Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 Fréttir T">-y Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk. Skr. 7/97, ek. 46 þús. Verð kr. 690 þús. Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk. Skr. 8/99, ek. 39 þús. Verð kr. 990 þús. Suzuki Swift GLX, 5 d., bsk. Skr. 11/96, ek. 67 þús. Verð kr. 450 þús. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk. Skr. 6/00, ek. 74 þús Verð kr. 1290 þús. Suzuki Sidekick JX, 5 d., bsk. Skr. 9/96, ek. 88 þús. Verð kr. 780 þús. Hyundai Accent GLS, bsk. Skr. 7/98, ek. 45 þús. Verð kr. 550 þús. Hyundai Accent 1,5, bsk. Skr.12/99, ek. 27þús. Verð kr. 690 þús. Daewoo Lanos SX bsk. Skr. 10/98, ek. 78 þús. Verð kr. 590 þús. Hyundai Accent 1,5, bsk. Skr. 9/98, ek. 67 þús. Verð kr. 490 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI SUZUKI BÍLARHF. Skeifunni 17, simi 568-5100 Erlendur feröamaöur stöðvaöur af tollgæslunni á Seyöisfiröi: Með þúsund mál- verk og kannabis Tollgæslan á Seyðisfiröi stöðv- aði í fyrradag erlendan ferðamann sem kom hingað til lands með ferj- unni Norrænu. í fórum mannsins voru hátt í 1000 olíumálverk sem er langt umfram það magn sem leyfilegt er að flytja til landsins. Að auki fannst á honum lítilræði af kannabisefnum sem voru sögð vera til einkanota. Samkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni á Seyðisfirði kom maðurinn hingað til lands á bif- reið sinni og var stöðvaður við reglubundið eftirlit á leið úr Nor- rænu. Kom þá í ljós að maðurinn hafði 996 olíumálverk meðferðis og telst það brot á tollalögum. Þar sem maðurinn hafði fátt annað meðferðis en umrædd málverk var litið svo á að hann væri hing- að kominn til að selja verkin en til þess hafi hann ekki tilskilin leyfi. Maðurinn var stöðvaður í grænu hliði sem er fyrir þá sem hafa ekk- ert tollskylt og því ber að líta á málið sem tilraun til smygls. Toll- verðir tóku því málverkin og mað- urinn var sektaður í samræmi við brot sitt. Hann var síðan jafnskjótt send- ur úr landi með ferjunni ásamt öðrum manni sem hefur síðustu daga dvalið á Seyðisfirði en Út- lendingastofhun neitaði þeim manni um dvalarleyfi. -áb Lokaæfing fyrir Evróvisjón fór fram í Riga í gær: Birgitta er tilbúin Lokaæfing fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram í Skonto-höllinni í Riga gær- kvöld og gekk íslenska hópnum allt í haginn að sögn talsmanna hans. Miklu máli skiptir að standa sig vel á lokaæfingunni enda er hún öll tekin upp og ef eitthvað fer úrskeiðis í beinu útsendingunni í kvöld eru upptökur gærdagsins notaðar. „Þetta hefur gengið áfallalaust síðan viö komum hingað til Lett- lands. Birgitta hefur staðið sig al- veg frábærlega vel að svara blaða- mönnum og þjóðin getur verið virkilega stolt af framgöngu henn- ar hérna í Riga. Æfingarnar í gær gengu mjög vel en annars tók Birgitta það fremur rólega í gær og notaði tímann til að safna kröftum. Hún er tilbúin fyrir stóru stundina á morgun," segir Gísli Marteinn Baldursson, tals- maður Evróvisiónhópsins og þul- ur íslenska sjónvarpsins í útsend- ingunni í kvöld. Veðbankar hafa sett svip sinn á keppnina í ár, líkt og áður, en mikill fjöldi fólks leggur eitthvað Með foreldrum sínum Birgitta Haukdal tók þaö rólega ígærkvöld og fór út aö boröa meö foreldrum sínum, Önnu Haukdal og Brynjari Vík- ingssyni. Þau hafa stutt dóttur sína meö ráöum og dáö und- anfarna daga. undir til þess að gera keppnina meira spennandi. Flestum veð- bönkum ber saman um að rúss- neski kvennadúettinn Tatu beri sigur úr býtum en þær hafa hneykslað