Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 38
1-2 h~Í'<? t Q. O. f 't) l'Cf O DV LAUCARDAGUR 24. MAÍ2003 4 Þrjár manneskjur skotnar vegna eltandi hunds Minni háttar atvik geta leitt til mikilla qlæpaverka. Þegar morð eru framin leita laganna verðir oftast að ástæðu verknaðarins og þá hver hagnast á þvíað ruðja einhverjum úr vegi. Stundum liggur íaugum uppi hver framdi morð en íöðrum tilvikum þarfað rannsaka málin og finna hinn seka þegar hann vill leynast. Þá er fyrst reynt að komast að þvíhver er lík- legastur til að fremja glæpinn og þá hver er ástæða þess að manneskja er tekin af lífi. En ástæðan er ekki alltaf merkileg. Þannig voru þrjár manneskjur skotnar vegna þess að hundur gelti og fór gáín ítaugarnar á manni sem ætlaði að þagga niður ídýrinu Faulkner reyndi að skakka leikinn þegar ráðist var á hund af heift. Atburðurinn varð í júní árið 2000 i strjálbýli i Wash- ingtonriki í Bandaríkjunum. Tveir einrænir karlar bjuggu skammt frá hvor öðrum utan viö smáþorp. Þeir kunnu vel við fjallakyrrðina og einveruna úti í skóginum. Þeir voru Francis Cota og Bob Faulkner. Faulkner var 53 ára og hafði verið skógarhöggsmaður mestalla sína tíð. Einu utanaðkomandi heimsóknir, sem hann fékk, voru þegar frænka hans Kim og maður hennar Clint komu til að líta eftir honum. Þegar ilia viðraði og Faulkner átti erfltt með aðdrætti komu þau með nauðsynj- ar til hans og sáu um að hann skorti ekkert. Öfugt við fábeytta lífshætti og nægjusemi nágranna síns átti Cota, 40 ára að aldri, í sífelldum vandræðum og sérstak- lega var fjárhagurinn erfiður og átti hann í stöðugum vanda með að greiða afborganir af lánum sínum. Hann fylltist öf- und og illum hug til nágranna sinna sem allir virtust bjarg- álna og voru með fjármál" sín í lagi og létu enda ná saman í peningamálunum. Þann 13. júní heimsóttu Kim og maður hennar frændann Faulkner og færðu honum ýmsa nauðsynjavöru og fylgdi þar með flaska af uppáhaldsviskiinu hans. Þennan dag var Cota á flæk- ingi og heimsótti fólk í ná- grenninu og drakk með því og kveinkaði sér undan fjármála- vandræðum sínum. Hann var farinn að drekka stift og reykti líka marijúana og hegðaði sér undanlega. Bóndi nokkur minntist þess að hann hefði nýlega heyrt hann bölva og ragna á kúahóp. í sveitarfé- lagi, sem hafði aðeins 220 íbúa, var mikið talað um undarlega hegðun Cota. Þegar hann kom heim þenn- an dag sá hann hvar Faulkner og gestir hans sátu á verónd- inni og drukku bjór og höfðu það notalegt. Cota þekkti hjónin og fór yfir til þeirra til að fá sér drykk með þeim. Þegar á leið voru þau öll fjögur orðin alldrukkin. Æðiskast og heift Þar sem þau sátu og drukku og spjölluðu saman var Cota bálreiður vegna þess að hundur þeirra hjóna, sem þau tóku með sér, tók að gelta látlaust. Cota kastaði bjórdós sinni og réðst á hundinn Rose og greip um frýni hans og hélt kjaftinum saman svo að dýrið hætti að gelta. Athæfið ergði Faulkner sem skipaði Cota að láta dýrið í friði. En Cota espaðist aðeins, herti á takinu svo að Rose ýlfraði af sársauka. Til að fá nágrannann til að sleppa takinu á Rose stóð Faulkner upp og greip- um handlegg dýraplagarans og slagsmál hófust þar með og veltust mennirnir um. Hjónin hrópuðu og báðu þá að hætta en þá voru mennirnir farnir að slá hvor annan af heift og krafti. Slagsmálin enduðu með því að Faulkner varð und- ir og Clint skarst í leikinn og dró Cota ofan af liggj- andi manninum. Þá rauk hann áleiðis heim og