Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Side 2
2 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 13 V Fréttir Úrskuröaöir í 10 daga gæsluvaröhald Þeir Kristján Ra Kristjánsson, til vinstri, og Árni Þór Vigfússon, sem veriö hafa umsvifamiklir í viöskiptalífinu á íslandi undanfarin ár, voru hvor um sig úrskurðaöur í 10 daga gæsluvaröhald vegna meintra tengsla þeirra viö stórfellt fjárdráttarmál hjá Landssímanum. Þjóðþekktir menn tengjast rannsókn á stórfelldum fjárdrætti hjá Símanum: í hakli vegna gruns um stórfaHd auðgunarbrot Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði í gær Sveinbjöm Kristjáns- son, fyrrverandi aðalgjaldkera Lands- símans, í 14 daga gæsluvarðhald vegna gruns um stórfelld auðgunar- brot. Ásamt honum vora þeir Ámi Þór Vigfússon og Kristján Ra Krist- jánsson, bróðir Sveinbjamar, úr- skurðaðir í gæsluvarðhald í 10 daga en grunur leikur á að þeir tengist brotum þess fyrmefnda. Rangfærslur í bókhaldsbúnaði Landssíminn óskaði á fimmtudag eftir því við efnahagsbrotadeild Rík- islögreglustjóra að embættið tæki til opinberrar rannsóknar gmnsemdir félagsins um stórfelld auðgunarbrot innan fyrirtækisins. Málið komst upp í vikunni þegar innri endurskoð- un félagsins tók út ákveðna þætti bókhalds þess en uppi er rökstuddur grunur um kerfisbundnar rangfærsl- ur í bókhaldshugbúnaði fyrirtækis- ins. Fljótlega bámst böndin að aðal- gjaldkera fyrirtækisins og var hon- um þegar sagt upp störfum. Ríkislögreglustjóri og Landssím- inn verjast ailra frétta af málinu en að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, upp- lýsingafuUtrúa Landssímans, beinist meint brot fyrrverandi starfsmanns eingöngu að fyrirtækinu en ekki að viðskiptavinum þess. Ekki er talið að fleiri starfsmenn Landssímans teng- ist málinu sem nú er í rannsókn hjá efnahagsbrotadeild. Rannsókn máls- ins mun teygja sig nokkur ár aftur í tímann en aðallega er horft til áranna 1999-2000. Ljóst er að um umtals- verða upphæð er að ræða en sam- 10 daga gæsluvaröhald Árni Þór Vigfússon kemur úr Héraösdómi Reykjavíkur eftir aö hafa veriö úrskuröaöur í varöhald. 10 daga gæsluvarðhald Kristján Ra Kristjánsson kemur úr Héraösdómi Reykjavíkur eftir aö hafa veriö úrskuröaöur í varðhald. kvæmt óstaðfestum upplýsingum hleypur upphæðin á bilinu 100-150 miújónir króna. Áberandi í athafnalífinu Mennimir þrír vom allir í stifúm yfirheyrslum hjá lögreglu í gær en vora seinnipart dags leiddir fyrir dóm- ara sem úrskurðaði þá í 14 til 10 daga Stuttar fréttir Meiður kaupir íslandsbanki hf. seldi í gær hlutabréf í Búnaðarbankanum að nafnvirði rúmlega 481 milljón króna. Við þetta minnkar hlutur íslandsbanka í Búnaðarbankanum í 8,6% en hann var áður liðlega 9%. Kaupandi var Meiður ehf. sem er meðal annars í eigu Kaup- þings og Sparisjóðanna. LÍÚ vill Björgólf Stjóm LÍÚ sam- þykkti einróma á aðalfundi sínum í gær að óska eftir því við Björgólf Jó- hannsson, forstjóra Síldarvinnslunnar í gæsluvarðhald. Mennimir hafa staðið saman að ýmiss konar starfsemi á síð- ustu árum og hafa þeir verið áberandi í rekstri veitingahúsa og afþreyingar- fyrirtækja. Fyrirtækið Lífstíll hf. er til að mynda í þeirra eigu en það rekur meðal annars Hótel Borg, veitingastað- inn Thorvaldsen og likamsræktarstöð- ina Planet Reykjavík. Neskaupstað, að hann gæfi kost á sér sem næsti formaður LÍÚ. Krist- ján Ragnarsson mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í for- stjórastóli. Umferöaróhöppum fækkar Embætti lögreglunnar í Hafnar- firði, Garðabæ og Bessastaðahreppi setti