marga með framkomu sinni síöustu daga og lofa enn meiru í keppninni sjálfri. íslend- mgum er hins vegar víðast spáð fimmta til ní- unda sæti og hefur leiðin legið niður á við síðustu viku. Fyrir skömmu voru flestir veð- bankar með ísland í fjórða til sjötta sæti en nú hefur bilið breikkað og sums stað^ ar er Birgitta komin niður fyrir tíunda sætið. Keppnin sjálf verður svo sýnd í sjónvarpinu í beinni útsendingu í kvöld og hefst hún kl. 19. Birgitta Haukdal stígur fyrst aUra keppenda á sviðið og því er vissara að fylgjast með frá byrjun. Úrslit ættu svo að liggja fyrir um kl. 22 þegar síðustu þjóðirnar hafa út- deilt stigum sínum. -áb Gjafakort í Smárallnd Þessi feögin voru á ferð í Smáralind í gær og þar var einnig Ijósmyndari DV sem smellti af. Litla stúlkan lendir í hringnum aö þessu sinni og fær aö launum 5 þúsund króna gjafabréf í Smáralind. Hún getur vitjaö þess í afgreiöslu DV, Skaftahlíö 24. Velja sigurlag Evróvisjón: Styrkja Barna- spítala Hringsins Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva fer fram í kvöld og mun landsmönnum gefast kostur á að hafa áhrif á atkvæðagreiðsluna með síma- kosningu. Mikill fjöldi tók þátt í slíkri símakosningu þegar framlag ís- lands var valið fyrr á árinu en eftir það bar nokkuð á kvörtunum þar sem símakerfið annaði ekki álaginu. Því hefur Síminn gert sérstakar ráð- stafanir nú til þess að tryggja að kosningin gangi sem greiðast fyrir sig. Hægt verður að greiða öllum lög- um keppninnar atkvæði með því að hringja í sérstakt númer sem hverju lagi fylgir og verða þau á bilinu 900 1002 - 900 1026, eftir röð keppanda. Aðeins verður hægt að greiða at- kvæði í fimm mínútur eftir keppnina og einungis þrisvar sinnum úr hverju símanúmeri. Hvert símtal kostar 100 krónur og þar af renna 40 krónur til að bæta tækjabúnað Barnaspítala Hringsins. Keppnin verður sýnd á RÚV í kvöld og hefst hún kl. 19 en framlag okkar íslendinga verður Birgitta Haukdal og stígur hún fyrst allra keppenda á svið. -áb Popptíví á Bessastöðum Skömmu eftir klukkan hálftvö í gær, þegar ríkisráðsfundur var að hefjast á Bessastöðum með nýrri ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar, renndi eðalvagn upp að Bessastöðum, út stigu tveir ung- ir, jakkafataklæddir menn, gengu ákveðnum skrefum að að- aldyrunum þar sem tveir lög- reglumenn stóðu heiðursvörð, opnuðu dyrnar og gengu inn, óáreittir. Leið þeirra innanhúss hefði verið greið alla leið inn á ríkisráðsfundinn, en þeir létu það eiga sig. „Við ætluðum að athuga hversu erfitt væri að komast að ríkisstjórn íslands, og hefðum getað farið alla leið til ráðherr- anna og forsetans. Öryggisverðir skoðuðu ekkert hvort við værum með vopn svo við hefðum getað framið þarna mikil spellvirki. Tilgangurinn var sá að athuga hvort það hefði eitthvað breyst síðan 11. september 2001, og nið- urstaðan er sú að það er alls ekk- ert. Okkur finnst að það vanti tvö ráðuneyti og ráðherra að þeim, afþreyingarmálaráðuneyti og tómstundaráðuneyti. Þá verða bíósýningar á vegum ríkisins og þú kemur með þitt Litll örygglsgæsla Þeir Auöunn Blöndal og Sigmar Vilhjálmsson hjá Popptíví komust óáreittir inn á Bessastóóum, fram hjá öryggisvörö- um, meöan ríkisstjórnin fundaöi þar meö forseta íslands. eigið popp og poppar það í ör- bylgjuofni áður en bíósýningin hefst og sleppur við að kaupa það dýrum dómum. Þessi tilraun heppnaðist," sögðu þeir Auðunn Blöndal og Sigmar Vilhjáhnsson hjá Popptiví, kampakátir með ár- angurinn. -GG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.