Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 53
Á nwWMMM*- LAUGARDACUR 24. MAÍ2003 f~1€3 lCf £t f jt? IC? (3 LlV 57 Ari Jóhann Sigurðsson háskólanemi og tenór, verður 40 ára á morgun Ari Jóhann Sigurðsson, fyrrv. bóndi og hreppstjóri, nú nemi við Háskólann á Akureyri og Tónlistarskól- ann á Akureyri, til heimilis að Þórunnarstræti 134, Akureyri, verður fertugur á morgun. Starfsferill Ari fæddist á Sauðárkróki og ólst upp í foreldrahús- um i Holtsmúla í Skagafirði. Hann lauk almennu grunnskólaprófi frá Varmahlíðarskóla í Skagafirði, stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki 1985 og stundaði nám við Háskóla ís- lands 1985-86. Ari hóf söngnám við Tónlistarskóla Skagafjarðar og lauk síðan framhaldsstigsprófi í söng frá Tónlistar- skólanum á Akureyri vorið 2003. Þá hóf hann nám á grunnskólabraut kennaradeildar HA haustið 2002. Ari stundaði almenn sveitastörf á uppvaxtarárum sínum og á námsárunum var hann þungavinnuvél- stjóri hjá ýmsum verktökum. Hann var bóndi í Ár- múla í Staðarhreppi 1986-2000 og ritstjóri Fréttablaðs- ins Feykis á Sauðárkróki um árabil. Um tíma starfaði hann hjá Fiskiðju Skagfirðinga og hjá Sauðárkróks- bæ. Ari var hreppstjóri Staðarhrepps 1992-98 er hrepp- stjóraembættin voru lögð niður, var ráðgjafi hjá'Ung- lingaheimili ríkisins, síðar Barnaverndarstofu, 1993-99, starfaði hjá íbúðalánasjóði á Sauðárkróki þar til hann hætti búskap og flutti til Akureyrar vorið 2000, var þar húsaleigubótafulltrúi um tíma, síðar leiðbeinandi við Bröttuhlíðarskóla og loks Hlíðar- skóla til vors 2002. Auk þess hefur hann verið fanga- vörður við Ríkisfangelsið á Akureyri í sumarafleys- ingum. Ari var formaður FUS Víkings í Skagafirði 1982-84, sat í stjórn SUS 1983-85, var gjaldkeri ungmennafé- lagsins Æskunnar í Skagafirði 1979-98, gjaldkeri Leikfélags Skagafjarðar 1982-91, gjaldkeri Sauðfjár- ræktarfélags Staðarhrepps 1982-86 og ritari þess 1998-99, formaður Hrossaræktarfélags Staðarhrepps 1996-99, formaður kjörstjómar Staðarhrepps 1993-99, endurskoðandi ársreikninga Hrossaræktarsambands Skagfirðinga og Veiðifélags Sæmundarár og Mikla- vatns 1996-2000, í stjórn fjallskilanefndar Staðar- hrepps 1998-99, trúnaðarmaður starfsmanna á með- ferðarheimilunum í Skagafirði og íbúðalánasjóðs á Sauðárkróki 1993-2000, sat í trúnaðarmannaráði SFR 1993-2000 og í launamálaráði 1998, var trúnaðarmað- ur starfsmanna Bröttuhlíðar- og Hlíðarskóla 2000-2002, tók virkan þátt í félagslífi Fjölbrautaskól- ans á Sauðárkróki á námsárum sínum þar, tók þátt í uppfærslum Leikfélag Skagfirðing á Uppreisninni á ísafirði og Kjartanskvöldi, var einn af stofnendum Kórs Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki óg hefur auk þess sungið með Karlakórnum Heimi, Skagfirsku Sóngsveitinni og Kirkjukór Glaumbæjar- og Reyni- staðarkirkna. Ari hefur víða komið fram sem skemmtikraftur i gegnum tíðina á árshátiðum og þorrablótum og flutt skemmtidagskrá bæði í óbundnu og bundnu máli. Hann hefur komið fram sem einsöngvari á fjölmörg- um tónleikum á vegum tónlistarskólanna í Skagafirði og á Akureyri. Auk þess sem hann kom fram með Leikhúskórnum á Akureyri og söng m.a. eitt af aðal- hlutverkunum (hlutverk Barinkays) í Sígaunabarón- inum eftir Johann Strauss vorið 2001. Ari skráði og útbjó til prentunar niðjatal Saurbæj- arættar í Skagafirði sem út kom 1998. Fjölskylda Ari Jóhann kvæntist 12.2. 