sér í ársbyrjun það markmið að fækka umferðaróhöppum í um- dæmum sínum. Á þéssum sama tíma hefur umferðaróhöppum i um- dæminu fækkaö úr 245 árið 2002 í 221 árið 2003, eða um 10%. Apótek lögð niður Lyfja hf. hefur ákveðið að leggja niður útibú apóteksins á Suður- eyri og Flateyri. Ástæða þess að Samkvæmt óstaðfestum heimild- um DV hafa allar eignir þeirra félaga verið frystar uns málið hefur verið rannsakað til hlítar. Þeir Ámi og Kristján vora á áram áður viðriðnir rekstur sjónvarpsstöðvarinnar Skjás eins en hafa ekki komið nálægt henni síöan á síðari hluta ársins 2001. . -EKÁAáb ákveðiö var að loka þessum útibú- um er sögð sú að stutt sé til ísa- fjarðar frá þessum stööum og sam- göngur góðar árið um kring. Staða ísafjarðar batnar Árs- reikning- ur bæjar- sjóðs ísa- fjarðar- bæjar fyr- ir árið 2002 var lagður fram á fundi bæjarstjórnar í gær. Heildamiðurstaöa ársreikn- ingsins er 46 milljónum króna betri en fjárhagsáætlun ársins gerði upphaflega ráð fyrir. mbl.is greindi frá. Skeljungur: Kristinn hættin sem fonstjóni Kristinn Bjöms- son, forstjóri Skelj- ungs hf., mun láta af störfum þann fyrsta september næstkomandi að eigin ósk. Gunnar Karl Guömundsson hefur verið ráðinn í hans stað og mun taka við starfi næstu mánaöamót og starfa sam- hliða Kristni uns hann kveður. Gunnar er hagfræðingur að mennt og hefur hann starfað hjá Skeljungi í fjölda ára, meðal annars við stjóm innkaupa- og áhættustýring- ar. Hann var síðan ráðinn fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs félags- ins árið 1999 en tveimur árum seinna tók hann við starfi aðstoðar- forstjóra. -áb Skilorðsbundið fangelsi: Sýndu styrkan og einbeittan bpotavilja Héraðsdómur hefur dæmt tvo tvítuga pilta í þriggja og fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyr- ir að skemma umferðarmyndavél á gatnamótum Sæbrautar og Holta- garða með því að brjóta gler fram- an á myndavélinni og kveikja I henni. I niðurstöðu dómsins segir að fyrir liggi að annar piltanna hafi farið gagngert til að fjarlægja myndavélina þar sem hann hafði verið myndaður nokkrum dögum áður þegar hann ók yfir gatnamót- in á rauðu ljósi. Sýni það styrkan og einbeittan brotavilja hans. Hann hafi síðan fengiö hinn piltinn til liðs við sig viö verknaðinn sem tók fullan þátt í honum. Þeir hefðu valdið yfirgripsmiklu tjóni en verð- mæti myndavélarinnar nam rúm- um níu hundruð þúsund krónum. Til málsbóta fyrir þá kom aö þeir játuðu brot sitt skýlaust. Þeir vora einnig dæmdir til að greiða Reykjavíkurborg 161 þúsund krónur í skaðabætur og Lögreglu- stjóranum í Reykjavík 764 þúsund krónur í skaðabætur._-EKÁ Bókaútgefendur: Fagna hugmynd- um um lægpi vsk. Aðalfúndur Félags íslenskra bóka- útgefenda, sem haldinn var að Nesjavöllum á fimmtudag, fagnar hugmyndum sem fram komu í að- draganda kosninga um lækkun eða niðurfellingu á virðisaukaskatti af bókum. Það kemur fram í ályktun sem samþykkt var einróma á fundinum. Sigurður Svavarsson var endurkjörinn formaður félagsins og sagöi hann að aldrei áður hefðú ver- ið jafn mikil umsvif í þágu bók- menningar og bókmennta á vegum felagsins og á liðnu ári. -hlh Fyrirtæki ársins Háskólinn í Reykjavík og Mela- búðin voru valin fyrirtæki ársins 2003 í könnun sem Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur stóð fyr- ir. HR vann í hópi stórra fyrir- tækja og Melabúðin í hópi minni fyrirtækja, þar sem starfa 50 manns eða færri. Þetta er í annað sinn á jafnmörgum árum sem HR hlýtur verðlaunin. -áb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.