Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 Fréttir jy^r Fjórða ráðuneyti Davíðs Oddssonar hefur tekið við Á fundi ríkisráös á Bessastöð- um í gær féllst forseti íslands á til- lögu forsætisráðherra um að veita þriðja ráðuneyti hans lausn frá störfum. Þá féllst forseti íslands á tillögu Davíðs Oddssonar um skip- an fjórða ráðuneytis hans. Ur fyrri ríkisstjórn fara Páll Péturs- son félagsmálaráðherra, og við tekur Árni Magnússon sem verð- ur með sama ráðuneyti, og einnig Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra, og við tekur Björn Bjarnason. Fráfarandi ríkisstjórn kom til fundar um hádegið og snæddi há- degisverð á Bessastöðum ásamt mökum. Klukkan 13.30 hófst svo fundur viðtakandi ríkisstjórnar, en skömmu áður yflrgáfu Páll og Sólveig Bessastaði en -Björn og Árni mættu á staðinn. Um hálf- tíma síðar tíndust svo ráðherrar burtu einn og einn í bíl, en þær stöllur Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra héldu saman frá Bessastöð- um í ráðherrabíl umhverfisráðu- neytisins. -GG DV-MYNDIR GVA Samkomulag innsiglaö Davíö Oddsson forsætisráöherra og Halldór Ásgrímsson, veröandi forsætisráoherra, takast í hendur eftir ríkisráösfundinn á Bessastööum tgærdag. Sólveig Pétursdóttir, veröandi forseti Alþingis: Söknuöur við að yfirgefa ráðuneytið Bjartar og kátar framsóknarmaddömur Þær Valgeröur Sverrisdóttir, iönaöar- og viöskiptaráöherra, og Siv Friöleifsdóttir umhverfisráöherra uröu samferoa í bæinn eftir ríkisráösfundinn á Bessastóöum. Sólveig Pétursdóttir lét í gær af embætti dóms- og kirkjumálaráð- herra, verður á næsta þingi 1. varaforseti þingsins en tekur síð- an árið 2005 við embætti forseta Alþingis. Hún segir að það sé vissulega söknuður að yfirgefa þetta ráðuneyti, það hafi verið dýrmætt að gegna stöðu dóms- og kirkjumálaráðherra síðustu fjög- ur ár og ánægjulegt að fá tæki- færi til þess. Þar séu margir og merkilegir málaflokkar sem snerta almenning í landinu og hún segist vona að hún hafi kom- ið þar fram ýmsum úrbótum, ekki síst hvað varðar réttarstöðu og réttaröryggi. Hún segir að þrátt fyrir allt séu tvær konur í ríkisstjórn, hún verði forseti Al- þingis og tvær konur verði ráð- herrar innan tíðar úr röðum sjálf- stæðismanna. Hlutur kvenna í forystusveit sjálfstæðismanna sé því að aukast. „í þessu ráðuneyti koma flest mál á málaskrá af öllum ráðuneyt- um. Ég hef átt mjög ánægjulegt samstarf við lögregluna í landinu sem hefur náð miklum árangri og ég vil einnig nefna baráttuna gegn fíkniefnum. Það var stofnuð ný björgunarmiðstöð í Skógarhlíð- inni í Reykjavík þar sem er verið að bæta og efla alla þætti sem snerta öryggis- og bjórgunarmál. í umferðaröryggismálum náðist einnig merkur áfangi er sameinuð voru Umferðarráð og Skráningar- stofan. Það hefur í minni ráð- herratíð verið efld refsivernd fyrir börn gegn kynferðisbrotum og mansali sem og hertar refsingar gegn barnaklámi. Mörg mál sem mér hafa verið hugleikin hafa náð fram að ganga en ég treysti mín- um eftirmanni, Birni Bjarnasyni, vel til þess að taka þar vel á mál- um." -GG Missir ekkl móolnn Páll Pétursson ætlar aö leita nýrrar vinnu. Hann er hér meö konu sinni, Sigrúnu Magnúsdóttur. Páll Pétursson: Bölvaðað missa vinnuna Páll Pétursson, fyrrverahdi fé- lagsmálaráðherra, sat síðasta ríkis- ráðsfund sinn á Bessastöðum í gær. Áður en hann hvarf á braut frá Bessastöðum sagði hann að honum væri söknuður í hjarta, nú þegar stjórnmálaafskiptum væri lokiö eft- ir langa setu á Alþingi. „Auðvitað er það bölvað að missa vinnuna en ég fer bara í það að leita mér að nýrri vinnu. Ég er enn á besta aldri og óþarfi að setj- ast í helgan stein. Mér líst ágætlega á eftirmann minn, Árna Magnús- son. Þetta er vænn piltur og líkleg- ur til þess að láta taka eftir sér í ráðuneytinu," sagði Páll á tröppum Bessastaða. -GG Björn Bjarnason: Ég f en oft mínar leiðir Björn Bjarnason tók við staríi dóms- og kirkjumálaráðherra á ríkis- ráðsfundinum. Hann sagði að það væri viss áskorun að taka við þessu ráðuneyti. Sólveig Pétursdóttir hefði unnið að umbótum á ýmsum sviðum auk þess sem sjálfstæðismenn hefðu lengi haft þetta ráðuneyti, svo ekki komi hann að tómum kofanum. - Stundum er sagt að nýir vendir sópi best. Verður það svo í dóms- málaráðuneytinu? „Steman er auðvitað mótuð í stjórnarsáttmálanum en við fram- kvæmd á lögum geta menn beitt ýms- um aðferðum. Ég fer oft mínar leiðir í svona málum og mun vafalaust gera á pessu sviði eins og endranær." - Situr þú áfram í borgarstjórn? „Já. Ekkert sem knýr mig til þess að segja af mér sem borgarfulltrúi.'' Hanna Birna Kristjánsdóttir vildi í gær ekkert tjá sig um hver ætti að taka við sem oddviti borgarstjórnar- flokksins, enda hefði framhaldið ekk- ert verið rætt. Ólafur F. Magnússon segist telja að R-listinn muni gliðna fari svo að Vilhjálmur Vuhjáknsson taki við hlutverki Björns, vegna tengsla Vilhjálms og Alfreðs Þor- steinssonar. -GG/ÓTG 5., 12. og 19. júní. Skattar innifaldir W TERRA NOVA SúperHopp WSalou Verðfrá S.,12.og19.Júnl 39.900kr. miðað við 4 í íbúð í viku (mögul. að framlengja) Verð frá 49.900 kr. m.v. 2-31 ibúfi i viku. I - 25 ARA OG TRAUSTSINS VERB S(angarhyl3 • IIOReykjavik • Simi: 591 9000 info@terranova,ís • Akureyri Simi: 466 1600 Lyklasklptl í dómsmálaráouneytinu Björn Bjarnason er hér aö taka viö lyklunum að dóms- og kirkjumálaráöuneytinu úr hendi Sólveigar Pétursdóttur. Björn segist gjarnan fara eigin leioir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.