Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Side 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003
Tilvera uv
Renée Zellweger myndi ekki fela George:
Alar konur ættu að
vera með Clooney
Norsk-bandaríska leikkonan frá
Katy í Texas, hin krúttlega Renée
Zellweger, er orðin hundleið á
orðrómi þeim sem aftur er kominn
á kreik vestan hafs og austan, nefni-
lega þeim að hún og hjartaknúsar-
inn George Clooney séu kærustup-
ar. Hún er laus og liðug og hann er
eftirsóttasti gæinn í Hollywood.
„Ef George væri kærastinn minn
myndi ég auglýsa það um allar triss-
ur. Ég myndi sko ekki hafa hann í
felum,“ segir leikkonan í viðtali við
breska kvennablaðið New Woman.
„Hvers vegna verð ég að endur-
taka itrekað að við George erum
ekki kærustupar. Ef svo hefði verið,
hefði ég orðið á undan fréttamönn-
unum og spurt þá hvort þeir hefðu
hitt nýja kærastann minn, George
Clooney. Hvaða stúlka myndi ekki
óska sér að geta sagt það?“ segir
Renée, sem margir kannast við úr
hlutverki hinnar skemmtilegu
Bridget Jones.
Renée segir að þau séu bara vin-
ir, meira að segja góðir vinir.
„Ég er ekki með honum. Það er
synd og skömm. Eiginlega ættu all-
ar konur að vera með honum. Ge-
orge er stórkostlegur. Hann er mér
mjög kær. Hann er lærifaðir minn,
besti vinur og ég stóla á hann. Ge-
orge veitir mér innbiástur," segir
leikkonan elskulega við kvenna-
blaðið.
Renée Zellweger
Bara góö vinkona Clooneys.
Um þessar mundir fer Renée
hamfórum á hvíta tjaldinu vestra í
myndinni Down With Love.
•A:
Ofurhetjur og dagpabbap
Daddy Day Care
Eddie Murphy og Jeff Garlin í hlutverkum
dagpabbanna.
Það fór eins og búist hafði ver-
ið við að X-2: X-Men United (evr-
ópska heitið er X-Men 2) myndi
auðveldlega halda efsta sæti list-
ans og var aðsóknin gífurlega
mikil þótt hún hafl minnkað mik-
ið frá síðustu helgi. Staðan hjá X-
Men er nú sú að fengist hafa 150
milljónir dollara á tíu dögum í
Bandaríkjunum, annars staðar
hefur aðsókn einnig verið mikil,
meðal annars hér á landi. Eddie
Murphy var helsta von framleið-
anda Daddy Day Care sem er í
öðru sætinu. Myndin hlaut ágæt-
ar viðtökur almennings þótt hún
yrði aðeins hálfdrættingur á við X-
mennina.
Vert er að benda á tvær ódýrar
kvikmyndir sem fá góða aðsókn mið-
að við þann fjölda sýningarsala sem
þær eru sýndar í. Eru það A Mighty
Wind frá þeim ágæta leikstjóra og
leikara, Christopher Guest. Er mynd-
in byggð upp sem heimildakvikmynd
um endurkomu frægs þjóðlagatríós.
Hin myndin er Bend it Like Beckham
sem á nokkrum vikum hefúr verið að
fíkra sig upp listann. Sú mynd var
sýnd hér fyrir nokkru í kvikmynda-
húsum og er hægt að nálgast hana á
myndbandaleigum. -HK
Hafnaboltaleikur í Kanada:
Halle kastaði
fyrsta boltanum
REUTERSMYND'
Halle býr slg undlr að kasta
Halle Berry kastaöi fyrsta boltan-
um í hafnaboltakappleik vestur í
Kanada um helgina.
Óskarsverðlaunaða leikkonan
Halle Berry sýndi það og sannaði
um helgina að henni er margt til
lista lagt. Hún kastaði nefnilega
fyrsta boltanum í viðureign
Montréal Expos og Los Angeles
Dodgers í bandarísku hafnabolta-
keppninni. Leikurinn fór fram í
Montréal.
Halle er í Montréal um þessar
mundir við upptökur á nýrri kvik-
mynd. Hún gaf sér þó tíma til að
kasta boltanum, enda sjálfsagt
kjörin leið til að koma sér 1 mjúk-
inn hjá almenningi. Ef hún hefur
yfírleitt þurft á slíku að halda.
