðurstöðurnar á
æði misjafnan hátt og
beita gjarnan því viðmiði
sem kemur best út fyrir
flokkinn.
Þannig miða menn ýmist við
ólíkar skoðanakannanir, síöustu
kosningar eöa jafnvel meðaltals-
fylgi yfir lengri tíma. Þannig verða
allir sigurvegarar á sinn hátt.
Sumt liggur þó ljóst fyrir:
Sigur Samfylkingar
Stór tíðindi kosninganna eru þau
að flokkakerfið er breytt. Samfylk-
ingin vann mikinn kosningasigur
og hefur fest sig í sessi sem jafnað-
armannaflokkur á borð við systur-
flokkana á Norðurlöndum með yflr
þrjátíu prósent atkvæða. Súluritin
sýna, svo ekki veröur um villst, aö
tveggja turna kenningin er orðin
að veruleika. Sjálfstæðisflokkur og
Samfylking tróna hátt yfir aðra
flokka. Þrátt fyrir sætan sigur náði
Samfylkingin þó aðeins einu af
þremur markmiðum sínum og því
er sigurinn nokkurri beiskju
blandinn.
Þrátt fyrir að alla tíð hafi verið
langsótt að fimmta sætið í Reykja-
vík noröur gæti orðið þingsæti
voru það mikil vonbrigði fyrir
samfylkingarfólk að vakna upp við
það á sunnudagsmorgni að leiðtogi
flokksins, Ingibjörg Sólrún, væri
ekki á þingi, eftir að hafa verið
inni nær alla nóttina. Enn
fremur náði flokkurinn ekki
því meginmarkmiði sínu að
fella ríkisstjórnina.
Sjálfstæðisflokkur tapar
Sjálfstæðisflokkurinn bíð-
ur mikinn ósigur og tapar
langmest allra, eða heilum
sjö prósentustigum, sem
verður að teljast verulegt
fylgistap. Þetta er fyrsti
raunverulegi kosningaósigur
Davíðs Oddsonar sem hefur
hingað til verið hreint ævin-
týralega sigursæll leiðtogi.
Ósigurinn er enn áþreifan-
legri fyrir það að Össur
Skarphéðinsson er nú fyrsti
þingmaður í Reykjavík norð-
ur en ekki Davíð. Slíkt hefur
aldrei gerst áður. Sjálfstæðis-
menn geta þó huggað sig við
þaö að ríkisstjórnin heldur
velli en sjaldan í sögunni
hafa Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur þó haft
jafn lítiö fylgi til samans.
Varnarsigur Framsóknar
Framan af kosningabarátt-
unni leit út fyrir að Fram-
sóknarflokkurinn myndi
bíða afhroð í kosningunum.
Vel heppnuð - en feikidýr -
kosningabarátta skilaði flokknum
hins vegar fast að kjörfylgi þegar
upp var staðið og um leið var frísk-
að verulega upp á ímynd flokksins.
Framsókn vann því góðan varnar-
sigur þrátt fyrir að flokkurinn sé
nálægt sögulegu lágmarki.
Tap Vinstri grænna
Lengst af kjörtímabilinu mæld-
ust Vinstri grænir með álíka fylgi
og Samfylking og á tímabili sigldi
flokkurinn með himinskautum í
skoðanakönnunum og fór þá langt
fram úr Samfylkingu. í því ljósi
svíður tapið ansi sárt - ekki síst
sökum fylgishrunsins í kjördæmi
formannsins. Vinstri grænir tapa
manni og telst nú vera þröngur
prósenta fylgi getur
Halldór ráðið hvort
hann verður forsætis-
ráðherra í stjóm með
Sjálfstæðisflokki eða
Samfylkingu en þegar
þetta er skrifað hefur
hann ekkert gefið uppi
um það. Það sem helst
stendur í vegi fyrir
áframhaldandi ríkis-
stjórnarsamstarfi Sjálf-
stæðisflokks og Fram-
sóknar er að ólíklegt
verður að teljast að Hall-
dór kæri sig um að sitja
í ríkisstjórn undir
áframhaldandi forystu
Davíðs Oddssonar.