1987 Sigrúnu Benedikts- dóttur, f. 8.5.1964 á Akureyri. Hún er dóttir hjónanna Benedikts Kristjánssonar, f. 7.4.1922, d. 30.9. 1976, vél- stjóra, og Sigrúnar Aðalsteinsdóttur, f. 29.7. 1930, frá Vaðbrekku á Jökuldal, fyrrv. húsverði við íþróttahús Glerárskóla. Sigrún stundar nú nám við HA. Börn Ara og Sigrúnar eru Atli Víðir, f. 7.8.1989; Að- alsteinn Orri, f. 6.12. 1991; Agnes Bára, f. 1.3. 1993. Systkin Ara eru Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 18.10. 1954, bóndi í Holtsmúla i Skagafirði, gift Ragnari Ey- fjörð Árnasyni, f. 19.9. 1951, bónda í Holtsmúla; og eiga þau þrjá syni og þrjú barnabörn; Hallfríður Jó- hanna Sigurðardóttir, f. 23.4. 1957, starfsmaður í mötuneyti á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki en fyrrv. maður Hallfríðar er Kristján Runólfsson, f. 5.7. 1956, og eiga þau þrjá syni og tvö barnabörn; Ellert Sig- urðsson, f. 1.5. 1959, bílstjóri hjá Mónu ehf., kvæntur Annabellu Jósefsdóttur, f. 3.4. 1959, sölukonu hjá Kassagerðinni hf. Foreldrar Ara: Sigurður Ellertsson, f. 13.7. 1919, d. 15.1. 1981, búfræðingur og bóndi í Holtsmúla í Skaga- firði, og Gunnur Pálsdóttir, f. 4.1. 1930, húsfreyja. Ætt Sigurður var sonur Ellerts Símonar, b. í Holtsmúla Jóhannssonar, b. í Saurbæ Jóhannssonar. Móðir Jó- hanns í Saurbæ var Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Hug- ljótsstöðum á Höfðaströnd, afkomandi Jóns prinna Jónssonar, og af Stórubrekkuætt í Fljótum. Jóhanna Steinunn, systir Ellerts Símonar, er langaamma Ei- ríks Haukssonar söngvara í Noregi og Jóns Páls Sig- marssonar heitins, kraftlyftingamanns. Bjarki Laxdal verkstjóri í Reykjavík Bjarki Laxdal verkstjóri, Grettisgötu 13b, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Bjarki ólst upp í Reykjavík hjá Þorgerði Jónsdótt- ur, f. 1901, d. 1999, Þórði Þórðarsyni, f. 1888, d. 1963, og syni þeirra, Sigurjóni Steinari Þórðarsyni, f. 1927. Bjarki hóf ungur störf hjá verktakafyrirtækinu ístaki, fyrst sem vélamaður en síðar sem jarðvinnu- verkstjóri. Einnig hefur hann starfaö fyrir ístakPihl og Son við mannvirkjagerð víða erlendis. Fjölskylda Sambýliskona Bjarka er Hanna Laufey Elísdóttir, f. 2.5.1957, klæðskeri. Foreldrar hennar eru Elís Kjaran Friðfinnsson, ýtustjóri á Þingeyri, og Karítas Jónsdótt- ir, húsmóðir þar. Dóttir Bjarka og Hönnu er Karítas Bjarkadóttir, f. 18.8. 1994. Börn Bjarka úr fyrri samböndum eru Helga Björk, f. 11.12. 1970, en sonur hennar er Jökull Bjarki Jóns- son, f. 21.7. 1994; Viktoría Júlía, f. 19.7. 1975, í sambúð með Guömundi Friðriki Stefánssyni, en börn hennar eru Alexandra Ósk Magnúsdóttir, f. 29.8. 1992, og Natalía Lif Guðmundsdóttir, f. 3.7. 2000; Dagný Stein- unn, f. 1.8. 1977, í sambúð með Arn- ari Hrafnssyni; Mekkín, f. 5.1. 1992. Börn Hönnu úr fyrri sambúð, stjúp- börn Bjarka, eru: íris Ósk Sighvats- dóttir, f. 4.8. 1977, í sambúð með Guð- bjarti Flosasyni; Elmar Ingi Sighvatsson, f. 8.5. 1980. Hálfsystkin Bjarka, sammæðra, eru Björn Kristjáns- son, f. 1956, búsettur í Reykjavík; Mikael Hreiðarsson, f. 1960, búsettur í Reykjavik; Tony Ann Korposak Sud- ar, f. 1961, búsett í Orlando, Florida; Michelle Pulgar- on Sudar, f. 1963, búsett í Orlando, Florida; Patricia Sudar, f. 1964, búsett í Orlando, Florida. Hálfbróðir Bjarka, samfeöra, er Vic Vicers, f. 1950, búsettur í Palm Springs í Kaliforníu. Foreldrar Bjarka: Vic Vicers, d. 1981, og Þorgerður Ólafía Laxdal Karlsdóttir Sudar, f. 30.6. 