Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 52
i 56 He I c) a rb la ö JO’V LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 Islendingaþættir Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins verður 60 ára á morgun Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri, Vesturgötu 36a, Reykjavík, verður sextugur á morgun. Starfsferill Markús fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var skiptinemi í Oregon í Bandaríkjunum 1961-62, lauk stúdentsprófi frá MR 1965 og hóf nám í lagadeild HÍ 1965 en hóf störf hjá Sjónvarpinu í desember það ár og vann að undirbúningi að stofnun þess sem fféttamaður og dagskrárgerðarmaður og var við þjálfun í fréttamennsku og dagskrárgerð fyrir sjónvarp hjá ITV í Bretlandi og SVT í Svíþjóð 1966. Markús starfaði á skólaárum sem blaðamaður og ljósmyndari á Morgunblaðinu, vann að gerð útvarpsþátta fyrir Ríkisútvarpið 1963 og 1964, var stundakennari í ensku við Gagnfræðaskóla verknáms veturinn 1965- 66, var fréttamaður og dagskrárgerðarmaður við Sjónvarpið 1966- 70 og hefur annast umsjón fjölda dagskrárþátta í sjónvarpi og útvarpi. Hann var kynningarfulltrúi hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1971, starfaði sem stundakennari í dönsku við Réttarholtsskóla 1970 og 1971 og var ritstjóri tímaritsins Frjáls verzlun og fleiri tímarita hjá útgáfufélaginu Frjálst framtak hf. 1972-83. Þá gaf hann út eigið viðskiptatímarit á ensku, Modern Iceland, 1983-85. Markús var borgarfulltrúi 1970-85, var borgarráðsmaður 1973-78 og 1982-85, forseti borgarstjórnar 1983-85 og borgarsljóri í Reykjavík 1991-94. Markús sat í ýmsum ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar, var formaður æskulýðsráðs 1970-74, formaður félagsmálaráðs 1974-78 og 1982-85, formaður fræðsluráðs 1982-85 og formaður ferðamálanefndar 1982-85. Markús sat í útvarpsráði 1978-85, var formaður ráðsins 1983-85, var útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins 1985-91, vann að gerð sjónvarpskynningarmynda 1994-95 á vegum Myndbæjar hf. og stofnaði útvarpsstöðina Sígilt FM 1994, einnig í samvinnu við það fyrirtæki, var skipaður framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins-hljóðvarps í apríl 1995, skipaður útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins í ársbyrjun 1998 og á ný í ársbyijun 2003. Markús var Inspector schiolae í MR 1964-65, formaður starfsmannafélags Sjónvarpsins 1966-68, sat i stjórn Framfarafélags Árbæjar- og Seláshverfis 1967- 70, var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna 1970, sat í stjórn SUS 1973-77, í stjórn Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, og var formaður þess 1974, var stofnfélagi í Rotary-klúbbnum Reykjavík-Breiðholt 1983 og forseti hans 1996, var fulltrúi íslands í íjölmiðlanefnd Evrópuráðsins' 1985-91, sat