Jafn ólíklegt er aö
Davíð kæri sig um að
taka við öðru ráðuneyti.
Davíð verður því að
stíga af stóli til að
tryggja áframhaldandi
stjórn. Hugsanlegt er að
Davíð sitji áfram í eitt
ár og að svo taki Halldór
„Það virðist engu skipta hvemig kosningar fara á íslandi, alltaf hefur viö- Á næsta ári eru
hundrað ár frá því að Is-
Framsókn lykilinn að stjórnarráðinu. - Súluritin sýna, svo ekki verður imdfékk^yrsta^ráðherr
um villst, að tveggja tuma kenningin er orðin að veruleika. Sjálfstœð- ann og ekki er fráieitt að
isflokkur og Samfylking tróna hátt yfir aðra flokka.“
smáflokkur
um.
yst á vinstri kantin-
Frjálslyndir vinna á
Frjálslyndir vinna góðan sigur
þrátt fyrir að dala nokkuð frá skoð-
anakönnunum. Flokknum tókst að
láta kosningabaráttuna snúast að
miklu leyti um kvótamálið og er
það sigur í sjálfu sér. Athyglisvert
er að um leið og stofnandi flokks-
ins, Sverrir Hermannsson, hætti
sem formaður þaut fylgið upp úr
öllu valdi. Kjósendur flykktu sér
um flokkinn en síðan lak aðeins úr
blöðrunni. Það sem helst ógnar til-
veru flokksins er hefðarleysið.
Fjórflokkurinn er svo rótgróinn í
íslenskum stjórnmálum að líklegt
verður að teljast að Frjálslyndi
flokkm'inn verði brátt aðeins sagn-
fræði eins og Bandalag jafnaðar-
manna, Borgaraflokknum og fleiri
álíka flokkar sem hefur tekist að
gera mikinn usla í íslenskum
stjómmálum um skamma hríð.
Ýmsir möguleikar
Eins og svo oft áður er Fram-
sóknarflokkurinn í lykilstöðu þeg-
ar kemur að stjórnarmyndun og
Halldór Ásgrímsson getur í raun
ráðið með hverjum hann vill
starfa. Það virðist engu skipta
hvemig kosningar fara á íslandi,
alltaf hefur Framsókn lykilinn að
stjórnarráðinu. Þrátt fyrir að flokk-
urinn hafi aðeins ríflega sautján
Davíð noti það tilefni til
að stíga niður.
í fyrsta sinh í sögunni
er unnt að mynda tveggja flokka
meirihlutastjóm á íslandi án þátt-
töku Sjálfstæðisflokks. Það sem
helst stendur í vegi fyrir samstjórn
Framsóknar og Samfylkingar er að
hún hefði aðeins eins manns meiri-
hluta og engin ríkisstjóm vill eiga
líf sitt undir Kristni H. Gunnars-
syni. Heppilegra væri þvi að kippa
annaðhvort Frjálslyndum eða
Vinstri grænum með í slíka stjóm
eða semja um að annar hvor flokk-
urinn verði stjórnina vantrausti í
skiptum fyrir framgang tiltekinna
mála.
Þá er heldur ekki hægt að úti-
loka samstjóm Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar en það verður þó að
teljast ólíkleg niöurstaða.
„Hjá okkur vantar t.d. öll
ákvœði sem tryggja launþeg-
um eðlilegt atvinnuöryggi, “
segir m.a. í pistlinum.
lausum uppsögnum á fyrirmyndar-
starfsfólki.
Meiningarlaus orð
Fullyrðingar stjómvalda, aö hér
ríki réttlæti og ísland sé meðal
fremstu þjóða hvað mannréttindi
varðar, eru því miður meiningar-
laus orð, því veruleikinn segir allt
annað. íslensk stjómvöld hafa átt
þess kost árum saman að setja lög
sem tryggðu launafólki lágmarks
mannréttindi við uppsagnir úr
starfi en ekki hirt um það. Þau
hafa jafnvel daufheyrst við áskor-
Lágmarks mannréttindi
Slgur&ur T.
