Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 13 V Fréttir Úrskuröaöir í 10 daga gæsluvaröhald Þeir Kristján Ra Kristjánsson, til vinstri, og Árni Þór Vigfússon, sem veriö hafa umsvifamiklir í viöskiptalífinu á íslandi undanfarin ár, voru hvor um sig úrskurðaöur í 10 daga gæsluvaröhald vegna meintra tengsla þeirra viö stórfellt fjárdráttarmál hjá Landssímanum. Þjóðþekktir menn tengjast rannsókn á stórfelldum fjárdrætti hjá Símanum: í hakli vegna gruns um stórfaHd auðgunarbrot Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði í gær Sveinbjöm Kristjáns- son, fyrrverandi aðalgjaldkera Lands- símans, í 14 daga gæsluvarðhald vegna gruns um stórfelld auðgunar- brot. Ásamt honum vora þeir Ámi Þór Vigfússon og Kristján Ra Krist- jánsson, bróðir Sveinbjamar, úr- skurðaðir í gæsluvarðhald í 10 daga en grunur leikur á að þeir tengist brotum þess fyrmefnda. Rangfærslur í bókhaldsbúnaði Landssíminn óskaði á fimmtudag eftir því við efnahagsbrotadeild Rík- islögreglustjóra að embættið tæki til opinberrar rannsóknar gmnsemdir félagsins um stórfelld auðgunarbrot innan fyrirtækisins. Málið komst upp í vikunni þegar innri endurskoð- un félagsins tók út ákveðna þætti bókhalds þess en uppi er rökstuddur grunur um kerfisbundnar rangfærsl- ur í bókhaldshugbúnaði fyrirtækis- ins. Fljótlega bámst böndin að aðal- gjaldkera fyrirtækisins og var hon- um þegar sagt upp störfum. Ríkislögreglustjóri og Landssím- inn verjast ailra frétta af málinu en að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, upp- lýsingafuUtrúa Landssímans, beinist meint brot fyrrverandi starfsmanns eingöngu að fyrirtækinu en ekki að viðskiptavinum þess. Ekki er talið að fleiri starfsmenn Landssímans teng- ist málinu sem nú er í rannsókn hjá efnahagsbrotadeild. Rannsókn máls- ins mun teygja sig nokkur ár aftur í tímann en aðallega er horft til áranna 1999-2000. Ljóst er að um umtals- verða upphæð er að ræða en sam- 10 daga gæsluvaröhald Árni Þór Vigfússon kemur úr Héraösdómi Reykjavíkur eftir aö hafa veriö úrskuröaöur í varöhald. 10 daga gæsluvarðhald Kristján Ra Kristjánsson kemur úr Héraösdómi Reykjavíkur eftir aö hafa veriö úrskuröaöur í varðhald. kvæmt óstaðfestum upplýsingum hleypur upphæðin á bilinu 100-150 miújónir króna. Áberandi í athafnalífinu Mennimir þrír vom allir í stifúm yfirheyrslum hjá lögreglu í gær en vora seinnipart dags leiddir fyrir dóm- ara sem úrskurðaði þá í 14 til 10 daga Stuttar fréttir Meiður kaupir íslandsbanki hf. seldi í gær hlutabréf í Búnaðarbankanum að nafnvirði rúmlega 481 milljón króna. Við þetta minnkar hlutur íslandsbanka í Búnaðarbankanum í 8,6% en hann var áður liðlega 9%. Kaupandi var Meiður ehf. sem er meðal annars í eigu Kaup- þings og Sparisjóðanna. LÍÚ vill Björgólf Stjóm LÍÚ sam- þykkti einróma á aðalfundi sínum í gær að óska eftir því við Björgólf Jó- hannsson, forstjóra Síldarvinnslunnar í gæsluvarðhald. Mennimir hafa staðið saman að ýmiss konar starfsemi á síð- ustu árum og hafa þeir verið áberandi í rekstri veitingahúsa og afþreyingar- fyrirtækja. Fyrirtækið Lífstíll hf. er til að mynda í þeirra eigu en það rekur meðal annars Hótel Borg, veitingastað- inn Thorvaldsen og likamsræktarstöð- ina Planet Reykjavík. Neskaupstað, að hann gæfi kost á sér sem næsti formaður LÍÚ. Krist- ján Ragnarsson mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í for- stjórastóli. Umferöaróhöppum fækkar Embætti lögreglunnar í Hafnar- firði, Garðabæ og Bessastaðahreppi setti sér í ársbyrjun það markmið