Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 Helgarblað JOV Hvar eru ógnarvopnin? - hver laug að leyniþjónustum og af hverju eru allar þeirra upplýsingar ekki marktækar? Saddam Hussein finnst hvergi, ekki synir hans né milljarðar dollara sem þeir eru sagðir hafa komið undan. Bin Laden kemur fram í sjónvarpi annað slagið með sinn boðskap þótt leyni- þjónustur heimsins viti ekki hvar hann er eða hvort hann er lífs eða lið- inn. Sprengd voru heilu fjöllin í Afganistan með ofurbombum til að út- rýma leiðtoganum en allt kom fyrir ekki. Innrásin í írak var gerð til að koma í veg fyrir að illmennin þar beittu gereyðingarvopnum sem þeir ættu miklar birgöir af. En hvorki hef- ur fundist tangur né tetur af slíkum vopnum eftir allt bramboltið og stöðuga leit tæknivæddra sérfræð- inga. Hins vegar er stórfenglegur flóa- markaður í borgum hernumda lands- ins á hefðbundnum vopnum, svo sem hríðskotabyssum af finustu gerðum, skammbyssum og alls kyns skotvörp- um. Þar er allt á úsöluverði enda víst aö kaupmennirnir hafi fengið vöruna fyrir lítið, því þarna munu vera birgð- ir hers og lógreglu fyrrum einræðis- herra landsins. Þarna gera áhuga- menn um manndrápsvopn góð kaup end fylgja birgðir skotfæra með. Hópur sérfræðinga á vegum Banda- ríkjahers hefur stjórnað leitinni að ólöglegum birgðum gjöreyðingar- vopna sem sagt var að Saddam hefði ráðið yfir. Ekkert hefur fundist og fer þeim stöðum fækkandi sem vænlegast þykir að leita á og er sagt að farið sé að fækka í leitarsveitunum þar sem allar vopnabirgðirnar séu annaðhvort svo vel faldar að ógjörningur sé að finna þær eða að ógnin af gjöreyðing- arvopnum Saddams hafi ávallt verið orðum aukin. Oddur Olafsson blaöamaöur Leiðtogar leitarflokkanna, líffræð- ingar, efnafræðingar, sérfræðingar í meðferð kjarnorkuvopna, tölvufræð- ingar og dulmálssnillingar og sér- sveitir úr hernum fylgdu innrásarlið- inu fast eftir og væntu þess að þeir mundu ffjótlega finna vopnabúrin sem Colin Eowell utanríkisráðherra lýsti í Öryggisráðinu í febrúar sl. þeg- ar hann var að biðja um grænt ljós til að ráðast á írak. Þar fullyrti hann að Saddam ætti hundruð tonna af efna- og sýklavopnum og bæði skammdræg- ár og langdrægar eldfiaugar til að skjóta þeim og að einnig væru sann- anir fyrir að áætlanir lægju fyrir um smíði kjarnorkuvopna. Hver platar hvern? Samtarfshópur sérfræðinganna mun brátt hægja á ferðinni og verður jafnvel leystur upp þar sem árangur af starfi hans er ekki annar en sá að Saddam hafði ekki yfir þeim vopnum að ráða sem hann var sakaður um. Hershöfðinginn, sem hafði yfirumsjón með leitinni, segir nú að herinn hafi tekið alvarlega aðvaranir leyniþjón- ustunnar um aö írakar ættu magn gereyðingarvopna og myndu beita þeim gegn innrásarhernum. Því voru hermennirnir viðbúnir eitur- og sýklaárásum og voru íklæddir bún- ingum sem áttu að verja þá fyrir slík- um ófógnuði. En hafi íraski herinn ætlað að nota lik vopn hefði hann þurft að eiga eitthvað af þeim. Þeim var þó aldrei beitt og ekkert hefur fundist af gereyðingarvopnum eða eldflaugum til að skjóta þeim. Hers- höföinginn tók fram að vænta mætti margra bóka um málið; hvað "hefði farið úrskeiðis og hvers vegna leyni- þjónustur gáfu svo villandi upplýsing- ar. Með því gefur hann í skyn að ein- hverjir hafi beitt blekkingum til að réttlæta árás ofurveldisins á írak. En hver plataði hvern verður kannski upplýst í einhverjum þeirra ritverka í framtíðinni. Haft er eftir öðrum hershöfðingja Hergögn á flóamarka&i Á götumörkuðum í írak eru haldnar útsölur á byssum og skotfærum sem greinilega er stoliö úr vopnageymslum hers og lögreglu. Þaö er dæmi um mikla ringulreið og lögleysu sem veður uppi i hernumdu landi. að herinn hafi búist við að finna eit- ur- og sýklahlaðninga við byssu- hreiðrin og hafl það 'verið ástæðan fyrir því að farið var með valdi inn í landið. En nú sé sá ótti liðin