Sigurösson
fyrrverandi
formaöur Hlífar
í Hafnarfiröi
„Samkvæmt núgildandi
lögum getur atvinnurek-
andi sagt starfsmanni upp
starfi án nokkurrar
ástæöu og ráðið annan í
hans stað. Þannig getur
persónuleg óvild atvinnu-
rekandans í garð starfs-
manns orðið til þess að
starfsmaðurinn standi allt
í einu uppi atvinnulaus."
Við íslendingar drögumst sífellt
meira aftur úr öðrum lýðræðis-
þjóðum í mannréttindamálum og í
íslenska löggjöf vantar mörg mikil-
væg ákvæði sem þykja sjálfsögð og
eðlileg annars staðar í Vestur-Evr-
ópu og Norður Ameríku.
Hjá okkur vantar t.d. öll ákvæði
sem tryggja launþegum eðlilegt at-
vinnuöryggi og vemd gegn því að
hægt sé að vísa þeim úr starfi án
gildra ástæðna. Auk þess eru at-
vinnuleysisbætur langt undir viður-
kenndum lágmarkslaunum, þannig
að atvinnuleysi, jafnvel í stuttan
tíma, þýðir gjaldþrot hjá hverju
venjulegu heimili. Þetta vita núver-
andi stjórnvöld en hafa hvorki
áhuga né siðferðismeðvitund til að
laga þetta ófremdarástand.
Geðþóttauppsagnir
Samkvæmt núgildandi lögum
getur atvinnurekandi sagt starfs-
manni upp starfi án nokkurrar
ástæðu og ráðið annan í hans stað.
Þannig getur persónuleg óvild at-
vinnurekandans í garð starfs-
manns orðið til þess að starfsmað-
urinn standi allt í einu uppi at-
vinnulaus.
Á sama hátt geta pólitískar skoð-
anir, litarháttur, trúarbrögð eða
jafnvel aðild að verkalýðsfélagi
orðið tilefni til uppsagnar og því
miður hafa atvinnurekendur notaö
sér þetta, oft á tiðum með tilefnis-
unum frá Sameinuðu þjóðunum
um að fullgilda alþjóðlegar reglur
varðandi uppsagnir.
Bananalýðveldi
Verkalýðsfélagið Hlíf svo og
mörg önnur verkalýðsfélög hafa ít-
rekað farið fram á það við íslensk
stjómvöld að þ^u fullgiltu fyrr-
greindar reglur Sameinuðu þjóð-
anna en hingaö til hafa værukærir
ráðherrar þrjóskast við. Þar af leiö-
andi er launafólk hérlendis verr
sett í þessum málum en t.d. verka-
fólk í Jemen og Tyrklandi en bæöi
þessi ríki hafa fullgilt fyrrgreinda
samþykkt.
Það er athyglisverð staðreynd að
ríki þriðja heimsins skuli fullgilda
samþykktir Sameinuðu þjóðanna
um mannréttindi en ísland situr
eftir eins og steinrunnið banana-
lýðveldi.
Að þessu sinni ætla ég ekki að
skora á stjórnarflokkana að virða
lágmarks mannréttindi, heldur
vona að kjósendur hafi ekki greitt
þeim atkvæði sitt í nýliðnum al-
þingiskosningum og hegnt þeim
þannig fyrir þann fjandskap sem
þeir hafa sýnt almennu launafólki í
landinu.
Ummæli
Stíll Össurar
Spyrja má hvort
stj ómarandstöðustíll
össurar, með hraða-
upphlaupum sem
enda sjaldnast með
marki, nema þá
sjálfsmarki, sé það
sem „stóri“ jafnaðar-
mannaflokkurinn þarf á að halda,
ætli hann að festa sig í sessi. Þessi
stíll hefur fremur þótt henta smá-
flokkum.“
Ólafur Þ. Stephensen i fréttaskýringu í
Morgunblaöinu.