1932, búsett í Orlando, Florida. Bjarki tekur á móti gestum að Laugavegi 22, 2.hæð, laugardagskvöldið 24.5. nk. kl. 20.30. Móðir Sigurðar var Ingibjörg Sveinsdóttir, oddvita á Hóli í Sæmundarhlíð Jónssonar, hreppstjóra Jóns- sonar, húsmanns á Bessastöðum Jónssonar, Oddsson- ar hreppstjóra. Móðir Ingibjargar var Hallfríður Sig- urðardóttir frá Sjávarborg, af ætt Borgar-Bjarna Bjarnasonar. Móðir Sveins á Hóli var Sigríður Magn- úsdóttir, hreppstjóra á Halldórsstöðum í Laxárdal Ás- mundssonar. Jón Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Hóli, er forfaðir Hólsættar og er einnig faðir Árna Hafstaðs í Vík, ættfóður Hafstaðsættar. Guðmundur bróðir Ingibjargar frá Hóli er faðir þeirra bræðra Sveins hestamanns á Sauðárkróki og Stefáns, fyrrv. þingmanns. Gunnur er dóttir Páls, b. og ættfræðings á Stóru- Völlum Jónssonar, Guðmundssonar, ríka á Keldum Brynjólfssonar, b. á Vestri-Kirkjubæ Stefánssonar, b. í Árbæ Bjarnasonar, ættföður Víkingslækjarættar Halldórssonar. Móðir Gunnar var Sigríður, dóttir Guðjóns Þor- bergssonar og Sigriðar Þorsteinsdóttur. Ari Jóhann verður með burtfarartónleika frá Tón- listarskólanum á Akureyri á afmælisdaginn. Tónleik- arnir verða haldnir í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit og Höf uðstafír - þá »n.«~»i». m fco Út er komin ljóðabókin Með luktum augum eftir Jónínu Hallgrímsdóttur frá Hrafnabjörgum í Jök- ulsárhlíð. Efni hennar er að mestum hluta kvæði en þó fljóta með einstaka lausavísur. Ég tek dæmi af vísu sem kallast Þytur vorsins: Ég vaknaöi einn morgun í vetur sem leið viö vorþyt á glugganum mínum. Ég sá strax aö úti sólskiniö beiö, já, sumarid var á noröurleiö meö voldugum vœngtökum sinum. Silja Aðalsteinsdóttir skrifar aðfararorð og birtir þar vísu sem Jónína orti sextán ára: Rœðir málin rólega, raupar munnifínum, hælir ofur hóflega heimskupörum sínum. Og svo að öðru. Grimur Ebenezersson (f. 1892, d. 1912) kvað eftir að hafa leitað læknis sem þótti dýr- seldur og orðmargur: Oröum dœlir doktorinn, dropum hælir sínum; stigur rœl með reikninginn rétt á hælum mínum. Grímur var eitt sinn á ferð i illviðri en í þeirri ferð frétti hann af trúlofun konu sem Lára hét. Hann kvað: Þó aó Kári klóri mér kunna sár þau gróa, en efLára lofuð er lœt ég tárin flóa. Jón S. Bergmann (f. 1874, d. 1927) var snjall hag- yrðingur. Eftir hann eru þessar vísur: Auður, dramb ogfallegföt fyrst aföllu þérist, og menn sem hafa mbr og kjót meira en almennt gerist. Beittu i laumi kjafti og kló, - kærleika til vara. Þá ertu efni í Oddfellow eöa frímúrara. Inn á leirinn barst vísa eftir einhvern Jón Jónsson sem gerði ekki nánar grein fyrir sér. Efnistök minna dálítið á Jón Ingvar Jónsson án þess að hér verði fullyrt neitt um það: Össur, þú ert illa ger, afglóp þín svo stór og mörg, bráðum, vinur, veróur þér varpaðfyrir Ingibjórg. Ég var ekki viss um hvort ég ætti að birta þessa vísu. Össur hefur ekkert gert mér. Vísan er bara svo fjári góö. Ef hann skyldi lesa þetta bendi ég honum sérstaklega á lokavísuna sem er eftir óþekktan höfund: Við yrkjum svona allavega upp á grín. Taktu það ekki alvarlega elskan mín. i- Umsjón -f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.