Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 10
10
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
A&alritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
A&stoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlí& 24,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akuroyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Satning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
PlötugerO og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Kynslóðaskipti
Kynslóðaskipti eru að verða á Al-
þingi og þau ná einnig inn í hina
nýju ríkisstjóm sem tók við völdum
í gær. Eitt af því athyglisverðasta
sem gerðist í nýafstöðnum alþingis-
kosningum var endurnýjunin á
þingi. Átján nýir alþingismenn voru
kosnir, meira og minna ungt fólk.
Von er því til þess að ferskari vindar
hefur lengi.
Af þeim átján þingmönnum sem nú setjast nýir á þing eru
aðeins tveir fimmtugir og tveir á fimmtugsaldri. Aðrir eru
ungt fólk, tíu á milli þrítugs og fertugs og fjórir á þritugs-
aldri, þar af einn aðeins 23 ára gamall, svo ungur að við lá að
hann slægi áratugagamalt met Gunnars Thoroddsens sem
einnig settist 23 ára á þing.
Þessi þróun er af hinu góða og tímabær. Alþingi endur-
speglar með þessu móti betur aldurskiptingu þjóðarinnar.
Hinir ungu og kraftmiklu hitta fyrir þá sem reynsluna hafa.
Blandan verður betri en ef meðalaldur þingsins er hærri.
Þessi endurnýjun sést og í vali á ráðherrum. Fjórir nýir
ráðherrar taka við, ýmist nú í ráðuneyti Davíðs Oddssonar
eða síðar í ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar. Tveir þeirra
eru ungt fólk, innan við fertugt, Árni Magnússon og Þorgerð-
ur Katrín Gunnarsdóttir. Báðir formenn stjómarflokkanna
vildu endumýjun og gera það meðal annars með því að velja
ungt fólk til þeirra áhrifastarfa sem ráðherrastörf vissulega
eru. Halldór Ásgrímsson lýsti því beinlínis yfir í gær að Árni
Magnússon hefði, auk prýðilegrar fyrri reynslu af störfum
sínum, verið valinn sem fulltrúi nýrrar kynslóðar.
Framsóknarflokkurinn lagði ekki síst áherslu á að ná eyr-
um ungs fólks í kosningabaráttunni, fólksins sem er að
koma undir sig fótunum, þeirrar kynslóðar sem á næstu
árum mun bera þyngstu byrðina vegna afborgana af hús-
næðislánum, námslánum og greiðslu leikskólagjalda. Aðrir
flokkar komu auðvitað einnig inn á þau svið. Þannig vildu
Vinstri-grænir leggja alveg af leikskólagjöld, að leikskólinn
væri rekinn á sama hátt og grunnskólinn. Það er þó á engan
hallað þótt því sé haldið fram að Framsóknarflokkurinn hafi
best náð eyrum unga fólksins, ekki síst vegna þeirrar
áherslu sem hann lagði á að lánshlutfall almennra íbúðar-
lána yrði hækkað í allt að 90%, að ákveðnu hámarki, mál
sem einkum brennur á ungu fólki.
Þessa sér stað í stjómarsáttmála hinnar nýju ríkisstjómar.
Þetta loforð Framsóknarflokksins er tekið orðrétt í stefnuyf-
irlýsingu stjórnarinnar. Með því verður fylgst hvort efnt
verður. Þá segir einnig að hugað verði að lækkun endur-
greiðslubyrði námslána. Það orðalag er að vísu loðnara en
enginn efi er heldur á því að ungt fólk fylgist ekki síður með
aðgerðum stjórnarinnar hvað þetta varðar.
Skattamál snúa ekki síst að unga fólkinu, fólki sem þarf að
vinna mikið meðan það er að eignast þak yfir höfuðið. Sá ald-
urshópur hefur farið illa út úr því skattkerfi sem við höfum
búið við. Skattalækkun var á loforðalista stjórnarflokkanna í
kosningabaráttunni, ekki síst Sjálfstæðisflokksins. í stefnuyf-
irlýsingu hinnar nýju ríkisstjórnar eru kosningaloforð
flokksins tekin nánast orðrétt upp í stefnuyfirlýsingunni.
Boðað er að tekjuskattur á einstaklinga eigi að lækka um allt
að 4%. Nái það fram að ganga snertir þaö alla en ekki síst þá
sem þurfa aðstæðna vegna að afla sér mikilla tekna. Aðrar
skattalækkanir em einnig á dagskrá. Með efndum þeirra lof-
orða mun fólk fylgjast, ekki síst yngri kynslóðin.