að fækka umferðaróhöppum í um- dæmum sínum. Á þéssum sama tíma hefur umferðaróhöppum i um- dæminu fækkaö úr 245 árið 2002 í 221 árið 2003, eða um 10%. Apótek lögð niður Lyfja hf. hefur ákveðið að leggja niður útibú apóteksins á Suður- eyri og Flateyri. Ástæða þess að Samkvæmt óstaðfestum heimild- um DV hafa allar eignir þeirra félaga verið frystar uns málið hefur verið rannsakað til hlítar. Þeir Ámi og Kristján vora á áram áður viðriðnir rekstur sjónvarpsstöðvarinnar Skjás eins en hafa ekki komið nálægt henni síöan á síðari hluta ársins 2001. . -EKÁAáb ákveðiö var að loka þessum útibú- um er sögð sú að stutt sé til ísa- fjarðar frá þessum stööum og sam- göngur góðar árið um kring. Staða ísafjarðar batnar Árs- reikning- ur bæjar- sjóðs ísa- fjarðar- bæjar fyr- ir árið 2002 var lagður fram á fundi bæjarstjórnar í gær. Heildamiðurstaöa ársreikn- ingsins er 46 milljónum króna betri en fjárhagsáætlun ársins gerði upphaflega ráð fyrir. mbl.is greindi frá. Skeljungur: Kristinn hættin sem fonstjóni Kristinn Bjöms- son, forstjóri Skelj- ungs hf., mun láta af störfum þann fyrsta september næstkomandi að eigin ósk. Gunnar Karl Guömundsson hefur verið ráðinn í hans stað og mun taka við starfi næstu mánaöamót og starfa sam- hliða Kristni uns hann kveður. Gunnar er hagfræðingur að mennt og hefur hann starfað hjá Skeljungi í fjölda ára, meðal annars við stjóm innkaupa- og áhættustýring- ar. Hann var síðan ráðinn fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs félags- ins árið 1999 en tveimur árum seinna tók hann við starfi aðstoðar- forstjóra. -áb Skilorðsbundið fangelsi: Sýndu styrkan og einbeittan bpotavilja Héraðsdómur hefur dæmt tvo tvítuga pilta í þriggja og fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyr- ir að skemma umferðarmyndavél á gatnamótum Sæbrautar og Holta- garða með því að brjóta gler fram- an á myndavélinni og kveikja I henni. I niðurstöðu dómsins segir að fyrir liggi að annar piltanna hafi farið gagngert til að fjarlægja myndavélina þar sem hann hafði verið myndaður nokkrum dögum áður þegar hann ók yfir gatnamót- in á rauðu ljósi. Sýni það styrkan og einbeittan brotavilja hans. Hann hafi síðan fengiö hinn piltinn til liðs við sig viö verknaðinn sem tók fullan þátt í honum. Þeir hefðu valdið yfirgripsmiklu tjóni en verð- mæti myndavélarinnar nam rúm- um níu hundruð þúsund krónum. Til málsbóta fyrir þá kom aö þeir játuðu brot sitt skýlaust. Þeir vora einnig dæmdir til að greiða Reykjavíkurborg 161 þúsund krónur í skaðabætur og Lögreglu- stjóranum í Reykjavík 764 þúsund krónur í skaðabætur._-EKÁ Bókaútgefendur: Fagna hugmynd- um um lægpi vsk. Aðalfúndur Félags íslenskra bóka- útgefenda, sem haldinn var að Nesjavöllum á fimmtudag, fagnar hugmyndum sem fram komu í að- draganda kosninga um lækkun eða niðurfellingu á virðisaukaskatti af bókum. Það kemur fram í ályktun sem samþykkt var einróma á fundinum. Sigurður Svavarsson var endurkjörinn formaður félagsins og sagöi hann að aldrei áður hefðú ver- ið jafn mikil umsvif í þágu bók- menningar og bókmennta á vegum felagsins og á liðnu ári. -hlh Fyrirtæki ársins Háskólinn í Reykjavík og Mela- búðin voru valin fyrirtæki ársins 2003 í könnun sem Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur stóð fyr- ir. HR vann í hópi stórra fyrir- tækja og Melabúðin í hópi minni fyrirtækja, þar sem starfa 50 manns eða færri. Þetta er í annað sinn á jafnmörgum árum sem HR hlýtur verðlaunin. -áb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.