Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 33
LAUGARDACUR 24. MAf 2003 f~f<3 lCf CJ t"t> tG C7 -UAf 37 l I i Matartíminn er kominn Það er komiö nýtt tímarit á markaðinn sem heitir Matartíminn - besti tími dagsins! Áætlað er að blaðið komi út mánaðarlega og í fyrsta tölublaðinu eru grillréttir settir á oddinn. Það er útgáfufyrirtækið Skerpla sem gefur tímaritið út en Skerpla hefur fengist við ýmiss konar útgáfu- starfsemi og er allþekkt fyrir útgáfu tengda sjáv- arútvegi og ferðamennsku. Tímaritið er boðið á óvenjulega lágu verði, eða aðeins 299 krónur ein- takið, og verður til sölu í öllum verslunum Hag- kaupa. Það er Helga Ólafsdóttir sem annast ritstjórn blaðsins. Helga er þaulvanur blaðamaður af DV, Visir.is og Fréttablaðinu en hefur einnig nokkra reynslu af matargerð. Helga sagði í samtali við DV að stefna blaðsins væri að leggja áherslu á aðgengilegar uppskriftir úr góðu hráefni og að fanga stemninguna í kringum matartímann. Mat- argerð snerist að miklu leyti um að njóta matar- ins í góðum félagsskap og að gefa sér til þess góð- an tíma. í fyrsta tölublaðinu er rætt við eigendur versl- unarinnar Kokku yfir salati, rölt um götur Kaup- mannahafnar í leit að veitingastöðum og kaffi- húsum, litið til söngkonunnar Diddúar í fiski- súpu, skyggn$t í eldhúsið hjá Ananda Marga en stærsti þátturinn í blaðinu fjallar um grillmat. Ágústa Johnson sýnir lesendum léttar uppskrift- ir og Bergljót Þorsteinsdóttir gefur uppskriftir að „mömmumat". Ása Jelena Petterson kaffibar- þjónn segir nokkur leyndarmál og Arnar Bjarna- son fjallar um vínþrúgur en Sæmundur Krist- jánsson á Næstu grösum kennir lesendum að matreiða rauðrófu. Síðast en ekki síst er kíkt í bjórsmökkun með Bjórvinafélagi Veðurstofunn- ar. „Mér finnst að við þurfum endilega að gefa ^^^m —^--------------------------------------------------------1: . :¦ — .' '"'"-'- < '¦ ¦ :' ' ¦ ¦•' "-------------------------------------— -*---------------------il^--------- —--------------'-------------------------------------- Helga Ólafsdóttir, matgæðingur og blaðamaður, ritstýrir Matartímanum, iivju tímariti um mai og drykk. DV-mynd GVA okkur meiri tíma til að njóta matar og matar- gerðar," sagði Helga þegar DV ræddi við hana um heimspeki matargerðar yfir sterkum kaffi- bolla á Konditori Copenhagen. „Við reynum að hafa efni blaðsins aðgengilegt og þannig má segja að þarna sé verið að fjalla um mat og vín á mannamáli, án þess að slaka á í kröfum um fallegt útlit, svo sem í ljósmyndun og hönnun," segir Helga sem vill að fólk temji sér að fiýta sér hægt; að njóta matar, vináttunnar og fjölskyldunn- ar í kringum matartímann. „Við erum oft að flýta okkur svo mikið að við gleymum að njóta þess að slaka á. Brjótum upp hversdagsleikann, komum hvert öðru á óvart og gefum okkur tima til þess. Matur er okkur öllum lífsnauðsyn en viðhorfið til matar og matargerðar skiptir meginmáli um það hvort og hvernig við njótum hans." PÁÁ 14.« LRNDSBRNKR DEIL.OIN I í AFRAM VALUR! Valur mætir ÍBV á laugardaginn kl. 14 - í fyrsta heimaleik sumarsins að Hlíöarenda. Útvarp Valur verður með beina útsendingu á fm 94,3 (Útvarp Saga) frá kl. 13, gamlir Valsrefir fara á kostum við grillið og frábær Valsstemning verður allsráðandi. Mætum öll og hvetjum okkar menn. Áfram Valur! Nýbakaðir Reykjavíkur- og deildarbikar- meistarar Vals mæta KR í Frostaskjóli kl. 17. Áfram Valur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.