Með minnihluta
atkvæða
„í síðustu kosningum fékk George
W. Bush ekki meirihluta atkvæða á
landsvísu en fékk engu að síður
meirihluta kjörmanna og var rétt
kjörinn forseti. Rætt var við Össur
Skarphéðinsson um þessa niðurstöðu
í Morgunblaðinu 15. desember 2000
og þar segir meðal annars: „Össur
Skarphéðinsson, formaður Samfylk-
ingarinnar, segir að úrslit forseta-
kosninganna séu áfall fyrir lýðræðið.
Niðurstaðan hljóti að leiða tú um-
ræðu um breytingar á fyrirkomulagi
kosninganna og talningar atkvæða,
þannig að í framtíðinni verði ekki
mögulegt að verða forseti með færri
atkvæði en sá sem tapar.“ Þetta er
sami Össur og segir nú að loknum
kosningum að sá draumur sinn hafi
ræst aö hægt sé að mynda ríkisstjórn
Samfylkingar og Framsóknarflokks. í
kosningunum í gær fengu þessir
flokkar samanlagt 48,7% atkvæða en
engu að síður meirihluta þingmanna.
Væri stjórn þessara flokka áfall fyrir
lýðræðið?"
Vefþjóðviljinn á Andríki.is.
Á móti vindi
„Samkvæmt þeim kosningaúrslit-
um sem nú liggja fyrir eru skilaboð-
in skýr. Framsóknarflokkurinn á að
vera áfram í ríkisstjóm og Sjálfstæð-
isflokkurinn á að fara úr ríkisstjóm
og Samfylkingin inn. [...] Vissulega
verður það erfitt aö leiða rikisstjórn
með eins manns meirihluta en mun-
um að flugdreki fer aðeins á loft á
móti vindi en ekki með vindi.“
Björgmundur Örn Guðmundsson á
Maddömunni.is.
Loftfimleikar
„Þegar hvorki
tókst að fella ríkis-
stjómina né að koma
Ingibjörgu Sólrúnu á
þing, hefur forysta
Samfylkingarinnar
huggað sig við, að
hún hafl rofið „30%-
múrinn". Líklega vita fæstir kjósend-
ur Samfylkingarinnar, hvað í þessu
felst, enda voru þeir aldrei hvattir til
þess að taka þátt í slíku hástökki.
Þetta eru pólitiskir loftfunleikar og
eftiráskýringar með söguna að
mælistiku, en skipta engu í veru-
leika stjómmálanna."
Björn Bjarnason á vef sinum.
Hjólað í Framsókn
„Samfylkingunni er hollt að minn-
ast þess að Sjálfstæðisflokkurinn beið
sögulegt afhroð í þessum kosningum.
Ólíklegt verður að teljast að slíkt ger-
ist aftur. Eina leiðin til að fella ríkis-
stjórnina var að fella Framsóknar-
flokkinn. Þetta sjá menn nú í hendi
sér. Frá fyrsta degi nýrrar ríkisstjóm-
ar ber Samfylkingunni því að taka
Framsóknarflokkinn fyrir og veita
flokknum harða stjórnarandstöðu."
Birgir Hermannsson á Kreml.is.
Hólmsteinn grætur
Þaö sem er líklega rótin
að þessari geðröskun
Hólmsteins er sú stað-
reynd að Borgarfræðaset-
ur gaf út í apríl sl. bók eft-
ir Hörpu Njáls um fátækt
á íslandi. Ætla má að hon-
um hafi fundist þetta
framlag óþægilegt.
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son skrifar mikla úttektargrein
um niðurstöður kosninganna í
DV í gær (mánudag). Heldur er
þungt hljóð í kauða, enda er
hann óánægður með útkomu
síns flokks. Eins og allir vita er
hann helsti hugmyndafræðingur
og baráttumaður Sjálfstæðis-
flokksins og hefur verið svo um
langt árabil. Ekki skal ég blanda
mér í túlkanir Hólmsteins á úr-
slitum kosningaxma, þó mér sýn-
ist að þær séu bæði ónákvæmar
og villandi.