hróp- aði ókvæðisorð og hótanir að fólkinu. Skömmu síðar kom hann aftur akandi í pallbil sín- um, stökk út úr honum með haglabyssu i höndum og hóf þegar í stað skothríð að hjónunum og náganna sínum. Fyrsta skotið lenti á kinn Clints. Áður en hin tvö gátu aðhafst neitt skaut Cota aftur og lentu högl- in í gagnauga Faulkners. Kim æpti á skotmanninn að hætta þessum ósköp- um en var skotin gegnum kjálkann. Cota gekk þá að henni þar sem hún lá á jörðinni og skaut hana í bak- ið. Síðan kveikti illgerðamaðurin í húsi Faulkners, sté upp í bíl sinn og ók á brott. Hundurinn Rose, sem var upphaf illindanna, var ómeiddur og ýlfraði yfir líkömum eigenda sinna. Lifðu af Faulkner dó nær samstundis en hjónin Kim og Clint lifðu af. Þau voru bæði mikið slösuð en þeim tókst samt að staulast niður á veg sem ekki var langt og þar var þeim bjargað og þótti ganga kraftaverki næst að þau skyldu hafa þrek til að komast á veginn þar sem ekið var fram á þau. Sá fyrsti sem sá þau var maður sem var akandi á leið í nærliggandi þorp, þar sem hann ætlaði að sækja um starf í framhaldsskólanum. Hann hjálpaði hjónunum til að komast í húsaskjól í nágrenninu og skildi þau þar eftir og var haft eftir honum að hann kærði sig ekkert um að setjast að í þessu byggðarlagi og sótti aldrei um starfið í skólanum. Sjúkrabíll sótti slösuðu hjónin og flutti þau á nær- liggjandi sjúkrahús, en þaðan var flogið með þau til sjúkrahúss í borginni Spokane, þar sem fullkomnari aðstaða var til að gera að sárum þeirra. Þar gengust þau undir skurðaðgerðir og náðu góðum bata að und- anskildu því að sjón Kim var skert á öðru auga. Leit og umsátur Þegar ljóst var hvað komið hafði fyrir og hjónin komin undir læknishendur hófst víðtæk leit að Cota sem var horfinn i bíl sínum. Fyrst í stað var fólki í nágrenninu ráðlagt að halda sig innan dyra á heimil- um sínum. Þar sat fólk'það sem eftir var dags með vopn tiltæk til að verjast ef Cota skyldi birtast. Einnig var bílstjórum ráðlagt að taka engan.upp í á vegum úti, því ekki var vitað nema Cota kysi að losa sig við bíl sinn og komast á brott með öðru far- artæki. Víðtæk leit að morðingjanum var skipulögð af yfir- völdum Washingtonríkis enda var hann álitinn hættuleg- ur og það ekki að ástæðulausu. En Cota átti sér ekki undankomuleið. Hann þjáðist af bakverkjum og liðagigt og var illa undir það búinn að dvelja fáklædd- ur næturlangt úti í skógi þar sem hitastigið féll mjög á næturnar. Það sást til hans þegar hann kom að húsi sinum klukkan þrjú um nóttina. Hann komst inn og reyndi lógreglan að fá hann til Franeis Cota þoldi ekki hundgá og greip til byssu en ekki til að skjóta hundinn. að gefast upp og koma út en án árangurs. Cota hróp- aði út að hann ætti næg skotfæri til að verjast og út færi hann ekki nema i kistu. En eftir fjögurra klukkustunda umsátur gafst hann upp þegar táragas- sprengjum var skotið inn í húsið. Byssumaðurinn kom út í glugga hóstandi, skyrp- andi með hendur uppréttar og gafst upp án þess að til skotbardaga kæmi. Réttarhöld yfir Cota fóru fram i mars 2001. Hann var dæmdur til 70 ára fangelsisvistar fyrir morð að yfirlögðu ráði og tvær morðtilraunir. Saksóknarinn í málinu sagði að þetta væri ömur- legt dæmi um tíðarandann. Maður klikkast og grípur til byssu og skýtur niður þrjár manneskjur vegna ómerkilegrar deilu um geltandi hund. Ef einhver skrökvaði upp svona sögu mundi enginn trúa henni. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.