Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Side 4
4 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1.JÚLÍ 2003 Islendingar grunaðir um skattsvik í Svíþjóð SVIK: Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur ís- lenskt fyrirtæki og nokkra (s- lendinga grunaða um aðild að stórfelldu skattsvikamáli í Sví- þjóð. Einn (slendingur sat í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð vegna málsins fyrr á árinu. Málið teygir anga sína víða og mun vera mjög flókið í sniðum en að sögn sænskra fjölmiðla hafa þrjú þarlend fyrirtæki þegar verið úrskurðuð gjald- þrota vegna málsins. Svikin fóru þannig fram að flutningabílstjórar voru rang- lega skráðir starfsmenn er- lendra fyrirtækja í þeim til- gangi að komast hjá því að greiða skatta og önnur gjöld í Svíþjóð. Þá voru gervifyrirtæki stofnuð og falskar kvittanir vegna kostnaðar gefnar út. Starfsmenn frá efnahagsbrota- deild sænsku lögreglunnar munu að öllum líkindum koma til landsins síðar á árinu til þess að yfirheyra nokkra aðila sem taldir eru tengjast málinu. Frjálslyndir eyddu 13 milljónum í kosningar Guðjón A. Kristjánsson. STJÓRNMÁL Kosningabarátta Frjálslynda flokksins fyrir síðustu alþingiskosningar kostaði alls um 13 milljónir, að öllu með- töldu. Það er innan þeirra marka sem flokkurinn setti sér fyrir kosningarnaren um 2/3 hlutar kostnaðarins eru vegna auglýs- inga og prentunarkostnaðar. ( fréttatilkynningu frá flokknum segir að gætt hafi verið aðhalds í rekstri á liðnu kjörtímabili þannig að unnt var að leggja til hliðar ákveðnar upphæðir sem nægðu, ásamt fjárframlögum frá velunnurum og flokksfélög- um, til þess að greiða þennan kostnað. Flokkurinn hefur verið málsvari þess að opna bókhald stjórnmálaflokka hér á landi og er hægt að skoða bókhald á vef- slóðinni www.frjalslyndir.is ' Breti og Þjóðverji dæmdir í héraðsdómi í gær: 7 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Tveir menn, Þjóðverji og Breti, voru í gær dæmdir í sjö mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur fyrir fíkni- efnabrot. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á tæplega þremur kflóum af hassi til íslands frá Spáni í ágóðaskyni. Þjóðverjinn hafði keypt hassið á Spáni og pakkaði hann því í niður- suðudósir til að villa um fyrir lög- reglu og tollgæslu. Hann skipulagði einnig för Bretans til fslands en hann keypti m.a. flugfarseðla og gistingu fýrir þá hér á landi og hugðist hann sjá um sölu efnisins hérlendis. Þjóðverjinn hafði keypt hassið á Spáni og pakk- aði hann því í niður- suðudósir til að villa um fyrir lögreglu og tollgæslu. Bretinn tók við efninu af Þjóð- verjanum á Spáni og flutti það til íslands 1. júní síðastliðinn gegn lof- orði um peningaþóknun. Tollverð- ir fundu hins vegar efnið í farangri hans við komu hans á Keflavíkur- flugvöll. Þá var Þjóðverjinn einnig ákærður fyrir að hafa ílutt hingað til lands fyrr á þessu ári allt að 200 grömm af hassi í tveimur ferðum sínum frá útlöndum og selt fólki efnið á veitingahúsum í Reykjavík. Þjóðverjinn sagði að Bretinn væri aðeins burðardýr í málinu og hefði átt að fá 2-3 þús- und evrur í sinn hlut. Beindist að mikilvægum hagsmunum Mennirnir tveir játuðu brot sín fyrir dómi í gær. Fulltrúi ákæru- valdsins taldi að um styrkan brota- vilja mannanna hefði verið að ræða þar sem þeir höfðu sett efnið í nið- ursuðudósir og notað til þess sér- stakar dósavélar. Hann sagði að þrátt fyrir að upp um mennina hefði komist áður en efnið fór í um- ferð hefði brotið beinst að mikil- vægum þjóðfélagslegum hagsmun- um og taldi hann að líta ætti til þess við ákvörðun refsingar. Verjandi Þjóðverjans