í geðvonsku sinni hreytir
Hólmsteinn ónotum í nokkra
samstarfsmenn sína við Háskóla
íslands. Vil ég sérstaklega gera
athugasemd við staðhæflngu sem
hann beinir að mér og Borgar-
fræðasetri sem ég er í forsvari
fyrir. Hólmsteinn segir að ég og
starfsmenn Borgarfræðaseturs
hafi tilheyrt einhverjum hópi
sem „skipulagði kosningabaráttu
hennar (Samfylkingarinnar) og
mælti fyrir stefnu hennar í fjöl-
miðlum“. Ég kannast ekki við að
þetta sé rétt.
Það sem er líklega rótin að
þessari geðröskun Hólmsteins er
sú staðreynd að Borgarfræðaset-
ur gaf út í apríl sl. bók eftir
Hörpu Njáls um fátækt á íslandi.
Ætla má að honum hafi fundist
þetta framlag óþægilegt. Eðli
máls samkvæmt var nokkur
kynning á verki þessu í kjölfar
útgáfunnar, enda mikið verk á
ferðinni sem unnið hefúr verið
að um árabil. Þessi kynning var
þó hófleg (einn opinber fyrirlest-
ur) en fjölmiðlar sýndu verkinu
nokkum áhuga og fjölluðu um
það, eins og ég tel að gerst hefði
í öllum vestrænum þjóðfélögum.
Fátækt er alls staðar mikilvægt
viðfangsefiii.
Þá hef ég sjálfur flutt fyrirlestra
um velferðarmál á íslandi eins og
gerist alltaf annað slagið, enda er
þar um viðfangsefni að ræða sem
ég hef fengist við í á þriðja áratug
og skrifað meira um en flestir aðr-
ir í landinu. Eitthvað af því sem
fram kom í þessum fyrirlestrum
mínum þótti fréttnæmt á fjölmiðl-
um. Ef það hefur veriö óþægilegt
fyrir einhvern er vart við mig að
sakast, nema ég hafi beinlínis ver-
ið að falsa staðreyndir til þess að
hafa pólitísk áhrif. Enginn hefur
haldið slíku fram svo mér sé
kunnugt.
Ég hef haft þá reglu að tala á
fundum, ráðstefnum og hjá stjórn-
málaflokkum ef um er beðið og í
reynd hef ég oftar talað hjá Sjálf-
stæðisflokknum en hjá Samfylk-
ingunni á liðnum árum. Ég tel það
skyldu háskólaprófessora að fjalla
um viðfangsefni sín á opinberum
vettvangi ef um er beðið og ef þeir
geta því viðkomið, sem og að veita
áhugasömum aðgang að gögnum
sem ég hef tiltæk.
Þó Borgarfræðasetur sé lítil
stofnun enda tiltölulega nýlega
tekin til starfa - þá starfa þar þó
nokkrir einstaklingar auk mín.
Mér er ekki kunnugt um hvaða
stjórnmálaskoðanir þeir hafa né
hvort einhverjir þeirra hafi unnið
fyrir einhverja stjórnmálaflokka í
frítíma sínum. Það kemur mér
ekki við. Það er hins vegar ekki
líðandi að Hannes Hólmsteinn
taki gremju sína út á þessu fólki
sem heild með því að hreyta ónot-
um í Borgarfræðasetur og draga
starfsfólk þar allt í einhverja póli-
tiska dilka að ósekju.
Ég vænti þess að þegar Hannesi
Hólmsteini rennur reiðin þá biðji
hann starfsfólk Borgarfræðaseturs
afsökunar á þessari yfirsjón sinni.
Ég hef haft þá reglu að tala á fundum, ráðstefnum og hjá stjómmálaflokkum ef
um er beðið og í reynd hef ég oftar talað hjá Sjálfstæðisflokknum en hjá Sam-
fylkingunni á liðnum ámm.