Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 30
4' 30 TILVBRA ÞRIÐJUDAGUR3.JÚNÍ2003 íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Attatíuára: GunnarDal Gunnar Dal skáld verður áttatíu ára á morgun, miðvikudaginn 4. júní. Starfsferill Gunnar Dal fæddist í Syðsta- Hvammi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1946, stundaði heimspekinám við háskólann í Edinborg 1950-51 við háskólann í Kalkútta 1951-53 og við háskólann í Wisconsin 1956-57. Gunnar var kennari við Reykja- skóla í Hrútafirði 1948-49, við Gagnfræðaskólann í Keflavfk 1969-75 og Fjölbrautaskólann í Breiðholti 1975-91. Gunnar sat í stjórn Félags ís- lenskra rithöfunda 1961-65 og var formaður þess um skeið, er með- limur Pen-klúbbsins frá 1960, var forseti félagsins India frá 1961 og félagsins Ísland-Noregur 1960-61, leikdómari Tímans 1960-64 og sat í stjórn Leikdómarafélagsins 1960-62. Rit Gunnars eru Vera, 1949; Sfinxinn, 1953; Rödd Indlands, 1953; Þeir spáðu í stjömurnar, 1954; Sókrates, 1957; Októberljóð, 1959; Leitin að Aditi, 1961; Tveir heimar, 1961; Líf og dauði, 1961; Hinn hvíti lótus, 1962; Yogasútra Patanjalis, 1962; Sex indversk heimspekikerfi, 1962; Grískir heim- spekingar, 1962; Öld Sókratesar, 1963; Varnarræða Sókratesar, 1963; Raddir morgunsins, 1964; Plató, 1966; Aristóteles, 1966; Orðstír og auður, skáldsaga, 1970; Á heitu sumri, skáldsaga, 1970; Indversk heimspeki, 1972; Grískir heimspek- ingar, 1975; Kamala, skáldsaga, 1976; Kastið ekki steinum, ljóða- safn, 1977; Með heiminn í hendi sér, 1978; Existentíalismi, 1978; Líf- ið á Stapa, ljóð, 1979; Heimspek- ingar Vesturlanda, 1979; Gúrú Góvinda, skáldsaga, 1980; öld fíflsins, ljóð, 1981; Hundrað Ijóð um Lækjartorg, 1982; Heimsmynd okkar tíma, 1983; Orð milli vina, ljóð, 1984; Undir skilningstrénu, ljóð, 1985; Dagur sem aldrei gleym- ist, afmælisdagbók, 1988; Land minna mæðra, 1988; Hin trúarlega heimsmynd, 1990; Heimsmynd listamanns, 1990; Raddir morguns- ins, ljóðasafn, 1990; Heimsmynd heimspekinnar, 1991; Hús Evrópu, ljóð, 1991; Harður heimur, heim- ildarskáldsaga, 1993; Meðan þú gefur, ljóð, 1996; Lífið eftir lífið, skáldsaga, 1997;ídagvarð égkona, skáldsaga, 1997; Maður og jörð, ljóð, 1998; Orðsnilld Einars Bene- diktssonar, 1998; Grískar goðsögur, 2000. Samtalsbók Hans Kristjáns Árna- sonar við Gunnar Dal, Að elska er að lifa, kom út 1994. Stefnumót við Gunnar Dal, samtalsbók Baldurs Óskarssonar við Gunnar, 1999. ís- lenskar myndlistarmenn, ásamt Sigurði Kr. Arnasyni málara, kom út 1998. Gunnar hefur þýtt Móður og barn eftir R. Tagore, 1964; Spá- manninn, eftir Kahlil Gibran, 1958, endurútgefinn fjórtán sinnum fram til 2000; Mannssoninn, ljóð eftir Kahlil Gibran, 1986; Lögmálin sjö um velgengni eftir Deepak Chopra, 1996; Fyrsta ljóð heimsins, ljóðið um Gilgames, 1998; Bókina um Taó, 1998; og Litlu bókina um Zen, 1998. Gunnar hefur hlotið listamanna- laun frá 1953, laun Rithöfundasjóðs 1976, bókmenntaverðlaun RÚV 1976 og bókmenntaverðlaun VISA 1998. Fjölskylda Kona Gunnars var Elísabet Lilja Linnet, f. 1.11. 