kvað hann hafa sýnt ágæta framkomu í málinu og upp- lýst það strax í byrjun. Hann hefði flutt inn hass sem væri veikasta efnið á markaðinum og ætti hann að njóta þess við ákvörðun refsing- ar. Verjandi Bretans tók fram að hann hefði aðeins verið burðardýr í málinu og samkvæmt samkomulagi hefði hann aðeins átt að fá 2-3 þús- und evrur í sinn hlut fyrir innflutn- inginn. Þjóðverjinn hefði verið höf- uðpaurinn sem skipulagði allan innflutninginn. Verjandinn taldi að líta ætú til þess að Bretinn hefði ját- að brotið þótt hann hefði ekki gert það strax í upphafi af ótta við hefnd- araðgerðir. Dómarinn taldi ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna en til frádráttar fangelsisvistinni kemur gæsluvarðhald sem þeir hafa setið í frá 1. júnf. Auk þess var mönnunum gert að greiða skipuðum verjendum sfnum 430 þúsund krónur í málsvarnarlaun. -EKÁ Lögreglumenn ákærðir fyrir ólömætar handtökur Tveir lögreglumenn í Reykjavík hafa verið ákærðir fyrir ólög- mætar handtökur og ólögmæta skýrslugerð í tengslum við þær en málið var þingfest fyrir hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Annar lögreglumannanna er ákærður fyrir að hafa handtekið mann á veitingastaðnum Nonna- bitum í miðbænum 8. mars síðast- liðinn og flutt hann á lögreglustöð- ina án þess að hafa haft til þess nægilegar ástæður eða tilefni. Samkvæmt almennum hegningarlögum getur ólögleg handtaka varð- að sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Þá eru báðir lögreglumennirnir ákærðir fyrir að hafa handtekið annan mann fyrir framan veitinga- stað í Tryggvagötu daginn eftir og fært á lögreglustöðina án nægilegra ástæðna eða tilefnis og annar þeirra ákærður fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa beitt úða- vopni við aðra handtökuna án þess að hafa haft til þess nægilegar ástæður eða tilefni. f kjölfar hand- takanna gerðu þeir skýrslur um at- vikin en samkvæmt ákæru er þeim gefið að sök að hafa skýrt þar rang- lega frá atvikum. Sagði m.a. í þeim að mikil múgæsing hefði orðið á vettvangi og ástandið verið mjög eldfimt og því hefði nauðsynlegt að beita úðavopni til þess að lögreglan kæmist af vettvangi án þess að til frekari átaka kæmi. Neita sök Sigríður ]. Friðjónsdóttir sak- sóknari krafðist þess að mennirnir tveir yrðu dæmdir til refsingar en samkvæmt almennum hegningar- lögum getur ólögleg handtaka varðað sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Auk þessa krefst annar hinna handteknu 600 þús- und króna miskabóta vegna hand- tökunnar. Lögreglumennirnir mættu fyrir dóm í gær og neituðu sök. Þeir höfnuðu auk þess miska- bótakröfu mannsins. Lögreglumönnunum er gefið að sök að hafa greint ranglega frá at- vikum í skýrslum sínum. Þá krafðist lögmaður annars þeirra að saksóknari aflaði upplýs- inga um allar kærur sem lagðar hefðu verið fram á hendur lög- reglumönnum á síðustu tveimur árum þar sem fram kæmu ástæður kæranna og afdrif þeirra. Lögreglu- mönnunum tveimur hefur verið veitt tímabundin lausn frá störfum og vildu verjendur þeirra að málinu yrði flýtt þar sem fjárhagslegir hagsmunir þeirra væru í húft. Stefnt er að því að aðalmeðferð í málinu verði snemma í haust. -eká Vinningur í DV-bingói Björn H. Sveinsson tekur hér við vinningi í bingóleik DV fyrir hönd konu sinnar, Kolbrúnar Jónasdótt- ur. Átján lesendur DV fengu bingó á I-röðina. Dregið var úr innsend- um nöfnum og kom nafn Kolbrún- ar upp. Verðlaunin sem Kolbrún hlýtur er flugferð fyrir tvo með Iceland Express. Það var blaða- maður DV á Akureyri, Ægir Dags- son, sem afhenti Birni vinninginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.