Hafnaboltinn er jú þjóðaríþrótt
Bandarikjamanna og heilagri en
allt sem heilagt er.
Halle var ekki ein á vellinum
því eiginmaður hennar og dóttir
voru þar einnig og fylgdust með.
Og að sjálfsögðu kastaði leikkonan
boltanum eins og engill.
Sambíóin/Háskólabíó - How To Lose a Guy in 10 Days ★i
Skltlegt eðli og sönn ást -==i
í kvikmyndinni How to Lose a Guy
in 10 Days er Andie blaðamaöur á
Composure. Það er alveg eins og hið
vinsæla ung-kvennablað Cosmopolit-
an, bara vitlaust skrifað. Andie er
sæt og skemmtileg og ljóshærð og
skrifar greinar um hvemig lesandinn
á að gera alls kyns nytsama hluti
eins og hvemig hægt er að fá stinnan
rass á þrem vikum eða hvemig hægt
er að Feng Shui breyta stofúnni.
Hana langar hins vegar að skrifa al-
varlegar greinar um Tsjetsjeníu og
svoleiðis og því er óskiljanlegt hvers
vegna hún sótti um vinnu á slúður-
frauðblaöinu Composure, en látum
það liggja á milli hluta.
Ben er mikill töffari sem vinnur á
auglýsingastofu, raðsefur hjá konum
og fær helst verkefhi sem felast í að
selja bjór eða íþróttavörur. Hann
langar hins vegar til að stjóma stórri
auglýsingaherferð um demanta.
Þessi tvö elskulegu ungmenni hitt-
ast svo þegar Andie samþykkir að
skrifa grein um það hvemig stelpur
skuli fá strák til aö segja sér upp á 10
dögum. í staðinn á hún að fá frjálsari
hendur á blaðinu. Ben hefur þá veðj-
að við eiganda auglýsingastofunnar
að hann geti fengið hvaða stúlku sem
er til að verða ástfangna af sér á 10
dögum og í staðinn fær hann dem-
antaherferðina. Augljóslega hittast
þau og hún er algjörlega óþolandi til
að losna við hann og hann lætur allt
yfir sig ganga til að vinna veðmálið.
Getur verið að þau finni sanna ást,
þrátt fyrir sitt skítlega eðli, lygar og
plat? Og getur verið að sambandið
eigi sjens í Hollywoodlandi þar sem
öll alvörusambönd era byggð á
óflekkuðum heiðarleika og hrein-
skilni??
Þó að handritið sé byggt á ágætri
hugmynd er það óvenjuslæmt miðað
við aðrar nýséðar rómantískar gam-
anmyndir, kannski vegna þess að
rómantíkina vantar alveg. Handrits-
höfundum (þeir em skráðir þrír á
þessi ósköp) og leikstjóra er meira í
mun að láta okkur skella upp úr en
að láta hjörtu slá hraðar. Og stundum
getur maður ekki annað en flissað
upphátt að fullkomlega geðklofa
hegðun Andies sem samkvæmt þess-
ari mynd jaðrar við að vera eðlileg
hjá amerískum stúlkum í tilhugalíf-
inu: að vera yfirmáta vælnar, tilfinn-
ingasamar, afbrýðisamar, vitlausar
og leiðinlegar - en alltaf sætar.
Kate Hudson (dóttir hinnar óvið-
jafnanlegu Goldie Hawn) er ágæt í
hlutverki Andie, og best þegar hún er
gölnust. Matthew McConaughey leik-
ur ekki hér frekar en í öðrum kvik-
myndum en er vænlega myndarlegur
og karlmannlegur. How to Lose a
Guy in 10 Days er ágæt ef kröfúmar
em litlar og það var sniðugt að sýna
úr mjög vondum myndum á undan,
eins og gert var á sunnudaginn, (fyr-
ir utan Matrix Reloaded!) því þá kem-
ur aðalmyndin mun betur út. •
Leikstjóri: Donald Petrie. Handrit: Krist-
en Buckley, Brian Regan og Burr Steers,
byggt á skáldsögu Michele Alexander og
Jeannie Long. Kvikmyndataka: John
Bailey. Tónlist: Dana Millman-Dufine. Aö-
alleikarar: Kate Hudson og Matthew
McConaughey.
