Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Qupperneq 2
18 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 DV segir sína skoðun - keppnt i hverju ordi Mánudagurinn 26. maí 2003 EfniDV- Sports í dag Utan vallar, fréttir Toyota mótaröðin í golfi i| Ísland-Noregur karla © Ísland-Noregur kvenna © 1. deild karla © 1. deild karla Landsbanka- ^dei,d kvenna Landsbankadeild karla Landsbankadeild karla 0/ 1É> Landsbanka- deild karla Evrópuknatt- spyrnan Endúró mótokross Torfæra í Jósefsdal © Rall © Unglingasport © Hestar © Veiöi C?í| Fréttir+NBA Utan Eins og flestum ætti að vera kunn- ugt hefur Aðalsteinn Eyjólfsson tekið við kvennaliði ÍBV í handboltanum en félagið náði sínum besta árangri í sögu félagsins á síðustu léiktið undir stjóm Unnar Sigmarsdóttur. Þær sigr- uðu í deildinni og fylgdu því svo eftir með því að taka íslandsmeistaratitil- inn. Einnig urðu Eyjastúlkur meistar- ar meistaranna sem og unnu silfur í bikarnum eftir æsispennandi úrslita- leik við Hauka. Unnur sagði farir sín- ar ekki sléttar varðandi forráöamenn handknattleiksdeiidarinnar í viðtali viö DV-Sport hér í síðustu viku og sagði að sér liði eins og hún hefði feng- ið hnífstungu í bakið. Skal engan svo sem undra það enda kallaði árangur- inn ekki á neitt annað en að henni yrði boöinn nýr samningur. Ef það var ekki uppi á borðinu þá ætlaðist hún til þess að komið yrði fram við hana á sómasamlegan hátt og henni tjáð frá fyrstu hendi að ekki væri óskaö eftir hennar kröftum næsta vetur. Það gekk ekki eftir því forráðamennimir hafa nú ljóstrað þvi upp aö þeir hafl logiö að henni blákalt þegar hún spurði þá hvort þeir hefðu byrjað að ræða við vallar „Þessi vinnubrögö eru stjórninni til skammar og þurfa þessir ágœtu herrar aö taka hressilega til i sínum garöi og ef þeir heföu einhverja sómakennd myndu þeir biöja Unni afsökunar á opinberum vettvangi. “ Aðalstein áður en móti lauk. Eftir þessa uppljóstrun buðu þeir henni síð- an nýjan samning en hún var ekki áfjáö í að skrifa undir hann og vinna fyrir þessa einstaklinga eftir það sem á undan var gengið og lái henni það hver sem vill. Þessi framkoma forráðamannanna í garð Unnar er vægast sagt á lágu plani og ekki til þess að auka hróður ÍBV. Hún hefur unnið fómfúst sjálfboða- starf fyrir félagiö í áraraðir og á flest annað skilið en slíka framkomu. Það er hreint með ólíkindum að forráða- menn félagsins hafl ekki getað staðið að málum með heiðarlegri hætti. Þessi Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaöur é DV-Sporti - segir Logi Ólafsson, þjálfari íslenska landsliösins í knattspyrnu Þeir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, nýráðnir þjálfarar ís- lenska landsliðsins í knattspymu, tilkynntu sinn fyrsta landsliðshóp fyrir helgi en hópurinn er nánast sá sami og Atli Eðvaldsson var með í höndunum. Logi Ólafsson segir að þetta sé okkar sterkasti hópur og hann hefur trú á því að hægt sé að ná betri árangri með þennan hóp en til að ná betri árangri verði að byggja upp öfluga liðsheild innan hópsins og jafnfram verði að breyta hugarfari leikmanna. „Ég hef ekki eins mikla þekkingu á því hvemig ástandið hefur verið innan hópsins undanfarið en Ásgeir þekkir það betur. Við þurfum að byrja á því að gera leikmönnum grein fyrir þvi hvað fyrst og fremst gefur íslenska landsliðinu tækifæri til þess að ná árangri á alþjóðavett- vangi. Lykillinn að því er að búa til liösheild sem er tÚbúin að vinna saman, og með okkur, og leggja sig alla fram í hvert einasta verkefni. Við erum þannig í sveit settir í al- þjóða fótbolta að við þurfum á öllum okkar styrk að halda og öllum okkar bestu mönnum," segir Logi. Þetta er nú nokkurn veginn sami hópur og hjá Atla. Þiö geriö ykkur sem sagt vonir um aö þaö sé hœgt aö mynda sterkari liösheild innan þessa hóps en Atli náði aö gera? „Atla tókst það á köflum. Liðið náði oft ágætum úrslitum þó að það hafi ekki gengið sérstaklega vel síð- ustu misseri. Það er í sjálfu sér ekk- ert markmið hjá okkur Ásgeiri að gera miklar mannabreytingar á þessum hóp. Við viljum heldur reyna að breyta vinnulaginu og vinnumóralnum innan þess hóps sem við höfum í höndunum. Við telj- um aö þetta sé sterkasta liðið sem við getum valið fyrir þau verkefni sem fram undan eru og við þekkjum þessa pilta báðir vel og vitum að það býr meira í þeim en þeir hafa sýnt. Það þarf kannski helst að skipta um hugarfar hjá leikmönnunum. Við munum reyna að höfða meira til hvers og eins leikmanns og reynum að gera hveijum leikmanni grein fyrir því að hann eigi hlutverk í hópnum. Það verður hver og einn i hópnum að taka á sig ábyrgð. Leik- mennirnir hafa kannski sloppið býsna vel við gagnrýni en aftur á móti hefur Atli legið undir mikilli gagnrýni með það hvernig liðið hef- ur leikið en hann er aðeins utan vallar.