tíð. Vopnaleitarmenn höfðu ábendingar frá Washington um þá staði þar sem ólóglegu gereyðingarvopnin voru geymd. En þegar komið var að meint- um vopnabúrum var búið að brenna þar og ræna en engin merki fundust um að þar hefðu verið geymd eitur- eða sýklavopn 6g í öðrum tilvikum voru ábendingarnar rangar. Núna eru sérfræðingarnir farnir að rannsaka betur þau gögn sem leyni- þjónustur færðu þeim og reyna að komast að því hvernig þau urðu til og hverjir gáfu upplýsingarnar um vopnabirgðirnar sem áttu að ógna óvinum Saddams en hvergi fmnast. Ekki þar, en hvar? I byrjun innrásarinnar hafði yfir- herstjórnin lista yfir 19 vopnageymsl- ur sem álitið var að birgðir óleyfi- legra vopna væru í. Engin slík vopn hafa fundist í þeim þótt gaumgæfilega hafi verið leitað. Á öðrum lista, sem rannsóknarmenn fengu í hendur, voru tilgreind 68 dæmi um vopnabúr sem vel gætu haft eitur- og efnavopn að geyma. Lokið er við að rannsaka nær 50 þeirra nákvæmlega en engin ólögleg vopn eða eldflaugar til að skjóta þeim hafa fundist til þessa. Ekki er öll nótt úti enn og 1. maí sl. lýsti Bush forseti yfir sigri og til- kynnti aö hafin væri leit að földum efna- og sýklavopnum og vísbending- ar væru um hundruð staða sem yrðu rannsakaðir. Aðstoðarvarnarmálaráðherra sá sem fer með málefni leyniþjónustu hersins tilkynnti nýlegaap aðeins væri lokið við að rannsaKa 70 af um 600 líklegum geymslustöðum ólög- legra vopna sem herinn hafði upplýs- ingar um áður én stríðsaðgerðir hófust. Foringi úrvalssveita, sem fara um, lætur hafa eftir sér að það sé næsta óþarft að leita ólöglegra vopna á þeim stööum sem upplýsingar eru gefnar um að þau sé að fmna. Við vitum að þar eru þau ekki. Nær væri að þefa þau uppi á stöðum þar sem enginn hefur vísað á þau. Leitarflokkar hafa finkembt rann- sóknarstofur, hergagnaverksmiðjur, neðanjarðarbyrgi og spiraverksmiðj- ur, bakarí, lyfjaverksmiðjur og skjala- geymslur og grafið niður í jörðina þar sem einhverjir hafa vísað á líklega Mótstaðan minni en ætlao var Aðalástæða árásarinnar á írak var að koma Saddam frá völdum til að hann gæti ekki notað gereyðingarvoph sín á óvinina. En innrásarherjunum var aldrei svarað með slíkum vopnum og engin hafa fundist þrátt fyrir mikla leit. Ef engin eitur- og sýkla- vopn finnast verður að gefa nýjar og haldgóðar skýringar á nauðsyn þess að hernema írak. En ekki er öll nótt úti enn og Bush forseti er þess full- viss að þau sé að finna á hundruðum felustaða. Tœknivœddar sérfrœð- ingasveitir finna þó eng- in merki um ólögleg vopn né eldflaugar til að flytja þau á áfangastaði. geymslustaði. Flestar koma ábending- arnar frá leyniþjónustum og eru merktar sem trúnaðarmál. Bush forseti hefur á orði að koma á fót fjölmenhari leitarsveitum, en þær sem til þessa hafa starfað eru að gef- ast upp því þær eru orðnar uppi- skroppa með verkefni. Sérstakur hópur kjarnorkufræð- inga, sem leitað hafa atómvopna eða efna til að búa þau til, er nú á heim- leið. Þriðjungur þeirra sem í hópnum voru er þegar kominn heim og helm- ingur þeirra sem eftir eru í írak mun fara þaðan bráðlega. Þeir sem harðast gagnrýna árang- ursleysið við að fmna bönnuð vopn og þá viilutrú að nauðsynlegt hafi verið að hernema landið og afvopna heri Saddams útiloka ekki að enn kunni eitur- og efnavopn að koma í leitirnar og jafnvel efni til atómbombugerðar. En hvar þau leynast og hvernig stend- ur á að enginn getur vísað á neitt af þeim hundruðum tonna af eiturefnum sem sögð eru vera í vopnabúrum er hulin ráðgáta. Vopnabúr og hergögn herja fyrri stjórnar eru fundin. En miklu er búið að stela úr þeim og ganga minni hátt- ar vopn kaupum og sölum, sem fyrr segir. Hitt er með ólíkindum ef hægt er að smygla langdrægum eldflaugum út úr herstöðvum eða milli land- svæða, eða geislavirkum efnum í stór- um stíl og hundruðum tonná af hættu- legum veirum og eiturefnum sem ekki þarf nema nokkur