1920, d, 9.9 1997, deildarstjóri hjá Essó. Hún var dóttir Kristjáns Linnets, sýslu- manns í Skagafirði og bæjarfógeta í Vestmannaeyjum, og Jóhönnu Júlf- usdóttur Linnet húsmóður. Stjúpbörn Gunnars eru Kristján Svavarsson, rafvirki í Danmörku; Hlíf Svavarsdóttir, skólastjóri ball- ettskóla í Hollandi; Guðrún Svava Svavarsdóttir, listmálari í Dan- mörku; Edda Sigurðardóttir, hús- móðir í Reykjavík. Synir Gunnars og fyrstu konu hans, Pálínu Guðvarðardóttur, eru Gunnar, kennari í Vfk; Jónas, sál- fræðingur í Kópavogi; Guðvarður, kennari í Reykjavík. Uppeldissonur Gunnars og son- ur annarrar konu hans, Maríu Sig- urðardóttur, er Sigurður Bjarna- son, verslunarmaður í Garðabæ. Systkini Gunnars eru Davíð, Anna, Marinó, Garðar, Guðmann, Jón, Björn og Soffía Haraldsdóttir. Foreldrar Gunnars voru Sigurður Davíðsson, f. 13.9. 1896, d. 27.3. 1978, kaupmaður á Hvammstanga, og Margrét Halldórsdóttir, f. 3.10. 1895, d. 22.4. 1983, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Davíðs, b. í Kirkjuhvammi, eins Syðsta- hvamms-systkinanna, sonar Jóns, stúdents í Syðstahvammi Arn- björnssonar og Marsibilar Jóns- dóttur. Móðir Sigurðar var Ingi- björg Sigurðardóttir, verts frá Hörgshóli, Árnasonar. Margrét var dóttir Halldórs, húsasmiðs á Fáskruðsfirði, Stefáns- sonar, prests á Kolfreyjustað, Jóns- sonar, prests og skálds á Hjaltastað, Guðmundssonar. Móðir Stefáns var Margrét, systir Einars, afa Ein- ars Benediktssonar skálds. Margrét var dóttir Stefáns, prests á Sauða- nesi, bróður Hálfdáns, langafa Gunnars Gunnarssonar rithöfund- ar. Stefán var sonur Einars, prests á Sauðanesi, Arnasonar, og Margrét- ar Lárusdóttur, systur Jórunnar, ömmu Jónasar Hallgrfmssonar skálds. Móðir Margrétar Stefáns- dóttur var Anna Vfdalín, systir Reynisstaðarbræðra, en Benedikt, bróðir hennar, var langalangafi Sig- urðar Nordals. Gunnar tekur á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu, Borgarheiði 7 í Hveragerði, frá 16.00 til 19.00 afmælisdaginn 4. júní. Afmælislisti 90ára_____________ Oddný Helgadóttir, Ökrunn 1, Mosfellsbæ. 85 ára_____________ Ásthildur Magnúsdóttlr, Hamraborg 32, Kópavogi. Torfhlldur Jónsdóttir, Hjallavegi 9, Reykjavík. 80 ára_____________ Kári Halldórsson, Baröaströnd 6, Seltjarnarnesi. Sólveig Jónsdóttir, Sléttuvegi 15, Reykjavík. Stefanía B. Thors, Lágafelli, Mosfellsbæ. 70 ára_____________ Gunnar Lúðvíksson, Kleppsvegi 150, Reykjavík. Ólafur Krlstjánsson, Aöalgötu 1, Keflavík. Vlgfús Magnússon, Stigahlíö 42, Reykjavík. 