HELGIN 9. 11. MAI
ALLAR UPPHÆOIR i ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA.
FYRRI INNKOMA INNKOMA FJÖLDI
SÆTI VIKA Tmu. HELGIN: ALLS: BÍÓSALA
O 1 X-2: X-Men Unlted 40.032 147.677 3749
o _ Daddy Day Care 27.623 27.623 3370
o 2 The Lízzle McGulre Movie 7.209 26.528 2825
o 3 Identity 6.477 39.382 2618
o 4 Anger Management 5.738 123.182 2819
o 5 Holes 4.858 51.678 2452
o 14 A Mlghty Wlnd 3.004 9.483 765
o 6 Malibu's Most Wanted 2.128 31.747 2008
o 10 Bend It Llke Beckham 1.736 13.170 555
© 7 Confidence 1.539 11.051 1188
0 15 Chicago 1.110 166.514 761
© 11 Phone Booth 1.004 44.007 785
© 8 It Runs in the Family 959 6.744 1042
© 13 Bringing Down the House 737 128.659 778
© 17 Ghost of the Abyss 622 7.482 93
© 9 Bulletproof Monk 605 22.635 944
© 12 What a Girl Wants 522 35.272 925
© 16 House of 1000 Corpses 506 11.570 525
© 20 Agent Cody Banks 392 47.285 1224
© - The Dancer Upstairs 270 420 62
Vínsælustu myndböndin
Bond er ósigrandi
Þriðju vikuna í röð er
nýjasta James Bond-myndin,
Die Another Day, í efsta sæti
myndbandalistans og ætlar
ekki að gefa eftir sætið fyrr
en í fulla hnefana.í öðm og
þriðja sæti eru nýjar myndir
inn á listann, hin dramatíska
The Salton Sea og gaman-
myndin The Master of Disgu-
ise.
The Salton Sea fjallar um
Danny Parker sem verður
fyrir miklu áfalli þegar eigin-
kona hans er myrt. Frá þeim
tima hefur lífið engan tilgang
fyrir hann og hann leiðist út í
líf í undirheimum þar sem fé-
lagar hans eru glæpamenn og The Sa|ton Sea
dópistar. Hann vingast við val Kilmer leikur Ath..
slæpingjann Jimmy
og eyða þeir mestöll-
um tíma sínum í eit-
urlyfjavímu í got-
neskum nætur-
klúbbum. En Danny
er ekki allur þar
sem hann er séður.
Hann gengur undir
öðru nafni, Tom
Van Allen, og var
áður virtur djasstón-
listarmaður. Einnig
hefur hann verið á
launum sem heim-
ildamaður fyrir tvo
spillta alríkislög-
reglumenn.
Val Kilmer leikur
aðalhlutverkið. Mót-
leikarar hans eru
Vincent D’Onofrio,
Adam Goldberg,
Luiz Guzman, Ant-
hony LaPaglia, Meat
Loaf og Deborah
Kara Unger. -HK
FYRRI VIKUR
SÆTI VIKA TTnil. (DREIFINGARAÐIU) ÁUSTA
O i Die Another Day (skífan) 3
0 - The Salton Sea isam myndböndi 1
0 - The Master of the Disguise (skífanj 1
O 2 Changing Lanes (sam myndbönd) 4
Q 7 Juwanna Man (sam myndbond) 3
Q 3 Enough (skífan) 5
0 8 Human Nature (bergvíki 2
O 4 Harry Potter..... (sam myndbönd) 5
0 8 Avenglng Angelo (skífan) 2
© 5 High Crlmes (skífan) 7
© 9 Undercover Brother (sam myndbönd) 5
© - The Guru (sam myndböndj 1
© 10 One Hour Photo (skífanj 6
© 13 Mr. Deeds (skífan) 9
© - Lilya 4-ever (sam myndböndi 1
© 20 Signs (SAM MYNDBÖND) 9
© 17 í skóm drekans (myndformj 2
© 11 Road To Perdition (skífan) 8
© 15 Divine Secret (sam myndbönd) 4
1 © _ Knockaround Guys (myndform) 5' ',.•'..• .'.íJ