i ráðgjafanefnd European Institute for the Media í Manchester og Eiuopean Television and Film Forum 1987-91, sat í stjórn menningarstofnunar höfuðborganna á Norðurlöndum í Hasselby 1991-94, var fulltrúi menntamálaráðuneytis í stjórn kvikmyndasjóðs Evrópm'áðsins, Eurimages, 1994-98, situr í fulltrúaráði og framkvæmdastjóm European Cultural Foundation í Amsterdam frá 1994, sat í stjórn Sinfóníuhljómsveitar íslands 1995-98, í úthlutunamefnd Kvikmyndasjóðs íslands 1995-97, er einn af ritstjómm Rotary Norden, tímarits Rotary- hreyfingarinnar á Norðurlöndunum frá 1995, var formaður hátíðarnefndar vegna 200 ára afmælis Dómkirkjunnar í Reykjavík 1996, sat í stjórn Þjóðræknisfélags íslendinga, Icelandic National League, er annast samskipti við Vestur-íslendinga, 1998 og er formaður félagsins frá 1999. Fjölskylda Eiginkona Markúsar er Steinunn Ármannsdóttir, f. 20.2. 1946, BA, skólastjóri Álftamýrarskóla. Foreldrar Steinunnar: Ármann Halldórsson námsstjóri og Sigrún Guðbrandsdóttir kennari. Börn Markúsar og Steinunnar eru Sigrún Ása, f. 13.11. 1965, MA í alþjóðasamskiptum, starfsmaður Financial Times í London en eiginmaður hennar er dr. Jón Daníelsson hagfræðingur, dósent við London School of Economics; Anton Björn, f. 6.1. 1971, lögmaður hjá embætti borgarlögmanns í Reykjavík, en eiginkona hans er Helen Ólafsdóttir, rekstrarráðgjafi og starfmaður Deloitte&Touche en dóttir þeirra er Katrín Steinunn Antonsdóttir, f. 23.3. 1993. Hálfsystkin Markúsar, börn Berthu og eiginmanns hennar, Magnúsar Jóhannessonar, f. 9.12.1920, d. 1.10. 1983, húsasmiðs og bæjarfulltrúa í Reykjavík, eru Karl, f. 19.10. 1945, lögregluþjónn; Guðrún, f. 23.10. 1947, húsmóðir; Magnús Hrafn, f. 4.5. 1950, d. 12.11. 1989; Erla Kristín, f. 30.8. 1956, tölvuritari. Foreldrar Markúsar voru Anton Björn Björnsson, f. 6.6. 1921, d. 26.11. 1943, íþróttakennari, og unnusta hans, Bertha Karlsdóttir, f. 16.5. 1921, d. 5.9. 2000, hárgreiðslukona. Ætt Föðursystur Markúsar: Sigríður, kona Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og móðir Björns alþm.; Ásta, móðir Grétars Hjartarsonar bíóstjóra og Hildur, móðir Antons Arnar Kærnested framkvæmdastjóra. Faðir Antons var Björn, skipstjóri í Ánanaustum í Reykjavík Jónsson, tómthúsmanns í Ánanaustum Björnssonar, b. á Eiði Bjarnasonar. Móðir Björns var Hildur, systir Jóns, afa Guðmundar Böðvarssonar skálds. Hildur var dóttir Jóns, b. í Fljótstungu í Hvítársíðu Böðvarssonar og Margrétar Þorláksdóttur, langömmu Halldórs Laxness og Stefáns Jónssonar rithöfundar. Móöir Antons var Anna, systir Stefaníu, ömmu Þórðar Arnar Sigurðssonar dósents, föður prestanna Döllu og Yrsu. Anna var dóttir Páls, Stefánssonar, b. í Múla Pálssonar, b. í Neðradal Þorsteinssonar. Móðir Stefáns var Guðrún Guðmundsdóttir, ættfóður Kópsvatnsættar