60 ára_____________ Gunnar Ásgeirsson, Kirkjubraut 30, Höfn. Gunnar Konráösson, Garöavegi 13, Hvammstanga. Hllmar Ingólfsson, Hagaflöt 18, Garöabæ. Jóhann Levl Gu&mundsson, Hjaltabakka 18, Reykjavík. Jón Hreiðar Hansson, Klettabergi 36, Hafnarfiröi. Páll Friðrlksson, Lundarbrekku 8, Kópavogi. 50 ára_____________ Ásta Pálína Ragnarsdóttlr, Drekahlíð 8, Sauöárkróki. Dóra Ásgeirsdóttlr, Hraunkoti, Garöabæ. Gylfi Ragnarsson, Hlíöarvegi 40, Ólafsfirði. Margrét S. Slgbjörnsdóttlr, Bræöratungu 21, Kópavogi. Marín Jónsdóttir, Böggvisbraut 9, Dalvík. Olga Eide Pétursdóttlr, Hringbraut 72d, Keflavík. Slgurgelr Jónsson, Brúnastekk 7, Reykjavík. Tryggvi Guðmundsson, Reykjafold 12, Reykjavík. Unnur Halldórsdóttlr, Hamravík 2, Borgarnesi. 40ára_____________ Ágúst Jóhann Gunnarsson, Heiövangi 44, Hafnarfirði. Ásgelr Logi Ásgeirsson, Hlíðarvegi 10, Ólafsfirði. Dagur Óskar Guðmundsson, Ólafsvegi 23, Ólafsfirði. Guðný Osk Gylfadóttir, Skarðshlíð 24d, Akureyri. Hölmfríður Karlsdóttlr, Sunnuflöt 10, Garöabæ. Kristín Árnadóttlr, Álfheimum 12, Reykjavík. Kristján E. Kristjánsson, Efri-Dálksstöðum, Akureyri. Róbert Þór Gunnarsson, Smyrlahrauni 36, Hafnarfiröi. Sigurður G. Sigurðsson, Flétturima 27, Reykjavík. Þórarlnn Slgurðsson, Fálkakletti 2, Borgarnesi. I Níræð: Sjötíu og fimm ára: Olga Sólveig Aðalbjörg Sigurðardóttir þörður KHstínn JÓhannSSOn Olga Sóiveig Aðalbjörg Sigurðardóttir, Elli- og dval- arheimilinu Grund, Hring- braut 50, er níræð í dag. Starfsferill Olga fæddist í Hnífsdal og ólst þar upp í foreldrahús- um í Ysta-Húsinu. Er Olga giftist bjuggu þau hjónin í Hnífsdal í nokkur ár. Þau flutti síðan til Siglufjarðar þar sem þau bjuggu til 1964. Þá fluttu þau til Reykjavíkur þar sem Olga hefur átt heima síðan. Olga vann mest við hannyrðir og sauma. Hún stundaði ýmis félags- störf og er m.a. heiðursféíagi í kvenfé- lagi Hallgrímskirkju. Fjölskylda Olga giftist 27.9. 1940 Gunnlaugi lóhannessyni, f. 24.12. 1917, d. 3.9. 1980, fiskmatsmanni. Hann er sonur Jóhannesar Gunnlaugssonar, f. 27.5. 1882, d. 2.4. 1942, og Málfríðar Sig- urðardðttur, f. 15.5.1885, d. 5.5.1956. Börn Olgu og Gunnlaugs eru Guð- ? munda Sigríður Gunnlaugsdóttir, f. 17.6. 1943, maður hennar er Marinó Friðjónsson, f. 15.9.1933, og eiga þau fjögur börn; Elísabet Þóra Gunnlaugsdóttir, f. 17.1. 1947, maður hennar er Reynir Heide, f. 28.6. 1952, og á hún þrjú börn; Málfríður Gunn- laugsdóttir, f. 18.4.1950, mað- ur hennar er Sigmar Holbergs- son, f. 19.8. 1947 og eiga þau þrjú börn. Barnabörn Olgu eru tíu talsins en langömmubörn hennar eru tuttugu. Systkini Olgu: Kristján Guðmund- ur Sigurðsson, f. 6.9. 1907, d. 2.4. 1909; Kristján Guðmundur Sigurðs- son, f. 12.1. 1910, d. í apríl 2003; Sig- ríður Hanna Sigurðardóttir, f. 13.12. 1910, d. 16.3. 1938; Jón Þorleifur Sig- urðsson, f. 10.4. 1912, d. í desember 1999; Kristjana Sigurðardóttir, f. 6.3. 1915;Herdís Þóra Sigurðardóttir, f. 2.12. 