“ Nú er Ijóst aö viö veröum helst að fáfullt hús í nœstu leikjum. Ætliö þió að gera miklar taktískar breytingar á leik liösins? „Já, einhverjar áherslubreytingar verða þar. Við fundum um það á hverjum einasta degi við Ásgeir og veltum því fyrir okkur hvernig þessu verður best fyrir komið. En það er kannski ekki rétt að ræða þær breytingar núna. Hvaö teljiö þiö ásœttanlegan ár- angur í þeim leikjum sem eru á nœst- unni? „Út úr þeim tveim leikjum sem eru fram undan eru 4 stig algjört lágmark. Bæði Færeyjar og Litháen eru sýnd veiði en ekki gefin og eins og Ásgeir sagði lika um daginn þá er nauðsynlegt að fá 7 stig út úr næstu þremur leikjum. Það gæti talist ásættanlegur árangur," sagði Logi Ólafsson, þjálfari landsliðsins. vinnubrögð eru stjóminni til skamm- ar og þurfa þessir ágætu herrar að taka hressilega til í sinum garði og ef þeir hefðu einhverja sómakennd myndu þeir biðja Unni afsökunar á op- inberum vettvangi - hún á það inni hjá þeim. Annars fer það að verða rannsókn- areftii hvemig staðið er að öllum þjálf- aramálum í Eyjum og er skemmst að minnast síðasta sumars þegar bæði karla- og kvennaþjálfara fótboltaliðs- ins var sagt upp störfúm með eftir- minnilegum hætti. Mikil læti vora sér- staklega i kjölfar brottvikningar kvennaþjálfarans og lét einn stjómar- maður kvennaráðs hafa það eftir sér að hann myndi taka hana af lífi i fjöl- miðlum ef hún ætlaði sér að gera mál úr uppsögninni. Ef mið er tekið af þessum málum þá má gera því skóna að vera Aðalsteins Eyjólfssonar í Vest- mannaeyjum verði ekki löng og ef ég væri í hans sporam myndi ég fara mér hægt i aö pakka postulíninu áður en ég flytti til Eyja. Áhersla á liðsheildina Logi Ólafsson mun stýra landsliöinu meö Ásgeiri Sigurvinssyni í næstu leikjum. Hann segir aö breyta þurfi hugarfari leikmanna liösins og mynda þurfi öfluga liösheild. DV- mynd Hilmar Þór Rúnar Arnarson: Vonast eftir samkomulagi Rúnar Amarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði í samtali við DV-Sport um helgina að hann vonaðist eftir því að Skotinn Scott Ramsey gengi í raðir liðsins í þessari viku. „Við höfum samið við Ramsey sjálfan en við eigum eftir að ná samkomulagi við KR. Við höfum rætt við forráðamenn KR en hlut- imir hafa gengið hægt. Þeir vilja fá peninga fyrir Ramsey, sem er að sjálfsögðu ekki óeðlilegt, en það verður að vera innan sanngimis- marka. Ég vonast til að hægt verði að ganga frá félagaskiptunum í þessari viku,“ sagði Rúnar. Scott Ramsey gekk til liðs við KR frá Grindavík síðasta haust en fékk að fara frá félag- inu í síðasta mánuði vegna mikill- ar heimþrár. Hann er þó kominn aftur til íslands og forráðamenn KR skilja hvorki upp né niður í málinu. „Við sýndum honum mikinn skilning þegar hann vildi fara heim. Við þurftum að borga 350 þúsund krónur fyrir hann í félags- skiptagjald auk ýmiss konar kostn- aðar við leikmanninn í vetur og það segir sig sjálft að við látum hann ekki frá okkur án þess að fá það til baka. Keflvíkingamir hafa verið í sambandi við okkur en ég veit satt að segja ekki hvemig mál- in þróast," sagði Jónas Kristinsson, stjómarformaður KR-Sports, í gær. -ósk Scott Ramsey kcppm i hverju orði Beinn sími: .............. 550 5880 Ljósmyndir: .............. 550 5845 Fax:...................... 550 5020 Netfang:............dvsport@dv.is Fastir starfsmenn: Henry Birgir Gunnarsson (henry@dv.is) Jón Kristján Sigurösson (jkssport@dv.is) Óskar Ó. Jónssor. (ooj.sport@dv.is) Óskar Hrafh Þorvaldsson (oskar@dv.is) Rjetur Sigurösson (pjetur@dv.is) Vignir Guöjónsson (vignir@dv.is)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.