Þorsteinssonar. Móðir Páls var Vigdís Diðriksdóttir. Móðir Vigdísar var Guðrún Högnadóttir „prestaföður" Sigurðssonar, langafa Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Bertha var dóttir Karls, bryta í Reykjavík, bróður Ágústs, föður Harðar listmálara. Karl var sonur Markúsar, veggfóðrarameistara í Reykjavík Þorsteinssonar, b. í Gröf í Hrunamannahreppi Jónssonar. Móðir Markúsar var Guðrún, systir Ingibjargar, langömmu Eðvarðs Sigurðssonar alþm.. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Galtafelli Björnssonar, b. í Vorsabæ Högnasonar, lrm. á Laugarvatni Bjömssonar, bróður Sigríðar, móöur Finns Jónssonar biskups. Móðir Jóns var Bryngerður Knútsdóttir, systir Sigríðar, ömmu Tómasar Guðmundssonar skálds og þeirra bræðra, Hannesar þjóðskjalavarðar og Þorsteins hagstofustjóra Þorsteinssona. Móðir Guðrúnar var Guðrún Guðmundsdóttir, pr. í Hruna Magnússonar. Móðir Karls var Jóhanna Sveinbjörnsdóttir. Móðir Jóhönnu var Kristín Einarsdóttir, systir Ingveldar, langömmu Steinþórs Gestssonar alþm., föður Gests, skattstjóra í Reykjavík. Móðir Berthu var Ingeborg, f. Tengelsen, frá Arendal i Noregi. Laugardagurinn 24, maí 80 ÁRA_____________________ Ingibjörg Pétursdóttir, Barónsstíg 61, Reykjavík. 75 ÁRA Guömundur Vilhjálmsson, Hrísmóum 5, Garðabæ. Þorgerður Bergsdóttir, Vesturgötu 109, Akranesi. Þuríður Oddsdóttir, Nýbýlavegi 26, Kópavogi. 70 ÁRA_____________________ Anna Þóra Ólafsdóttir, Æsufelli 6, Reykjavfk. Hulda Friðbertsdóttir, Brekkugötu 40, Þingeyri. Kópur Kjartansson, Drekavogi 4, Reykjavfk. Rut Árnadóttir, Miðieiti 3, Reykjavík. 60 ÁRA_____________________ Málfríður Ólína Viggósdóttir, Geislalind 4, Kópavogi. 50ÁRA ____________________ nppH^I Ragnheiður Kl g. Sigurðardóttir, |f - J Hraunbrún 34, ■l Hafnarfiröi. i til- efni afmælisins tekur hún á móti vinum og vandamönnum í Eurovision- gleði í Haukahúsinu að Ásvöll- um frá kl. 21. Blóm vinsam- lega afþökkuð en ferðabaukur- inn góði verður á staðnum Ásdís Sigurðardóttir, Njálsgötu 86, Reykjavík. Bryndís Tryggvadóttir, Vfðigrund 14, Akranesi. Emil Guðjónsson, Austurbrún 4, Reykjavík. Fanney Bjarnadóttir, Kirkjuvegi 19, Keflavík. Kári Húnfjörð Bessason, Rauöhömrum 3, Reykjavfk. Kristín Finnbogadóttir, Spóahöfða 6, Mosfellsbæ. Tómas Frosti Sæmundsson, Blikaási 20, Hafnarfirði. Úlfar Guðni Sigurjónsson, Álfholti 34a, Hafnarfirði. Þuríður Bogadóttir, Bakkasmára 9, Kópavogi. Örn ingólfsson, Borgargeröi 16, Stöðvarfiröi. 