1916, d. 3.9. 1992; Elísabet Sig- ríður Sigurðardóttir, f. 25.2. 1918, d. 28.11.1918; Arnór Sigurðsson, f. 20.3. 1920; Bjarni Sigurðsson, f. 16.4.1921; Friðrik Tómas Sigurðsson, f. 10.4. 1922. Foreldrar Olgu voru Sigurður Guð- mundur Guðmundsson, f. 9.7. 1874, d. 4.10.1955, og Elísabet Rósinkransa Jónsdóttir, f. 15.3.1881, d. 5.5.1930. Þórður Kristinn Jóhannsson kennari, Marbakka 4, Neskaupstað, er sjötugur í dag. Starfsferill Þórður fæddist í Neskaupstað og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófum frá ML 1954 og B.A.-prófi í sögu og landafræði 1958, stundaðii framhaldsnám við HÍ í ensku 1973-74. Þórður var kennari við Gagn- fræðiskólann í Keflavfk 1958-60, skólastjóri við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað 1960-73, kennari við Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi 1974-77, skólastjóri Gagnfræða- skólans á Hvolsvelli 1977-80 og hefur verið kennari við Gagnfræða- skólann í Neskaupstað, síðar Verk- menntaskólann í Neskaupstað, 1980-2003. Fjölskylda Eiginkona Þórðar er Steinunn Þorsteinsdóttir, f. 9.2. 1936, hjúkr- unarfræðingur. Hún er dóttir Þor- steins Pálssonar, f. í Borgarfirði 8.6. 1909, d. 12.2. 1944, sjómanns, og Guðrúnar Benediktsdóttur, f. á Grund í Miðneshreppi í Gull- bringusýslu 9.10. 1912, d. 20.11. 1972, húsfreyju. Sonur Þórðar utan hjónabands: Guðmundur Kristinn Þórðarson, f. 26.6. 1958, smiður hjá Keflavfkur- verktökum, búsettur í Keflavík, móðir hans er Karen Sigurðardótt- ir. Sonur Steinunnar utan hjóna- bands er Svavar Rúnar Ólafsson, f. 15.9. 1955, sölu- og markaðsstjóri hjá Valdimar Gíslason íspakk, bú- settur í Hafnarfirði, kvæntur Þór- kötlu M. Valdimarsdóttur og eiga þau rvö börn, faðir Svavars Rúnars er Ólafur Ólafsson. Börn Þórðar og Steinunnar eru Laufey Þórðardóttir, f. 26.9. 1969, nemi í Ástralíu, gift Agli Scheving; Jóhann Þorsteinn Þórðarson, f. 31.7. 1971, kerfisfræðingur og þró- unarstjóri hjá Hópvinnukerfum ehf., búsettur í Neskaupstað, í sam- búð með Svanhvíti Alfreðsdóttur og eiga þau tvö börn. Albróðir Þórðar: Kristinn V. Jó- hannsson, f. 28.8. 1934, fram- kvæmdastjóri, búsettur í Neskaup- stað, kvæntur Báru Jdhannsdóttur og eiga þau þrjú börn. Hálfbróðir Þórðar: Jó- hann Grétar Stephensen, f. 3.10. 1948, aðstoðarskólastjóri við Verk- menntaskóla Austurlands, búsettur í Neskaupstað, kvæntur Maríu Árnadóttur og eiga þau 4 börn. Foreldrar Þórðar: Jóhann Sigurð- ur Þórðarson, f. í Nesþorpi í Norð- firði 16.6. 1907, d. 12.10. 1937, sjó- maður, og Laufey Vilhjálmsdóttir, f. í Hátúni á Nesi í Norðfirði 8.10. 1911, d. 16.1. 1998, umboðsmaður við Sjúkrasamlagið í Neskaupstað. Afmælisgreinar þurfa að berast ættfræðideild DV ásamt mynd, þrem dögum fyrir birtingu. Birting afmælisgreina er þér að kostnaðarlausu. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.