Nýju þingi og rikisstjórn er óskað velfarnaðar. Fróðlegt
verður að fylgjast með störfum þeirra sem valist hafa til for-
ystu, einkum og sér í lagi hinna ungu sem nú eru að hasla
sér völl.
Jónas Haraldsson
leiki um þá sali en gert
_________________________________________LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003
DV
Góðra gjalda vert (?)
Ólafur Teitur
Guönason
blaöamaöur
mmm
Því er gjaman haldiö fram að
fólk sé reiðubúið að greiða hærri
skatta fyrir betra velferðarkerfi.
Það á sjálfsagt við um marga, ef
ekki flesta. Þess vegna hefur það
borið nokkum árangur að halda
því fram, sem einni af meginrök-
semdunum gegn hugmyndum
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks um víðtækar skattalækk-
anir, að þær hljóti að þýða niður-
skurð í velferðarkerfinu. Mjög
fáir em hlynntir niðurskurði í
velferðarkerfinu.
Til upprifjunar
En fólki sem hefur efasemdir
um að hægt sé að lækka skatta án
þess að skera niður í velferðar-
kerfinu væri holit að blaða i
gegnum íjárlögin. í rauninni væri
freistandi að leggja til að fjárlög-
unum væri haldið meira að fólki
svo það gerði sér betur grein fyr-
ir í hvað skattgreiðslur þess fara.
Það mætti gera þau að skyldu-
lesningu í framhaldsskólum. Það
mætti birta valda fjárlagaliði á
sjónvarpsskjánum þegar engin
dagskrá er, i staðinn fyrir að hafa
enn meirá fé af fólki með spum-
ingaleikjum. Það mætti sýna
sundurliðaða nauðungarstyrki al-
mennings til ýmissa verkefna á
mjólkurfernum, svona í bland við
smásögur og ljóð.
Ætli fólk geri sér til dæmis
grein fyrir því að árleg útgjöld
ríkisins til landbúnaðar- og sjáv-
arútvegsmála em tæpir fjórtán
milljarðar króna á ári? Það er
miklu minna en fer til löggæslu-
og öryggismála. Greiðslur ríkis-
ins til mjólkurframleiðenda nema
meira en 4 milljörðum á ári. Það
eru tæpar tólf milljónir króna á
dag! Og beinar greiðslur til sauð-
fjárbænda em um 2 milljarðar til
viðbótar. Eiga þessar upplýsingar
ekki heima á mjólkurfemunni?
Hvað skyldi mikið af sköttum
fólks og fyrirtækja renna til skóg-
ræktar? Ætli það séu 100 milljón-
ir á ári? Eða 200 milljónir? Nei,
það em um 620 milljónir á ári eða
1.700.000 krónur á dag.
Miklu fleiri dæmi mætti nefna
um verkefni sem margir telja að
séu góðra gjalda verð.
Stefnuyfirlýsingin
í fljótu bragði virðist stefnuyf-
irlýsing nýrrar ríkisstjómar end-
urspegla að langmestu leyti sögu-
legar skattalækkunartillögur
Sjálfstæðisflokksins sem formað-
urinn kynnti á landsfundi. Enda
hafa flokksmenn lýst ánægju með
að hafa náð þeim í gegn í stjóm-
armyndunarviðræðum.
Þegar betur er aö gáð verður
hins vegar ekki betur séð en að
Framsóknarflokkurinn hafi að
miklu leyti haft þessar skatta-
lækkanir af fólki - eða að
minnsta kosti trygginguna fyrir
því að þær komi til framkvæmda
- án þess að ná fram sínum eigin
loforðum á móti.
Hvers vegna leyfði Halldór Ás-
grímsson ekki Davíð Oddssyni að
standa við það kosningaloforð sitt
beram orðum í stjómarsáttmál-
anum að virðisaukaskattur af
matvælum veröi lækkaður um
helming? Hvers vegna í ósköpun-
um ekki? Gleymum því ekki að
þótt Halldór hafi gagnrýnt tillög-
ur Davíðs í kosningabaráttunni
og talið þær heldur djarfar, þá
kom hann sjálfur fram með
djarfar tillögur í skattamálum.
Hann vildi lækka tekjuskattspró-
sentuna um 3,35% i staðinn fýrir
4% sem Davíð boðaði. Munurinn
var nú ekki meiri en það. Hvers
vegna gátu þeir ekki náð saman
um að negla niður lækkun ein-
hvers staðar þama á milli?
Kaup kaups?
