Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 18
H& lCf C) ?~b ICI Cs JUV LAUGAROAGUR 24. MAÍ2003 Innblástur frá París ívetur di/aldi hópur nemenda affatahönn- unar- oq textúbraut Listaháskólans íParís þar sem þeir voru ílæri hjá hinum ýmsu hönnuðum. Markmiðið með dvölinni var að qefa nemendunum betri innsqn ítísku- heiminn en einniq að fá þá til að sanka að sér huqmyndum til að nýta teiqin hönnun. A tískusýninqu um síðustu helqi mátti sjá afraksturinn. „Það er mikill kraftur í skólan- um og þaö kom manni tvímæla- laust á óvart að sjá hve margar af flíkum samnemendanna voru flott- ar," segir Eygló M. Lárusdóttir og undir það taka Ásgrímur Már Frið- riksson og Berglind Laxdal sem öll eru nemar í fatahönnun í Listahá- skólanum, Eygló og Berglind á fyrsta ári en Ásgrímur á öðru. Þau eru að tala um tískusýningu sem haldin var í Hafnarhúsinu um síð- ustu helgi þar sem nemendur á fatahönnunar- og textílbraut Lista- háskólans sýndu hönnun sína á tveimur tískusýningum. Á fyrri sýningunni sýndu útskriftamemar verk sín en á þeirri seinni sýndu fyrsta og annars árs nemar. Eins og sést á myndunum hér á síðunni, sem teknar voru á seinni sýning- unni, var breiddin mikil bæði í lit- um, efnisvali og viðfangsefnum. Enda kannski ekki nema von því némendurnir hafa sótt innblástur til hinnar litríku tískuborgar Par- ísar i vetur þar sem tólf þeirra dvöldu í mánaðarlæri hjá hinum ýmsu hönnuðum. „Maður sýgur alltaf eitthvað í sig frá einhverjum öðrum en samt verð ég að ségja að hópurinn var að gera mjög ólíka hluti og eitthvað sem maður hefur ekki séð áður," segir Ásgrímur, ánægður með tískusýninguna og útkomu vetrar- ins. Átta í tveimur herbergjum Hópurinn sem dvaldi í París fór út á eigin kostnað og vann kauplaust hjá hinum ýmsu fyrirtækjum 'og Reynsluimi ríkari Eygló, Ásgrímur og Berglind voru meðal þeirra nemenda úr Listaháskólanum sem nutu lífsins í tískuborginni París fyrr í vetur. Þar unnu þau sem hjálparhellur fyrir misfræga hönnuði og söfnuðu hugmyndum í eigin viskubrunn. Hér eru þau mynduð á aðaltískugötu Reykjavíkur, Laugaveginum. DV-mynd E.ÓL. hönnuðum til að fá betri tilfmningu fyrir tískubransanum, en misjafnt var hversu mikið þau báru úr býtum. Átta úr hópnum deildu tveggja her- bergja íbúð og var því oft glatt á hjalla þótt þröngt væri búið. „Ég lenti hjá uppáhaldshönnuðinum mínum fyrir hreina tilviljun, Bernhard Wiil- helm. Hann er mikill húmoristi eins og ég og sækir mikinn innblástur í leikhúsheiminn svo við erum á svip- aðri línu. T.d. var hann með risastóra friðardúfu á hausnum á einni fyrir- sætunni á tískusýningu. Og þótt ég hafi ekki fengið að sauma svo mikið fyrir hann þar sem búið var að senda allar prufuflíkurnar í framleiðslu þá fannst mér ég mjög heppin að lenda hjá honum," segir Eygló og bætir við aö hún hafi einnig verið svo lánsöm að hitta annan uppáhaldshönnuð sinn þarna úti, Marjan Pejoski, en hún er hvað þekktust fyrir að hafa gert hinn fræga svanakjól á Björk. Ásgrímur lenti í læri hjá ungum hönnuði að nafni Thomas Engelhart en hann fór einnig út árið á undan á vegum Listaháskólans og þá var hann í læri hjá stórfyrirtæki. „Það var gaman að sjá muninn á þessu tvennu og vissulega ólík reynsla," segir hann en aðalverkefni hans hjá Thomas var að lita efni, festa tölur á flíkur og fara í ýmsar sendiferðir. Berglindi var hins vegar alveg þrælað út. „Ég lenti hjá írskum hönnuði að nafni Sharon Wauchob sem rekur tiskuhús í Paris. Þar var ég látin vinna dag og nótt og svaf t.d. ekkert í tvo sólarhringa fyrir tískusýninguna. Ég var látin gera ýmislegt eins og sníða, teikna og sauma og hafa sam- band við módelskrifstofur o.fi. Ég lærði auðvitað mikið á þessu hvemig tískuheimurinn gengur fyrir sig," segir Berglind en viðurkennir að það hafi óneitanlega verið erfitt að vera eina manneskjan í íbúðinni sem þurfti að vinna svona mikið. Á með- an hinir vom t.d. í fríi um helgar var hún að vinna. „Ég kom heim úr vinn- unni kannski kl. ellefu-tólf á kvöldin alla daga vikunnar og þá vora þau hin löngu farin eitthvað út til að gera eitthvað skemmtilegt." Tjútt í tískupartíum Fyrir utan að hafa séð vinnubrögð hönnuða og vinnuferli fannst þeim ekki síður lífsreynsla að komast í tískupartí. Slíkar samkomur em víst mjög eftirsóttar en ekki auðvelt að komast þar inn nema maður sé helst eitthvert nafn. „Viö hittum margt áhugavert fólk í ' Fatahönnuðir framtíöarinnar Fyrsta og annars árs nemar í fatahönnun í Listaháskólanum ánœgðir eftir vel heppnaða tískusýningu í Hafnarhúsinu um síðustu helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.