40 ÁRA_____________________ Aima Kristmannsdóttir, Vættaborgum 152, Reykjavík. Anna Jónsdóttir, Kirkjustétt 9, Reykjavík. Ágústa Kristófersdóttir, Ástúni 12, Kópavogi. Frosti Eiðsson, Háaleitisbraut 32, Reykjavík. Grétar Erlingsson, Lyngbergi 19b, Hafnarfirði. Guðjón Böðvarsson, Lónabraut 43, Vopnafirði. Háifdan Þórir Markússon, Þrúövangi 9, Hafnarfirði. Hörður Jónsson, Egilsbraut 22, Þorlákshöfn. Ingibjörg Óladóttir, Hólavöllum 5, Grindavfk. Jaroslaw Jablecki, Krummahólum 6, Reykjavfk. Kjartan Kjartansson, Næfurási 7, Reykjavík. Kristborg Halidórsdóttir, Hlaðbrekku 11, Kópavogi. Líney Hrafnsdóttir, Bylgiubyggð 1, Ólafsfirði. Nanna Friðriksdóttir, Kaplaskjólsvegi 27, Reykjavík. Ólafur Gísli Baldursson, Garðaflöt 15, Garðabæ. Sigurbjörg Nielsdóttir Hansen, Leirutanga 37a, Mosfellsbæ. Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttir, Heiöarbrún, Kópaskeri. Svanfríður Anna Lárusdóttir, Þverbrekku 2, Kópavogi. Þorbjörg Guðlaugsdóttir, Búlandi 12, Reykjavík. WM ,....... Stinnudagurinn 25. mai 95 ÁRA____________________ Magnús Ögmundsson, Kleppsvegi 64, Reykjavfk. 80 ÁRA____________________ Guðrún Grímsdóttir, Böðvarsgötu 17, Borgarnesi. Sigrun Frederiksen, Skagabraut 35, Akranesi. Þorbjörg Ragna Bjömsdóttir, Barðastöðum 23, Reykjavík. 75ÁRA_____________________ Björg Finnbogadóttir, Lindasíðu 2, Akureyri. Fjóla Pálsdóttir, Heiðargerði 42, Reykjavík. Guðmundur Ó. Jóhannsson, Skúlagötu 40a, Reykjavík. Solveig Arnórsdóttir, Dýjabekk, Sauðárkróki. 70 ÁRA____________________ Ásta Sigurdís Valdimarsdóttir, Ljósheimum 2, Reykjavík. Elísabet Gunnlaugsdóttir, Sævarlandi 14, Reykjavík. Elsabet Jónsdóttir, Hátúni 19, Eskifirði. Grímur M. Steindórsson, Kársnesbraut 106, Kópavogi. Gylfi Jónsson, Dalbraut 47, Akranesi. 60 ÁRA Guðjón Kristinsson, Túngötu 13, Keflavík. Guðrún Maggie Magnúsdóttir, Langagerði 88, Reykjavík. Kristín Sæunn Pétursdóttir, Hveralind 2, Kópavogi. Margrét Aðalsteinsdóttir, Langholtsvegi 25, Reykjavík. Sigurjón Marinósson, Akurgerði 30, Reykjavík. 50 ÁRA Diethard Benedikt Biermann, Blönduhlíð 26, Reykjavík. Guðrún Gunnlaugsdóttir, Sundabakka 7, Stykkishólmi. Ingimundur Einarsson, Klausturhv. 30, Hafnarfirði. Jakob Möller, Heiöarási 7, Reykjavík. Jónas Sigurðsson, Urðargötu 18, Patreksfirði. Kristín Friðriksdóttir, Iragerði 6, Stokkseyri. Reynir Jóhannsson, Arnartanga 34, Mosfellsbæ. Rúnar Sigþórsson, Reynivöllum 4, Akureyri. Vilborg Jóhannsdóttir, Arnarhrauni 32, Hafnarfirði. 40 ÁRA Bergiind G. Magnúsdóttir, Lækjasmára 86, Kópavogi. Bergljót Jónsdóttir, Grundargarði 3, Húsavík. Gemma Marissa S. Helgason, Kelduhvammi 5, Hafnarfirði. Guðmundur Ingi Gústavsson, Njálsgötu 12, Reykjavfk. Guðmundur Pálsson, Hamraborg 34, Kópavogi. Helga Jóhannesdóttir, Ásgötu 18, Raufarhöfn. Ingi Þór Oddsson, Garöarsvegi 22, Seyðisfirði. José Joaquim C. Moreira, Vestursfðu 14f, Akureyri. Jón Guðmundur Hreinsson, Hafnagötu 11, Höfnum. Kristín Guðrún Gestsdóttir, Silfurbraut 4, Höfn. Kristján Geirsson, Dunhaga 13, Reykjavfk. Skúli Skúlason, Grettisgötu 83, Reykjavík. Sæmundur Jónsson, Hamravík 8, Borgarnesi. Þorgeir Jóhannsson, Vesturbergi 94, Reykjavfk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.