Halldór vildi líka hækka per-
sónuafslátt og gekk að því leyti
lengra en Davíð í skattalækkun-
um. Þetta er mjög dýr aðgerð,
eins og Halldór benti Guðjóni
Amari Kristjánssyni á með eftir-
minnilegum hætti í kosningabar-
áttunni. En það er ekkert fjallað
um þetta kosningaloforð Halldórs
í stjórnarsáttmálanum. Hvers
vegna er það ekki inni? Halldór
virðist jú hafa fengið það fram að
matarskatturinn verði ekki lækk-
aður um helming.
Kannski Halldór hafi gefið
þetta eftir gegn því að hans eigið
loforð um að hækka ótekjutengd-
ar bamabætur upp i 73.000 krón-
ur fyrir böm undir 7 ára aldri
næði fram að ganga. Ekki svo
gott: Þessa upphæð er ekki að
finna í stjómarsáttmálanum.
/ # # #
„I raumnm vœri
freistandi að leggja til
að fjárlögunum vœri
haldið meira að fólki
svo það gerði sér bet-
ur grein fyrir í hvað
skattgreiðslur þess
fara. Það mætti sýna
sundurliðaða nauð-
ungarstyrki almenn-
ings til ýmissa verk-
efna á mjólkurfem-
um, svona í bland við
smásögur og Ijóð. “
Vonandi var það ekki loforð
um algjöra ríkisvæðingu húsnæð-
islána, með 90% lánum, sem hafði
af fólki tryggingu fyrir því að
matarskatturinn lækkaði um
helming. Þetta verður bjamar-
greiði við almenning í landinu.
Yfirgnæfandi líkur era á að
íbúðaverð muni snarhækka þeg-
ar allir eiga kost á 90% lánum. Og
ef eitthvert kraftaverk verður til
þess að þetta gerist ekki, þá mun
hitt gerast: eftirspurn eftir ódým
húsnæði mun hrapa. Og hverjir
sitja þá í súpunni? Auðvitað þeir
sem hafa haft lítið á milli handa
og ekki haft efni á öðru en lítilli
íbúð. Þeir munu eiga í mestu
vandræöum með að, taka þátt í
90%-veislunni þegar meira og
minna hver einasti maður hefur
möguleika á að eignast dýrari
íbúð.
Vel sloppið?
Engin leið er að átta sig á hver
gaf hvað eftir og í skiptum fyrir
hvað í þessum stjómarsáttmála.
Það ætti raunar að krefja þá
svara um það, svo betur megi
mæla hve vel þeir uppfylla loforð
sín. Á yfirborðinu virðist hins
vegar sem tiUögur beggja flokka
hafi heldur verið vatnaðar út. Og
hvað þýðir það? Jú, það þýðir að
það hefði þurft að setja umfangs-
meiri skattalækkanir í stjómar-
sáttmálann ef annar hvor flokk-
urinn hefði fengið hreinan meiri-
hluta og sest einn að völdum.
Það er sérkennileg niðurstaða,
ef rétt er, að með samningavið-
ræðum geti báðir flokkar komist
ódýrar frá kosningaloforðum sln-
um og í rauninni kennt um
„nauðsynlegri málamiðlun" við
hinn flokkinn. ímyndum okkur
aö foreldrar séu að semja um
fermingargjöf handa bami sínu.
Annað vUl gefa dýr hljómflutn-
ingstæki og tvo geisladiska með.
Hitt vill gefa heldur ódýrara tæki
og flmm diska. Annað segir: „Ég
fellst á millidýrt tæki og er tilbú-
in(n) að sleppa mínum diskum ef
þú sleppir þínúm.“ Hver situr þá
eftir með sárt ennið?
Til happs
Það vill skattgreiðendum til
happs að stjómarflokkamir hafa
getið sér orð fyrir að ganga
lengra, ef eitthvað er, í skattamál-
rnn en segir skýram stöfum í
stjómarsáttmála. Allir vita að
vegna sjálfvirkni kerfisins þyngd-
ist skattbyrði fólks í uppsveifl-
unni, en hinu verður heldur ekki
neitað að skattar voru lækkaðir
og hefðu því orðið enn hærri ef
ekkert hefði verið að gert.
Að þessu sinni er kveðið skýrt
á um ýmsar lækkanir og aðrar
gefnar í skyn þótt ekki sé um
bein loforð að ræða. Ætla má að
hugur stjómarherranna stcmdi til
þess að framkvæma þær til hins
ftrasta. Það væri góðra gjalda
vert. Og það verður enginn vandi
að tína til milljarðana á móti
kostnaðinum. Af nógu er að taka.