grömm af til að verða fjölda manns að aldurtila. Séu þær upplýsingar réttar sem æðstu menn Bandaríkjanna halda staðfastlega fram aðB réttlæti einar mestu árásir hersögunnar og hernám lands og þjóðar á viðkvæmu hættu- svæði, að Saddam og her hans hafi búiö yfir gífurlega öflugum og ólögleg- um ógnarvopnum, þá má spyrja nú hvort hættan hafi minnkað. Hafi þeir Bush og Powell réttar upplýsingar um vopnabirgðirnar hljóta þær að finnast, vonandi ónotað- ar. En séu þær ekki til hljóta þeir að gefa nýjar og haldgóðar skýringar á hernámi landsins á milli fljótanna, þar sem kennt er í skólabókum að menningin eigi upptök sín. (Heimild m.a. sótt í The Washington Post) Erlendar fréttir vikunti Mannskæður jarðskjálfti Gifurlegur jarð- skjálfti í norðan- verðu Alsír á mið- vikudag varð rúm- lega eitt þúsund manns að bana og olli mikilli eyði- leggingu á mann- virkjum við Mið- arðarhafsströnd landsins. Tugir msunda Alsírbúa hafa hafst við ut- andyra síðan skjálftinn, sem mæld- ist 6,7 stig á Richter, reið yfir höf- uðborgina Algeirsborg og nágrenni. Mikill fjöldi manna slasaðist og höfðu sjúkrahús ékki undan við að sinna þeim. Norðmenn í skotlínunni Það varð uppi fótur og fit í Nor- egi í vikunni þegar hægri hönd hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens skoraði á múslíma að ráð- ast gegn vestrænum skotmörkum, þar á meðal norskum sendiráðum og fyrirtækjum í löndum múslíma. Bondevik forsætisráðherra sagði að hótanirnar væru teknar alvarlega og voru Norðmenn hvattir til að hafa allan vara á. Fréttaskýrendur töldu í fyrstu að al-Qaeda menn hefðu ruglast í landafræðinni og hefðu ætlað að hafa Danmörku á nýjasta lista sínum yfir skotmörk, þar sem Danir voru dyggir sruðn- ingsmenn stríðsins í Irak. Nú er talið að ástæðuna megi rekja til múslímaklerks sem norsk yfirvóld ætla að sækja til saka. Bush fékk meirihluta í SÞ George W. Bush Bandaríkjafor- seti gaf nægilega eftir í Öryggisráði SÞ til þess að það samþykkti mótat- kvæðalaust ályktun hans um endurreisn- arstarfið í írak og af- nám refsiaðgerða SÞ frá 1990. Frakkar og aðrir andstæðingar stríðsins í Irak höfðu krafist þess að breytingar yrðu gerðar á upp- haflegu drögunum og var orðið við þvi. Álykrunin veitir Bandaríkja- mönnum og Bretum víðtæk völd við endurreisnarstarfið og þeir munu ráða hvernig tekjum af olíu- sölu íraka verður varið til upp- byggingarinnar. Ráðist á uppreisnarmenn Stjórnarherinn í Indónesíu hóf stór- sókn gegn uppsreisn- ar- og aðskilnaðar- sinnum í Aceh-héraði T , í norðvesturhluta '¦ , , . - landsins í vikubyrj- un. Fyrirhugaðar friðarviðræður deilenda í Japan fóru út um þúfur þegar fulltrúar upp- reisnarmanna á leið á fundinn voru hnepptir í varðhald. Aðgerðirnar í Aceh eru hinar mestu sem Indónesíuher hefur ráðist 1 frá því hann réðst inn í Austur-Tímor fyrir tæpum þrjátíu árum. Indónesískur herforingi viðurkenndi um miðja viku að uppreisnarmennirnir yrðu ekki jafnauðveld bráð og íraksher reyndist Bandaríkjamönnum og Bret- um í sfríðinu gegn Saddam Hussein. Sigur fyrir Thule-menn Fyrrum starfsmenn í bandarísku herstöðinni í Thule á Grænlandi unnu merkan áfangasigur í baráttu sinni við dönsk srjórnvöld þegar Evr- ópusambandið ákvað að rannsaka mál þeirra. Starfsmennirnir sem um ræðir hreinsuðu brak bandariskrar herflugvélar sem fórst við Thule 1968 með kjarnorkuvopn um borð. Dönsk yfirvöld hafa aldrei viljað rannsaka hvers vegna krabbamein og fleiri al- varlegir sjúkdómar eru algengari hjá þessum mönnum en öðrum. Sharon styður Vegvísi Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, hefur lýst yfir stuðningi sín- um við svokallaðan Vegvísi að friði fyrir botni Miðjarðarhafs, með sem- ingi þó. Það þýðir að Israelar fallast ekki á alla liði friöaráætlunarinnar sem Bush Bandaríkjaforseti hefur lagt mikla áherslu á að nái fram að ganga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.